Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Page 9

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Page 9
knattleiksvallar og er áætlað að ljúka þeim fljótlega og verður það handknattleiksfólki félagsins ef- laust mikið fagnaðarefni. Fyrirhugað er einnig að girða svæðið af og litillega hefur verið byrjað á þvi en verkinu ekki lokið ennþá. Fyrirætlanir. Ég hef nú reynt að gera þeim framkvæmdum sem þegar eru búnar eða standa yfir á svæðinu nokkur skil, en stiklað hefur verið á stóru. Þegar litið er til baka og horft yfir þau 10 ár sem liðin eru siðan svæðið var afhent finnst kannski ýmsum að framkvæmdum hafi miðað hægt, og mun ég engan dóm leggja á það, en alltaf hefur þó verið haldið áfram og aldrei gefist upp og árar lagðar i bát. Menn kunna nú eflaust að spyrja hvaða framkvæmdir séu framund- an og hvað hafi verið gert til þess að hrinda þeim i verk. Þvi er til að svara að stjórn félagsins sótti þann 10. febrúar, 1973 um leyfi til Iþróttasjóðs rikisins til þess að hefja framkvæmdir við gerð vallarhúss, þ.e. búningsherbergis og fundaraðstöðu og siðar yrði svo byggt íþróttahús, það leyfi hefur ekki fengist enn formlega. En þá er það stóra spurningín, hvað kostar þetta allt saman, og hvernig á að afla fjárins? Kostnaðurinn skiptist á þrjá aðila, rikissjóður greiðir 40%, Reykjavlkurborg 40% og félagið 20%. En máþá bara ekki byrja, mætti spyrja, en svo einfalt er það ekki, framkvæmdin verður að komast inn á fjárlög rlkisins en þrátt fyrir itrekaðar tilraunir af hálfu núver- andi formanns og stjórnarinnar hefur það ekki tekist enn. En nú er að rofa eitthvað til og eru vonir til þess að fjárstyrkur fá- ist á fjárlögum 1975. Stjórn félagsins hefur reynt að undirbúa fyrirhugaðar fram- kvæmdur eftir bestu getu og I þvi skyni voru skipaðar tvær nefndir á slðasta ári, þ.e. bygginganefnd og fjáröflunarnefnd og hefur sú slðar- nefnda starfað og safnað nokkurri fjárupphæð. Að endingu vil ég taka þaö fram að það er von min og trú að ef styrkur fæst á fjárlögum 1975 verði þess ekki langt að biða að upp rlsi félags- og Iþróttaheimili við „Sundin blá” til styrktar félags- og Iþróttallfi innan félagsins og skora ég á alla Þróttara og velunnara fé- lagsins að leggja þessu máli lið. Jón Ó. Björgvinsson. SlegiA á létta strengi I gamanleik milli meistaraflokks 1969 gegn frumherjunnm frá 1950. Helstu framámenn Þróttar fyrir framan félagsheimilið. Þær hafa haldih tryggö við Þrátt, fært félaginu störgjafir og séð um veitingar þegar á hefur þurfft að halda. Þær voru margfaldir meistarar f handknattleik á árunum 1955—1960. 9

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.