Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 39
Starfstækifæri fyrir iðnaðarmenn
Alcoa Fjarðaál er stærsta iðnfyrirtæki landsins og öflugur hópur iðnaðarmanna sinnir viðhaldi
í álverinu. Við leitum nú að góðum raf- og véliðnaðarmönnum í fjölbreytt dagvinnustörf.
Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um störfin. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2021.
Umsóknir eru trúnaðarmál og er þeim öllum svarað. Frekari upplýsingar veitir Jón Óli Benediktsson,
leiðtogi viðhalds, jon.benediktsson@alcoa.com eða í síma 470 7700.
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á www.alcoa.is.
Framleiðslutæki Fjarðaáls eru að stórum hluta
sjálfvirk og mikið um iðnstýringar. Áhersla er lögð
á að tryggja áreiðanleika með fyrirbyggjandi
viðhaldi sem tekur mið af raunverulegu ástandi
búnaðar. Fjögur teymi sinna skipulögðu viðhaldi
í dagvinnu, sérhæft greiningarteymi fylgist með
ástandi búnaðar og miðlæg viðhaldsvakt bregst
við bilunum allan sólarhringinn. Iðnaðarmenn
vinna náið með framleiðslustarfsfólki, skipu-
leggjendum viðhalds og öðrum sérfræðingum.
Hvers vegna að velja starf hjá Alcoa Fjarðaáli?
Góð laun og fjölskylduvænn vinnutími.
Tækifæri til starfsþróunar í gegnum þjálfun, fræðslu
og fjölbreytta starfsreynslu.
Ýmis fríðindi á borð við akstur til og frá vinnu, gott
mötuneyti, heilsugæslu og velferðarþjónustu.
Fjarðaál er vinnustaður þar sem komið er fram við alla
af vinsemd og virðingu.
Heilsa og öryggi starfsfólks eru ávallt forgangsmál.
Við trúum því að samhent teymi ólíkra einstaklinga séu
lykillinn að árangri. Við erum framsækin í jafnréttismálum
og viljum fjölga konum í hópi iðnaðarmanna.
•
•
•
•
•
•
Fjölmiðlanefnd leitar að öflugum einstaklingi sem getur unnið að gerð nýrrar miðla- og upplýsinga-
læsisstefnu, ásamt framkvæmdaáætlun. Starfið felst annars vegar í stefnumótunarvinnu og hins
vegar í verkefnisstjórn til að fylgja stefnumálum eftir. Markmiðið er að ná til fólks á öllum aldri með
það að markmiði að auka færni þess í að nota samfélagsmiðla og leitarvélar og að vera gagnrýnið á
það hvaðan upplýsingar koma.
Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur m.a. annars það hlutverk að stuðla að auknu
miðla- og upplýsingalæsi meðal almennings. Nefndin er að ýta nýjum verkefnum úr vör, bæði á grund-
velli nýrrar Evróputilskipunar og vegna öflugrar Norðurlandasamvinnu fjölmiðlanefnda.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna miðla- og upplýsingalæsisstefnu og fylgja henni eftir.
- Að vinna framkvæmdaáætlun sem byggir á stefnunni.
- Að hafa umsjón með reglulegum könnunum til að kanna færni og þekkingu barna og ungmenna
annars vegar og fullorðinna hins vegar til að nýta samfélagsmiðla, leitarvélar og þekkja falsfréttir
þegar þær birtast.
- Að byggja upp tengslanet og leiða samstarf þeirra aðila sem koma með einum eða öðrum hætti
að miðla- og upplýsingalæsi hér á landi.
- Að hafa frumkvæði að nýjum verkefnum til að efla færni og þekkingu almennings.
- Samskipti við stjórnsýslu og aðra hagaðila.
- Virk þátttaka í norrænu og evrópsku samstarfi.
Hæfnikröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi.
- Mjög gott vald á íslensku og færni til að rita vandaðan texta er skilyrði.
- Reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun er kostur.
- Góð enskukunnátta er skilyrði og kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur.
- Þekking á miðla- og upplýsingalæsi (e. media and information literacy) er kostur.
- Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfileikar.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Sjálfstæði, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
Frekari upplýsingar um starfið
Um starfskjör starfsmanna fjölmiðlanefndar fer eftir gildandi kjarasamningi sem fjármála- og
efnahagsráðherra hefur gert við viðkomandi stéttarfélag. Um er að ræða krefjandi starf sem reynir á
frumkvæði og sjálfstæði. Í boði er starf í síbreytilegu og spennandi umhverfi.
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá, ásamt prófskírteini og kynningarbréfi þar sem umsækjandi
rökstyður hæfni sína í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Fjölmiðlanefnd áskilur sér
rétt til að hafna öllum umsóknum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2021.
Senda skal umsóknir ásamt fylgigögnum til fjölmiðlanefndar á netfangið:
postur@fjolmidlanefnd.is merkt „Verkefnastjóri“.
Nánari upplýsingar veitir
Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri
í síma 415 0415 og elfa@fjolmidlanefnd.is
VERKEFNISSTJÓRI – FJÖLMIÐLANEFND
Hefur þú tekið eftir öllum þeim breytingum sem orðið hafa með tilkomu nýrra miðla og nýrrar tækni? Hefur þú velt fyrir þér samfélagsmiðlanotkun
barna og ungmenna og áhrifum samfélagsmiðla á þennan aldurshóp? Hefur þú áhuga á því að stuðla að aukinni þekkingu og færni ólíkra
aldurshópa í notkun stafrænna miðla með það að markmiði að styrkja lýðræðið?