Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 23

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 23
séð eftir þeim stundum, sem i byggingu hússins hefðu farið. En allir vita hvernig málin standa i dag. Ekkert heimili er risið upp og við erum að sprengja alla starf- semi utan af okkur. Sagt er, að það standi á þvi að fá teikningar samþykktar, en ég er sannfærður um að það er annað og meira, sem stendur byggingunni fyrir þrifum. Við verðum 'að gera okkur grein fyrir þvi, að við verðum sjálfir að hefjast handa i þessum málum þvi það kemur enginn til okkar færandi hendi og gefur okkur allt það sem okkur langar til að eignast. Að hika ersama og tapa, og vil ég einnig að það komi fram, að ég tæki aldrei annað i mál en að félagið sjálft ætti öll mannvirki á okkar félagssvæði. —Hver eru mestu vonbrigði þin i starfinu með Þrótti og hverjar eru stærstu gleðistundir? — Vonbrigðin eru mörg og stör, ég vil ekki taka neinn sérstakan at- burð eða atvik út úr heldur langar mig til að túlka mig svolitið um það, hve eigingirnin virðist skipa háan sess hiá mörgum aðilum inn- an okkar raða og láta litið af sjálfum sér til félagsins sjálfs og vanmeta hve mikið er oft gert fyrir þá. Einasta hugsunin hjá mörgum er að hafa bara nógu gaman af leikjum og æfingum, en gleyma siðan félaginu þess á milli. Margar á ég gleðistundir lika og ef þær væru ekki fleiri en vonbrigðis- stundirnar þá væri ég löngu hættur þessu. Ég hef I gegnum félagið eignazt mjög góða félaga, sem ég hef átt með alveg ógleymanlegar stundir. Með þeim félögum á ég eftir að byggja lif mitt og er það eitt mitt mesta happ I lifinu að eiga þennan hóp að félögum. — Ert þú ánægður með rekstrarform félagsins. Ef svo er ekki hvernig vilt þú hafa það I framkvæmd? — Nei, ég er óánægður með formið sem er á rekstrinum i dag. Ég vil láta reka þetta sem nokkurs konar fyrirtæki. Það er alger forsenda þess, að hægt sé að reka iþróttafélag hér I borg i dag, að nóg sé til af peningum og tel ég að bezta leiðin til að nálgast peningana sé að reka félögin i nokkurs konar fyrir- tækjaformi, en tillögur minar vil ég ekki láta setja á prent eins og málin standa i dag og verður það að biða betri tima. Ýmislegt er I deiglunni og kemur vonandi i ljós innan tlðar. Helztu útgjaldaliðirnir eru i dag laun til þjálfara, ferðalög og æf- ingaaðstaða ásamt með boltakaup- um o.fl.fl. Þessi kostnaður vex stöðugt og sífellt er erfiðara að láta enda ná saman en einhvern veginn hefur þetta slampast, en óvist er með framhaldið. — Þú hefur farið nokkrar ferðir sem fararstjóri með hinum ýmsu flokkum Þróttar. Hvað er þér efst I huga er þú minnist þessara ferða? — Fyrsti flokkur Þróttar I handolta sem sendur var til útlanda var 4. flokkur karia árið 1972 og fór ég með þeim. Það var alveg ósvikin ánægja að vera með þeim, og hefur svo reyndar verið með alla flokka, sem ég hef verið með hvort sem er innan lands eða utan. Andinn hefur alltaf verið mjög góður og sýnt það og sannað fyrir mér, hve Þróttarar eru i raun og veru sterk mórölsk heild, þegar á allt er litið. — Og að lokum óli. Hvað um framtið Þróttar? — Ég tel að öll iþróttafélögin verði að halda rétt á spilunum á næstu árum, ef þau ætla að halda I horfinu með það sem er I dag. Tómstundir æskufólks eru orðnar það fjölbreyttar, að félögin eru farin að standa höllum fæti i kapphlaupinu um unga fólkið I borginni. Margt þarf að koma til og er það auðvitað fyrst og fremst betri aðstaða til iðkana, meiri peningar og fjölþættara félagslif. Ef yfirvöld og stjórnir hinna ýmsu félaga gera sér grein fyrir þessu I tima og bæta það sem á vantar, þá er vel farið. Ef það gerist ekki þá mega félögin fara að gæta sin og hættunni er boðið heim þ.e. þeirri hættu að félögin tapi af lestinni og hætti aö vera hinn sterki stuðull I lífi æskunnar, sem þau hafa verið undanfarna áratugi. Ferskir litír fallegt umhverfi Málum til að prýða híbýli og umhverfið, hressum upp á útlitið með nýjum KÓPAL litum úr KÓPAL litabókinni. Veljum litina strax og málum svo einn góðan veðurdag. má/ning% Kópal Paóermálning 23

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.