Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Allt um sjávarútveg Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Samfellur frá GAIA Verð 5.990-7.990,- Fermingar- myndatökur Einstök minning Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Við förum eftir öllum sóttvarnartilmælum Skoðið laxdal.is • Fylgið okkur á facebook Skipholti 29b • S. 551 4422 TRAUST Í 80 ÁR FISLÉTTIR HEILSÁRSJAKKAR MARGIR LITIR Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is ÚTSÖLU LOK SÍÐASTI DAGUR LAU. 20. FEBRÚAR 60-80% AFSLÁTTUR Sendiráð óskar eftir húsnæði Þýska sendiráðið óskar eftir 3ja-4ra herb. húsnæði án húsgagna til leigu frá mars í 3-4 ár í Reykjavík eða nágrenni Upplýsingar sendist vinsamlegast á info@reykjavik.diplo.de eða í s. 530 1100. Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook buxur . . S r. - 2 a r it r „Boðar frumvarpið þá stefnu að með- höndla skuli vanda vímuefnanotenda í íslensku samfélagi í heilbrigðiskerf- inu fremur en dómskerfinu,“ segir í greinargerð frumvarpsdraga um af- glæpavæðingu neysluskammta sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð- herra hefur birt í samráðsgátt stjórn- valda. Þar eru lagðar til meginbreytingar á gildandi lögum um ávana- og fíkni- efni, sem fela í sér að kaup og varsla á takmörkuðu magni ávana- og fíkni- efna til eigin nota, svokallaðra neyslu- skammta, verði heimiluð og ekki refsiverð. „Enn fremur er lagt til að ekki skuli gera upptæk ávana- og fíkniefni sem eru í vörslu einstaklinga sem eru 18 ára og eldri ef magnið er innan skil- greindra marka um neysluskammt,“ segir í frétt heilbrigðisráðuneytisins um frumvarpsdrögin í gær. Haft er eftir Svandísi að hér sé ver- ið að feta inn á nýjar brautir í þessum málum með áherslu á hugmynda- fræði skaðaminnkunar. „Þegar hefur verið stigið mikilvægt skref í þessa átt þar sem nú er heimilt samkvæmt lögum að stofna og reka svokölluð neyslurými, líkt og nánar er kveðið á um í reglugerð sem ég stað- festi fyrir skömmu,“ er haft eftir Svandísi. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisráð- herra skuli í reglugerð kveða á um hvaða magn ávana- og fíkniefna geti talist til eigin nota. Viðhorfsbreyting í samfélaginu Í greinargerð frumvarpsdraganna segir að með því að afnema mögulega refsingu vegna kaupa og vörslu neysluskammta vímuefna ætlaða til einkanota væri stigið stórt skref í átt að viðhorfsbreytingu í íslensku sam- félagi gagnvart fólki sem notar vímu- efni, lögleg sem ólögleg. Vísindarannsóknir hafi sýnt fram á að refsingar hafa lítil sem engin áhrif til breytingar á hegðun einstaklinga heldur séu margir aðrir samverkandi persónubundnir þættir sem hafi áhrif á áhugahvöt einstaklings til breyt- inga. omfr@mbl.is Leggur til afglæpavæð- ingu neysluskammta  Frumvarpsdrög birt um breytingar á fíkniefnalöggjöfinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilbrigðisráðherra Svandís hefur birt frumvarpsdrög í samráðsgátt. Þrír þingmenn frá stjórnarflokk- unum hafa fengið það hlutverk að rýna lög um Ríkisútvarpið ohf. og gera tillögur að breytingum til að „sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins“, eins og það er orðað í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Full- trúarnir eru Kolbeinn Óttarsson Proppé frá VG sem er formaður hópsins, Silja Dögg Gunnarsdóttir frá Framsóknarflokknum og Páll Magnússon frá Sjálfstæðisflokkn- um. Hörð gagnrýni hefur verið uppi um umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, til að mynda í tengslum við umræðu um frumvarp um stuðning við einkarekna fjöl- miðla. Í tilkynningu kemur fram að full- trúarnir muni einnig kanna hvort þörf sé á að endurskilgreina hlut- verk RÚV, öryggishlutverk og fjár- mögnun. Ráðgert er að hópurinn ljúki störfum eigi síðar en 31. mars. Nefnd þingmanna rýnir í stöðu RÚV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.