Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 50

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 50
Lítill félagsþroski hjá Þrótturum yfirleitt Viðtal við Helga Þorvaldsson, formann knattspyrnudeildar, skráð af Sölva óskarssyni Helgi Þorvaldsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar. Senni- lega það vel þekktur innan félags- ins að óþarfi er að kynna hann. En hvers vegna þekktur og fyrir hvað? Sem leikmaður og þjálfari bæði i handknattleik og knattspyrnu, for- maður deildar, sér um alla get- raunamiðasölu félagsins, situr þing og ráðstefnur, fararstjóri i utan- ferðum, sem sagt maðurinn sem er allt I öllu fyrir félagið. En hvers vegna hlaðast svona mörg störf á einn mann, og hvernig fer hann að þvi að anna þeim? Við ætlum að leitast við að fá svör við þvi og fleiru hjá honum. Við sögöum i upphafi frá þér sem leikmanni i knattspyrnu og handknattleik. Hvað hefur þú leikið marga leiki i hvorri grein, og hvaða leikir eru þér minnisstæðastir? Ég hef leikið 112 leiki með m.fl. i knattspyrnu og 114 leiki i hand- knattleik, en ég hef ekki tölu á leikjum i yngri flokkunum, en i knattspyrnu hef ég leikið siðan 1954. Minnisstæðasti leikur, sem ég hef leikið i handknattleik, er án vafa heimaleikur okkar gegn Gróttu I 2. deildinni s.l. vetur. Leikar stóðu 14:14 þegar um 15 sekúndur voru eftir og við höfðum boltann. Þá var reynd misheppnuð linusending og Gróttumenn brunuðu upp og skor- uðu sigurmarkið, en okkur hefði nægt jafntefli til að hljóta sætið i 1. deild. Og þarna fauk siðasta von min um að sigra i móti fyrir Þrótt. í knattspyrnunni er það liklegast leikur, sem við lékum I 2. deild 1971 á Selfossi. Við Jón Björgvinsson höfðum skörað sitt hvort markið úr spyrnum, sem áttu að fara fyrir markið, en Selfyssingarnir höfðu jafnað og stóðu leikar 2:2, þegar okkur var dæmd vitaspyrna. Mikil rigning var, og völlurinn eitt forar- svað og ekki nokkur möguleiki að hlaupa að boltanum. Mér var falið að framkvæma spyrnuna og varð ég að standa við boltann og spyrna úr kyrrstöðu. Mér tókst að koma boltanum framhjá markverðinum, sem átti jafnerfitt með að hreyfa sig og reyndist það sigurmarkið. Hvað hefur þú starfað lengi við þjálfun fyrir félagið, (handknatt- leik og fótbolta). Hvaða árangur finnst þér athyglisverðastur? Ég hef þjálfað i handknattleik siðan 1967, utan árið 1969 og ’70, og tel athyglisverðasta árangur- inn sigurinn á Islandsmótinu I 4. flokki 1972. Knattspyrnu hef ég þjálfað siðan 1969 og hef fylgt þeim drengjum, sem fæddir eru 1958. Við höfum unnið mörg mót, en ég tel það ekki athyglisverðast, heldur það, hve drengirnir hafa lagt sig fram við að leika góða knattspyrnu og forðast harðan leik, en þessi atriði hef ég lagt mesta áherslu á. Hvað finnst þér mest ábóta- vant i knattspyrnuþjálfun ung- linga, þar sem þú þekkir til? Þaö tel ég vera fámenni þjálf- aranna og fjölmenni unglinganna, sem gerir það að verkum, að þjálf- ararnir geta ekki sinnt öllum sem skyldi á þeim stutta tima sem þeir hafa hverju sinni. Nú hefur Þróttur verið i topp- baráttu mörg undanfarin ár i II. deild i knattspyrnu. Hverjar telur þú ástæður fyrir þvi að I. deildar- sæti hefur ekki náðst? Ég tel það vera aí þvi að við höfum ekki átt nógu stóran hóp pilta sem vildu leggja það á sig, sem þurfti til að vinna I. deildar- sæti. Það sést best á þvi, að s.l. sumar var liðið i baráttu við F.H. allt mótið en það voru sjaldan fleiri en 6—8 m.fl. menn á æfingu og þá oftast þeir sömu. Hvers vegna hlaðst svona mörg störf á einn, það er að segja á þig innan Þróttar? Mér finnst vera ósköp litill fé- lagsþroski hjá Þrótturum yfirleitt. Menn, sem félagið hefur alið upp að miklu leyti, láta sig hverfa þegar þeir hætta að æfa og keppá og telja sig hafa gert nóg fyrir félagið, en að félagið hafi gert eitthvað fyrir þá, það hvarflar ekki að þeim. Aðr- ir segjast ekki geta unnið að stjórn- ar og þjálfarastörfum vegna þess að þeir séu að æfa sjálfir, en hvernig er svo æfingasóknin hjá þeim? Hversu mörgum tímum á viku eyðir þú I störf fyrir Þrótt, og hvernig skiptast þeir? Ætli það séu ekki milli 20 og 30 timar á viku yfir mesta annatfm- ann og svo bætast við ferðir innan- lands og utan, æfingabúðir o.fl. Timarnir skiptast á þjálfun og leiki 15, stjórnarstörf 6, getraunir 5, nokkrir timar fara i dómarastörf og s.l. 6 ár hef ég verið fulltrúi Þróttar i Handknattleiksráði Reykjavikur og 2 ár I Mótanefnd H.S.I. og i það fóru 4—5 timar á viku mikinn hluta ársins. Að lokum Helgi, hvernig myndir þú skipa óskalið þitt I m.fl. Þróttar, ef þú mættir velja úr öllum þeim m.fl. mönnum sem þú hefur séð um dagana. Ég myndi skipa það eftirtöld- um leikmönnum: Þórði Asgeirs- syni, Eysteini Guðmundssyni, Halldóri Bragasyni, Guðmundi Gislasyni, Árna Valgeirssyni, Ómari Magnússyni, Gunnari Ingvarssyni, Aðalsteini örnólfs- syni, Sverri Brynjólfssyni, Hauki Þorvaldssoni og Axel Axelssyni. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.