Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 34

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 34
maöur sér að mér og sagði mér það sem mig langaði til að vita um ráðninguna. Ég sagðist þurfa að hringja til pabba mins fyrir vestan, en gæti gert það snemma morgun- inn eftir. Stýrimaður spurði þá hvort ég gæti hitt sig hjá Guðmundi Kristjánssyni skipamiðlara, sem þá hafði skrifstofu uppi I Eimskipa- félagshúsinu, daginn eftir, og sagt af eða á. Ég samþykkti það. Þetta gekk eins og i sögu. Ég náði sambandi vestur morguninn eftir, og þar var engin fyrirstaða hjá föö- ur minum: hann sagði að sér hefði þótt vænt um að ég hefði látið sig vita. Ég sagði auðvitað eins og stýrimaðurinn að þetta væri aöeins ferð út með fisk og skipið kæmi beint hingað aftur með saltfarm. Þegar ég kom svo á tilsettum tima til Guðmundar skipamiðlara og hitti þar stýrimanninn norska hef ég liklega verið heldur hýr á svip- inn, þvi hann brosti og heilsaði mér með handabandi og sagðist sjá á svipnum á mér að allt væri I lagi. Guömundur sá um skipið hér við land og lofaði hann ótilkvaddur að ganga þannig frá munstruninni, að kæmi eitthvað fyrir skipið skyldi ég fá frltt far heim. — Hvernig var fyrir Islenzkan ungling að koma um borð I norskt skip og sigla á strlðsárunum? — Mér likaði strax skinandi vel. Manni var vel haldið að vinnu, mikið gefið fyvir að maður væri snar I snúningum, eftirtektarsam- ur og fljótur að læra. Þetta var eins og bezti verknámsskóli, maður byrjaði sem „jungmann” og vann sig upp I að verða „letmatros” og loks „matros”. Og ekki get ég hugsað mér betri félaga. Sérstak- lega lét stýrimaðurinn sem hitti mig I veitingastofunni á Amt- mannsstlg sér annt um mig og sá um að ég yrði ekki fyrir hnjaski. — Hvernig fannst þér að koma til Suöurlanda? — Valencia og Miðjarðarhafið, — það var eins og að koma I annan heim. Maður undraðist feykilega margt sem maður sá og hafði auð- vitað aldrei séö. Mér er minnis- stætt hvað við dáðum hlýindin I veðrinu, ég undraðist húsin í borg- inni og fjölbreytnina I borgarlifinu. Og þarna fór margt öðru visi en ætlaö var. Ég hafði eignazt tvo góða lagsmenn á skipinu, og þegar þeir ákváðu að fara af þvi I Valencia fannst mér ég endilega verða að fylgja þeim. Það varð úr við fórum allir af skipinu. Stýri- maðurinn minn lét það gott heita, sagði að þessir tveir væru svo þaul- vanir sjómenn að okkur yrði ekki skotaskuld úr þvl að fá allir hýru á sama skipi. Það varð llka. Við vor- um ekki nema nokkra daga I Valencia, en réðum okkur á 7000 lesta norskt skip, Hvalen, frá Töns- berg. Fyrri heimsstyrjöldin var I algleymingi og eins og I síðari heimsstyrjöldinni var Bretum það lán að fá mikinn hluta af kaup- skipaflota Norðmanna til að sigla fyrir sig. Þaö varð úr að ég var sjö ár sam- fleytt I siglingum, og þar með öll styrjaldarárin. Langoftast var ég á skipum sem sigldu til hafna milli Suöur-Englands og Miðjarðarhafs- ins. Þó var ég I ferðum til Finn- lands og Rússlands eftir timbur- förmum. — Urðu ekki skip sem þú vars á fyrir árásum. — Jú, ég var þrisvar á skipi sem skotið var i kaf. Manntjón varð á þeim öllum, af einu misstum við átta menn, öðru fjóra og tvo af þvl þriðja. Það voru oftast vélamenn- irnir sem fórust, kafbátarnir mið- uðu á skipin á fullri ferð eins og skytta miðar á fugl á flugi, og hittu ótrúlega oft nálægt vélarrúmi. — Fórstu af norsku skipi hér á íslandi? — Nei, ég fór af I Danmörku árið 1922 og náöi I Gullfoss heim til íslands. Fyrst fór ég vestur og var þrjá mánuði á ísafirði. En dag einn kom Jón Eðvald konsúll heim til mln og spurði hvort ég vildi fara á norskt skip sem vantaði háseta. Ég sló til, en það varð stutt gaman, og á þvl ári hætti ég siglingum, eftir sjö ára útivist. —- Hittirðu Islendinga á þessum árum? — Islendingar voru aldrei á skip- um þeim sem ég var á, og það var ekki nema einu sinni öll þessi ár að ég hitti íslending, hann var þá á ööru norsku skipi og ég hitti hann á veitingastað I landi. Við töluðum tóma norska við félaga okkar og vissum ekki fyrst að við værum landar, en urðum heldur kátir þeg- ar það vitnaðist. Þetta var Guð- mundur faðir Þorvaldar veitinga- manns I Hótel Holti. Annars átti ég orðið hálfbágt með að tala Islenzku, ég hafði enga Islenzka bók séð ekk- ert Islenzkt blað, engum skrifað heim og ekkert bréf fengið öll þessi ár, en talað tóma norsku og ensku. Alltaf var hægt að fá skipsrúm, mannekla var mikil á striðsárun- um. 1 hafnarborgunum I Suður- Englandi, Cardiff máttum við t.d. ekki fara af skipi með öðrum hætti en tilkynna lögreglu dag hvern um dvöl okkar og dvalarstað: og ekki máttum við ganga þar óráðnir lengur en viku. A sjómannaheimil- in komu ráðningaagentar og stýri- menn eins og grenjandi ljón dag hvern og föluðu sjómenn, ekki einn og einn heldur I hópum. — Hvernig hugsaðir þú svo til þessara ára þegar þú varst alkom- inn heim? — Ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað vera án þeirrar reynslu: mér fannst, liklega vegna þess hvað ég var ungur, að þetta væru mikil æv- intýraár: ég hafði svalað þeirri löngun aö sjá önnur lönd og kynn- ast öðrum þjóðum. Og að öllum öðrum ólöstuðum hitti ég engra þjóðar menn sem mér fannst kom- ast I samjöfnuð við Norðmenn. Norðmenn og norskir sjómenn sér- staklega voru þeir einu sem alltaf tóku Islendingi eins og bezta bróð- ur, voru meira að segja vísir til ótilkvaddir að gefa manni á kjaft- inn sem hugðist skopast að íslend- ingi eða litilminnka vegna þjóð- ernis hans. Og svo var það dálítið notalegt að koma heim á þessum árum og hafa verið lengi I sigling- um. Það lá við að litið væri upp til manns sem einhvers höfðingja. — Hvað fórstu svo að vinna hér heima? — Ég var lengst af á sjónum. Stundum á smábátum: ég þurfti þvl að ná mér I bátapróf, svo ég gæti veriðmeðsmábáta sjálfur. Ég þóttist ýmislegt hafa lært I sigling- unni og fór einn góðan veðurdag til Páls Halldórssonar skólastjóra Stýrimannaskólans og bað um að fá að gangast undir þetta próf. Fór vel á með okkur: Páll tók mér ljúf- mannlega og sagði að ég gæti tekið það þarna I stofunni hjá sér á til- teknum tima. Þegar ég kom var hann búinn að hengja upp kort og kominn með kompás, og spurði mig út úr um marga hluti, og sagði að ég hefði fengið góða tilsögn. — Hvenær hættirðu við sjósókn- ina og byrjaðir á fisksölunni? — Það var 1939, þá var það svo að flestir fisksalarnir voru gamlir sjómenn. Þetta var ekki svo ólíkt, við unnum við að hausa og flaka, það nýja var að afhenda vöru og fá peninga i lófann! Ég byrjaði fyrst með fisksölu á eigin snærum, en hún gat ekki þrifizt. Þá voru komn- ir tveir „stórir” I fisksöluna, Jón & Steingrlmur og Hafsteinn Bald- vinsson. Þeir gátu keypt allan fá- anlegan bátafisk við Faxaflóa, og aðrir uröu að eiga undir þeim hvort þeirfengjufisk að selja. Ég byrjaði 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.