Morgunblaðið - 23.02.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 23.02.2021, Síða 22
Það er komið að ferðalokum hjá elsku afa Pétri. Fyrst og fremst er það þakklæti sem kemur upp í hugann þegar maður lítur yfir árin 95 sem Pétur dvaldi á jörðinni. Ekki bara þakklæti fyrir að hann hafi veitt okkur tilveruréttinn, afkomendum hans. Heldur þakklæti fyrir mann sem lifði lífi sínu sam- kvæmt lífsreglum sem hann sjálfur setti sér og skráði á blað varla orðinn 10 ára, án þess að skrika nokkurn tím- ann fótur á þeirri vegferð. Þakklæti fyrir mann sem setti velferð og öryggi fjölskyldu sinnar, samstarfsfólks og starfsmanna ávallt í fyrsta sæti. Það þótti ekki sjálfsagt mál um það það leyti sem afi okkar fæðist, 1925, að koma öllum sínum afkomendum á legg. Veit ég að afi var einkar stoltur af sínum afkomendum og þeirra glæsilegu afrekum í leik og starfi. Afi var farsæll atvinnurek- andi í yfir 50 ár þar sem hann átti og rak vélsmiðjuna Stál á Seyðisfirði með Ástvaldi bróð- ur sínum og síðar einnig með Theodór syni sínum. Þeir ráku sitt fyrirtæki á miklum um- bóta- og framfaratímum en líka á erfiðum tímum. Þegar skórinn kreppti kom ekki til mála að fækka starfsfólki heldur voru bara búin til ný verkefni og þannig haldið dampi þangað til birti á ný. Það er einmitt úr Stál sem margar minningar af afa skjóta upp kollinum. Minning- ar af því að heimsækja afa í vinnuna, skoða sig um í þess- Pétur Júlíus Blöndal ✝ Pétur JúlíusBlöndal fædd- ist 16. nóvember. Hann lést 19. jan- úar 2021. Útför Péturs fór fram 2. febrúar 2021. um framandi heimi sem vél- smiðja er og fá svo far með hon- um heim í hádeg- inu á gula Scout- jeppanum, borða svo síld á brauð og skyr með rjóma áður en hlustað var á fréttirnar og svo kría áður en aftur var haldið til vinnu. Okkur systkinunum er alltaf minnisstætt þegar afi dró jóla- tréð fram á gólf, settist við pí- anóið og lék jólalög fyrir okk- ur börnin á meðan við dönsuðum í kringum tréð. Afi var mikill listamaður og skipti ekki máli hvort það var tónlist, myndlist, trélist eða annað; afi kunni það og gerði það vel. Sumarbústað byggði hann fjöl- skyldu sinni í Fögruvík við Lagarfljót á Héraði árið 1967 og hófust hann og amma Magga strax handa við að rækta upp landið. Þar má nú finna mörg tré sem gefa hæstu trjám landsins ekkert eftir og hvergi þykir betra að vera á fallegum sumardegi, með út- sýni að Snæfelli. Þegar barna- börnunum tók að fjölga byggði afi sumarhús í barnastærð fyr- ir okkur, þar var rúm, lítið eldhús og tvöföld hurð þannig að hægt var að afgreiða drullukökur út um lúgu. Þar leika barnabarnabörnin sér enn þann dag í dag við ekkert minni gleði en við upplifðum áratugum áður. Núna eru afi og amma sam- einuð á ný. Minning um mann hvers fótspor voru svo stór að fáum öðrum er fært að standa í þeim. Ég held að það sé óhætt að segja að afi og amma hafi átt einstaklega gott líf. Fyrir það erum við þakklát. Elsku afi, góða ferð og biðjum að heilsa ömmu. Við elskum ykkur að eilífu. Gylfi, Birna og Elsa. 22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Verkfæri Stórútsala á armbandsúrum SÍÐUSTU DAGAR Vönduð og glæsileg -Pierre Lannier- armbandsúr frá Frakklandi, landi lista og fagurfræði. Gullbúðin Bankastræti, GÞ Bankastræti, ERNA Skipholti, www.erna.is Raðauglýsingar Tilboð/útboð Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s. 458-2200 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Uppboð mun byrja að Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, fimmtudaginn 4. mars nk. kl. 12:15, á eftirfarandi ökutækjum, sem hér segir: Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, 22. febrúar 2021 AZ936 FSY61 HUM35 JYE78 KKG25 SK535 SKB03 SVF31 TEZ18 TPJ05 UUG59 UYY38 VB083 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Tálgað í tré kl. 13. Postu- línsmálun kl. 13. Prjónahittingur Önnu kl. 13.30. Kaffi kl. 14.30-15.20. Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur og jafn- framt er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir. Upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir. Boðinn Ganga/stafaganga kl. 10 frá anddyri Boðans. Fuglatálgun kl. 13-16. Munið grímuskyldu og tveggja metra regluna. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Bústaðakirkja Félagsstarf eldriborgara, opið hús frá kl. 13-16 á miðvikudaginn. Hugleiðing og bæn, spjall og með kaffinu verða sýndir tónleikar til minningar um Sigfús Halldórsson sem kór Bústaðakirkju tók upp í nóvember síðastliðnum. Boðið uppá göngu- túr kl. 13 um nágrennið. Hólmfríður djákni sér um stundina, hlökkum til að sjá ykkur. Munum grímuna og virðum millibil. Fella- og Hólakirkja Verið velkomin í kyrrðarstund kl. 12, hugleið- ing, fyrirbæn og tónlist í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Kaffisopi og spjall eftir stundina. Við bíðum með að byrja eldri borgarastarfið þar til samkomutakmörk verða rýmkuð. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opnunartími kl. 8.10-16. Allir vel- komnir. Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Thai Chi kl. 9-10. Prjónum til góðs kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Hjá okkur er grímuskylda og vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig fyrirfram í síma eða á skrif- stofunni. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Göngu- hópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11 í sal í kjallara Vídalíns- kirkju. Botsía Ásgarði kl. 12.55. Smíði Smiðju Kirkjuhvoli kl. 9 og 13. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 15.15. Litlakot opið kl. 13-16. Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8.30-16. Gönguhópur frá kl. 10 (leikfimi og svo ganga). Núvitund frá kl. 11-11.20. Myndlist/lista- spírur kl. 13-16. Blöðin liggja frammi, heitt á könnunni. Í Gerðubergi vilja allir vera næs. Gjábakki Kl. 8.30-10.30 handavinnustofa opin, bókið daginn áður. Kl. 9.45 stólaleikfimi (fullbókað), kl. 11.30-12.30 matur. Kl. 13.30-15.30 opið fyrir spjall, bókið daginn áður. Gullsmári Myndlist kl. 9. Tréútskurður kl. 13. Munið sóttvarnir. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Gönguferð kl. 13.30 ef veður leyfir. Korpúlfar Listmálun með Pétri Halldórssyni kl. 9 í Borgum, botsía kl. 10 í Borgum og helgistund kl. 10.30 í Borgum. Spjallahópur í lista- smiðju kl. 13 í dag í Borgum og sundleikfimi í Grafarvogssundlaug með Brynjólfi kl. 14 í dag. Grímuskylda í félagsstarfinu og hámark 20 í hóp. Kaffi á könnunni og gleðilegir endurfundir í Borgum. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Örnámskeið / roð og leður á neðri hæð félagsheimilisins kl. 15.30-18.30. Vatnsleikfimi í ssundlauginni kl. 18.30. Virðum almennar sóttvarnir. mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Sveinn JóhannSveinsson bif- reiðastjóri fæddist 15. maí 1947 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 6. febrúar 2021. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Snæbjörn Sveins- son, f. 10. okt. 1903, d. 16. feb. 1993, og Ingibjörg Theódórsdóttir f. 7. júní 1918, d. 1. sept. 1993. Systkini Sveins eru: Bjarni, f. 1947, Helgi Theodór, f. 1948, d. 1992, Rúnar Loftur, f. 1949, Elí- as Rúnar, f. 1952, Guðmundur Aðalsteinn, f. 1955, d. 2007, og Marta María, f. 1962. Eftirlifandi eiginkona hans er Lilja I. Sveinsdóttir, sem hann giftist 4. des. 1971. Börn þeirra eru: 1) Margrét Þóra, maki Sæv- ar Már Kjart- ansson, börn þeirra: Jóel Örn, María Rós og Sím- on Valur. 2) Sig- urður Ingi, maki Signý Leifsdóttir, börn þeirra: Smári, Frosti og Hulda Sól. 3) Logi Arnar. Sveinn Jóhann starfaði við sjó- mennsku á yngri árum en gerði síðar út vöru- og sendibíla frá Sendibílastöðinni Þresti, Vörubílastöðinni Þrótti og Sendibílastöðinni hf. Útförin fer fram 23. febrúar kl. 13 frá Neskirkju við Haga- torg. Streymt verður frá útför: https://youtu.be/APLU66H1lb4 Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Elsku pabbi minn er skyndi- lega farinn úr þessum heimi, varð bráðkvaddur á heimili sínu. Enda- laust af góðum minningum kemur upp í hugann og það huggar á svona stundu. Ég hef alltaf verið pabbastelpa og pabbi hélt alltaf með mér. Hann var stoltur af stelpunni sinni, hvort sem það var að byrja að læra að hjóla, fá bíl- próf eða verða hjúkrunarfræðing- ur. Pabbi var samkvæmur sjálf- um sér og svo ekta í gegn. Hann hafði mikla þolinmæði í að leika við barnabörnin sín. Bílar hafa verið hans ær og kýr alla tíð. Hann hugsaði alltaf vel um bílana sína, það fór ekki fram hjá neinum. Vinnusemi, heiðar- leiki og hjálpsemi einkenndi hann. Hann hefur alltaf verið bifreið- arstjóri, allt mitt líf alla vega, og hafði verið i vinnunni daginn áður en hann kvaddi þennan heim svo skyndilega sem það varð. Hann varð „hundraðshöfðingi“ hjá Blóðgjafafélaginu og rúmlega það með öllum þeim skiptum, alls 172 skipti, sem hann mætti af fús- um og frjálsum vilja i Blóðbank- ann og gaf blóð reglulega fjórum sinnum á ári stærstan hluta ævi sinnar. Hann hefur með blóð-gjaf- mildi sinni gefið mörgum sjúk- lingum betra líf og jafnvel bjargað lífi margra þeirra. Í lokin vil ég benda á að þeir sem vilja minnast hans geta lagt Blóðbankanum lið við kaup á nýj- um Blóðbankabíl. Elsku besti pabbi, nú er komið að kveðjustund. Við munum ylja okkur við fallegar minningar um þig. Guð blessi þig. Ég elska þig. Þín dóttir, Margrét Þóra. Kæri tvíburabróðir. Margs er að minnast eftir 73 ára lífsgöngu okkar saman. Eitt sem einkenndi þig var dugnaður og ósérhlífni, alltaf tilbúinn til að aðstoða t.d. eins og mig sem stóð í flutningum fyrir skömmu. Þá var mér kunn- ugt um gjafmildi þína sem þú vildir helst aldrei tala um. Eitt gott dæmi um slíkt er þegar þú upp á þitt eindæmi árið 1965 bauðst allri stórfjölskyldu Helgu Bjarnadóttur, móðurömmu okk- ar, í 75 ára afmælið hennar í Tjarnarbúð. Bifreiðaakstur varð þitt aðalstarf í lífinu. Byrjaðir með lítinn sendibíl á sendibíla- stöðinni Þresti 1974. Síðan var keyptur stærri bíll sem var meðal annars notaður sem kaffihús í ferð okkar með krakkaskarann á skíði í skíðaskálann í Hveradölum eina helgina. Það virðist hafa ver- ið meiri snjór þar að vetri til á þessum árum. Eftir að þú hættir á Þresti keyptirðu vörubíl og byrjaðir á sendibílastöðinni Þrótti. Þar vannst þú í mörg ár, fyrst með bíl til malarflutninga, síðan öflugan kranabíl. Þá rifjast upp þegar þú varst á Þresti með stærri sendibílinn 1978-79. Ákváðuð þið hjónin að byggja ykkur sumarbústað í Borgarfirði eystri sem þú fluttir í einingum í nokkrum ferðum austur. Þá hjálpaði Kiddi frændi þér að koma honum upp ásamt fleirum. Þar í Borgarfirði áttir þú trilluna Tindfell sem þú rerir á sumrin til handfæraveiða. Bústaðurinn varð síðan að heilsárshúsi og stendur held ég enn. Ég, Lára og krakk- arnir heimsóttum ykkur þangað og fór ég með þér í róður einn daginn. Þar var sami dugnaður- inn út í gegn. Þá er ljúft að minn- ast allra veiðiferðanna sem við fórum í saman. Þar var sami dugnaðurinn og þótti þér ekki verra þótt blési hressilega; „bara betra“ sagðir þú. Þá verð ég að minnast á góðan veiðifélaga þinn, Sveinbjörn Björnsson, sem vann með þér á Þrótti, sem þú hvattir ósjaldan til að koma með þér eða okkur í veiði. Sveinbjörn kvaddi þetta jarðlíf fyrir stuttu, blessuð sé minning hans. Ég ætla rétt að vona að þegar þið farið að veiða saman í Sumarlandinu sé leyfður makríll og spúnn! Gott er að eiga góðar minn- ingar og hugsa til þess að aldrei bar skugga á okkar vegferð. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Lilju og barna ykkar, barnabarna, tengdadóttur og tengdasonar. Bjarni bróðir. Sveinn Jóhann Sveinsson Dáinn er frændi minn Birgir Lúð- víksson. Við ólumst upp saman á Berg- staðastræti 71 uns fjölskylda hans flutti, þá var hann átta ára. Þegar Birgir fór minnk- aði aðeins samvera okkar því langt var á milli. Birgir var eins og flest- ir í fjölskyldunni eðal-Framari og átti hann eftir að leika og starfa fyrir félagið sitt. Árið 1962 varð hann t.d. Ís- landsmeistari í knattspyrnu ásamt tveimur bræðra sinna þeim Hall- dóri og Þorgeiri. Birgir var lengi í stjórn Fram eins og reyndar fleiri í fjölskyldunni. Ég minnist þess að einu sinni hringdi hann í mig og spurði hvort ég myndi vilja koma Birgir Lúðvíksson ✝ Birgir Lúðvíks-son fæddist 3. maí 1937. Hann lést 3. febrúar 2021. Útför Birgis fór fram 15. febrúar 2021. með sér og vini sín- um á hátíð um versl- unarmannahelgi. Ég játti því og tók með mér Helgu æskuvin- konu mína. Þar og þá kviknaði sá neisti er logaði skært hjá þeim upp frá því. Birgir og Helga giftu sig nokkru seinna og alla tíð hefur það hjónaband verið traust og farsælt. Þau eign- uðust fjögur börn, Viðar, Lúðvík, Sigríði og Guðríði. Þau hafa alla tíð reynst foreldrum sínum frá- bærlega. En mikil sorg var sorg þeirra er Viðar lést eftir erfið veikindi. Elsku besta Helga og allir ykk- ar fjölskyldumeðlimir, við hjónin samhryggjumst ykkur frá innstu hjartarótum. Birgis verður minnst sem sómamanns og sárt saknað. Guð blessi ykkur öll. Andrea (Addý) og Ísleifur. Elsku Lára Nes- ari og Njarðvíking- ur er fallin frá. Hún var Njarðvíkingur í húð og hár og áhugakona um körfuboltann og þar átti Njarð- vík hennar hjarta. Einnig var hún liðsfélagi í íþróttafélaginu Nesi og tók marga titla þar. Hún var mögnuð manneskja sem tók öllum vel. Takk fyrir allar ferð- irnar sem við fórum saman í, ég var reyndar sundmegin og þú með þínu liði á bocciamóti. Við Lára María Ingimundardóttir ✝ Lára Maríafæddist 21. október 1971. Hún lést 7. febrúar 2021. Útför Láru fór fram 18. febrúar 2021. hittumst svo öll uppi á hóteli og þar var farið yfir dag- inn, sem gekk vel hjá öllum sem voru að keppa. Einnig fórum við öll saman að versla í búðum og það var svo gam- an að vera í kring- um þig. Ég á eftir að sakna þín mikið. Einnig var hún mik- il söngkona og mikill gleðigjafi. Þín verður sárt saknað Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. En óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera. Brynhildur Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.