Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 17
Þol og þrek
1 knattspyrnu þar sem um er
a& ræða alls konar hreyfingar,
stutta spretti og langhlaup, með
mismunandi hraða, þar sem menn
þurfa að vera á hreyfingu i eina og
hálfa klukkustund, er nauðsynlegt
að bæði þrekið og hæfnin til að
mynda orku, án tilkomu nægilegs
súrefnis sé fyrir hendi. Og á þetta
hvort tveggja er hægt að hafa áhrif
með þjálfun.
Hvað veldur þvi að sumir virðast
óþreyttir eftir mikið likamlegt
álag, en aðrir sem lögðu jafnmikið
erfiði á sig virðast gjörsamlega
uppgefnir? Mismunur á þreki og
þoli.
Tökum t.d. bilvél, sem gerð er til
að afkasta ákveðnum hestafla-
fjölda. Með þvi að stilla vélina má
ná meiri afköstum úr henni. Það
veldur þvi aftur að vélin, gengur
fyrr úr sér. A sama hátt má auka
álag á mannslikamann dag frá degi
með reglubundnum æfingum. En
eigum við á hættu að slitna og end-
ast skemur en ella fyrir bragðið,
likt og vélin? Nei, öðru nær. Með
reglubundinni likamsáreynslu
styrkjum við likamann, og sérstak-
lega þá likamshluta sem mest
reynir á.
Mannslikaminn er sifellt að
endurnýja sig og leitast ávallt við
að mæta þvi álagi sem á hann er
lagt. Sem sagt við aðlögum okkur
þvi álagi, sem þjálfun okkar gefur
tilefni til hverju sinni. Þetta leiðir
til þess stóra mismunar, að t.d.
óvænt áreynsla fram yfir hið
venjulega daglega álag getur
valdið mikilli þreytu og óþægind-
um, jafnvel dauða, hjá vanþjálfuð-
um manni. En sama álag gæti
verið vel þjálfuðum manni ánægja
ein, likamlega og andlega. Þvi
likamlegur styrkur gefur andlega
velliðan. _
Fyrst ég hef nefnt hér andléga
hlið, það er að segja sálfræðilega,
get ég ekki stillt mig um að benda á
þá geypilegu þörf Iþróttamannsins
fyrir sjálfsaga, og sjálfsafneitun
sem þrekæfingar krefjast. Mark-
viss þrek- og þolþjálfun krefst auk-
ins álags dag frá degi, þar sem tek-
ið er á öllu sem til er. Þar þýðir
engin hálfvelgja við sjálfan sig. En
árangurinn lætur heldur ekki á sér
standa ef vel er að verið. Vist er um
það, að andleg hugarró fyrir
keppni er allt önnur hjá þeim
mönnum er vita sig sterka og
þolna.
Segja þessar staðreyndir okkur
ekki nóg til þess að við munum
keppa að þvi að hafa þessa þætti
þjálfunar okkar i lagi. Kynnið ykk-
úr vinnslu hjarta, lungna og æða-
kerfis, orkumyndun i vöðvum og
þátt sykurefna, mjólkursýru og
súrefniá. Ég er þess fullviss að
árangur og ánægja ykkar verður
mun meiri af iþróttum.
Utanaðkomandi áhrif
Með þvi er átt við andlegt jafn-
vægi, mataræði, nægan svefn og
hvers kyns reglusemi.
Mjög mikið atriði er að hafa vald
á tilfinningum sinum, fyrir þá er
leggja stund á keppnisiþróttir.
Mjög oft er orsök litils gengis i
iþróttum sálræns eðlis. Ströng
likamleg og andleg þjálfun er aðal-
forsenda mikilla afreka i iþróttum.
Með andlegri þjálfun, er átt við
þann þátt þjálfunarinnar sem mið-
ar að þvi að auka hæfni einstakl-
ingsins til einbeitingar, og að hafa
vald á tilfinningum sinum.
Hvað oft sjáum við ekki menn á
knattspyrnuvelli með hugann viðs-
fjarri leiknum, eða hálfan hugann
við leikinn. Sorglega oft sjáum við
menn missa stjórn á skapi sinu, og
oftast kemur það verst niður á leik
þeirra sjálfra. Sálrænt jafnvægi,
fyrir og i leik er mikilvæg forsenda
fyrir góðum leik.
Mataræði iþróttamanna hefur
verið alltof litill gaumur gefinn.
Hollustu fæðunnar hefur litið verið
skeytt um, eða þann tima sem
nærst er á, fyrir átök iþrótta-
manna. Það er trú min að ef
iþróttamenn almennt gerðu sér
ljóst, hvernig mannslikaminn brýt-
ur niður fæðuna og á hvaða fæðu-
efni gengur mest hjá þeím i keppni,
mundu haga mataræði sinu
öðru visi, og fá út meiri orku og vel-
liðan.
Flestir vita af þörfinni fyrir
nægri hvild og nógum svefni, en
fæstir fara eftir þvi.
Sigarettureykingar og áfengis-
neysla taka að minu áliti stærsta
tollinn af islenskum iþróttaafrek-
um. Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um skaðsemi þessara
hluta. Þvi miður þekkja alltof
margir islenskir knattspyrnu-
menn það af eigin raun, hvern-
ig er að koma til æfinga eftir
áfengisneyslu. En þeir láta sér
ekki segjast. Um skaðsemi reyk-
inga á islenska æsku er allt of
litið rættog ritað, en þvf miður held
ég að þjóðin eigi eftir að vakna upp
við vondan draum eftir fáa áratugi,
þegar áhrifin fara að koma fram á
dánarvottorðum.
Hver hefur ekki séð 12-13 ára
börn við reykingar á almannafæri.
Þetta er mál iþróttahreyfingarinn
ar. Áfengisneysla er stórkostlegt
vandamál I knattspyrnuhreyfing-
unni i dag. Það finnst varla nokkurt
liö á landinu sem ekki á við það að
striða I einhverjum mæli. Þetta eru
stór orð en þau eru sönn.
Ef við eigum að vera trú hinum
ævafornu einkunnarorðum iþrótt-
anna „Mens sana in corpore sano”,
sem útleggjast á islensku sem
„heilbrigð sál i hraustum likama”,
verðum við að vera hreinskilin og
taka á vandamálunum, en ekki fela
þau. Það hefur verið mikið rætt og
ritað um aðstöðuleysi, þjálfara-
skort og þekkingaleysi þeirra, svo
og dómaravandamál, og peninga-
leysi. En ættum við ekki drengir
góðir að takast á við heima-
tilbúnu vandamálin, og hætta
þessum feluleik sem alltof oft
beinist i þá átt, að nefna fyrr-
greindar ástæður fyrir getu-
leysi, en lita ekki I eigin barm.
Höfum hið fornkveðna i huga, að
iþróttahreyfingn er til að „Gera
drengi að góðum mönnum og fnenn
aö góðum drengjum”.
17