Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 32

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 32
HONUM TÓKST HIO ÓTRÚLEGA Viðtal við Halldór Sigurðsson skráðaf Sigurði Guðmundssyni, ritstjóra. — Fyrst langar mig til að for- vitnast um uppruna þinn og æsku- ár. — Ég er fæddur á Isafirði, 22. september 1897. Faðir minn var Sigurður Jónasson, formaður þar vestra og siðar fiskimatsmaður, ættaður úr Dalasýslu. Hann varð háaldraður, dó 99 ára. Móðir min var Ingibjörg ívarsdóttir, ættuð úr önundarfirði. — Hvað er þér minnisstæðast frá bernskuárunum á Isafirði? — Móðurmissirinn: móðir mln dó þegar ég var sex ára: við vorum átta börnin. Heimilið sundraðist, mér var komið fyrir á Kleif, bæ inni i botni á Skötufirði. Bóndinn þar hafði verið háseti hjá föður minum minnir mig. Þetta voru mikil umskipti, að fara úr foreldrahúsum þar sem allt lék við mann, til vandalausra. Mér leiddist alla tið, vinnuharka var mikil og barsmiðar ef eitthvað var út af brugðið, atlæti allt laklegt. Á þriðja ári minu á þessum stað, þeg- ar ég var orðinn níu ára, kom snún- ingadrengur á aldur við mig á hitt búið á Kleif, þar var tvibýli. Við urðum miklir mátar: hann var ári eldri en ég, átti heimili i Álftafirði. Hann hafði komið landleiðina að heiman, en ég sjóleiðina. Báðum leiddist ákaflega og loks tókum við það ráð að strjúka. Hann þóttist viss að rata leiðina heim I Alfta- fjörð. Þetta gerðum við, lögðum af stað um hábjartan dag, okkur hafði ver- ið sagt að leita að kindum sem lengi hafði vantað, og þvi var eðlilegt að við leggðum til fjalls og værum lengi. Við fórum heim á bæinn Eyri f Skötufirði og orðnir mjög svangir. Þar var okkur vel tekið, við sögðum bóndanum sem Einar hét eins og var um ferðir okkar, og hann vildi hjálpa okkur eins og hann gat. Hann visaði okkur til þar sem hægt myndi að fá ferjað yfir Hestfjörð* og fórum við þangað að tilvisan hans. Við sögð- um enn eins og fyrr allt satt um ferðir okkar, og að við hefðum eng- an eyri til að borga með, en fengum okkur samt ferjaða yfir fjörðinn og munaði okkur það miklu. Við vorum á ferðinni alla nóttina og fram á næsta dag og eftir sólar- hrings ferðalag komum við i Álfta- fjörð, heim til félaga mins. Þar var okkur tekið tveim höndum, og sagði móðir hans að hún vildi ógjarna að við yrðum keyrðir til baka. Hún fór með mig niður á bryggju og hittist svo vel á að þar var lítill mótorbátur að fara inn á tsafjörð. Konan sagði formannin- um öll deili á mér og bað hann að sleppa mér ekki þó eftir væri sótt. Þegar til Isafjarðar kom, fór for- maöurinn með mig i annan bát sem var að fara til Hnifsdals, en þar var þá pabbi minn og Lárus bróðir, sem kominn var um tvitugt: á bát um Hálfdáns Hálfdánarsonar út- gerðarmanns. Mér var visað i ver- búð þar sem áhafnir þriggja báta héldu til, ráðskonan kom fram og ég spyr eftir pabba, en hann var þá ekki kominn að. Sjómenn af hinum bátunum voru að borða og ég heyri að Lárus bróðir spyr ráðskonuna hver spyrði eftir Sigurði Jónassyni. Ég hugsa að það sé sonur hans, sagði ráðskonan og á samri stundu var Lárus þar kominn, hann var um tvitugt, og tók mig i faðminn. Nokkru siðar um daginn kom karl- inn frá Kleif að sækja mig, en hann var ekki látinn sjá mig og fékk mig ekki aftur. Hálfdán útgerðarmaður heyrði um tiltæki okkar og ferða- lag, og varð að orði að það væri táp og kjarkur I strákum sem i slikt réðust ekki eldri. Spurði hann pabba hvort hann mætti ekki fá strákinn til sin og var það auðsótt. Var ég þar við margs konar snún- inga og átti ólikt betri ævi. Hálfdán hafði mikið bú, um 300 ær og marg- ar kýr, auk sjósóknarinnar og fisk- vinnslu, og var ég þar þangað til um fermingu. Þá gerðist voðavið- burður sem losaði um mig I Hnifs- dal. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.