Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 14
Þorvaldur með yngsta barnabarnið Gísla sonur Margrétar og Guömundar Glslasonar
fyrirliða meistaraflokks I knattspyrnu. Eins og sjá ma.hefur Gisli þegar hlotiö slna
fyrstu knattspyrnuskó.
alltaf er ferð inn á Þróttarvöll, ég
kom meira að segja á Framvölíinn
nýlega. Svo hef ég farið og horft á i
Laugardalshöllinni.
— Segðu mér Þorvaldur finnst
þér munur á knattspyrnunni i dag
eða fyrir 25 árum?
— Já knattspyrnan er betri I dag,
ef til villvegna þess að meira skipu-
lag er á leiknum. Þetta var ákaf-
lega einstaklingsbundið hjá okkur i
gamla daga. Það voru langar
sendingar fram völlinn frá varnar-
spilurum og svo áttu framlinu
mennirnir að hlaupa, þetta voru
mikil návigi varnarmanna og
framlinumanna. Flest lið i þá daga
áttu frábæra einleiksmenn (sólö-
ista)er átti að setja mörkin. Það
voru lfka til menn sem gátu skotið
utan af vellinum langskot. En yfir
heildina held ég boltinn hafi minna
gengið milli manna.
— Hvað er frúnni minnisstæðast
úr Iþróttaamstrinu?
— Fyrst, vil ég mótmæla þvi að
þetta sé eða hafi verið amstur.
Strákarnir hafa sloppið við öll
meiri háttar meiðsli. Haukur
reyndar brotið fingur einu sinni I
handbolta, og Helgi einu sinni flutt-
ur á Slysavarðstofuna úr leik, og
þetta með eiginmanninn sem þú
hefur áður heyrt. En þetta er ekki
neitt i yfir þúsund leikjum og
margfalt fleiri æfingum. Auðvitað
hefur maður oft verið uggandi, en
það er bara mannlegt. Það minnis-
stæðasta er úrslitaleikur íslands-
móts II. flokks 1961 og stemmning-
in i kringum hann.
— Hvað er þér minnisstæðast
Þorvaldur?
— Leikurinn um 1. deildar sætið
við l.B.V. 1965. Það er stórkostlegt
að vera Þróttari á þannig stundum.
Þau hjón áttu sameiginleg loka-
orð til Þróttar.
— Við vonum að Þróttur komi sér
upp félagsheimili og iþróttahúsi á
félagssvæði sinu sem fyrst. Við
vitum að þetta kostar mikla
peninga og vinnu, en við vitum
einnig af eigin raun að íþróttafélag
getur verið meira en peninga virði
fyrir unglinga. Lokaorð okkar eru
þvi áskorun til allra Þróttara um
að taka höndum saman, og reisa
félagsheimili og fþróttahús á svæði
félagsins. Undirritaður þakkaði
fyrir sig og kvaddi. Honum var
hugsað „hvað eru til mörg slik
Þróttarheimili.”
Sölvi óskarsson.