Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 FERSKT OG GOTT PASTA TILBÚIÐ Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM! veiðiferðir í Selá í Vopnafirði með æskuvinum.“ Hjörtur hefur verið uppátækja- samur í gegnum tíðina. „Ég hef átt það til að gera at í vinum mínum og því fékk ég talsvert á baukinn á fer- tugsafmælinu mínu. Meðal annars átti ég landnámshana heima hjá mér eftir það afmæli. Ég vona að vinir mínir hafi þroskast og vil minna á að það hefur aldrei verið sannað að ég hafi komið að því að Lúðrasveitin Svanur hafi vakið afmælisbarn og heilt hverfi kl. 6 að morgni ekki alls fyrir löngu.“ Fjölskylda Sambýliskona Hjartar er Hjördís Jónsdóttir, f. 14.3. 1970, deildar- stjóri Áslandsskóla. Þau eru búsett í Áslandi í Hafnarfirði. Foreldrar Hjördísar eru hjónin Jón Sigurðs- son, f. 26.9. 1948, verktaki í Skaga- firði, og Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 30.3. 1945, kennari. Þau eru búsett á Sauðárkróki. Börn Hjartar og Hjördísar eru 1) Andrea, f. 26.12. 1988, grafískur miðlari. Maki: Steinar Þorsteinsson framleiðslustjóri. Þau eru búsett í Sheffield á Englandi. Sonur þeirra er Kristófer Atli; 2) Gísli Þráinn, f. 24.7. 1992, búsettur í Reykjavík. Börn hans eru Aníta Mjöll og Karl Helgi; 3) Snædís Ósk, f. 12.12. 2000, nemi í sálfræði við HÍ. Maki: Bene- dikt Elvar Skarphéðinsson, nemi. Þau eru búsett í Hafnarfirði; 4) Jón Logi, f. 22.12. 2004, nemi við Verzl- unarskóla Íslands, búsettur í Hafnarfirði. Systkini Hjartar eru Lilja Björk, f. 19.7. 1966, skrifstofustjóri í Reykjavík; Brynhildur, f. 2.9. 1968, leiðsögumaður í París; Hrafnhildur, f. 15.12. 1973, skólastjóri í París; Daníel Fannar, f. 15.10. 1982, námu- fræðingur, búsettur á Álftanesi. Foreldrar Hjartar eru hjónin Jón S. Magnússon, f. 20.11. 1946, stofn- andi og fv. framkvæmdastjóri Iðn- véla, og Kolbrún M.B. Viggósdóttir, f. 11.2. 1950, fv. skrifstofustjóri Iðn- véla. Þau eru búsett í Garðabæ. Hjörtur Pálmi Jónsson Guðný Fanný Benónýsdóttir verslunarkona í Reykjavík Georg Th. Finnsson verslunarmaður og brunavörður í Reykjavík Hjördís Georgsdóttir húsmóðir í Reykjavík Gunnar Guðjónsson verkstjóri í Reykjavík Kolbrún M. B. Viggósdóttir skrifstofustjóri í Garðabæ Jónína M. Gunnarsdóttir verkakona í Reykjavík Sigurður V. G. Vigfússon forstöðumaður í Reykjavík Jórunn Loftsdóttir saumakona í Reykjavík Guðmundur Jón Andrésson smiður á Akureyri Ingibjörg L. Guðmundsdóttir húsmóðir í Reykjavík Magnús St. Daníelsson framkvæmdastjóri í Reykjavík Áslaug Kristín Guðmundsdóttir hannyrðakennari í Reykjavík Daníel Kristinsson skrifstofumaður og búfræðingur í Reykjavík Úr frændgarði Hjartar Pálma Jónssonar Jón Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri í Garðabæ „TIL HVERS ERU PENINGARNIR? ÉG VONA AÐ ÞÚ HAFIR EKKI FALLIÐ FYRIR EINUM AF ÞESSUM SVINDLPÓSTUM.” „VIÐ ÞURFUM EINN HRAÐSKREIÐAN Í UM ÞAÐ BIL TÍU MÍNÚTUR.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga upphafsleikinn. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG LÉT PRENTA NÝ NAFNSPJÖLD OSTAMATS- MAÐUR? ÉG ÞARF AÐ SKOÐA GULL- OST INN ÞINN DUGLEGUR STRÁKUR! ER EINHVER Í KLANDRI? LÍKLEGA SVARAR ÞETTA SPURNINGUNNI! VOF F VOFF VOFF VOFF VOFF VOF F VOF F BÍLALEIGABANKI Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Þangað leita fór hann fjár. Finnst það nafn hér bæjum á. Þaðan kom hann fréttafár. Feldur þetta kallast má. Hér er ráðning Helga Þorláks- sonar: Á fjalli leitir sauða valda svita, á sauðina á Fjalli bætist fita, koma af fjöllum þeir sem fátt eitt vita, fjall er skinn sem heldur á þér hita. „Blessað kaffið leysti þessa lausn úr læðingi,“ segir Helgi R. Ein- arsson: Að reka fé á fjall við köllum. Fjall er heiti bæjum á. Koma fávís kann af fjöllum. Kalla fjallið skinnið má. Eysteinn Pétursson á þessa lausn: Leitað fjár á fjöllum er. Fjall er margur bærinn hér. Kemur af fjöllum kútur hver. Krumpað þurrfjall er á mér. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Bensi sótti fé á fjall. Fjall er bæjarnafnið hér. Oft af fjöllum kemur kall. Kallað fjall loðskinnið er. Þá er limra eftir Guðmund: Fjöllin að klífa og kanna er kynleg árátta manna, að álpast um klungur og ofan í sprungur ætti hreinlega að banna. Og ný gáta eftir Guðmund: Orðum hef í huga flett, hitt á það, sem tel ég rétt, og litla gátu saman sett, sú mun þykja fremur létt: Vel hann synda kann í kafi. Í kuldaflíkum gæðaskinn. Mörgum sannur gleðigjafi. Á gafli húsa þennan finn. Svari Helga fylgdi limra með skýringu: „Fyrst við erum að tala um fjöll fær þessi að fylgja með“: Hátt hreykir heimskur sér Upp á fjallið fór, fannst þar verða stór. Svo varð miður sín er niður sneri, lítill, mjór. Gömul vísa að lokum: Bölvað níð er bóndi minn bruggar neyð og pínu. Svikull, lyginn, langrækinn líkur hyski sínu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Flest eru fjöll með hrjóstrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.