Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 10

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 10
Þegar Þróttur fæddi Eftir Jón Birgi Pétursson, fréttastjóra. Aldarfjórðungur er liðinn frá þvi það kvisaðist um GHmstaðarholt og Skerjafjörð að til stæði að stofna alvöru knattspyrnufélag fyrir unga menn i þessum hverfum. Hreint ekki smá tiðindi þetta. Þetta sumar 1949 hafði verið eindæma liflegt i knattspyrnunni á gamla Grim- staðaholtsvellinum, sem stóð skammt fyrir sunnan Tripolibió, sem einu sinni var. Þar sem þessi bezti malarvöllur landsins var um skeið, eru nú prófessorabústaðir við Aragötu vestanverða. Fyrrver^ andi forseti Islands, Ásgeir Ás- geirsson eignaðist m.a. hús þarna, mér sýnist að það standi þar sem vinstri útherjarnir tóku hornspyrn- ur sinar I gamla daga. Reyndar hefur mér það á siðari árum verið hulin ráðgáta, hvilikt þrek og þrótt Halldór heitinn Sig- urðsson hafði, hvilik bjartsýni þetta var. Knattspyrnufélag hafði ekki verið stofnað i höfuðborginni svo áratugum skipti. Menn vissu hreinlega að slik útgerð gat naum- ast borið sig. Grímstaðaholtið var hverfi það sem nú er frægast fyrir ibúa sina úr leikarastétt og Nóbelsverðlauna- rithöfund. Fálkagata gömlu dag- anna vistaði enga slika. Hverfið hafði aðallega byggzt upp af ungu og vongóðu, en sárafátæku fólki. öll byggðin bar menjar þessa. Hús- in voru lágreist og yfirleitt illa úr garði gerð. Fólkið var barnmargt, — en úr barnahópnum spratt upp mörg kempan, bæði i íþróttum og á öðrum sviðum, og margir lands- frægir menn eru einmitt komnir úr þessu umhverfi. Halldór Sigurðsson hafði snemma raikinn áhuga á að virkja afl þessara ungu manna i einu fé- lagi. Hann gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að beina þroska þeirra inn á heillavænlegar braut- ir. Liklega þurfti lögreglan einum um of að venja komur sinar á Holt- ið til að hafa hemil á strákapörun- um þar. Það var ekki beðið með hlutina i gamla daga, — strákarnir réðust þegar I að útbúa „sinn eigin völl”. Grimstaðaholtsvöllurinn var jú I eigu borgarinnar, og var oft I notk- un, m.a. af ekki „æðri mönnum en KR-ingum og öðrum slíkum”. Og nægilega stórt svæði fannst áður en leitað var langt. Stór sléttur flötur var milli húsa þar sem blokkir við Hjarðarhaga og Smyrilsveg eru nú. Þarna var ráðizt á svæðið með lát- um, grjót hreinsað og allar garð- hrlfur hverfisins teknar i notkun. Einhverjum markstöngum var tjaslað upp, og gömul og lúin net fengin frá sjósóknurum á Holtinu, sem voru fleiri i þann tið en nú. Sá böggull fylgdi þó skammrifi, að innan við völlinn var björgunar félagið Vaka með bækistöð sina. Oft kom það fyrir i rigningatið, að kranabilar félagsins þurftu að aka yfir völlinn þveran með ónýt bilhræ i eftirdragi. Varð þvi völlurinn fljótt hinn versti yfir- ferðar fyrir ungar knatt- spyrnuhetjur. Var Vöku þá oft bölvað hátt og i hljóði. En ekki tjó- aði að fást um slikt, Vaka var i sin- um fulla rétti, við höfðum ekki haft fyrir þvi að sækja um tilskilin leyfi til borgarráðs. Slik tilþrif þóttu okkur næsta óþörf i þá daga. Þessi völlur lagðist fljótlega nið- ur. Þann 5. ágúst var boðað til stofnfundar Knattspyrnufélagsins Þróttar. Halldór fisksali hafði komið við i verzlunum i Skerjafirði og á Grirnstaðaholti á ferðum sin- um um hverfin, en þar seldi hann fisk sinn af bilpalli. Festi hann þar upp handskrifaðar auglýsingar um stofnunina. Ekki er fyrir það að synja að farið hafi um suma Sker- firðinga a.m.k. að ætla nú að fara að binda sitt trúss við Holtara. Löngum höfðu staðið illvigar deilur milli hverfanna, á stundum bloss- aði upp algjört hatur, sem endaði i vopnuðu striði milli fylkinganna. En þetta fallega kvöld mættu 37 manns, mest kornungir æskumenn, á stofnfund Þróttar i gömlum her- skála, sem stóð við Ægissiðu þar sem grásleppukarlarnir lögðu upp afla sinn, og gera reyndar enn þann dag I dag. Skála þennan hafði Ung- mennafélag Grimstaðaholts átt, en það félag lognaðist út af, og fékk hið nýja félag skálann siðar sem nokkurs konar „arf”. Halldór Sig- urðsson og Eyjólfur Jónsson, stýrðu fundinum, greinilega ekki vanir fundarmenn, en gerðu sitt bezta. Allavega var félagið stofnað, þvi var ýtt út á sjónarsviðið. Það var staðreynd, þótt ófullburða væri. Andinn á fundinum var brenn- heitur. Ég gæti imyndað mér að við höfum verið álika brennheitir i hugsjóninni og kaupfélagsmenn- irnir norður i Þingeyjarsýslu, þeg- ar þeir settust niður til að stofna fyrsta kaupfélag landsins. Um hvert eitt mál var fjallað af hita- sóttarkenndum spenningi. Fundar- menn, þótt flestir væru barnungir aö árum, skildu að hér var eitthvað stórkostlegt að gerast. Og vissulega er Þróttur „eitt- hvað stórkostlegt”. Ég held að allt of fáir geri sér grein fyrir þvi fyrr en eftir að þeir eru lausir undan á- hrifavaldi félagsins, að svo miklu leyti sem það er hægt, hversu dýr- mæt tækifæri félagsstarfið hefur 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.