Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 20
íþróttirog slys
Eftir Jón Ásgeirsson.
Meöal efnis i grunnskóla Iþrótta-
sambands íslands sem er nýkomið
út, er bæklingur um iþróttir og slys.
Jón Asgeirssoh, fréttamaður og
fyrrum formaður Þróttar hefur
tekiö efnið saman. Blaðstjórninni
þótti ástæða til þess að vekja at-
hygli á þessum bæklingi, sem
margir hafa áreiðanlega gagn af að
kynna sér, og fékk þvi leyfi Jóns til
þess að birta formálsorð hans og
inngangsorð.
Förmáli
47245 manns iðka fþróttir á tslandi.
Þetta segir i upplýsingabæklingi
Iþróttasambands Islands, sem gef-
inn var út i ágúst 1973. — Enda þótt
aldrei verði unnt að fullyrða með
vissu, hve margir stunda íþróttir,
þá er það alveg vist, að þeim fer
fjölgandi með hverju ári sem liðlr.
Fólk hefur verið hvatt til þess að
stunda Iþróttir sér til ánægju og
heilsubótar, þótt það stefni ekki
endilega að þvi að taka þátt I
keppni, og þeim fjölgar lika stöð-
ugt, sem leggja hart að sér við
iþróttaæfingar til þess að standa
sig sem best i keppni.
Kröfurnar, sem gerðar eru til
þeirra Iþróttamanna, sem keppa,
verða sifelltstrangari, og þeir, sem
taka þátt i alþjóðamótum, verða að
vera vel þjálfaðir og vel undirbúnir
á allan hátt. Enda ná íþróttamenn
æ betri árangri, á hverju ári eru
sett mörg heimsmet, og þeim
árangri, sem talið hefði verið fyrir
nokkrum árum, að ómögulegt væri
að ná, hefur verið náð fyrir löngu.
Astæðurnar fyrir framförum i
keppnisiþróttum eru margar.
Sjálfsagt hefur þó hvað mest að
segja, að þjálfun iþróttamanna er
orðin bæði meiri og árangursrikari
hin síðari ár. Iþróttamenn, sem
vilja ná langt, eru þjálfaðir á vis-
indalegan hátt, — þjálfarar hafa
öðlast meiri þekkingu og reynslu,
og þeir verða lika að leggja sig
meira fram, og læra meira nú, en
áður.
Þá hefur það ekki litið að segja,
að þekking manna á mannslíkam-
anum, byggingu hans og starfs-
háttum einstakra liffæra, hefur
stóraukist, og við það verður nota-
gildi æfinganna meira.
Loks hefur verið lögð á þaö vax-
andi áhersla sfðari árin, að tryggja
Iþróttamönnum, sem verða fyrir
slysum, fljótvirka og árangursrika
meðferð svo þeir verði ekki að gera
hlé á æfingum eða keppni langtim-
um saman, og geti byrjað æfingar
sem allra fyrst eftir slys, sem
verða óhjákvæmilega til þess, að
þeir verða að gera hlé á æfingum.
Hér á landi hefur þróunin ekki
verið eins ör, og viða annars stað-
ar, en ljóst er, að fjöldi þeirra, sem
stunda Iþróttir er orðinn svo mikill,
að Iþróttirnar eru þegar orðnar
veigamikill þáttur I samfélaginu
og þvi ber að stuðla að þvi, að þeir,
sem þær iðka, njóti sem mestrar
fræðslu, og fái eins góða þjónustu
og kostur er, bæði hvað snertir
þjálfun og hvaðeina annað.
Þessum bæklingi er ætlað að
bæta úr brýnni þörf, og bið ég les-
endur að taka viljann fyrir verkið.
Inngangur
Iþróttaiðkendur geta ávallt átt
það á hættu að meiða sig á æfing-
um, eða I keppni. Oftast er áhættan
þó mjög litil, en fer nokkuð eftir
þvi, hver iþróttin er, og hvað við-
komandi Iþróttamaður leggur sig
fram, og reynir á sig. Annað sem
hefur áhrif á tiðni slysa I iþróttum
er t.d. það, hvernig keppnisstaður-
inn sjálfur er, árstimi, notkun
hlifðarbúnaðar, og siðast en ekki
sist, lfkamsástand sjálfs iðkand-
ans, þjálfunarstig hans, bæði lik-
amlegt og andlegt.
Tiðni.
Slys eru, sem vænta má, algeng-
ust ihópiþróttum, þar sem hætta er
á árekstrum milli leikmanna, eins
og til dæmis i knattspyrnu, hand-
knattleik og ishokky. Þá er algeng-
ast að leikmenn slasist vegna þess,
að þeir fá högg af ýmsu tagi, sem
siðan geta leitt til margs konar
meiðsla annarra, en i einstaklings-
greinum er algengara, að iþrótta-
fólk verði fyrir meiðslum, sem or-
sakast af of miklu álagi á vöðva,
sinar og liðbönd.
Oftaster um minni háttar slys að
ræða, en auðvitað getur alvarleg
slys lika borið að höndum.
I Sviþjóð hafa rannsóknir á