Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Kvöldsól Um helgina eru tveir mánuðir frá vetrarsólstöðum, þegar dag tók að lengja á ný. Síðan þá hefur sólin hækkað á lofti og þessir kátu hundar horfa mót sólinni í Vatnsendahverfinu í vikunni. Fyrir þá og mannfólkið hefur viðrað vel til útivistar. Árni Sæberg Þegar rætt hefur verið um endur- skoðun á I. og II. kafla stjórnarskrár- innar hefur einkum verið litið til þess að orðalag og fram- setning ákvæða gefi ekki fyllilega rétta mynd af raunveru- legri stöðu mála hvað snertir valdheimildir for- seta. Tilgangur breytinga á þess- um hluta stjórnarskrárinnar hefur því fyrst og fremst verið sá, að skýra þessi ákvæði þannig að þau endurspegli betur hina raunverulegu stjórnskipun. Ekki hefur verið uppi nein sér- stök krafa um að hlutverki for- setaembættisins væri breytt í grundvallaratriðum eða að breyta því úr því að vera fyrst og fremst táknræn tignarstaða í pólitíska valdastöðu. Þannig hrukku ýmsir við árið 2011 þeg- ar þáverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, vakti athygli á því í þingsetningarræðu að til- lögur stjórnlagaráðs myndu færa forsetanum stóraukin völd á ýmsum sviðum, ólíkt því sem höfundar tillögunnar höfðu ætl- að sér. Hver eru álitamálin? Hér á eftir mun ég fyrst og fremst fjalla um álitamál varð- andi hlut forsetans í fram- kvæmdarvaldinu. Ég mun því ekki víkja sérstaklega að 26. gr. stjórnarskrárinnar eða spurn- ingum sem tengjast synjun for- seta á staðfestingu laga- frumvarpa. Ég er þeirrar skoðunar að atburðir áranna 2004, 2010 og 2011 hafi skýrt gildandi rétt á því sviði. Að þessu sinni læt ég ógert að ræða hvort tilefni sé til breytinga í þeim efnum og hvort forseti eigi yfir höfuð að hafa rétt til að synja lögum staðfestingar. Sú umfjöllun bíður betri tíma. Varðandi þátt forsetans í framkvæmdarvaldinu má hins vegar segja, að vandinn felist í því að í mörgum greinum eru forseta falin tiltekin völd, sem svo eru aftur frá honum tekin í öðrum greinum. Þannig kveður stjórnarskráin á um að forseti skipi embættismenn og veiti þeim lausn frá störfum, geri samninga við önnur ríki, náði menn og veiti sakaruppgjöf, gefi út bráðabirgðalög, leggi fram lagafrumvörp, stefni saman Al- þingi og geti rofið þing. Þessi ákvæði er hins vegar ekki hægt að túlka ein og sér. Einnig verð- ur að horfa á önnur ákvæði, sem kveða á um að forseti láti ráð- herra framkvæma vald sitt, að forseti sé ábyrgðarlaus á stjórn- arathöfnum og að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnar- framkvæmdum öllum. Hin hefð- bundna túlkun í íslenskri lög- fræði er sú, að með þessu sé ráðherrum í raun falið valdið og ábyrgðin og aðkoma forseta að þessum stjórnar- athöfnum sé bara formleg. Ráðherra hljóti alltaf að eiga frumkvæði að stjórnarathöfnum og forseti geti ekk- ert aðhafst í þeim efnum án þess að um það berist tillaga frá ráðherra. Það er með öðr- um orðum ekki um- deilt, nema ef til vill hjá nokkrum ein- beittum misskilningsmönnum, að forseti getur ekki átt frum- kvæði að neinum þeim stjórn- arathöfnum, sem hér voru nefndar. Frumkvæðið hlýtur alltaf að koma frá viðkomandi ráðherra. Undirritun forseta er hins vegar nauðsynleg forsenda þess að stjórnarathöfnin teljist gild og almennt er litið svo á að forseti verði ekki þvingaður, gegn vilja sínum, til þess að und- irrita stjórnarathöfn. Óskráð synjunarregla gagnvart stjórnar- athöfnum? En hver er þá réttarstaðan að þessu leyti? Er hægt að líta svo á að forseta beri ótvíræð stjórn- skipuleg skylda til að staðfesta stjórnarathafnir samkvæmt til- lögu ráðherra hvort sem honum er það ljúft eða leitt? Er það með einhverjum hætti hlutverk forseta að leggja sjálfstætt mat á tillögur ráðherra og taka af- stöðu til þess hvort hann eigi að staðfesta eða ekki? Felst í kröf- unni um undirritun forseta ein- hvers konar óskráð regla um synjunarvald hans gagnvart öll- um stjórnarathöfnum þar sem atbeini hans er nauðsynlegur? Getur forseti, á grundvelli per- sónulegs mats, neitað að und- irrita tillögu ráðherra um skip- un í embætti, sakaruppgjöf, samning við erlent ríki eða þing- rof, svo eitthvað sé nefnt? Þetta eru ekki bara fræðilegar vanga- veltur heldur hafa raunverulega komið upp spurningar af þessu tagi á undanförnum árum. Ég á bágt með að fallast á hugmyndir um að það sé undir persónulegu mati forseta komið hvort hann undirriti stjórn- arathafnir eða ekki. Ef slík regla væri talin gilda væri ástæðu- laust að kveða á um það í stjórn- arskrá að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt og að það séu ráðherrarnir, en ekki hann, sem beri hina stjórnskipulegu ábyrgð. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að aðkoma forseta að stjórnarathöfnum sé þannig formleg en ekki efnisleg. Ég við- urkenni hins vegar að forseti verður ekki með neinum hætti þvingaður til undirritunar og það getur leitt til stjórn- skipulegs vanda. Frumvarp Katrínar leysir ekki vandann Ég hef í fyrri greinum bent á að frumvarp Katrínar Jak- obsdóttur, sem nú er til umfjöll- unar á Alþingi, leysi ekki úr þeim álitaefnum sem uppi kunna að vera í þessu sambandi. Þar sem staðan er að hluta til skýrð, eins og í þingrofsákvæð- inu, vakna hins vegar nýjar spurningar. Ef við viljum á ann- að borð fara út í breytingar á þessum ákvæðum stjórn- arskrárinnar verðum við að taka af skarið um álitamálin. Annað leiðir til ófullnægjandi nið- urstöðu. Eftir Birgi Ármannsson »Ef menn líta svo á að forseti eigi að hafa raunverulegt synjunarvald gagn- vart stjórnar- athöfnum þarf að ganga frá því með skýrum og ótvíræð- um hætti. Birgir Ármannsson Höfundur er formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins. Álitamál varðandi forseta og fram- kvæmdarvald Ein af frum- skyldum stjórn- valda hvers ríkis er að tryggja sjálfstæði lands- ins, fullveldi og friðhelgi landa- mæra, öryggi borgaranna og vernd stjórn- kerfis og grunn- virkja samfélags- ins. Þjóðaröryggisstefnan sem Alþingi samþykkti árið 2016 mótatkvæðalaust rekur þær áherslur sem hafðar skulu að leiðarljósi við að ná þessu markmiði með vísan til varnarsamningsins við Bandaríkin, aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu og norrænnar samvinnu. Stefn- an markaði tímamót þar sem breið nálgun á öryggis- hugtakið endurspeglar margslungnari heimsmynd en við höfum áður átt að venjast. Öryggisumhverfið hefur að sönnu breyst á und- anförnum árum, fjölþátta- ógnir á borð við netárásir og upplýsingaóreiðu eru nýr veruleiki sem við þurfum að laga okkur að. Þetta er helsti útgangspunkturinn í nýlegri skýrslu Björns Bjarnasonar um aukið sam- starf Norðurlanda á sviði utanríkis- og öryggismála. Í skýrslunni, sem ég beitti mér fyrir á vettvangi nor- rænnar samvinnu, er undir- strikað að ekkert ríki getur eitt og sér varist þessum nýju ógnum heldur verðum við að eiga um það náið samstarf þar sem allir leggja sitt af mörkum. Tvær lykilstoðir þjóðaröryggis Aðild okkar Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu og tvíhliða varn- arsamningur okkar við Bandaríkin eru lykilstoðir og þungamiðjan í þjóðarörygg- isstefnunni. Engin þjóð get- ur verið varn- arlaus, flest ríki tryggja sínar varnir með eigin her, oftast með gíf- urlegum til- kostnaði. Aðildin að Atl- antshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin gera okkur Ís- lendingum kleift að horfa til öruggrar framtíðar sem herlaus þjóð. Þessi sérstaða Íslands felur ekki í sér að við sitj- um með hendur í skauti heldur tökum við virkan þátt í störfum bandalagsins og leggjum okkar af mörk- um – ávallt á borgaralegum forsendum. Á tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO sem fram fór í vik- unni ræddum við meðal annars hvernig við getum eflt pólitíska samvinnu bandalagsríkjanna. Þar er byggt á tillögum sem Jens Stoltenberg, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, hefur haft forgöngu um og verða lagðar fyrir leiðtogafund þess síðar á árinu. Traustir innviðir Hér á landi eru til staðar innviðir sem hafa í senn mikilvægt hlutverk í sam- eiginlegum vörnum banda- lagsins og borgaralega þýðingu. Á síðustu miss- erum hefur verið ráðist í verulegar endurbætur og viðhald á mannvirkjum og búnaði, ekki síst til að mæta þeim kröfum sem fylgja breyttu öryggis- ástandi. Kostnaðurinn við þessar framkvæmdir hleypur á milljörðum króna. Íslensk stjórnvöld leggja að sjálfsögðu af mörkum vegna þessara framkvæmda en kostnaður greiðist þó að mestu af Atl- antshafsbandalaginu og bandarískum stjórnvöldum. Hundruð starfa skapast í tengslum við þær – og veit- ir ekki af í því árferði sem nú ríkir vegna heimsfarald- ursins. Við þurfum að halda áfram þeim endurbótum sem staðið hafa yfir enda er skýrt kveðið á um það í þjóðaröryggisstefnunni að tryggt sé að í landinu séu til staðar varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræði- þekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir í ör- yggis- og varnarmálum og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Margháttuð samvinna Varnaræfingar í okkar heimshluta sýna svo glöggt hve aðkallandi er talið að tryggja öryggi á Norður- Atlantshafi. Þær eru jafn- framt birtingarform þess að íslensk stjórnvöld fram- fylgja ákvæðum þjóðaröryggisstefnunnar um að standa vörð um full- veldi og öryggi íslensku þjóðarinnar. Það gerum við í samstarfi við bandalags- ríki okkar með æfingum og þjálfun. Liður í þessu er reglubundin loftrýmisgæsla hér á landi en fram undan er gæsluvakt norska flug- hersins í mars og síðar á árinu munu bandalagsríki okkar, Pólland og Banda- ríkin, standa vaktina. Nýjar áherslur Þróun öryggismála end- urspeglast svo í viðfangs- efnum ráðuneytisins. Á fyrsta ári mínu sem utanríkisráðherra geng- umst við fyrir endurreisn varnarmálaskrifstofu en hún fer með framkvæmd varnarmála á Íslandi. Inn- an hennar hefur verið sett á fót sérstök deild fjölþátta ógna í samræmi við breytt- ar áherslur og nýjar ógnir. Angi af sama meiði er síð- an starfshópur sem ég skipaði í fyrra um ljósleið- aramálefni, útboð ljósleið- araþráða Atlantshafs- bandalagsins og tengd málefni. Úttekt og mat starfshópsins á ljósleið- aramálum á Íslandi með tilliti til þjóðaröryggis og þjóðréttarlegra skuldbind- inga Íslands verða brátt gerðar opinber. Stofnljós- leiðarar teljast til lykilinn- viða þegar kemur að öruggum fjarskiptum og öryggi ríkja og vörnum og því um afar mikilvægt mál- efni að ræða. Síkvikur heimur og fjöl- breyttar ógnir krefjast þannig sveigjanleika, að- lögunarhæfni og ekki síst samvinnu við önnur ríki og á vettvangi alþjóðastofn- ana. Þannig tryggjum við öryggi og varnir lands og þjóðar best. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Síkvikur heim- ur og fjöl- breyttar ógnir krefjast sveigj- anleika, aðlög- unarhæfni og ekki síst samvinnu við önnur ríki og á vettvangi al- þjóðastofnana.Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er utanríkis- og þróunar- samvinnuráðherra. Margslungnar ógnir í síkvikum heimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.