Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 35
þá að vinna við fisksölu hjá Jóni &
Steingrimi, Fiskhöllinni, og all-
mörg ár ók ég fiskbll I úthverfin
þar sem engin fiskbúð var og seldi
af bilnum.
— Ég man eftir þér með fiskbil-
inn á Grimsstaðaholti. Þú komst út
úr bilnum blést i lúður og sviptir af
yfirbreiðslunni, og allar húsmæð-
urnar og ungar og gamlar brugðu
við og flýttu sér út til þin. Það hefur
veriö slæm vinna á vetrum?
— Já, þetta var ofboðslega slæm
vinna þegar vont var i veðri, maður
reyndi að vera alltaf á ferðinni, lika
i hörkubyljum og frosti og fólki
þótti vænt um þessa þjónustu. Svo
fór ég að afgreiða i fiskbúð fyrir
sama fyrirtæki eftir 1964. En þá
fara veikindin að sækja á mig, ég
lenti 1 stórum uppskurðum og varð
aðhætta aðhugsa um að standa við
afgreiðslu i fiskbúð. Það sem ég hef
unnið eftir að heilsan skánaði svo-
lltið var að ég var i fjögur ár hjá
Strætisvögnum Reykjavikur, en
hef nú orðið að hætta alveg reglu-
legu starfi.
— Ég hef með vilja látið þetta
viötal snúast um æviferil þinn og
störf, en ekki um iþróttamálin,
vegna þess að þeim þætti hefur áð-
ur verið gerð skil i Þróttarblöðum.
En hvað viltu segja um þann ævi-
þátt sem að Þrótti snýr?
— Mér hefur verið það óblandin
ánægja að Knattspyrnufélagið
Þróttur hefur komizt yfir alla byrj-
unarörðugleika og má nú heita orð-
ið gróið iþróttafélag, búið að starfa
i rösk tuttugu ár. Þar hefur margt
handtak þurft og oft verið vel unn-
ið, og gaman er að sjá drauminn
um félagsheimili vera að rætast og
sérstakt iþróttasvæði, þó margt sé
enn til bráðabirgða og ólíkt og hjá
gömlu félögunum. Mér þykir sér-
staklega vænt um að nú streymir
ungviðið á nýjum slóðum félagsins
inn I það og spáir það góðu fyrir
framtiðina. Mig langar sérstaklega
til að þakka Reykjavikurmeistur-
unum, drengjunum i 5. flokki, og
þeim sem með þeim hafa starfað:
og stjórn félagsins fyrir hennar
annasama og oft vanþakkláta
starf.
— Hvað er þér minnisstæðast úr
Þróttarstarfinu?
— Þar er margs að minnast, en
ég held að mér verði eftirminnileg-
ast starfið fyrsta áratúginn. Það
starf naut sin ekki sizt vegna þess
að það byggðist mikið á kunnugu
fólki á tiltölulega litlu svæði,
Grlmsstaðaholtinu og Skerjafirði.
Margir sem að komu lögðu fram
gott starf, en styrkur félagsins var
þessi stofn. Við vorum svo heppnir
að fá skála Ungmennafélagsins á
Grimsstaðaholti til eignar og gát-
um haft þar ótrúlega fjölþætt fé-
lagslif, þó húsnæðið hefði getað
verið betra. Þar hafði Þróttur þeg-
ar bezt gekk kvikmyndasýningar
þrisvar i viku vetrarmánuðina, þar
komu menn saman við tafl og spil,
keppt var I skák og bridge, dansæf-
ingar voru þar, og jólatrésskemmt-
anir hafði Þróttur á hverjum vetri.
Félagið boðaði til foreldarfunda og
það var.ekki sizt styrkur félagsins
að foreldrarnir voru þvi hliðhollir
og studdu að þvi að börn þeirra og
1953:Öli B. Jónsson.
1054: Guðbjörn Jónsson.
1955: Guðbjörn Jónsson
1955, 1956, 1957, 1958: Frlmann
Helgason.
1959: Halldór Halldórsson.
1960: William Shireff (B.
Ólafsson;
1961: Jón Ásgeirsson.
1962: Guðmundur Guðmundsson.
1963, 1964: Simon Gabor.
1965: Jón Magnússon.
1966: Orn Steinsen.
1967: Gunnar Pétursson.
1968: Guðmundur Axelsson.
1969: Sölvi Óskarsson.
1970,1971: Eysteinn Guðmundsson.
1972, 1973, 1974: Guðbjörn Jónsson.
unglingar væru með. Knattspyrnan
gekk þolanlega af byrjandafélagi
að vera, og i handknattleik kvenna
var starfað og keppt með glæsi-
brag, Þróttur átti þrivegis Islands-
meistara I þeirri grein. Og ég man
enn þegar Þróttur fékk fyrsta bik-
arinn, þá tveggja ára, á haustmót-
inu 1951, og það voru 4. flokks-
drengirnir sem kræktu i hann.
Mér þýkir vænna um starfið með
unga fólkinu I Þrótti og ágætum fé-
lögum eldri en flest annað sem
fyrir mig hefur komið um dagana,
og ég óska Þrótti af alhug góðs
gengis á komandi árum.
S.G.
Eftirtaldir menn hafa þjálfað
meistaraflokk félagsins
frá upphafi:
35