Morgunblaðið - 20.02.2021, Side 45

Morgunblaðið - 20.02.2021, Side 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 FERSKT OG GOTT PASTA TILBÚIÐ Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM! veiðiferðir í Selá í Vopnafirði með æskuvinum.“ Hjörtur hefur verið uppátækja- samur í gegnum tíðina. „Ég hef átt það til að gera at í vinum mínum og því fékk ég talsvert á baukinn á fer- tugsafmælinu mínu. Meðal annars átti ég landnámshana heima hjá mér eftir það afmæli. Ég vona að vinir mínir hafi þroskast og vil minna á að það hefur aldrei verið sannað að ég hafi komið að því að Lúðrasveitin Svanur hafi vakið afmælisbarn og heilt hverfi kl. 6 að morgni ekki alls fyrir löngu.“ Fjölskylda Sambýliskona Hjartar er Hjördís Jónsdóttir, f. 14.3. 1970, deildar- stjóri Áslandsskóla. Þau eru búsett í Áslandi í Hafnarfirði. Foreldrar Hjördísar eru hjónin Jón Sigurðs- son, f. 26.9. 1948, verktaki í Skaga- firði, og Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 30.3. 1945, kennari. Þau eru búsett á Sauðárkróki. Börn Hjartar og Hjördísar eru 1) Andrea, f. 26.12. 1988, grafískur miðlari. Maki: Steinar Þorsteinsson framleiðslustjóri. Þau eru búsett í Sheffield á Englandi. Sonur þeirra er Kristófer Atli; 2) Gísli Þráinn, f. 24.7. 1992, búsettur í Reykjavík. Börn hans eru Aníta Mjöll og Karl Helgi; 3) Snædís Ósk, f. 12.12. 2000, nemi í sálfræði við HÍ. Maki: Bene- dikt Elvar Skarphéðinsson, nemi. Þau eru búsett í Hafnarfirði; 4) Jón Logi, f. 22.12. 2004, nemi við Verzl- unarskóla Íslands, búsettur í Hafnarfirði. Systkini Hjartar eru Lilja Björk, f. 19.7. 1966, skrifstofustjóri í Reykjavík; Brynhildur, f. 2.9. 1968, leiðsögumaður í París; Hrafnhildur, f. 15.12. 1973, skólastjóri í París; Daníel Fannar, f. 15.10. 1982, námu- fræðingur, búsettur á Álftanesi. Foreldrar Hjartar eru hjónin Jón S. Magnússon, f. 20.11. 1946, stofn- andi og fv. framkvæmdastjóri Iðn- véla, og Kolbrún M.B. Viggósdóttir, f. 11.2. 1950, fv. skrifstofustjóri Iðn- véla. Þau eru búsett í Garðabæ. Hjörtur Pálmi Jónsson Guðný Fanný Benónýsdóttir verslunarkona í Reykjavík Georg Th. Finnsson verslunarmaður og brunavörður í Reykjavík Hjördís Georgsdóttir húsmóðir í Reykjavík Gunnar Guðjónsson verkstjóri í Reykjavík Kolbrún M. B. Viggósdóttir skrifstofustjóri í Garðabæ Jónína M. Gunnarsdóttir verkakona í Reykjavík Sigurður V. G. Vigfússon forstöðumaður í Reykjavík Jórunn Loftsdóttir saumakona í Reykjavík Guðmundur Jón Andrésson smiður á Akureyri Ingibjörg L. Guðmundsdóttir húsmóðir í Reykjavík Magnús St. Daníelsson framkvæmdastjóri í Reykjavík Áslaug Kristín Guðmundsdóttir hannyrðakennari í Reykjavík Daníel Kristinsson skrifstofumaður og búfræðingur í Reykjavík Úr frændgarði Hjartar Pálma Jónssonar Jón Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri í Garðabæ „TIL HVERS ERU PENINGARNIR? ÉG VONA AÐ ÞÚ HAFIR EKKI FALLIÐ FYRIR EINUM AF ÞESSUM SVINDLPÓSTUM.” „VIÐ ÞURFUM EINN HRAÐSKREIÐAN Í UM ÞAÐ BIL TÍU MÍNÚTUR.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga upphafsleikinn. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG LÉT PRENTA NÝ NAFNSPJÖLD OSTAMATS- MAÐUR? ÉG ÞARF AÐ SKOÐA GULL- OST INN ÞINN DUGLEGUR STRÁKUR! ER EINHVER Í KLANDRI? LÍKLEGA SVARAR ÞETTA SPURNINGUNNI! VOF F VOFF VOFF VOFF VOFF VOF F VOF F BÍLALEIGABANKI Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Þangað leita fór hann fjár. Finnst það nafn hér bæjum á. Þaðan kom hann fréttafár. Feldur þetta kallast má. Hér er ráðning Helga Þorláks- sonar: Á fjalli leitir sauða valda svita, á sauðina á Fjalli bætist fita, koma af fjöllum þeir sem fátt eitt vita, fjall er skinn sem heldur á þér hita. „Blessað kaffið leysti þessa lausn úr læðingi,“ segir Helgi R. Ein- arsson: Að reka fé á fjall við köllum. Fjall er heiti bæjum á. Koma fávís kann af fjöllum. Kalla fjallið skinnið má. Eysteinn Pétursson á þessa lausn: Leitað fjár á fjöllum er. Fjall er margur bærinn hér. Kemur af fjöllum kútur hver. Krumpað þurrfjall er á mér. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Bensi sótti fé á fjall. Fjall er bæjarnafnið hér. Oft af fjöllum kemur kall. Kallað fjall loðskinnið er. Þá er limra eftir Guðmund: Fjöllin að klífa og kanna er kynleg árátta manna, að álpast um klungur og ofan í sprungur ætti hreinlega að banna. Og ný gáta eftir Guðmund: Orðum hef í huga flett, hitt á það, sem tel ég rétt, og litla gátu saman sett, sú mun þykja fremur létt: Vel hann synda kann í kafi. Í kuldaflíkum gæðaskinn. Mörgum sannur gleðigjafi. Á gafli húsa þennan finn. Svari Helga fylgdi limra með skýringu: „Fyrst við erum að tala um fjöll fær þessi að fylgja með“: Hátt hreykir heimskur sér Upp á fjallið fór, fannst þar verða stór. Svo varð miður sín er niður sneri, lítill, mjór. Gömul vísa að lokum: Bölvað níð er bóndi minn bruggar neyð og pínu. Svikull, lyginn, langrækinn líkur hyski sínu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Flest eru fjöll með hrjóstrum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.