Morgunblaðið - 23.02.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Vinna er hafin við uppsteypu með-
ferðarkjarna Nýs Landspítala
(NLSH) við Hringbraut og var t.a.m.
byrjað að vinna við uppslátt og
járnabindingu fyrstu undirstaðna
hússins í seinustu viku. Á bilinu 50-
100 starfsmenn vinna á fram-
kvæmdasvæðinu.
Eykt hf., uppsteypuverktakinn á
meðferðarkjarna Nýja Landspít-
alans, er kominn á fulla ferð á verk-
svæðinu við Hringbraut að sögn
Gunnars Svavarssonar, fram-
kvæmdastjóra NLSH ohf. Hann
segir að vissulega hafi tekið tíma að
koma sér fyrir og aðlaga sig verk-
svæðinu en sá tími komi ekki að sök
varðandi heildarframkvæmd verks-
ins.
Búnir undir vetrarhörkur
Veðrið hefur ekki tafið fyrir fram-
kvæmdum því einmuna blíða hefur
verið á höfuðborgarsvæðinu síðast-
liðnar vikur. Gunnar segir að menn
séu alltaf búnir undir vetrarhörkur
og það sé bónus fyrir alla aðila þegar
snjóar ekki mikið „en um leið getur
vissulega norðangarrinn í hörku-
frosti verið erfiður. Nú eru menn þó
það langt ofan í holunni að hún er
eins konar skjól. Það kvartar í það
minnsta enginn yfir veðrinu við
Hringbraut,“ segir hann.
Nýjar tæknilausnir hafa verið inn-
leiddar í tengslum við framkvæmd-
irnar og að sögn Gunnars hefur
NLSH verið að kynna fyrir tækni-
heiminum hér á landi m.a. í sam-
starfi við Verkfræðingafélag Íslands
svonefnda áætlunargerð í fimmtu
víddinni sem er verkefni sem dansk-
ir sérfræðingar frá Exigo A/S hafa
þróað. Gunnar segir að vel sé af
þessu látið í framkvæmdaáætl-
unargerð og framkvæmdastjórnun
með Exigo og Eykt í uppsteypuverki
meðferðarkjarnans. Þetta séu í
reynd risastór framfaraskref í þess-
um fræðum.
Nýr Landspítali kynnti útboðs-
verk á árinu á útboðsþingi Samtaka
iðnaðarins á dögunum. Fyrirhugað
er að bjóða út verk á árinu sem nema
um ellefu milljörðum króna.
„Það stærsta er samkeppnisútboð
á útveggjum meðferðarkjarnans en
einnig er jarðvinna vegna rann-
sóknahússins á leið í loftið. Opnað
var fyrir útboð á fullnaðarhönnun
bílakjallarans fyrir viku og var hópur
frá Verkís með lægsta tilboðið,“ seg-
ir Gunnar.
Fífilsgata boðin út í vor
Þá er einnig fyrirhugað að ljúka
lokuðum útboðum vegna rörpósts-
kerfis, svokallaðs sorp&lín-kerfis, og
alútboðsverki vegna bílastæða- og
tæknihússins en forvali er lokið í öll-
um þessum verkefnum. Áfram verði
haldið með gatnagerðina m.a. í sam-
starfi við Reykjavíkurborg og verður
Fífilsgatan, sem áður hét Vatnsmýr-
arvegur, boðin út á vormánuðum.
NLSH hefur einnig verið að inn-
leiða miklar breytingar á umliðnum
mánuðum eftir að nýtt skipulag
framkvæmdanna var sett á laggirnar
af hálfu heilbrigðisráðuneytisins í
samstarfi við fjármála- og efnahags-
ráðuneytið. Að sögn Gunnars hafa
línur skýrst vegna ábyrgðar á
Hringbrautarverkefninu og NLSH
hafa verið færð fleiri verkefni á þró-
unar- og byggingarsviði af hálfu heil-
brigðisráðuneytisins.
Vinna á fullri ferð við uppsteypuna
Nýjar tæknilausnir innleiddar í tengslum við framkvæmdirnar við Nýjan Landspítala Fyrirhug-
að er að bjóða út verk á árinu sem nema um ellefu milljörðum kr Vinnan gengið vel í blíðviðrinu
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Framkvæmd Uppsteypa meðferðarkjarna Nýs Landspítala við Hringbraut er hafin og sér Eykt hf. um verkið.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa
auglýst eftir viðræðum við rekstrar-
aðila, einn eða fleiri, á höfuðborgar-
svæðinu sem getur eða geta tekið að
sér rekstur hjúkrunarrýma til allt að
fjögurra ára. Óskað er eftir 100 rým-
um að hámarki. Forsenda samnings
er að rekstraraðili eða -aðilar leggi
til húsnæði undir starfsemina.
Stefnt er að því að verkefnið hefjist
1. júní næstkomandi.
Um er að ræða allt að 100 hjúkr-
unarrými á höfuðborgarsvæðinu til
viðbótar við þau rými sem þegar eru
í rekstri, að sögn Maríu Heimis-
dóttur, forstjóra SÍ.
„Um er að ræða tímabundið úr-
ræði til að brúa bilið á meðan unnið
er að uppbyggingu hjúkrunarheim-
ila á svæðinu samkvæmt fram-
kvæmdaáætlun til 2024. Eins og
fram kemur í auglýsingunni er
reiknað með að rekstraraðili útvegi
húsnæði, hvort sem hann hefur sjálf-
ur húsnæði til ráðstöfunar eða sem-
ur við annan um að útvega það. Þar
sem þjónustan á að hefjast innan
skamms tíma er miðað við að nýtt
verði húsnæði sem þegar er til stað-
ar en ekki verði ráðist í byggingu
nýs húsnæðis,“ sagði í skriflegu
svari Maríu til Morgunblaðsins.
Hún var spurð hvort með þessu
væri verið að skapa grundvöll til að
semja við aðila sem hafa boðist til að
setja upp hjúkrunarheimili und-
anfarið og kváðust geta útvegað hús-
næði undir starfsemina? „Vel má
vera að einhver þeirra aðila sem
undanfarið hafa boðið t.d. hótelrými
fyrir rekstur hjúkrunarrýma verði
meðal þeirra sem svara auglýsingu
SÍ,“ sagði í svari Maríu.
Vísað í gildandi samninga
Í tilkynningu SÍ kemur fram að
um sé að ræða „almenn hjúkr-
unarrými sem lúta lögum og reglum
um færni- og heilsumat og greitt er
fyrir með daggjöldum í samræmi við
núgildandi samninga um rekstur
hjúkrunarrýma“.
SÍ vísa í þessu sambandi í frétt
stofnunarinnar um öldrunarþjón-
ustu. Þar kemur m.a. fram að sett
hafi verið gjaldskrá vegna þjónustu
hjúkrunarheimila sem tók gildi 1.
janúar 2020. Einnig að Sjúkratrygg-
ingar Íslands, Samtök fyrirtækja í
velferðarþjónustu og Samband ís-
lenskra sveitarfélaga hafi skrifað
undir samninga um þjónustu hjúkr-
unarheimila sem gilda frá 1. janúar
2020 til 31. desember 2021. Samið
var við hvert hjúkrunarheimili um
sig og voru samningarnir við þau
samhljóða.
Morgunblaðið/Eggert
Hjúkrunarheimili Sjúkratryggingar vilja semja um allt að 100 ný hjúkr-
unarrými á höfuðborgarsvæðinu til fjögurra ára. Mynd úr myndasafni.
Vilja fá allt að 100
ný hjúkrunarrými
Rekstraraðili leggi til húsnæðið
„Auðvitað eru þetta gríðarleg von-
brigði fyrir alla aðila að það sé ekki
búið að uppræta þetta enn þá. Sann-
arlega vonum við að nú séum við
komin á betri stað, því í sjálfu sér
sjáum við þetta í færri og færri sýn-
um og magnið er alltaf minna. Við
vitum að við erum á réttri leið,“ segir
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og
frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg.
Greining Náttúrufræðistofnunar
Íslands á sýnum sem tekin voru í
Fossvogsskóla sýndi að enn finnst
mygla í skólanum þrátt fyrir miklar
endurbætur á húsnæði hans. Sýnin
sem leiddu þetta í ljós voru tekin 16.
desember 2020.
Helgi segist skilja óánægju for-
eldra með skólann og magn myglu-
gróa í skólanum sé óviðunandi. „Nið-
urstöður mælinga sýna að á
nokkrum stöðum er of mikið af
myglugróum. Við athugun verk-
fræðistofu kemur í ljós að það er
óviðunandi frágangur á rakasperru í
þaki hússins,“ segir Helgi.
Hann segir mikilvægt að líta til
þess að ekki hafi fundist mygluvöxt-
ur í húsinu heldur einungis myglu-
gró. Til útskýringar segir hann mun-
inn vera þann sama og á fræi og
blómi. Myglugró geti þó ert þá sem
hafa þróað með sér ofnæmi.
„Vonbrigði fyrir alla aðila“
Ekki er um mygluvöxt heldur myglugró að ræða í Foss-
vogsskóla Segir myglu minni og í færri sýnum í hvert sinn
22:47 FLÝTIVAL FYRIR
KVÖLDMATINN
SLÖKKT Á LEIKJATÖLVU
KVEIKT Á
BORÐSTOFULJÓSUM
DYRUM LÆST
Kvöldmatur
kerfi virkt
SAMSTARFSAÐILI
Sérsniðið öryggiskerfi fyrir þitt
heimili, enginn binditími.