Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 22

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 22
Þróttarar sterk mórölsk heild Viðtal við óla K. Sigurðssori/ formann handknattleiksdeildar. Óli. Kr. Sigurösson hefur veriö formaöur handknattleiksdeildar Þróttar vel á þriöja ár, og þótti okkur tilhlýöilegt aö kynna mann- inn og viöhorf hans örlitiö, og viö vonum, aö þetta viötalskorn veiti iesendum örlitia innsýn I huga hans, og iesandinn þekki hann kannski eitthvaö betur en áöur. — Hvernig stóö á því aö þú gerðist formaður handknattleiks- deildar Þróttar? — Fyrrverandi formaöur deild- arinnar Eysteinn Guðmundsson kom oftupp á skrifstofu til min, þar sem ég vann áöur, og geröi ég oft mikið grin aö honum og starfsemi deildarinnar og taldi ég, að þetta væri nú auðvelt mál aö reka eina svona deild og likti ég þvi við það, að það væri eins og að smella fingr- um og hló ég dátt að dáðleysi þeirra manna, sem um stjórnvölinn héldu. Nú, svo gerist það einn góðan veðurdag, að nefndur Eysteinn boðar mig á fund I Glæsibæ, og komst ég að því, þegar þangað kom, að þetta var aðalfundur hand- knattleiksdeildarinnar og áður en fundinum lauk var ég allt i einu orðinn formaður deildarinnar og þá fyrst fór ég að velta málunum fyrir mér af alvöru. Komst ég að þvl, eftir þvl sem ég kafaði dýpra i mál- efnin, að mér hafði skjátlazt I mati minu á starfsemi íþróttafélaganna, og þetta var miklu meiri vinna en ég hafði nokkru sinni haldið. Nú var annað hvort að duga eða drep- ast og hella sér út I málefnin af krafti, og sé ég aldrei eftir að hafa tekið þetta upp á mina arma. — Hugsaðir þú þetta sem áfanga á framabraut þinni? — Að vera formaður kitlar svo- litið hégómagirndina, en ég held að þetta verði endir á framabraut- inni.... 22 — Hvernig hefur þer lekist að fá hæfa menn með þér til starfa I stjórninni? — Illa. Fyrst og fremst er þetta sjálfboðastarf og oft lofa menn starfskröftum slnum, en hafa I raun og veru engan tlma til þess, og hefur þetta mat manna oft skað- að starfsemina og deildina I heild, þvi allt starfið leggst þá i raun og veru á 2-3 menn, sem hafa þá varla tima til að gera nokkuð annað. — Hvert er I raun og veru aðal- starf stjórnarinnar? — Aðalstarf stjórnarinnar er að útvega þjálfara og sjá um að fjár- hagshlutur deildarinnar sé tryggður. Aðaltekjustofnar deild- arinnar eru auglýsingar á búning- um og útgáfa auglýsingablaða, auk þess höfum við verið með styrktar- miða i gangi, en innheimtan úr þeim hefur verið heldur rýr að okkar mati. Allir eru fúsir að skrifa uppá miðana en þegar að því kemur að opna pyngjuna, þá bregðast alltof margir og eru þetta að sjálfsögðu mikil vonbrigði. Get- raunir ættu að verða mikið stærri tekjustofn og er hann það hjá hinum félögunum, en einhvern veginn höfum við Þróttarar klúðr- að möguleikunum i þeim efnum. Ég kann þeim aðilum, sem hafa stutt okkur beztu þakkir og ég lit einnig svo á, að þegar ég sel auglýsingar, þá er ég að selja vöru og ég vona sannarlega, að þeir aðilar sem keypt hafa auglýsingar af okkur hafi ekki skaðazt á þvi. — Hvernig hefur samstarfið við aðalstjórn gengið? — Samstarfið hefur I sjálfu sér gengið vel, en aðalstjórnin hefur að minu viti verið sem næst óvirk þau ár sem ég hef starfað i félaginu. Menn eru orðnir leiðir á starfanum, þvi þeir hafa verið of langi I starfi hjá félaginu og ég vil fá nýrra og yngra blóð inn i aðalgtjórn. — Óli, þú hefur komip fram með ýmsar tillögur I sambandi við byggingu félagsheimilis, en þær hafa ekki fengið hljómgrunn hjá aðalstjórn. Hverjar eru þær I stór- um dráttum og hverjar eru hug- myndir þinar I fjáröflunarmálum til þeirrar byggingar? — Já, rétt er það, ég hef komið fram með ýmsar hugmyndir I sambandi við þetta brýnasta hags- munamál Þróttar I dag. Ég vildi láta leigja út auglýsingastæði við völlinn okkar og hefði það getað orðið drjúg tekjulind ef rétt hefði verið á málum haldið. Einnig hafði ég uppi hugmyndir um útleigu á leiktækjum og hefði það einnig getaðaflaðokkurmikilla tekna. Ég hóf þegar að huga að félagsheimilismálunum þegar ég byrjaði hjá Þrótti. Um það leyti eða fyrir rúmum tveimur árum var áætlaður kostnaður við upp- byggingu veglegs félagsheimilis áætlaður u.þ.b. 11 milljónir, og er það alveg fullvist, að hægt heföi verið að framkvæma þetta, ef hafizt hefði verið handa strax. Steypu, timbur og járn heföi verið hægt að fá lánað I tiltölulega góðan tima, og ef einhver hefði haft dug eða þor til að gangast I ábyrgð fyrir skuldbindingum félagsins þangað til borg og rlki hefðu veitt lánin, sem mundu nema u.þ.b. 80% af þáverandi byggingarkostnaði þá litu málin öðruvisi út I dag. Að útvega 20-30% af kostnaði hefði verið barnaleikur einn. Vinnukraft höfum við nógan og hefðu allir verið fúsir að vinna það i sjálf- boðavinnu, sem hægt hefði verið en an okkar raða og láta litið af úr öllum iöngreinum og er ég sannfærður um að þeir hefðu aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.