Morgunblaðið - 23.02.2021, Síða 28
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Hefði ég skrifað þessa bók fyrir
tuttugu árum, þá væri hún allt öðru-
vísi, því það hefur svo margt breyst
síðustu áratugi í bókmenntafræð-
inni,“ segir Bergljót Soffía Krist-
jánsdóttir sem tilnefnd var til viður-
kenningar Hagþenkis fyrir bók sína
Fræðaskjóða: Bókmenntafræði fyrir
forvitna.
„Að mínu mati hafa helstu breyt-
ingar í bókmenntafræði undanfarið
tengst uppgötvunum í líffræði og
taugafræði. Við höfum lært meira
um mannsheilann á síðustu þremur
áratugum heldur en allar aldirnar á
undan – þó að við vitum lítið um
hann enn! Fyrir vikið getum við far-
ið að ræða hluti í bókmenntum á
annan hátt en fyrr, til dæmis tilfinn-
ingar og geðshræringar, ímynd-
unarafl, lestur og sköpunarkraft.
Auk þess hefur bókmenntafræðin á
síðustu áratugum lagt áherslu á les-
andann, á upplifunina af lestrinum.
Bókmenntir eru einskis virði nema
af því að fólk upplifir þær á ólíkan
hátt. Hver og einn lesandi getur sótt
til bókmennta og bætt við þær því
sem sprettur af hans eigin reynslu
og kemur úr hans eigin skjóðum.“
Bækur eru skjól fyrir marga
Þegar Bergljót er spurð að því
hvers vegna við þurfum bókmenntir
segir hún að fleiri svör en eitt séu við
því.
„Ég held að þráin eftir bókmennt-
um sé mannkyninu eiginleg, alveg
frá því það fór að tala og söngla.
Þetta er nátengt þörfinni á að nýta
ímyndunaraflið og vilja kynnast
fleiru en því sem blasir við. Rann-
sóknir sýna að þegar fólk er búið að
fara í gegnum daginn og heyra enda-
lausar hörmungafréttir í fjölmiðlum,
þá langar það í eitthvað notalegra og
hlýlegra. Þannig sækja sumir í bók-
menntir til að ylja sér við þær. Aðrir
sækja í þær til að kynnast öðrum
heimum og leyfa ímyndunaraflinu að
fara á flug. Ég held að það sé
reynsla margra að bækur hafi verið
skjól sem lífsnauðsynlegt var að
komast í. Ég get tekið dæmi af
mömmu minni sem var með sex börn
á heimilinu, ég held satt best að
segja að bókmenntirnar hafi bjargað
henni hversdags,“ segir Bergljót og
rifjar líka upp kynni sín í bernsku af
gamalli alþýðukonu í Hafnarfirði.
„Þetta var verkakona sem var
óskaplega kát og skemmtileg. Hún
lýsti fyrir mér upplifun sinni af
ljóðabók Þorsteins Erlingssonar,
Eiðinum. Bókin var til á einum bæ í
sveitinni hennar enda ekki vel séð af
mörgum. Unglingurinn laumaðist til
að fara með bókina út af heimilinu
og sýna félögum sínum hana. Krakk-
arnir enduðu með að lesa hana upp-
hátt hvert fyrir annað í tunglsljósinu
– og konan sem ég þekkti kunni
kveðskapinn enn! Þetta finnst mér
falleg frásögn um hvernig fólk sækir
í skáldskap sem því er meinað að
kynnast. Þannig geta bókmenntir
opnað heima sem þú færð ekki ann-
ars að komast inn í.“
Unglingar spenntir fyrir nekt
Þegar Bergljót er spurð hvaðan
hún sé sprottin ástríða hennar fyrir
bókmenntum segist hún hafa dregið
hana í sig með móðurmjólkinni.
„Foreldrar mínir voru mikið bóka-
fólk og mamma var ljóðamanneskja
fram í fingurgóma. Hún fylgdist vel
með og keypti til dæmis strax bók-
ina hennar Ástu Sigurðar, Sunnu-
dagskvöld til mánudagsmorguns,
þegar hún kom út. Unglingarnir
höfðu frétt að í þeirri bók væru nekt-
armyndir og fyrir vikið þorði ég ekki
að segja neinum að mamma ætti
þessa bók og væri ægilega hrifin af
henni,“ segir Bergljót og hlær að
minningunni.
„Bækur ungskáldanna komu um
leið inn á heimili mitt þegar þær
komu út og foreldrar mínir voru líka
með bókabúð um tíma,“ segir Berg-
ljót sem er mikill aðdáandi ljóða.
„Ég les alltaf ljóð upphátt heima
hjá mér og finn bókstaflega fyrir
líkamlegum viðbrögðum, ljóðin
ganga mér í merg og bein. Ég var
vön því að ljóð væru lesin upphátt og
ég var alin upp í ljóðum, bæði af
mömmu og ömmu. Mömmu fannst
Fagra veröld Tómasar Guðmunds-
sonar vera best fyrir börn þegar þau
vou fjögurra eða fimm ára, en amma
byrjaði á Káin og Páli Ólafssyni.
Mamma færði sig svo yfir í Grím
Thomsen og Stephan G. þegar
krakkarnir urðu ögn eldri.“
Þurfum ekki að hafa áhyggjur
Bergljót hefur í áratugi starfað
við, grúskað í og rannsakað bók-
menntir, sem kennari og prófessor.
Hún hefur því mikla yfirsýn. Hún
hefur ekki áhyggjur af þróun mála í
bókmenntum og fagnar skáldskap á
nýjum miðlum.
„Mér finnst yndislegt að fólk yrkir
og segir sögur á þessum nýju miðl-
um, fésbók og instagram til dæmis.
Þar erum við komin með eitthvað
sambærilegt við það sem ferskeytl-
an og stuttar frásagnir voru í gamla
daga. Vissulega fyrirfinnast enn
hagyrðingakvöld og kvæðamanna-
kvöld á einstaka stað og fólk yrkir
fyrir þorrablót og annað slíkt, en á
meðan við erum með fólk úti um all-
an bæ sem er að yrkja á samskipta-
miðlum, þá þurfum við ekki að hafa
áhyggjur af bókmenntum í þessu
landi. Fólk þráir að tjá sig í litterat-
úr og þarna hefur opnast nýr vett-
vangur. Mér finnst sumt af því sem
ég sé á samskiptamiðlum mjög gott,
og ekkert undan því að kvarta. Sum-
ir hafa áhyggjur af slíku efni en ég
hef bara gaman af því.“
Með samvisku heims á herðum
Þegar Bergljót er spurð að því
hvað henni finnst athygliverðast í
því nýjasta sem fram hefur komið í
íslenskum bókmenntum segir hún
að undanfarin tuttugu ár hafi margir
fjallað opinskátt í skáldskap um eig-
in ævi.
„Þetta fólk hefur ekki leynt því að
reynsla þess sjálfs væri undir í
skáldskapnum. Vissulega hafa skáld
alltaf sótt í eigin reynslu, en það hef-
ur verið misjafnt hvernig sú reynsla
hefur verið matreidd ofan í lesendur
á ólíkum tímum. Upp á síðkastið hef-
ur verið þó nokkuð um að fólk hafi
samið játningabókmenntir og ýmis-
legt af því tagi. Hinn þráðurinn sem
er að koma fram í nútímabókmennt-
um eru áhyggjur upprennandi kyn-
slóða af því sem þær þurfa að takast
á við í framtíðinni. Ég er nokkuð viss
um að sá þáttur eigi eftir að verða æ
þyngri næstu árin, af því að mín
kynslóð skilur ekki við heiminn með
glæsibrag. Þegar ég les sumt af ljóð-
um unga fólksins sem nú er um tví-
tugt, þá kem ég stundum heim með
samvisku heimsins á herðunum.
Ástandið á jörðinni er stórt verkefni
fyrir þetta unga fólk að takast á við.“
Efnilegt og skemmtilegt fólk
Bergljót tekur fram að eitt af því
jákvæða sem hafi breyst í íslenskum
bókmenntum undanfarin ár sé
hversu staða ljóðsins hefur styrkst.
„Ég held það sé að nokkru að
þakka ritlistarkennslu í háskólanum.
Mér finnst með ólíkindum hversu
stór hópur ljóðskálda er kominn
fram, og ég fagna því. En ég sé þetta
líka erlendis, kannski tengist þetta
líka nýju miðlunum og tónlistinni,
því þar tjáir unga fólkið sig.“
Eftir áratuga kennslu er ekki úr
vegi að spyrja við starfslok hvernig
Bergljótu lítist á æskuna og framtíð-
ina.
„Ég kenndi síðasta hópnum mín-
um í haust í þessum covid-aðstæð-
um, við fengum að vera saman í tæp-
an mánuð en eftir það hittumst við á
netinu í gegnum zoom. Mér fannst
þetta mjög efnilegt og skemmtilegt
ungt fólk sem hafði skoðanir á öllu
milli himins og jarðar. Þau gerðu
margt svo vel að ég hef engar
áhyggjur af æskunni. Ég hef hins
vegar áhyggjur af stóra samheng-
inu, mannkyninu og jörðinni sem við
búum á, valdaskiptingu í heiminum,
misskiptingu auðs og fátækt. Það
situr á manni þegar maður horfir
yfir sviðið. Ég hef engar áhyggjur af
krökkunum, þau eru alltaf svo fín.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bergljót Soffía „Ég les alltaf ljóð upphátt heima hjá mér og finn bókstaflega fyrir líkamlegum viðbrögðum.“
„Ég var alin upp í ljóðum“
„Þráin eftir bókmenntum er mannkyninu eiginleg,“ segir Bergljót Soffía Kristjánsdóttir sem
skrifar um bókmenntir fyrir forvitna Dró í sig ástríðu fyrir bókmenntum með móðurmjólkinni
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021
SÉRBLAÐ
Fermingarblaðið hefur
verið eitt af vinsælustu
sérblöðum Morgunblaðsins.
Fjallað verður um allt
sem tengist fermingunni.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 8. mars.
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn
12. mars
Borgarleikhúsið býður annað
kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan
20 áhugasömum á leiklestur á nýju
leikverki sem er í vinnslu. Verkið
nefnist Göngutúrinn. Ókeypis er á
leiklesturinn en áhugasamir þurfa
að panta miða á vefnum borgarleik-
hus.is.
Leiklesturinn er fyrsti viðburð-
urinn í nýrri röð sviðsettra leik-
lestra undir hatti Umbúðalaust, þar
sem nýir sviðshöfundar fá tækifæri
til að þróa hugmyndir sínar og verk
í vinnslu.
Göngutúrinn er gamansamt leik-
rit eftir Ragnar Ísleif Bragason í
leikstjórn Jörundar Ragnarssonar.
Verkið fjallar um hjón sem skella
sér á hótel úti á landi til að lífga
upp á sambandið og nýta gjafabréf
áður en það rennur út. Á hótelinu
koma óvæntir hlutir upp á yfirborð-
ið þegar hjónin kynnast kokkinum
og móttökustúlkunni á staðnum.
Leiklesa Leikararnir í verkinu.
Bjóða á leiklestur á Göngutúrnum