Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 35

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 35
þá að vinna við fisksölu hjá Jóni & Steingrimi, Fiskhöllinni, og all- mörg ár ók ég fiskbll I úthverfin þar sem engin fiskbúð var og seldi af bilnum. — Ég man eftir þér með fiskbil- inn á Grimsstaðaholti. Þú komst út úr bilnum blést i lúður og sviptir af yfirbreiðslunni, og allar húsmæð- urnar og ungar og gamlar brugðu við og flýttu sér út til þin. Það hefur veriö slæm vinna á vetrum? — Já, þetta var ofboðslega slæm vinna þegar vont var i veðri, maður reyndi að vera alltaf á ferðinni, lika i hörkubyljum og frosti og fólki þótti vænt um þessa þjónustu. Svo fór ég að afgreiða i fiskbúð fyrir sama fyrirtæki eftir 1964. En þá fara veikindin að sækja á mig, ég lenti 1 stórum uppskurðum og varð aðhætta aðhugsa um að standa við afgreiðslu i fiskbúð. Það sem ég hef unnið eftir að heilsan skánaði svo- lltið var að ég var i fjögur ár hjá Strætisvögnum Reykjavikur, en hef nú orðið að hætta alveg reglu- legu starfi. — Ég hef með vilja látið þetta viötal snúast um æviferil þinn og störf, en ekki um iþróttamálin, vegna þess að þeim þætti hefur áð- ur verið gerð skil i Þróttarblöðum. En hvað viltu segja um þann ævi- þátt sem að Þrótti snýr? — Mér hefur verið það óblandin ánægja að Knattspyrnufélagið Þróttur hefur komizt yfir alla byrj- unarörðugleika og má nú heita orð- ið gróið iþróttafélag, búið að starfa i rösk tuttugu ár. Þar hefur margt handtak þurft og oft verið vel unn- ið, og gaman er að sjá drauminn um félagsheimili vera að rætast og sérstakt iþróttasvæði, þó margt sé enn til bráðabirgða og ólíkt og hjá gömlu félögunum. Mér þykir sér- staklega vænt um að nú streymir ungviðið á nýjum slóðum félagsins inn I það og spáir það góðu fyrir framtiðina. Mig langar sérstaklega til að þakka Reykjavikurmeistur- unum, drengjunum i 5. flokki, og þeim sem með þeim hafa starfað: og stjórn félagsins fyrir hennar annasama og oft vanþakkláta starf. — Hvað er þér minnisstæðast úr Þróttarstarfinu? — Þar er margs að minnast, en ég held að mér verði eftirminnileg- ast starfið fyrsta áratúginn. Það starf naut sin ekki sizt vegna þess að það byggðist mikið á kunnugu fólki á tiltölulega litlu svæði, Grlmsstaðaholtinu og Skerjafirði. Margir sem að komu lögðu fram gott starf, en styrkur félagsins var þessi stofn. Við vorum svo heppnir að fá skála Ungmennafélagsins á Grimsstaðaholti til eignar og gát- um haft þar ótrúlega fjölþætt fé- lagslif, þó húsnæðið hefði getað verið betra. Þar hafði Þróttur þeg- ar bezt gekk kvikmyndasýningar þrisvar i viku vetrarmánuðina, þar komu menn saman við tafl og spil, keppt var I skák og bridge, dansæf- ingar voru þar, og jólatrésskemmt- anir hafði Þróttur á hverjum vetri. Félagið boðaði til foreldarfunda og það var.ekki sizt styrkur félagsins að foreldrarnir voru þvi hliðhollir og studdu að þvi að börn þeirra og 1953:Öli B. Jónsson. 1054: Guðbjörn Jónsson. 1955: Guðbjörn Jónsson 1955, 1956, 1957, 1958: Frlmann Helgason. 1959: Halldór Halldórsson. 1960: William Shireff (B. Ólafsson; 1961: Jón Ásgeirsson. 1962: Guðmundur Guðmundsson. 1963, 1964: Simon Gabor. 1965: Jón Magnússon. 1966: Orn Steinsen. 1967: Gunnar Pétursson. 1968: Guðmundur Axelsson. 1969: Sölvi Óskarsson. 1970,1971: Eysteinn Guðmundsson. 1972, 1973, 1974: Guðbjörn Jónsson. unglingar væru með. Knattspyrnan gekk þolanlega af byrjandafélagi að vera, og i handknattleik kvenna var starfað og keppt með glæsi- brag, Þróttur átti þrivegis Islands- meistara I þeirri grein. Og ég man enn þegar Þróttur fékk fyrsta bik- arinn, þá tveggja ára, á haustmót- inu 1951, og það voru 4. flokks- drengirnir sem kræktu i hann. Mér þýkir vænna um starfið með unga fólkinu I Þrótti og ágætum fé- lögum eldri en flest annað sem fyrir mig hefur komið um dagana, og ég óska Þrótti af alhug góðs gengis á komandi árum. S.G. Eftirtaldir menn hafa þjálfað meistaraflokk félagsins frá upphafi: 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.