Morgunblaðið - 23.02.2021, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021
Skorradalur Þau voru einstaklega fögur norðurljósin sem glöddu landsmenn á laugardags-
kvöldið. Hér má sjá þau stíga sinn fagra tangó við næturhimininn í Skorradalnum.
Eggert
Á komandi hausti
verður kosið til Alþing-
is við lok reglulegs
kjörtímabils, líklegur
kjördagur 25. sept-
ember. Svo vill til að
þingkosningar verða
víðar en hérlendis í
þessum sama mánuði, í
Noregi til Stórþingsins
13. september og í
Þýskalandi til Sam-
bandsþingsins (Bund-
estag) 26. september. Fyrir áhuga-
fólk um stjórnmál og þróun í
grannlöndum okkar er þannig af
nógu að taka. Flokkarnir hérlendis
eru í óðaönn að undirbúa framboð,
hver með sínum hætti, og tíðindi af
vettvangi þeirra fylla fréttatíma.
Minna fer enn sem komið er fyrir
málefnaáherslum af hálfu flokkanna
og formleg starfsemi þeirra hefur ef-
laust veikst og riðlast í skugga veir-
unnar. Sem áhorfandi að formlegu
stjórnmálastarfi síðastliðin átta ár
finnst mér skorta mjög á að umræð-
an snúist um málefni og meginlínur
fremur en einstaka leikendur á póli-
tíska sviðinu. Er þar með ekki lítið
gert úr hlutverki og frammistöðu
einstakra stjórnmálamanna, jafnt á
þingi og í ríkisstjórnum.
Farsæl ríkisstjórn á lokaspretti
Undir venjulegum kring-
umstæðum væru stefna og störf rík-
isstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að-
alumræðuefni nú undir lok
kjörtímabilsins. Heildstætt mat á
ferli hennar hefur þó eins og flest
annað fallið í skuggann fyrir veiru-
pestinni, sem umræða
hefur snúist um nú í
heilt ár. Stjórnin var
mynduð við þær að-
stæður haustið 2017 að
við blasti annaðhvort
fjögurra flokka
„vinstristjórn“ með af-
ar nauman þingmeiri-
hluta á bak við sig,
„hægristjórn“ studd af
35 þingmönnum, eða
langvinn stjórnar-
kreppa. Undirritaður
taldi hins vegar strax
og kosningaúrslitin
lágu fyrir að þriðji kosturinn væri til
staðar, þ.e. blandað þriggja flokka
stjórnarmynstur frá hægri til vinstri
með þátttöku VG, Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks sem hefði 35 þing-
menn við að styðjast. Grein mín sem
birtist í Morgunblaðinu 31. október
2017 bar fyrirsögnina „Óskorað full-
veldi og náttúruvernd meðal brýn-
ustu verkefna nýs þings og ríkis-
stjórnar“. Þar sagði m.a.: „Að
loknum kosningum fyrir ári taldi ég
að mynda ætti slíka stjórn og skoðun
mín er óbreytt, enda sýni viðkomandi
flokkar sveigjanleika sem dygði til að
koma á slíku samstarfi. Vænlegast er
að slíkt samstarf væri undir forsæti
Katrínar Jakobsdóttur og félli þá
fjármálaráðuneytið í skaut Bjarna
Benediktssonar og utanríkismálin
yrðu á hendi Lilju Daggar Alfreðs-
dóttur.“ Þetta gekk eftir, nema Lilja
fékk menntamálin í sinn hlut. Mánuð
tók að koma þessu samstarfi á og það
hefur haldið þótt kvarnast hafi úr
bakstuðningnum á Alþingi. Framan
af stóð stjórnin frammi fyrir margs
konar áskorunum, ekki síst að
tryggja frið á vinnumarkaði. Þá raun
stóðst hún farsællega. Þá sá enginn
fyrir sér þá eldraun sem biði með
heimsfaraldri, sem Ísland gæti átt
eftir að standa af sér flestum þjóðum
betur eins og staðan er nú um stund-
ir.
Stórar alþjóðlegar áskoranir
Alþjóðlegum áskorunum fjölgar
stöðugt. Kjarnorkuváin sem hefur
vofað yfir mannkyni í heilan manns-
aldur er áfram til staðar, raunar nær
en áður vegna fjölgunar ríkja sem yf-
ir slíkri tækni og vopnum ráða. Til-
koma sjálfvirkra flygilda (dróna) og
nýting þeirra í hernaði hefur bæst
við sem enn ný ógn, sem hleypt getur
af stað styrjaldarbáli af litlu tilefni.
Nýverið birtist um þetta fróðlegt við-
tal, sem menn ættu að kynna sér (Ul-
rike Franke: Tod von oben (Dauðinn
ofan frá). Die Zeit, 4. febr. 2021).
Baráttan gegn kjarnorkuógninni og
stöðugt magnaðri vígvæðingu ætti að
vera fremsta og nærtækasta
áhersluatriði á alþjóðavettvangi. Þar
getur vopnlaus smáþjóð eins og við
Íslendingar lagt fram annan og
drýgri skerf en hingað til, m.a. með
því að halda sig utan hernaðarbanda-
laga.
Loftslagsváin sem lengi hefur
blasað við er loksins komin rækilega
á dagskrá í framhaldi af Parísarsam-
komulaginu 2015. Sjálfskapaður voð-
inn, sem þar blasir við mannkyni, er
að verða á vitorði æ fleiri, ekki síst
unga fólksins. Þeim þjóðum fjölgar
sem setja sér róttæk markmið um að
draga úr og stöðva losun gróðurhús-
lofts. Enn er hins vegar verið að
bæta í vandann sem er djúpstæðari
en flesta grunar og með rætur í
ríkjandi efnahagskerfi. Talið um
sjálfbærni er innantómt nema til
komi gjörbreyting á því gangverki,
með hófstillingu og jöfnuð að leið-
arljósi. Þau siglingaljós eru óvíða
uppi enn sem komið er.
Veirupestin sem nú herjar er að-
vörun sem um munar. Samhliða því
að stöðva hana með bólusetningu
þarf hún að verða tilefni til átaks í að
breyta róttækt um það gangverk
sem fyrir var og leitt hefur mann-
kynið á barm glötunar. Reynsla okk-
ar Íslendinga með sjálfstæðum og
vitrænum viðbrögðum stjórnvalda
og almennings í glímunni við pestina
getur orðið lærdómsrík í þeim hvers-
degi sem við tekur, ef rétt er á haldið.
Veik staða lýðræðis
Í fróðlegri grein Arnars Þórs
Jónssonar héraðsdómara í Morgun-
blaðinu 13. febrúar síðastliðinn undir
fyrirsögninni Kreppa lýðsræðisins?
vekur hann athygli á að þjóðin hefur
með EES-samningnum gefið frá sér
mikilvæg stjórntæki í eigin málum.
Arnar Þór spyr m.a.: „Getum við
gengið að því vísu að Íslendingum sé
betur borgið í umsjá erlendra emb-
ættismanna og yfirþjóðlegra stofn-
ana en lýðræðislega kjörinna hand-
hafa íslensks löggjafarvalds og
ráðherra sem bera ábyrgð gagnvart
þingi og þjóð? Getur örríki eins og
Ísland ekki tryggt hagsmuni sína í
alþjóðlegu samstarfi án þess að fórna
fullveldi sínu?“ – Nú er viðurkennt
að samþykkt laga um EES-samn-
inginn á Alþingi 1993 hafi gengið
gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar á
þeim tíma og átt síðan þátt í þeirri
fjárhagslegu spilaborg sem leiddi til
hrunsins 2008. Við inngöngu Íslands
í EES var því haldið fram að Ísland
gæti hafnað reglum sem samrýmast
ekki þjóðarhagsmunum. Þrátt fyrir
þetta samþykkti Alþingi á yfirstand-
andi kjörtímabili, eins og einnig
norska Stórþingið, þriðja orkupakka
ESB og þær tilskipanir sem hann
byggist á. Norsku samtökin Nei til
EU töldu eins og fleiri að þurft hefði
þrjá/fjórðu þingheims til að slík sam-
þykkt stæðist ákvæði norsku stjórn-
arskrárinnar. Nei til EU reka nú mál
fyrir hæstarétti Noregs þar að lút-
andi. Úrskurðar réttarins í málinu er
að vænta innan tíðar.
Hérlendis stefna bæði Viðreisn og
Samfylking að inngöngu Íslands í
Evrópusambandið. Slík umsókn upp-
tók þing og þjóð með ærnum kostn-
aði og sundrungu í samfélaginu á ár-
unum 2009-2013. Brigður VG þá á
eigin stefnu og fyrirheitum við
stjórnarmyndun með Samfylking-
unni vorið 2009 varð flokknum dýr-
keypt og verður væntanlega ekki
endurtekið. Píratar virðast enga
stefnu hafa sem flokkur, en vísa á
þjóðaratkvæði.
Afstaða stjórnmálaflokka og fram-
bjóðenda til tengsla við Evrópusam-
bandið sem og til annarra stórmála
þarf að vera lýðum ljós nú í aðdrag-
anda alþingiskosninga sem nálgast
óðum.
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Sem áhorfandi að
formlegu stjórn-
málastarfi síðastliðin
átta ár finnst mér
skorta mjög á að um-
ræðan snúist um mál-
efni og meginlínur.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í meginmálum?
Við stöndum frammi fyrir mikilli
áskorun um að koma atvinnulífinu aftur
af stað og skapa störf. Til þess þarf
bæði hugrekki og þor. Lykilatriði er að
draga hratt úr atvinnuleysi sem er nú í
sögulegu hámarki. Tæplega 22 þúsund
einstaklingar eru atvinnulausir og um 4
þúsund manns að auki á hlutabótum
eða samanlagt 12,8% þjóðarinnar. Svo-
kallaðir ráðningarstyrkir geta skipt
sköpum við fjölgun starfa.
Ráðningarstyrkir hafa það markmið
að auðvelda atvinnurekendum að fjölga
störfum og ýta með því undir hagvöxt. At-
vinnurekanda gefst tækifæri til að ráða
starfsmann í starf sem hann hefði ellegar
ekki haft ráð á og starfsmaðurinn er að sama
skapi virkjaður og skapar verðmæti fyrir
samfélagið. Ráðningarstyrkur er því skyn-
samlegt vinnumarkaðsúrræði sem gefur
hæfileikaríku fólki atvinnutækifæri. Slíkt
örvar svo atvinnulífið til hagvaxtar sem
nauðsynlegur er svo unnt sé að standa undir
samneyslunni. Samtök atvinnulífsins og
Vinnumálastofnun hvetja fyrirtæki til að
kynna sér ráðningarstyrk. Allra hagur ætti
að standa til þess að úrræðið sé nýtt og að at-
vinnulífið taki að vaxa og dafna á ný.
Ráðningarstyrkur er fólginn í því að at-
vinnurekandi getur fengið grunnatvinnuleys-
isbætur auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð í
allt að sex mánuði greiddar með nýjum
starfskrafti eða samtals rúmlega 342 þúsund
krónur í styrk á mánuði. Atvinnurekandi
greiðir starfsmanninum umsamin laun með
hefðbundnum hætti sem verða að lágmarki
að samrýmast taxta kjarasamnings. Hjá at-
vinnurekanda þarf að starfa að lágmarki einn
starfsmaður. Úrræðið hefur verið einfaldað
töluvert frá því sem áður var og geta at-
vinnurekendur nú nýtt ráðningarstyrk þótt
þeir séu með starfsmann á hlutabótum.
Það er viðbúið að einhverjir munu stíga
fram og gagnrýna fyrirtæki sem nýta sér úr-
ræðið í umræðunni. Mikilvægt er í því sam-
hengi að missa ekki sjónar á stóru myndinni.
Sameiginlegt markmið okkar allra er að
draga úr atvinnuleysi, skapa störf og koma
hagkerfinu af stað á ný. Margt smátt gerir
eitt stórt. Með samhentu átaki er hægt að ná
kröftugri viðspyrnu öllum til hagsbóta.
Reynslan sýnir að 80% þeirra sem ráðnir eru
með ráðningarstyrk eru áfram á vinnumark-
aði þegar styrktímabili lýkur. Úrræðið sem
hefur verið við lýði frá því að Vinnumála-
stofnun var sett á laggirnar hefur marg-
sannað sig.
Á heimasíðu Vinnumálastofnunar má nálg-
ast frekari upplýsingar um ráðningarstyrk
en atvinnuráðgjafar Vinnumálastofnunar
hringinn um landið eru til þjónustu reiðu-
búnir. 24. febrúar nk. fer fram fjarfundur
fyrir félagsmenn Samtaka atvinnulífsins um
ráðningarstyrk sem haldinn er af sérfræð-
ingum Samtaka atvinnulífsins og Vinnu-
málastofnunar. Þar verða veittar frekari
upplýsingar og spurningum svarað. Skrán-
ing fer fram á heimasíðu Samtaka atvinnu-
lífsins.
Sköpum ný störf
og höldum áfram
Eftir Halldór Benjamín Þorbergs-
son og Unni Sverrisdóttur
Halldór Benjamín
Þorbergsson
»Um 22 þúsund einstakling-
ar eru atvinnulausir
og um fjögur þúsund manns
á hlutabótum. Ráðningar-
styrkir geta skipt sköpum
við fjölgun starfa.
Halldór Benjamín er framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.
Unnur er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur
Sverrisdóttir