Morgunblaðið - 23.02.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021
Páll Vilhjálmsson kennari ogbloggari hefur sett fingurinn
á óefnið sem grunnnám þjóð-
arinnar stefnir hraðbyri í. Og þar
með er framhald sett í uppnám.
Komi drengir litlu bættari úr
grunnnáminu er fjandinn laus í
framhaldinu:
Grunnskólinn erkvennaskóli,
sé tekið mið af
kennarastéttinni.
Um 90 prósent
kennara eru konur,
já níu af hverjum
tíu.
Aðeins einn karlkennari fyrirhverja níu kvenkennara.
Drengjum er kennt, bæði beint og
óbeint, að menntun sé fyrir stúlk-
ur.
Kvenlægar kennsluaðgerðir,s.s. „yndislestur“ eru ráðandi
eins og við er að búast í kvenna-
skóla. Útkoman er fyrirsjáanleg,
eins og meðfylgjandi ber með sér.
Einungis þriðjungur þeirra sem
útskrifast úr háskóla er karlar.
Munurinn eykst þegar litið ertil framhaldsnámsins. Karl-
ar eru í miklum minnihluta þeirra
sem útskrifast með meistara- og
doktorspróf. Gjaldfall menntunar
blasir við.
Háskólastéttir, sem óðumkvenvæðast, lækka í launum
hlutfallslega við aðrar starfs-
stéttir.
Háskólanám almennt lætur ásjá, samanber hjávísindin
um manngert veður og kynja-
fræði sem segja Darwin ómark-
tækan og halda fram bábiljum um
að kynin séu félagslega skilgreind
en ekki líffræðilega.“
Páll Vilhjálmsson
Tifandi sprengja
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Umskipti eru að verða á heimsmark-
aði fyrir minkaskinn eftir nokkur erf-
ið ár. Á netuppboði hjá danska upp-
boðshúsinu sem nú stendur yfir hefur
verið mikil eftirspurn og verðið hækk-
að um 50-100%. Formaður Sambands
íslenskra loðdýrabænda segir að
verðið á sumum tegundum nálgist
framleiðslukostnaðarverð.
Uppboðið er það fyrsta hjá Kopen-
hagen Fur á þessu sölutímabili. Það
átti að vera með fólki í sal en af því gat
ekki orðið vegna ferðatakmarkana.
Vegna mikillar eftirspurnar frá mörk-
uðum var ákveðið að hafa netuppboð á
helstu tegundum en eingöngu stórum
skinnum af fyrsta flokks gæðum.
Allt selst sem boðið er upp
Þótt uppboðinu sé ekki lokið er
ljóst að markaðurinn hefur tekið við
sér eftir nokkurra ára lægð vegna of-
framleiðslu og ládeyðu í sölu vegna
kórónuveirufaraldurs. Nánast öll
skinn sem boðin hafa verið upp til
þessa hafa selst og verðið hefur
hækkað mikið, eða frá rúmlega 50 og
upp í tæp 100%.
Ljóst er að helstu markaðir í Asíu
eru að mestu lausir við veiruna og
neytendur vilja kaupa skinn. Skinna-
kaupmenn eru að búa sig undir að
mæta eftirspurninni. Þá hafa óvenju-
hörð vetrarveður, til dæmis í Banda-
ríkjunum, aukið eftirspurn eftir hlýj-
um fatnaði. Þeir minkabændur sem
enn halda velli hér á landi selja skinn
sín í Kaupmannahöfn. Einar Eðvald
Einarsson, formaður minkabænda,
segir að nokkur þúsund skinn frá Ís-
landi séu á uppboðinu en fleiri verði
boðin upp í apríl og júní. Hann kveðst
ánægður með uppboðið það sem af er.
„Ef þessi hækkun gengur út yfir alla
liti og undirflokka sem eftir er að
bjóða upp, þá verðum við nálægt
framleiðslukostnaðarverði,“ segir
Einar. helgi@mbl.is
Minkaskinn hækka loks í verði
Aukin eftirspurn á mörkuðum leiðir til hækkunar á uppboðum eftir erfiða tíð
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Samdráttur varð í framleiðslu Stolt
Sea Farm á senegalflúru á Reykjanesi
á síðasta ári. Flutt voru út um 300
tonn af heilli og ferskri flúru með flugi
til Bandaríkjanna og Evrópu og er
það um 100 tonnum minna en áætlað
var.
Sigurður Helgi Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins á Íslandi,
segir að vandamál hafi komið upp í
framleiðslunni, sem búið sé að ná tök-
um á. Einnig hafi kórónuveirufar-
aldurinn sett strik í reikninginn í fyrra
og fiskur hafi um tíma safnast upp í
kvíum fyrirtækisins. Loks megi nefna
að í desember hafi Stolt Sea Farm
opnað nýja eldisstöð með senegalflúru
á Spáni og hafi framleiðsla þaðan
komið til á sama tíma og markaðir
voru erfiðir.
Alls starfa 19 manns hjá Stolt Sea
Farm á Reykjanesi og fyrst var slátr-
að þar 2015. Fyrirtækið er norskt að
uppruna og er með landeldi á sand-
hverfu og flúru í 14 stöðvum á Spáni,
Portúgal, Noregi og Íslandi.
Í kvíunum á Reykjanesi hefur síð-
ustu ár verið í gangi tilraunaeldi á um
200 styrjum, sem hefur gengið vel að
sögn Sigurðar. Þær verða væntanlega
komnar að hrygningu eftir 12-18
mánuði, en styrjuhrogn þykja lostæti
og eru verðmæt.
Margar rúmlega metri að lengd
Sigurður segir að styrjurnar séu nú
á bilinu 25-60 kíló og margar þeirra á
annan metra að lengd. Styrjuhópur-
inn hafi verið metinn og talinn á síð-
ustu vikum og þá hafi komið í ljós að
nokkurt bráðlæti hafi verið í fyrri
upplýsingum um stærð þeirra og
þyngd.
Styrjurnar á Reykjanesi eru af teg-
undinni Transmontanus. Fullorðnar í
náttúrunni geta þær orðið allt að tveir
metrar á lengd og 150 kíló að þyngd.
Þær geta lifað í um 20 ár.
Samdráttur í flúru-
eldinu á Reykjanesi
Hafa náð tökum á
vandanum Um 200
styrjur þrífast vel
Ljósmynd/Sigurður Helgi Ólafsson
Reykjanes Á næsta ári má reikna
með hrognum úr styrjunum.
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.