Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Qupperneq 18

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Qupperneq 18
Líf knattspyrnu' ekkjunnar Jórunni Eftir Sörensen Það má með sanni segja, að ég hafi ekki vitað út i hvað ég var að ganga, kornung stúlkan, að fara að bindast knattspyrnumanni. All- ar Iþröttir hafa ætið verið mér framandi og þá sér i lagi knatt- spyrnan, sem mér finnst eitt það furðulegasta fyrirbæri nútimaþjóð- félags, sem um getur — 22 fullorðn- ir karlmenn að elta einn bolta....? Eina „Iþróttin” sem ég hef stundað eru gönguferðir með heimilishundinn, — ég tel mér trú um aö það sé skylda min að „viöra” hundinn, en hann aftur á móti VEIT að hann er að rölta þetta min vegna, ...en það er önnur saga, við ætluðum að tala um knatt- spyrnuekkjur. Ég er þess fullviss að eiginmaður minn hefur haft miklar áætlanir á prjónunum að kynna mér þetta ást- fólgna hugðar- og ,,fóta”-efni sitt, þvi daginn eftir brúðkaupið var haldið út á Völlinn, en eftir þvi sem árin liðu gafst hann upp á þvi að vekja hjá mér hinn sanna Iþrótta- anda heima. Og ég sat heima. Hann var á æfingum, hann var að keppa, hanri var að horfa á aðra keppa. En svo undarlegt sem það virðist þá blandaðist ég i málið á mjög merkilegan hátt, — það þurfti nefnilega að þvo æfinga- og keppnisbúninga i sifellu. Eins og martröð liður það fyrir hugskots- sjónum mínum er nýr æfingagalli litaði allt hitt fjólublátt og i annað sinn er rauðu rendurnar á bolnum voru svo óekta að allt varð bleikt. Hm ójá, en þetta voru byrjunar- örðugleikar, ég fékk smám saman æfinguna, já, ég fékk svo sannar- lega æfinguna. Ég er samt enn þeirrar skoðunar að eini nothæfi lit- urinn á knattspyrnubúninga sé sambland af grasgrænu og moldar- brúnu með nokkrum blóðrauðum slettum. Blóð, já það er ekki svo sjaldan sem eiginkona knattspyrnumanns- ins þarf að binda um sárin og styðja haltrandi hetjuna um húsið. Og hún hugsar með illsku til mót- herjanna I hinu liðinu — „hvurslags röff gæjar” það séu eiginlega. En samt má gripa á lofti ýmsar at- hugasemdir eiginmannsins sem sýna að hann er kannski ekki alltaf barnanna bestur og ætið alsaklaus af öllum fruntaskap. Hver sem þekkir knattspyrnumann kannast ekki við eitthvað I likingu við eftir- farandi: „Bölvað beinið, hann sparkaði i mig...., en ég gat nú brugðið honum á eftir, ha, ha...”, og dómarinn sá það ekki....” Og svo eru það utanlandsferðirn- ar. Knattspyrnuekkjan stendur og horfir á eftir fagnandi eiginmanni halda af stað til annarra landa, i eitthvað sem eiga að heita keppnis- ferðir. Knattspyrnan er mjög rikur þátt- ur I þjóðlifinu. Fyrir hana eru byggðir vellir fyrir margar milljónir, dagblöðin helga henni og öðrum Iþróttum oft margar siður á dag, hljóðvarpið má ekki frétta af neinu iþróttaefni, þá er þvi varpað \ 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.