Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” ✝ HallberaKarlsdóttir fæddist 6. maí 1930 í Lækjarhúsum á Hofi í Öræfum. Hún andaðist á Skjólgarði 13. febr- úar 2021. Foreldrar henn- ar voru Karl Magn- ússon frá Skafta- felli, f. 20. janúar 1885, d. 5. febrúar 1964, og Sigríður Pálsdóttir frá Svínafelli, f. 4. júní 1887, d. 9. janúar 1975. Systkini Hallberu voru Guðrún, f. 29. desember 1919, d. 18. mars 2000, og Gunnar Halldór, f. 5. janúar um tíma ráðskona í Flatey á Mýrum. Þar hitti hún tilvonandi eiginmann sinn, Halldór Vil- hjálmsson, sem lifir konu sína. Árið 1971 festu þau kaup á húsi við Kirkjubraut á Höfn þar sem þau bjuggu saman í nær hálfa öld, eða þar til þau urðu sam- ferða á Skjólgarð sumarið 2017. Á Höfn starfaði Hallbera í saltfiski og við þrif hjá Kaup- félagi Austur-Skaftfellinga. Einnig prjónaði hún lopapeysur og annan ullarfatnað og var einn af stofnendum Handrað- ans, verslunar með heimaunnar vörur. Útför Hallberu fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 20. febrúar 2021, klukkan 11. Streymt verður frá athöfninni á heima- og fésbókarsíðum kirkjunnar: https://youtu.be/7ncrEFpsM6M Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat 1922, d. 17. febrúar 1964. Fyrstu 34 árin átti Hallbera heima í Lækjarhúsum og sinnti búskap og heimilisstörfum með foreldrum sín- um og bróður en haustið 1964 voru þær mæðgur orðn- ar einar eftir og brugðu búi. Hall- bera flutti þá til Reykjavíkur. Þar starfaði hún á versl- unarlager Sambandsins í Aust- urstræti og við afurðasölu þess á Kirkjusandi. Síðar fór hún til Hafnar og vann í fiski og var Fyrstu minningar mínar um Hallberu frænku mína eru frá því að ég kom sem barn í ný- lega byggt húsið þeirra í Lækj- arhúsum á Hofi. Ég man lítið frá þeirri heimsókn nema glað- legt viðmót Hallberu, fallegu handavinnuna hennar í stofunni og blómstrandi blóm. Þetta hafði ekkert breyst þegar kom- ið var á heimili hennar á Höfn enda voru þau Halldór samhent í að prýða og snyrta í kringum sig, utan dyra sem innan. Garð- urinn þeirra var afar vel hirtur og augljóst að þarna var blóma- kona. Heimili þeirra stóð mér og mínum alltaf opið, hvort sem um var að ræða stutt innlit eða athvarf, eftir aðstæðum, og allt- af fylgdi því mikil umhyggja og rausnarlegar veitingar. Hall- bera hafði sterka taug til átt- haganna og miðlaði fúslega upp- lýsingum um fyrri tíð sem gaman og gagnlegt var að heyra. Hallbera kunni vel að meta íslensku ullina og hafði yndi af að vinna úr henni, enda gerði hún það alla tíð. Hún var æv- inlega með eitthvað á prjónum, seldi lopapeysur o.fl. Hún var mjög vandvirk og prjónavörur hennar sómdu sér vel á sölu- borðum heimahandverks. Hins vegar var hjartalag hennar þannig að hún hugsaði ekki mest um gróðann heldur frem- ur að það sem hún prjónaði mætti ylja viðtakendum og vildi helst gefa sem flestum eitthvað hlýlegt. Eitt sinn sá hún t.d. erlendan ferðamann nálægt heimili sínu í kalsaveðri á Höfn, gekk til hans og rétti honum vettlinga. Hann hefur áreiðanlega fundið auka- hlýjuna sem fylgdi með. Þannig nutum við fjölskyldan góðs af verkum hennar og ylurinn mun lengi duga. Þökk fyrir alla sam- veru og innilegar samúðar- kveðjur til Halldórs og nánustu aðstandenda. Pálína Þorsteinsdóttir og fjölskylda. Þá hefur Hallbera, móður- systir mín, kvatt þetta líf. Til- vera okkar er fátæklegri á eftir. Hún verður lögð til hinstu hvílu í Hofskirkjugarði, var tengd æskuslóðum alla tíð, ekki síst eftir að nútíminn fjarlægðist hugann á síðustu árum. „Veistu um einhverja ferð í Öræfin – ert þú á bíl?“ spurði hún fyrir fáum vikum hjúkrunarfræðing á Skjólgarði sem var að bjóða henni góða nótt. Baðstofan var ekki stór sem hún Hallbera fæddist í, í Lækj- arhúsunum. Bærinn var með einni burst en á heimilinu sann- aðist að þar sem hjartarúm er, þar er húsrúm. Ófáir fengu gistingu og góðan beina og gestkvæmt var á messu- og samkomudögum. Pósturinn kom alltaf í Lækjarhús í sínum lang- ferðum yfir sanda. Þá var hangikjöt á borðum, hestur leiddur að stalli og hans vitjað áður en sofnað var. Þá fjóra vetur sem við Ásdís vorum í skóla á Hofi, hvor fyrir sig, dvöldum við í góðu yfirlæti í Lækjarhúsum, fórum bara heim um jól og páska, þótt nú sé brunað milli bæjanna á fáum mínútum. Hallbera vann bæði úti og inni. Var ein af fáum kon- um í Öræfum sem keyrðu drátt- arvél og tók ung ábyrgð á bú- skapnum því afi var brjóstveikur og bróðir hennar fékk lömunarsjúkdóm og dó 42 ára eftir fjögurra ára dvöl á heilbrigðisstofnunum. Áður en hann fór höfðu þau systkinin og afi og amma náð að koma upp nýju húsi með góðra manna hjálp. Hallbera sagði vel frá og það var gaman að fylgja henni í úti- verkum. Ég vildi að ég myndi tófuleikinn sem hún fór í með mér og fleiri krökkum í rökkr- inu. Hún kenndi mér að hjóla á hjólinu sínu og þegar hún sat við handavinnu fórum við stundum í leiki eins og Skip mitt er komið að landi og Gekk ég út í skemmu í gær. Hún var hannyrðakona og kunni meðal annars að vefa. Einu sinni gisti Kjarval í Lækjarhúsum og sagði um ofið teppi á baðstofu- gólfinu: „Fallegt teppi og smekklega raðað litunum.“ Ekki slæmur vitnisburður frá slíkum manni. Miklar breytingar urðu á högum Hallberu 1964. Hún missti föður sinn og bróður með tólf daga millibili í byrjun árs. Um haustið fór búpeningurinn í sláturhúsið, þung voru sporin með gæðinginn Þokka þar inn. Amma flutti til okkar að Hnappavöllum en Hallbera suð- ur. En er hún fór að vinna á Höfn og í Flatey á Mýrum var hún svo heppin að kynnast heið- ursmanninum Halldóri Vil- hjálms. Átti með honum sín bestu ár á fallegu heimili á Höfn, þar sem gott var að koma. Þau ferðuðust vítt um land og þegar ég bjó í Svíþjóð með fjölskyldu minni komu þau í heimsókn, þá voru dýrðardag- ar. Oft skrifaði hún okkur og hittin var hún á að senda það sem börnin vantaði hverju sinni, þó höf og lönd væru á milli. Prjónaskapur var áhugamál Hallberu og hún var einstak- lega vandvirk. Þorbjörg Helga- dóttir, félagsliði á Skjólgarði, hjálpaði henni að prjóna eftir að þangað kom. Henni og öðru starfsfólki heimilisins þakka ég stuðning, alúð og umhyggju við frænku mína og kveð Hallberu með virðingu og þökk fyrir allt sem hún var mér og mínum. Gunnþóra Gunnarsdóttir. Þá hefur Hallbera Karlsdótt- ir frænka mín kvatt þessa jarð- vist. Þær hverfa hver af annarri þessar heiðurskonur sem ég horfði til í gegnum mín upp- vaxtarár. Þessi kynslóð sem ólst upp í þessari afskekktu sveit og þurfti að bjarga sér og sínum með mikilli vinnu og útsjónar- semi á mörgum sviðum. Það var nú ekki amalegt að eiga Hallberu og Halldór að þegar við fjölskyldan fluttum til Hafnar í Hornafirði árið 1978. Hallbera var einstaklega trygg og góð, alltaf til staðar, boðin og búin til að hjálpa og gauka að okkur bakkelsi og ýmsu öðru. Hún leiðbeindi mér um marga hluti, s.s. að prjóna og sinna garðrækt og það var alltaf gam- an að skoða fallega garðinn þeirra hjóna á Kirkjubrautinni. Mamma, Sigrún systir hennar og Hallbera voru afar góðar vin- konur frá því þær ólust upp á Hofstorfunni forðum daga. Þá var oft hjálpast að á bæjunum. Hún sagði mér t.d. að þær hefðu átt bakaraofn sem þær skiptust á að nota til baksturs og þessi ofn hafði farið á milli bæjanna. Seinustu árin sem mamma og Sigrún bjuggu í sinni sveit töl- uðust þær vinkonurnar þrjár við í síma oft í viku. Þær áttu sam- eiginlegt áhugamál, að prjóna mikið og sérstaklega mikið af lopapeysum, og báru sig oft saman í því. Það var Hallberu dálítið erfitt þegar þær systur féllu frá með stuttu millibili fyr- ir u.þ.b. sex árum. Eitt er mér mjög minnisstætt þegar við komum heim þegar yngsta barnið okkar fæddist í desember 1982. Við komum austur 30. desember og þá mætti Hallbera fyrst manna með dýrindis sex botna kanil- tertu. Þetta kom sér nú vel fyrir áramótagleðina. Margir hafa komið við í kaffi og meðlæti hjá þeim Hallberu og Halldóri á Kirkjubraut 36 í gegnum árin, þau alltaf til stað- ar fyrir ættingja og vini. Hallbera unni sveitinni sinni af öllu hjarta og alltaf var Hof í fyrsta sæti. Hún gat verið dálít- ið stíf og látið mann heyra það ef henni fannst maður ekki vera að standa sig, t.d. spurði hún mig oft um heyskapinn á Hofi og hvort búið væri að slá túnin. En ég vissi ekkert um heiti ákveðinna túna. Þá sagði hún við mig að henni fyndist ég léleg að geta ekki lært hvað túnin á Hofi hétu. Hallbera reyndist börnunum mínum afar vel. Helga dóttir mín minnist þess sérstaklega hve gaman var að fara í heim- sókn til hennar sem barn því þá fékk hún alltaf kaffi og syk- urmola, eða öllu heldur mjólk með nokkrum kaffidropum út í. Það fannst henni afar spennandi og fullorðinslegt. Í seinni tíð þegar Helga var flutt norður á land sendi Hallbera henni hand- prjónaðar stúkur til að hlýja sér í frostinu og kuldanum. Svona hugsaði hún alltaf vel um alla í kringum sig, fyrir það erum við þakklát. Nú kveðjum við fjölskyldan Hallberu með virðingu og þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Við vottum Halldóri okkar inni- legustu samúð og einnig ættingj- um og vinum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Ingibjörg Ingimund- ardóttir og fjölskylda. Það var gott að eiga Hallberu að og ekki spillti Halldór fyrir. Ég leit oft inn til þeirra á Kirkjubrautina. Alltaf vildi hún senda mig með eitthvað þegar ég fór heim, en ég var þver líka. Einu sinni glopraði ég því út úr mér að ég væri að fara til Ása rakara en hafði ekki rænu á að læsa bílnum þar og þegar ég kom nýklipptur út var kominn pakki með kleinum í framsætið. Ég gisti oft hjá þeim. Dvaldi meira og minna þar í fimm vikur þegar ég var að læra undir meiraprófið 1979. Þá bjó Villi, pabbi Halldórs, þar enn, skemmtilegur. Fyrsta alvörubílinn minn keypti ég af Halldóri og Hall- beru 1974, rauðan Volvó, hann var sprækur. Einu sinni fórum við þrjú suður til Reykjavíkur frá Hnappavöllum og til baka sama daginn, þá á nýjum Volvó sem þau áttu, skildum þann gamla eftir hjá Velti. Hann var ekki útslitinn, keyrður 32.000 km. Öræfingar fóru stundum í sumarferðir á rútu. Hallbera og Halldór tóku stundum þátt í þeim ferðum, að minnsta kosti fóru þau með á Vestfirðina 1990. Hallbera var bílhrædd í eðli sínu. Þegar Halldór stakk upp á því seinna að þau skyldu fara á sínum bíl á Vestfirði þá sagði hún nei, það væri svo agalega bratt á Hrafnseyrarheiðinni. „Uss, það má nú keyra það með lokuð augun, það er svo stutt,“ sagði Halldór og hún hristi höf- uðið. Þau komu oft í heimsókn að Hnappavöllum og tóku til hend- inni þegar svo bar undir, Hall- bera náttúrlega með nesti. Hún vildi alltaf vera veitandi en ekki þiggjandi. Sigurður Gunnarsson. Í dag er borin til hinstu hvílu kær frænka mín, Hallbera Karlsdóttir. Ég man þegar ég var barn og fékk að fara með mömmu á Höfn, þá var stund- um litið við á Kirkjubrautinni hjá frænku og Halldóri. Og eftir að ég settist sjálf að á Höfn var alltaf notalegt að líta við hjá þeim og þiggja gott spjall yfir kaffibolla og einhverju góðgæt- inu sem frænka hafði bakað. Hún var hæglát og hógvær hún Hallbera og ekki var nú hávað- anum fyrir að fara hjá henni. En fróð var hún um marga hluti og oft sá hún spaugilegu hlið- arnar á málefnunum. Og hand- verkið hennar sveik engan, prjónarnir léku í höndum henn- ar og oft sýndi hún mér lopa- peysuhlaðana sem hún var búin að prjóna. Ullin var henni hug- leikin og það sem þær gátu tal- að um ull, lopa og lopamunstur, hún og mamma, það var eitt af þeirra sameiginlegu áhugamál- um. Þær voru jafnöldrur, ólust báðar upp á Hofi í Öræfum og héldu þær þeim vinskap óslitið þar til mamma dó árið 2015. Þær töluðust oft við, stundum oft í viku í síma og þegar mamma kom í heimsóknir til mín eyddi hún alltaf dagstund hjá vinkonu sinni. Einu sinni var mamma hjá mér og mér fannst hún tala lengi í símann, næstum klukkutíma. Þegar ég spurði hana við hvern hún væri að tala, jú Hallberu. Var samt að fara að hitta hana seinna þennan sama dag. En svona var þeirra vinskapur, þær skorti aldrei umræðuefni, enda báðar fróðar og vel lesnar um alls konar málefni og fylgdust vel með því sem var um að vera í samfélaginu. Síðustu árin fór minnið að bila hjá Hallberu og hugurinn leitaði æ meira í gömlu heima- hagana á Hofi. Það er því nota- legt að þar fær hún sína hinstu hvílu við hliðina á gamla æsku- heimilinu sem henni fannst svo vænt um. Nú er hún eflaust bú- in að hitta vinkonu sína og þær farnar að vera með eitthvað fal- legt á prjónunum. Þakka þér fyrir allar ynd- islegu stundirnar, elsku frænka mín, minning þín lifir áfram og hlýju vettlingarnir sem þú gafst okkur Heiðari ylja okkur enn. Halldóri, Ásdísi, Gunnþóru, Sig- urði og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Stefanía L. Þórðardóttir. Hallbera Karlsdóttir Elsku pabbi minn. Nú þegar ég sest niður og ætla að skrifa fáein orð til þess að minnast þín, þá veit ég ekki hvar skal byrja. Í minningu minni áttum við margar gleði- stundir og þegar ég sagði eitt- hvað kjánalegt eða misgáfulegt þá brostir þú kíminn á svip og hlýja brosið þitt náði alltaf til augnanna. Þú varst alltaf svo rólegur og þolinmóður og ég man ekki eftir öðru en að þú styddir mig og hvettir mig í einu og öllu frá því ég var smá- stelpa og fram til dagsins í dag. Þú vildir alltaf ræða hlutina og finna sanngjarna niðurstöðu ef við vorum ekki sammála, sem var reyndar ekki oft, og velta fyrir þér öllum hliðum mála. Við gátum spjallað um alla heima og geima og vorum oft Pétur Maack Pétursson ✝ Pétur A. Ma-ack Pétursson fæddist 6. nóv- ember 1944. Hann lést 1. janúar 2021. Útför Péturs fór fram 15. janúar 2021. ansi spekingsleg hugsa ég. Við ræddum um tónlist allt frá Rolling Stones (þú varst meira fyrir Stones en Bítlana) yfir í Pavarotti og allt þar á milli, bíla (þótt ég væri nú ekki sérstaklega sleip þar), bækur, fólk, ættfræði, lífs- speki og hreinlega bara um allt og alls konar. Þú sagðir mér ýmsar sögur til dæmis frá því þegar þú varst sendur í sveit sem strákur og það sem á daga þína dreif þá og frá því þið mamma voruð yngri, frá ská- taútilegum og fjallaferðum, og frá ýmsu sem þú og bræður þínir og félagar þínir brölluðuð um dagana. Hvað ég sakna þess þegar ég rifja þetta upp og líka þess að geta hringt í þig og fengið ráð, álit, aðstoð og upplýsingar um svo ótalmargt. Þú vannst mikið um dagana og áttir ekkert oft frí, samt hafðirðu alltaf tíma fyrir mig og Reyni bróður, þú skutlaðir mér og vinum mínum um allan bæ og hjálpaðir með ýmislegt sem mér datt í hug. Þegar ég horfi til baka finnst mér að þú hafir haft næstum endalausa þolinmæði við okkur systkinin. Fyrir sautján árum þegar þú veiktist fyrst breyttist samt svo margt, og þú þurftir að sætta þig við það að ná ekki þinni fyrri heilsu aftur. Þó svo heilsan brygðist þér þá og þú yrðir ekki samur, auk þess sem alls konar fleiri hindranir yrðu á vegi þínum í kjölfarið, þá tókstu því af æðruleysi og með jafnaðargeði sem var aðdáunarvert. Elsku pabbi minn, ég kveð þig með söknuði en hugga mig við það að nú ertu laus við veikindi og óþægindi og líður vonandi vel. Takk fyrir alla þína gæsku. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín elskandi dóttir, Þórhildur Þöll Þórhildur Þöll Pétursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.