Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 29

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 29
Á fleiri verölaun í golfi en handbolta Viötal við Erling Sigurðsson. Erling Sigurðsson eða Ella Sig. eins og við félagarnir köllum hann er óþarft að kynna fyrir félags- mönnum. Hann er einnig vel þekkt- ur fyrir utan okkar félag, fyrir sina löngu veru i Þrótti og fyrir þau óteljandi störf, sem hann hefur innt af hendi fyrir félagið. Má þar nefna þjálfun, stjórnarstörf o.m.fl. Okkur þótti þvi tilhlýðiiegt að ræða við Ella i þessu afmæiisblaði og dutt- um þvi inn hjá honum eitt Islenskt fárviðriskvöld og afieiðingin varð þetta spjall okkar sem hér fer á eftir. — Hvernig stendur á þvi, að þú kemur frá alræmdu K.R.-heimili I Þrótt? — Jú, ég byrjaði i fótbolta hjá Þrótti og kynntist félögum þar, en áöur hafði ég verið i Val I hand- bolta, en strákarnir ýttu við mér og i handboltann I Þrótt lá leiðin 1963 og var ég þá 21 árs, og aldrei hef ég séð eftir þeirri ákvörðun minni og hef ég leikið 194 leiki með meistaraflokki og einnig nokkra leiki með 1. fl. — Nú hafa skipst á skin og skúrir á þinum langa ferli. Hverjir eru minnisstæðustu atburðirnir á öllum þessum tima? — Af mörgu er að taka, en nokkur atvik hafa geymst best i minningunni. 1 sambandi við keppni er það eflaust leikur i úti- mótinu 1968 við F.H. en sá leikur endaði 20-20 og áttum við sigurinn skilið. Tapið fyrir Gróttu i úrslita- leiknum I vor er það súrasta, sem ég hef upplifað með Þrótti og skyldi engan undra. Að standa á barmi 1. deildar allt mótið og missa það svo frá sér alveg I lokin er meira en menn geta gleymt á einu andar- taki. Þjálfunin hefur verið mér mikil ánægja og haldið mér siung- um. Til marks um þjálfun mina, þá hef ég þjálfað allflesta þá stráka, sem ég spila með nú i meistara- flokki einhvern timan á þeirra ferli I Þrótti. Einnig hef ég þjálfað I kvennaflokkum og hefur það ekki siður verið skemmtilegt. Nú, þær einu utanferðir sem ég hef farið um ævina, eru með Þrótti i handbolta, þ.e. til Færeyja I fyrra og til Dan- merkur i haust og eru þær báðar ógleymanlegar, þvi þær tókust báðar afburðavel og sýndu best hve andinn hjá Þrótti er skemmtilegur og hópurinn samstæður. Þetta vil ég segja að sé höfuðkosturinn við starfið I Þrótti. Félagsandinn hefur alltaf verið mjög góður öll þau ár sem ég hef starfað þar. — Nú hefur verið talað um að þú sért töluvert harður i horn að taka á leikvelli og stundum eilitið grófur handboltaspilari. Hvað segir þú um það? — Ég vil kenna ættinni minni um þetta. Pabbi sagði mér einu sinni frá þvi, að I fyrsta leik hans með K.R. I 5. fl. hafi hann verið rekinn útaf fyrir að sparka I óæðri endann á dómaranum og hafi hann ekki verið beðinn um að spila oftar, svo þú sérð að ég má vel við una, þvi alltaf kemst ég inná aftur. — Elli, helstu áhugamál fyrir utan handbolta? Hestamennskan hefur átt hug minn allan og á ég nokkra góða hesta sem gaman er að. Golf hef ég einnig stundað örlitið og merkilegt nokk, þá á ég fleiri verðlaun i golfi en handbolta, þvi ég hef aldrei unn- ið mót með meistaraflokki Þróttar öll þessi ár. — Hvað vilt þú segja um þá aðila sem haldið hafa um stjórnvölinn hjá Þrótti þessi ár? — Mér hefur alltaf fundist aðal- stjórn hafa verið hálf óvirk og vantaði i hana festu og einurð til að drlfa félagið áfram, t.d. i bygg- ingamálum og einnig i tengslum við þá sem eru i keppni. Hins vegar hafa valist duglegir menn I stjórnir deildanna, og er það mikið afrek hjá þeim mönnum, hvernig þeir hafa fleytt félaginu yfir erfiðustu hjallana með svo litla tekjustofna á bakinu, sem raun ber vitni. — Og að lokum. Hvað um fram- tið Þróttar? — Ég hef tröllatrú á þvi, að Þróttur eigi eftir að verða stórveldi á Iþróttasviðinu, þegar fram liða stundir. Þegar við erum búnir að yfirvinna þann komplex sem alltaf hefur háð okkur of mikið þ.e.a.s. það hefur allt- of mikið vantað á, að trúin á sigur væri i fyrirrúmi, þá getum við litið björtum augum á framtiðina. Efniviðinn höfum við nógan ef við höldum rétt á spilun- um, aðstaðan fer hægt og sigandi batnandi og trúin á framtið félags- ins vex hröðum skrefum. Félags- andinn verður betri og betri innan okkar raða og má likja þessu við eina stóra fjölskyldu þar sem allir hafa sinn rétt til athafna og dáða. Ekki er hægt að ljúka þessu spjalli við Ella Sig. án þess aðm minnast örfáum orðum á eiginkonu hans hana Dæju, sem unnið hefur mikið starf fyrir félagið og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.