Morgunblaðið - 23.02.2021, Side 16

Morgunblaðið - 23.02.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021 A81 Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1981. Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Verð frá: 39.600 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is – Margir fara af landi brott áður en þeir fá … – Það eru margir sem verða eins og Tom Cruise þegar þau heyra … Hvort tveggja eru þetta fyrirsagnir valdar af handahófi af vefmiðlum. Í íslenskri tungu vill svo til að öll fallorð (orð, sem fall- beygjast) hafa málfræðilegt kyn; eru karlkyns-, kvenkyns- eða hvorugkynsorð. Maður er hann og menn eru þeir; kona er hún og kon- ur eru þær; barn er það og börn eru þau. Ég gef mér að um þetta séu menn sammála. Eða hvað? Á allra síðustu árum virðist vera einhver, trúlegast óskipuleg hreyfing, sem vinnur að því að breyta þessu ein- falda og rótgróna kerfi. Þetta er til dæmis mjög áberandi í fréttalestri á RÚV. Svo mjög, að mann fer að gruna að um hana hafi verið tekin einhver stefnubreytandi ákvörðun einhvern tíma fyrir ekki svo löngu. Fyrirsagnadæmin hér að framan sýna í hverju hún er fólgin. Margir, fleirtala af margur, er málfræðilega karlkynsorð. Þess vegna ætti, sam- kvæmt hefðinni, að nota þeir þegar um marga er að ræða. Þeir eru margir. Nú er augljóst að þar sem margir koma saman er ekki sjálfgefið að einstaklingarnir séu allir af sama kyni. Og í því virðist þessi meinta breyting liggja. Svo er að sjá að uppi sé krafa um að þegar talað er um hóp skuli líffræðilegt kyn þeirra sem hópinn mynda ráða för en ekki málfræðilegt. Gott og vel. – Hópur fólks kom saman á Aust- urvelli. Þau létu dólgslega. – Fólkið talaði um nýja stjórn- arskrá. Þau vilja breytingar. Allt sem mér var kennt í skólum á sínum tíma segir þessa notkun for- nafna ranga (þótt deila megi um notkun hugtakanna rétt og rangt í þessu samhengi). Hópur er karlkynsorð í eintölu. Hann (hópurinn) getur því látið dólgslega, ekki þeir. (Ekki nema um marga hópa sé að ræða.) Fólk er hvorugkyns- orð í eintölu. Þess vegna vill það (fólkið) breytingar, ekki þau. Ég skil mætavel hugsunina á bak við þessa breytingu. Hóp- ur, margir og fólk inni- halda oftar en ekki ein- staklinga af ólíkum kynjum, en mér hugn- ast lítt að láta líffræði- legt kyn ýta málfræði- legu kyni til hliðar. Slíkt þykir mér full- langt gengið. Allt beygingakerfi íslensku snýst um þessa kynjun orða, sem oft stangast á við líffræðilegt kyn þeirra sem um er rætt. Ofangreind breyting kann því að virðast þörf og skynsamleg því ekki vill Guðrún láta kalla sig hann eða það. En ef við ætlum að fallast á þessa breytingu þá opnum við ormagryfju svo djúpa að upp úr henni verður vart komist nema kollvarpa fallbeygingakerfinu í heild sinni. Dæmi: – Í viðtali sagði dómsmálaráð- herra að hún … Já, allir vita að dómsmálaráðherra er kona. – Einn þingmaður sagði að hann … Hér kemur ekki fram hver umræddur þingmaður er og líffræðilegt kyn hans er því óþekkt. – Karlalands- liðið í blaki segir leikinn hafa verið góðan. Þeir voru allir sammála um … Hér leikur enginn vafi á kyni tilvitnaðra. – Keppendur á Íslands- mótinu í samkvæmisdönsum sögðu að þeir/þau væru … Hér er okkur vandi á höndum. Téðir keppendur eru eðli málsins samkvæmt af fleiri en einu kyni. – Svo ekki sé talað um félagsmenn Samtakanna 78. Hafa þeir/þær/þau skoðun á málinu? – Og hvað með börnin í skólunum? Hvort eru það þau börnin eða þeir krakk- arnir, eða þau krakkarnir? Svo ekki sé talað um kennarana. Hvort starfa þar þeir, þær eða þau? Ekki er þetta einfalt mál. Hingað til hef ég einungis talað um mann- eskjur og hópa þeirra þar sem allir hlutaðeigandi hafa líffræðilegt kyn sem stangast gjarna á við hið mál- fræðilega. Hvað gerist ef við færum okkur yfir í dauða hluti? – Ég fór á bílasölu til að svipast um. Ég sá alls konar bíla. Þau voru í öllum regnbogans litum. Bíddu nú við, reikna ég með að einhver segi. Þau bílarnir? Já, þarna var Mazda (hún), Ford (hann) og svo fram- vegis. Líkt og með hóp manna verð ég að gera ráð fyrir fleiri en einu kyni. – Gjaldmiðla allra landa ætti að sameina. Það er óhentugt að þau (gjaldmiðlarnir) séu svona ólík. Þau gjaldmiðlarnir? Já, hann dollarinn, hún evran, það jenið. Vissulega hafa peningar ekki líffræðilegt kyn, en hér er búið að steypa saman öllum málfræðilegum kynjum undir einn hatt og hvort á þá að ráða kyn hvers og eins eða kyn nafnorðsins sem þeir falla allir undir (gjaldmiðill)? Nú segja eflaust einhverjir að þetta sé ekki sambærilegt þar sem hvorki bílar né peningar hafi líf- fræðilegt kyn. Sem er satt og rétt, en hvers vegna eru bílarnir þá þeir (sem og gjaldmiðlarnir)? Vegna þess að orðin bíll og gjaldmiðill eru karlkynsorð. Svo hér skal málfræði- kynið ráða för. Ef til vill getum við fallist á þá málamiðlun að líffræðilegt kyn skuli ráða þegar um það er að ræða en málfræðilegt kyn ella. Þá verðum við að vísu að setja allar tegundir dýra í hvorugkyn þegar þau eru orð- in mörg saman, rétt eins og mann- fólkið. Hundarnir voru snarvitlausir. Þau geltu allan daginn. Samþykkt? Lykilspurningin í mínum huga er þessi: Er þorri málnotenda sáttur við þessa meintu breytingu? Sé svo er fátt fleira um þetta að segja. Mál- vísindamenn framtíðarinnar hafa þá eitthvað til að rannsaka og skrifa um; hvenær og hvernig kyngreining nafnorða í íslensku leið undir lok. Eftir Hauk Svavarsson » Þetta er til dæmis mjög áberandi í fréttalestri á RÚV. Svo mjög, að mann fer að gruna að um hana hafi verið tekin einhver stefnubreytandi ákvörð- un einhvern tíma fyrir ekki svo löngu. Haukur Svansson Höfundur er kennari. haukursv@simnet.is Um þá, þær og þau Þeir eldri borg- arar, sem eru að berjast fyrir áunnum réttindum sínum og einnig fyrir kjörum þeirra sem minnst hafa sér til lífs- bjargar, virðast eng- um árangri geta náð við ríkisstjórnir og ráðherra allt frá 2012, þrátt fyrir skrifleg loforð og fyrirheit um bætur fyrir hverjar kosningar, nema með því að hefja dómsmál við íslenska ríkið og Trygginga- stofnun til að fá að njóta laga- verndar og réttinda. Fyrsta dómsmál Það er hafið og fjallar um ólög- mæti skerðinga greiðslna TR á móti lífeyrissjóðsgreiðslum. Fyrsta lota vannst, þegar héraðs- dómari hafnaði frávísunarkröfu ríkisins. Grái herinn þurfti langan undirbúning og fjársöfnun til að hefja málið með þremur félags- mönnum sínum sem standa form- lega að málinu, og mun vafalaust þurfa að sækja málið fyrir öllum dómstigum landsins, og ef það tapast, þá einnig erlendis. Annað dómsmál Það mál myndi varða ólögmætt ósamræmi þess að TR telur lífeyr- isgreiðslur vera fjármagnstekjur sem veldur því, að ef þær eru um- fram kr. 25.000 á mánuði skerða þær greiðslur almannatrygginga. Ef lífeyrisgreiðslur væru hins veg- ar taldar launatekjur, eins og ríkið hefur ákveðið þegar þær eru skattlagðar, myndu skerðing- armörkin miðast við kr. 100.000. Þetta þarf að leiðrétta afturvirkt til margra ára. Í lögum um tekjuskatt nr. 90/ 2003 er kveðið á um að lífeyrir teljist til launa, en þar segir: „Endurgjald fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu, án tillits til viðmiðunar, sem innt er af hendi fyrir annan aðila. Hér með teljast til dæmis hvers konar bið- laun, starfslaun, nefndarlaun, stjórnarlaun, eftirlaun og lífeyrir […].“ Í lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 er kveðið á um það í 9. og 10. tl. 2. gr. að ekki sé mis- munur á atvinnutekjum og at- vinnutengdum lífeyrissjóðs- greiðslum. Þriðja dómsmál Einnig þyrfti að höfða mál til að fá leiðréttingu til þeirra, sem hafa verið skattlagðir tvisvar af sama tekjustofni, en þeir eru margir sem greiddu skatt til ríkis og sveitarfélaga af iðgjaldagreiðslum sínum frá 1969 til 1988, en frá því ári eru lífeyrissjóðsgreiðslur til þeirra skattlagðar á ný af sama stofni fjármagns. Það getur ekki talist löglegt. Blaðagreinar Í aðdraganda kosninga á þessu ári hef ég skrifað margar blaða- greinar í Morgunblaðið um kjör eldri borgara, með tilliti til þeirra sem þar eru verst settir í von um að baráttan yrði skerpt af hálfu eldri borgara til leiðréttingar eða að ríkisstjórn og stjórnarþing- menn myndu breyta einhverjum skerðingarákvæðum laga almanna- trygginga á þessu vorþingi. Hvor- ugt hefur gerst. Forysta Lands- sambands eldri borgara, stjórn og kjaranefnd, hefur ekki náð árangri í þessum efnum undanfarin mörg ár. Vonbrigðum olli að langur sjónvarpsþáttur nýverið um vel- ferð aldraðra fjallaði ekkert um kjaramálin. Kostnaðurinn við að fá að vinna án skerðinga Talið hefur verið að auknar greiðslur rík- issjóðs til TR kosti um tvo milljarða ef 45% skerðing á vinnulaun- um umfram kr 100 þúsund á mánuði yrði afnumin. Ekki er reiknaður með í því dæmi virð- isaukinn af aukinni veltu fólksins, sem myndi koma til vinnu og ekki heldur lífsbati þeirra sem hafa kosið að sitja heima fullfrísk, fremur en að láta hirða af sér um 76% af því sem unnið yrði umfram þau laun. Ef þetta væri reiknað með tel ég að það kostaði ríkissjóð ekkert. Heldur hitt, að það kæmi fram gróði í aukinni skattlagningu af tekjum og veltu í virðisauka og heilsa þessa fólks yrði betri og lífsgleðin meiri með minni út- gjöldum ríkissjóðs vegna þung- lyndis og annarra veikinda. Viðhorf fjármálaráðherra Nýlega svaraði fjármálaráð- herra fyrirspurn á Alþingi: „Aldr- ei hefur meira verið gert fyrir aldraða […] Í fyrsta lagi hafa kjör þeirra sem minnst hafa milli hand- anna af þeim sem fá bætur frá al- mannatryggingum batnað hraðast á undanförnum árum. Kjör þeirra hafa batnað hraðar en þeirra sem hafa meira á milli handanna en þiggja þó eitthvað úr almanna- tryggingakerfinu.“ Þetta er að mestu leyti rangt eins og ég hef bent á í fyrri grein- um mínum um þessi mál. Hér má einnig spyrja hverju ráðherrann myndi svara einfaldri spurningu, sem lyti að því að íslenska ríkið greiði hlutfallslega lægst allra þjóða innan OECD til eldri borg- ara gegnum TR. Síðan segir ráðherrann að Ís- lendingar eigi að vera stoltir af öflugu almannatryggingakerfi. Eigum við að vera stolt af því að ríkið hirði af eldri borgurum ár- lega um 28 milljarða vegna skerð- inga á greiðslum TR til þeirra? Hvað gætu eldri borgarar gert meira í þessari stöðu? Forysta LEB gæti lagt fram til- lögur til ríkisstjórnar um lág- markslagfæringu á kjörum eldri borgara, sem næðu til þeirra sem verst eru settir í samræmi við samþykkt landsfundar um kjara- mál frá 30.6. 2020. Ef engin við- brögð yrðu við því fyrir landsfund LEB á þessu ári, yrði að mínu álita að leggja fyrir fundinn tillögu um að félög eldri borgara um land allt stæðu saman að framboði til Alþingis undir nýrri forystu stjórnar LEB. Það gæti verið sjálfstætt framboð eða með sam- starfi við annan flokk með skrif- legum skuldbindingum stjórnar þess flokks um stefnu í þessum málaflokki og þátttöku í framboði, skilyrt aðeins til þátttöku á næsta þingi. Eftir Halldór Gunnarsson Halldór Gunnarsson »Eigum við að vera stolt af því að ríkið hirði af eldri borgurum árlega um 28 milljarða vegna skerðinga á greiðslum TR til þeirra? Höfundur er formaður kjararáðs Fé- lags eldri borgara í Rangárvallasýslu. Ná eldri borgarar aðeins rétti með dómsmálum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.