Morgunblaðið - 20.02.2021, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
L 206 cm Áklæði ct. 70 Verð 609.000,-
L 206 cm Leður ct. 15 Verð 749.000,-
STAN Model 3035 rafmagn
Eftir góða loðnuveiði við Landeyja-
höfn í fyrradag var rólegra yfir veið-
um um miðjan dag í gær, en þó eitt-
hvað misjafnt. Loðnan hafði gengið
vestur á bóginn á hefðbundinni leið
sinni á hrygningarstöðvarnar, en
virtist vera víða við suðurströndina.
Loðnan stóð í gær dýpra en í fyrra-
dag og voru skipin komin vestur fyr-
ir Eyjar.
Jón Kjartansson SU var meðal
skipa á miðunum og sagði Grétar
Rögnvarsson skipstjóri að nóg væri
að sjá af loðnu, en hún væri tætings-
leg og ekki góðar torfur til að kasta
á. Þeir fengu 450 tonn í fyrradag og
var Grétar að vonast eftir góðu kasti
til að geta haldið heim til Eskifjarð-
ar með þúsund tonna skammt áður
en brældi á miðunum.
Frysting er í fullum gangi í Vest-
mannaeyjum, Hornafirði, Fáskrúðs-
firði, Eskifirði, Neskaupstað,
Vopnafirði og Þórshöfn. Kvóti ársins
er ekki mikill í sögulegu samhengi
og verður kapp lagt á að hámarka
verðmæti á nokkurra vikna vertíð. Í
ár mega íslensk skip veiða samtals
tæp 70 þúsund tonn, en heildarkvót-
inn er 127.300 tonn.
Hrognafylling er nú um 18% og
hentar hrygnan vel fyrir frystingu á
Japansmarkað, en hængurinn fer
frekar til Austur-Evrópu. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Samvinna Gott veður var og góð veiði út af Landeyjahöfn á fimmtudag og voru allmörg íslensk skip þar að veiðum. Þegar um 900 tonn voru komin um borð
í Víking AK var um 260 tonnum dælt yfir í Jónu Eðvalds SF. Víkingur hélt síðan með skammtinn til Vopnafjarðar þar sem löndun hófst síðdegis í gær.
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Vertíð Sigurður VE og Aðalsteinn Jónsson SU skammt frá Landeyjahöfn. Loðna virðist vera víða við suðurströndina og fyrir austan hafa norsk skip aflað ágætlega, en vertíð þeirra er að ljúka.
Loðna víða við suðurströndina
Þórshöfn – Norska skipið Hard-
haus kom til Þórhafnar í gær-
morgun með um 470 tonn af loðnu
af Austfjarðamiðum. Þetta er
fyrsta loðnan sem landað er á
Þórshöfn á vertíðinni og tekur um
tvo sólarhringa að vinna aflann.
Hrognafylling er um 15% og fer
loðnan í frystingu.
Eftir löndun á Þórshöfn er plan-
ið að setja nótina á nótahótel á
Eskifirði og sigla síðan til
Vestmannaeyja þar sem skipið
verður afhent Ísfélaginu á mánu-
dag, að sögn Jóns Axelssonar, sem
var um borð í síðasta túrnum, en
Ole Inge Møgster var með skipið.
Skipið fær nafnið Álsey. Jón lætur
vel af skipinu og segir það gott
sjóskip, lipurt og kraftmikið, og
búið fullkomnasta búnaði sem völ
sé á til uppsjávarveiða.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Löndun Hardhaus við bryggju á Þórshöfn, eftir helgi fær skipið nafnið Álsey.
Hardhaus landaði
loðnu á Þórshöfn