Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Page 28
Danmerkurferð
meistaraflokks
Laugardaginn 31. ágúst ’74 hélt
meistaraflokkur Þróttar i
handknattleik utan til Danmerkur i
æfinga- og keppnisferð. Fæðing
þessarar ferðar var i aprilmánuði,
þegar Danmerkurmeistararnir
Arhus KFUM komu i heimsókn til
íslands i boði Þróttar, en frásögn
um þá ferð má lesa á öðrum stað i
blaðinu. Þá tókust samningar við
Bjarna Jónsson, sem hefur eins og
kunnugt er, leikið stórt hlutverk
með danska meistaraliðinu Arhus
KFUM, um að hann tæki að sér
þjálfun meistaraflokks karla hjá
Þrótti og léki einnig með liðinu á
komandi keppnistimabili.
Flogið var beint til Kaupmanna-
hafnar, og tók hópurinn, sem sam-
anstóðaf 11 körlum og 7 konum sið-
an lest um miðnættið áleiðis til Ar-
hus og var þangað komið i morguns-
árið. Voru þá ýmsir orðnir nokkuð
dasaðir eftir langt og strangt ferða-
lag i frekar óaðlaðandi farartæki. í
Arhus hitti hópurinn svo fyrir fjóra
unga sveina úr Þrótti, sem dvalizt
höfðu i æfingabúðum um tima á
staðnum undir handleiðslu Bjarna
Jónssonar, sem stjórnað hafði æf-
ingum þeirra og Tordenskjolds,
hinnar kunnu dönsku striðshetju,
sem stytt hafði þeim stundir milli
þrekrauna. Allir litu þeir mjög vel
út og var reglulega bjart yfir þeim.
Vaxtarlag sumra hafði tekið mikl-
um stakkaskiptum og þeir, sem
áður þurftu að horfa á þriggjastafa
tölu, er þeir stigu á vigtina, gátu nú
stært sig af fallegri tveggja stafa
tölu. Sem sagt vel hafði verið tekið
á, og fannst þeim, sem að þessu
stóðu vel hafa til tekizt. Að svo
búnu voru lestarverðir kvaddir
með virktum og eitt er víst að ekki
töpuðu þeir á þessum lifsglaða
hópi.
Er hópurinn hafði komið sér fyrir
á hótelinu, lögðust menn til
hvflu og reyndu að ná úr sér ferða-
þreytunni sem að visu var misjafn-
lega mikill hjá mönnum. En það
var engin miskunn hjá Magnúsi
og skömmu eftir hádegið kom
sjálfur Bjarni Jónsson og dreif
menn með sér út að hlaupa, hvern-
ig sem menn voru fyrir kallaðir, og
eftir stutta vegalengd mátti heyra
margar stunur og pústra, en áfram
skyldi haldið og allir skiluðu sér á
áfangastað og engum varð alvar-
lega meint af þessum átökum.
Arhus er að mörgu leyti mjög
vinarleg borg og þó nokkuð falleg
og þrifaleg. Ibúar þar eru u.þ.b.
300.000 og er hún önnur stærsta
borg Danmerkur. Það gefur þvi
auga leið, að þar er margt hægt að
gera sér til dundurs og afslöppun-
ar. Margar stórverzlanir eru i
borginni og voru þær fyrstu dag-
ana, sem Þróttarar dvöldu i borg-
inni undirlagðar af kaupglöðum
islendingum, sem létu næstum allt
eftir sér i innkaupagleðinni.
A mánudag var fyrsti leikurinn
háður og var hann á móti Arhus
Byhold, i Hörning, sem er skammt
fyrir utan Arhus. Leikið var þar i
glæsilegri iþróttahöll, sem vakti
hrifningu okkar allra og öfunduð-
um við danina mikið af þessari
glæsilegu byggingu. Þessi fyrsti
leikur var frekar jafn og spenn-
andi, en á endasprettinum reynd-
ust danirnir ivið sterkari og sigu
framúr á lokaminútunum og sigr-
uðu með litlum mun. Daginn eftir
varlagt upp i 2ja tima rútuferð og
haldið til smáborgar sem.heitir
Nissum og var leikið þar við
heimalið, sem leikur i fyrstu deild,
og eru nýstignir upp. Sá leikur var
harður og skemmtilegur og náði
Þróttarliðið sér sæmilega á strik en
vörnin byrjaði að leka i seinni hálf-
leik og þá var ekki að sökum að
spyrja og tapaðist sá leikur með
naumindum. Þriðji leikurinn var
leikinn i Odder við heimamenn og
vilja sem fæstir tala nokkuð um
þann leik sem tapaðist illa og var
það versti leikur Þróttaranna i
þessari ferð.
Föstudaginn 6/9 hófst svo mót
sem Arhus Handboldhring sá um
og tóku félög frá Þýzkalandi,
Noregi og íslandi þátt i þvi auk
danskra liða. Auk Þróttar komu
Valsmenn til leiks. Félögunum var
skipt I riðla og lentum við i riðli
með Arhus KFUM, Eller bekker
frá Kiel i Vestur-Þýzkalandi og
Nordstranden frá Noregi. Fyrsti
leikur Þróttara var við hina stóru
og steku Þjóðverja og tapaðist sá
leikur, sennilega bara fyrir van-
máttarkennd fyrir andstæðingn-
um. Sama kvöld léku Þróttarar við
sjálfa Danmerkurmeistarana og
var það langbezti leikur okkar
manna i allri ferðinni og hefði hann
unnizt, ef heimadómararhefðuekki
leikið aðalhlutverkið i þeim leík og
dæmt okkur allt i óhag á siðustu
minútum leiksins. Daginn eftir var
svo leikið við Norðmennina og var
það lið sett saman af mönnum úr
öllum hugsanlegum þyngdarflokk-
um, en allt kom fyrir ekki, lánið
var ekki okkar megin og enn eitt
tapið varð feruleiki, sem sagt
Þróttur I neðsta sæti I sinum riðli
og lék aukaleik á sunnudag við lið
frá Viby en áhuginn á sigri virtist
ekki vera I fyrirrúmi og tap bættist
við. Valur átti ekki góða daga held-
ur og komu frekar illa frá sinum
leikjum og risið á islenzkum hand-
bolta var ekki hátt þessa dagana I
Arhus.
Siðasti leikurinn var svo leikinn i
Bjærringbro og i skemmtilegustu
og glæsilegustu Iþróttahöll sem
nokkur okkar hafði séð. Nú var tek-
ið á og haft gaman af þessu og
loksins kom hinn langþráði sigur og
var það mikil upplyfting fyrir alla
aðila.
Það sem vakti mikla athygli okk-
ar var, að ekkert var gert fyrir liðið
af hendi Arhus KFUM, sem notið
hafði allra hugsanlegra lystisemda
I Islandsheimsókn sinni og voru
það mikil vonbrigði fyrir okkur.
Hótelið sem við bjuggum á var
frekar lélegt og matur og aðbúnað-
ur frekar rýr og ófullnægjandi. Það
sem gert var, var undan rifjum
Bjarna Jónssonar komið og verður
ekki annað sagt, að hann hafi átt
heiöurinn af þvi, að þessi dvöl okk-
ar I Arhus varð svo eftirminnileg
sem raun var á og kunnum við öll
honum beztu þakkir fyrir fórnfýsi
hans.
Snemma á mánudagsmorgni var
haldið til Kaupmannahafnar og var
dvalist þar i þrjá daga við söng og
gleði og allir helztu staðir sóttir
heim svo sem Tivoli, dýragarður-
inn og staðir sem kæti og gleði voru
I hávegum höfð.
Heim var haldið þann 12. sept-
ember og er það almenn skoðun
manna, að allir hafi haft gagn og
gaman af þessari ferð og treyst
hinn góða hóp til frekari dáða á ó-
komnum timum.
ö.
28