Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég lagði upp með ferða-dagbók þegar ég byrjaðiað vinna að þessari bókog las mér heilmikið til um Jakobsveginn. Síðan fór ég í pílagrímsgöngu um þann veg af því mér fannst ekki annað hægt, fyrst ég var farin að skrifa dagbók það- an. Þá gerðist mjög margt,“ segir Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld, en hún sendi í vikunni frá sér ell- eftu ljóðabók sína sem ber titilinn Draumasafnarar. „Ég var í þrjá mánuði á flakki og bjó þar af í tæpan mánuð í Santiago de Compostela á píla- grímahosteli. Ég endaði dvölina þar á því að ganga hluta Jakobsvegarins og fékk mitt píla- grímaskírteini. Þaðan fór ég svo til Svíþjóðar til að vinna við skriftir,“ segir Margrét Lóa sem tók sér launalaust leyfi frá kennarastarfi til að sinna skáldskap. „Skáldskapurinn þarf sinn tíma, og við þurfum líka sem mann- eskjur tíma til að vinda ofan af okk- ur. Ég lagði upp með ferðadagbók, sem varð á endanum að tveimur bálkum. Bókin endar á tregaljóði sem er jafnframt hugleiðing um heimsfaraldra. Ég hef hneigst í þá átt að semja ljóðabálka, þannig get ég leyft mér ákveðna frásögn og framvindu.“ Alltaf sama glíman Margrét Lóa segir að á leið- inni við að skapa þessa bók hafi fæðst mörg styttri ljóð, sum aðeins tvær línur eins og til dæmis þetta: Ég dreg myrkratjöld fyrir glugga. Draumfangari sér um martraðir næturinnar. „Það sem er skemmtilegt við ljóðið er auðvitað hversu formið er knappt og hægt að segja mikið í fáum orðum. Ég les mikið af ljóð- um og ég elska ljóðasöfn, doðranta. Ég hlusta líka mikið á ljóð þegar ég er úti að ganga og get hlustað aftur og aftur á sömu bókina. Ég hef líka verið að þýða ljóð úr spænsku. Þetta gerir það að verk- um að ég losna ekki við bakteríuna. Ljóðagerð er líka þannig að ég held að mörg skáld haldi áfram að yrkja og vinna með ljóðformið, af því þetta er alltaf sama glíman, maður er alltaf á byrjunarreit,“ segir Margrét Lóa og bætir við að fyrir henni sé ljóð alltaf hljómur, rödd. „Ljóð vaknar ekki fyrr en ég les það upp. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að hlusta á upptökur þar sem ljóð eru lesin, sérstaklega ef höfundar lesa sjálfir. Til dæmis er mexíkóska Nóbelsskáldið Oc- tavio Paz í uppáhaldi hjá mér, ég hlusta oft á hann og það er líka góð leið til að þjálfa sig í tungumálum.“ Ákveðið heilunarferli Margrét Lóa segist hafa kynnst mjög áhugaverðu fólki í pílagríamgöngunni. „Í ljóðunum má meðal annars finna áttavilltan vitavörð, líksnyrti og skipstjóra sem nýbúinn er að missa konuna sína. Fólk fer oft í pílagrímagöngur til að leita ein- hvers, þetta er ákveðið heilunar- ferli og fólk gengur veginn sem hefur til dæmis verið að glíma við alvarleg veikindi eða er að jafna sig eftir ástvinamissi. Flestir eru tilfinningalega opnir og örlátir þegar þeir hittast á veginum. Í bókinni segist áttavillti vitavörð- urinn vera logandi hræddur við leðurblökur og líksnyrtir býður blóðbergste úr brúsa,“ segir Mar- grét Lóa og bætir við að María komi fram í öllum köflum bók- arinnar, á mismunandi hátt, einu sinni sem lögreglubíll, eða Svarta María og síðan þylur vegurinn fram undan Maríubænir á öllum heimsins tungumálum. Skiptir máli að fyrirgefa Þótt í bókinni sé þó nokkuð um sorg og dauða, þá er hún líka björt og full af lífi og von. Til dæmis er mikil von í tilvitnun í upphafi bókar í Tomas Tranströmer: Vinir! Þið drukkuð myrkrið og komuð í ljós. „Við glímum öll við áföll, en líf- ið heldur áfram, lítil börn fæðast og bækur fæðast. Á hverjum degi höfum við tækifæri til að verða að liði, láta gott af okkur leiða. Og það er alltaf ljós, eins og segir í loka- erindi bókarinnar: Tvö ljós nema við sjóndeildarhringinn líkt og dúfuaugu í dimmum helli. Fyrr í sama ljóðabálki segir: Í ljóði hafs- ins hljómar hlátur milli lína,“ segir Margrét Lóa og bætir við að öllu máli skipti að fyrirgefa, og vitnar þar í ljóð úr bókinni: Fyrirgefning- arfjall blasir við. Staður þar sem flugur á stærð við smáfugla flögra í kringum okkur – staður þar sem enginn hugsar um makleg mála- gjöld. „Þegar einhver gerir eitthvað á hlut okkar er nauðsynlegt að fyrirgefa, til að geta haldið áfram. Rétt eins og í göngu minni og ann- arra á Jakobsveginum. Sú ganga snýst um að vakna, reima á sig gönguskó, fara út og koma sér á næsta svefnstað. Með því að lifa í marga daga á þann hátt þá nær maður að stoppa gangverkið og hægja á tímanum. Þá reikar hug- urinn víða eða eins og segir í bók- inni: Kílómetrar lengjast í hita. Íkorni flytur inn í hægra heilahvel mitt. Hoppar þar um og skoppar. Á meðan dynja hamarshögg í vinstra heilahvelinu þar sem verið er að standsetja íbúð. Að ganga Jakobsveg er þrek- raun, þetta eru langar dagleiðir en sú þreyta og áreynsla er náttúru- leg, þú færð þína næringu og hvíld og síðan hefst nýr dagur og nýr vegur. Þetta er eins og streymandi vatn, þú stígur aldrei fæti tvisvar í sama lækinn, því vatnið er á hreyf- ingu, stöðug endurnýjun á sér stað.“ Margrét Lóa tekur fram að bókin lumi á húmor inn á milli, rétt eins og í lífinu sjálfu. „Þegar ég les þetta upp þá heyri ég minn tón og ég er mjög þakklát fyrir það. Mér þykir vænt um að þetta nær að mynda ákveðna heild og það er speglun í byrjun og lokin. Þetta er líka tengt draumum og í fyrsta ljóðinu sem heitir Skýja- safnarar segi ég frá draumi sem mig dreymdi. Þetta ljóð skrifaði ég strax niður þegar ég vaknaði og breytti því aldrei. Sum ljóð fæðast með þeim hætti, þau spretta fram tilbúin, en svo eru önnur sem tekur lengri tíma að semja. Ljóðið er dul- arfullt fyrirbæri.“ Áttavilltur vitavörður og líksnyrtir „Skáldskapurinn þarf sinn tíma, og við þurfum líka sem manneskjur tíma til að vinda ofan af okkur,“ segir Margrét Lóa Jónsdóttir sem sendi frá sér ljóðabók í vikunni sem varð til fyrir og eftir pílagrímsgöngu. Morgunblaðið/Eggert Margrét Lóa „Við glímum öll við áföll, en lífið heldur áfram, lítil börn fæðast og bækur fæðast,“ segir ljóðskáldið. „Við finnum að eitthvað mikið liggur í loftinu og sömuleiðis að allt jeppa- samfélagið hlakkar til þessarar ár- legu sýningar okkar,“ segir Andri Úlf- arsson, framkvæmdastjóri sölusviða hjá Toyota Kauptúni í Garðabæ. „Þetta er eins og fjölskylduboð. Við sjáum sömu andlitin ár eftir ár því hingað koma þeir sem vilja fylgjast með því sem nýjast er í jeppum hjá Toyota og kynna sér vel breytta bíla sem ýmist eru notaðir í fjallasport eða í sérhæfðum verkefnum hjá fyr- irtækjum og stofnunum sem þurfa trausta og sterkbyggða jeppa.“ Jeppasýning Toyota verður í Kaup- túni í Garðabæ í dag, laugardag, frá kl. 12 til 16. Þar má sjá Toyota-jeppa af öllum stærðum og gerðum. Má nefna jeppana Land Cruiser og Hilux, sem nú eru komnir með nýjar vélar sem gera þá enn öflugri. Þá er tiltek- inn Toyota Highlander Hybrid sem var kynntur í byrjun árs og Plug-in Hybrid-útgáfa af sportjeppanum RAV4 með allt að 70 km drægni á raf- magni einu saman. Margvíslegar útivistarvörur eru einnig kynntar á sýningu Toyota sem er jafnan fjölsótt. Jeppasýning Toyota er í Kauptúni í dag Kynna útivist og Toyota-jeppa af öllum stærðum og gerðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílasport Allt jeppasamfélagið hlakkar til, segir Andri Úlfarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.