Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 33

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Blaðsíða 33
— Hvaða viðburður var það. — Snjóflóðið mikla I Hnifsdal 1910: þá fórust 22 menn, ungir og gamlir. 1 Búð, þar sem Hálfdán bjó, vorum við þrjú skólabörn, og þegar vont var fylgdi roskinn mað- ur okkur i skólann. Þennan morgun var versta veður, en þegar við vor- um aö búa okkur i skólann um morguninn fannst mér sem drægi úr mér allan mátt, og varð úr að húsmóðir min mældi mig og var ég með háan hita. Var ég látinn hátta aftur. Snjóflóðið skall á Búð og molaöi bæinn. Ég lá fjóra tima grafinn I fönn áður en pabbi minn fann mig, hann vildi ekki gefast upp, þráaðist við að leita með öðr- um manni þó talið Væri vonlaust, og kom loks ofan á sængurhornið mitt, ég hafði haldið dauðahaldi i sængina. Var ég vist nærri kafnað- ur þegar hann fann mig. Áður var hann búinn að finna Lárus bróður minn höfuðkúpubrotinn og látinn I fjörunni. Ég náði mér fljótt. Börnin tvö frá Búð fórust i snjóflóðinu á leiðinni i skólann og fylgdarmaður þeirra, lika tvennt roskið fólk sem i bænum var. — Þú hefur unnið alla algenga vinnu á uppvaxtarárunum? — Já, margt lærði maður að vinna. Snemma var manni kennt að beita, stokka upp og draga fisk Viðtal það, sem hér birtist, skrif- aði Sigurður heitinn Guðmundsson, ritstjóri Þjóðviljans, skömmu áður en hann lézt. Hann hafði rætt við Halldór Sigurðsson, frumkvöðulinn að stofnun Þróttar, og formann fé- lagsins á bernskuárum þess. Hall- dór er nú einnig horfinn úr tölu lif- enda. Það er sérstök ástæða hér i inngangi þessa ágæta viðtals milli þessara látnu félaga okkar að votta þeim virðingu og þakklæti fyrir vel unnin störf. öllum er kunnur þáttur Halldórs i félagsmálum Þróttar, Sigurður starfaði mikið fyrir Þrótt og lagði mikla vinnu i félagsblöð Þróttar og miðlaði þar af dýrmætri reynslu og kunnáttu sem starfandi blaðamaður. Fyrir þetta kunnum við þeim beztu þakkir. úr sjó. Og lika það helzta sem til þurfti við landbúskap. Þarna i Hnífsdal var allur fiskurinn verk- aður og börn og unglingar unnu mikið I fiskþurrkuninni, breiða og taka saman. Og það var sannar- lega liflegt um að litast i Hnifsdal á þessum árum allar þrær fullar at lúðuriklingi og steinbit: þorskhaus- arnir voru lika hertir. Og harðfisk- urinn mesta lostæti: hann var þveginn upp úr sjó og tók I sig saltið um leið. Nú finnst mér harðfiskur oft svo illa verkaður að hann er varla étandi. — Hvert lá svo leiðin frá Hnifs- dal? — Þaðan fór ég á skútu frá Patreksfirði,, hún hét Express, skipstjóri Markús Bjarnason. Hún mun hafa verið um 80 tonn, og stundaði handfæraveiðar. Ég var þá 14 ára, og mér likaði skútulifið vel, gekk bara vel að draga að ég held. En það var svo einkennilegt eins og allir þekkja sem verið hafa á handfærum að tveir, þrir, fjórir menn geta staðið hlið við hlið með færi en fengið ólikan hlut: einn dregur miklu meira. Þegar ég fór af Express, lá leiðin suður, til Reykjavikur, og réði ég mig á skútu sem hét Seagull og gerð var út af Duus-verzlun. Skipstjóri þar var Benjamin Gislason, faðir Gisla okkar Benjaminssonar I Þrótti. En haustið sem ég varð 18 ára hætti ég á Seagull og lét horfa fyrir Skaga eins og sjómenn tóku til orða. Ég lenti til útlanda. — Hvernig bar það að? — Það bar svona að: Ég og ann- ar piltur, vinur minn, sátum kvöld eitt I lltilli veitingastofu sem Guð- rún Matthiasdóttir hafði við Amt- mannsstig. Þar þótti okkur gott að koma sem höfðum litil auraráð þvi þar fékk maður kaffi og gott með þvi fyrir eina krónu. Tveir útlend- ingar komu inn og settust við borð rétt hjá okkur. Við komumst fljótt að þvi að þeir voru norskir, annar stýrimaður á norsku skipi. Hann hafði áður verið á Siglufirði og tal- aði dálitinn blending af Islenzku: við skildum þá sæmilega og þeir okkur. Stýrimaður spyr þá hvort við vissum um pilt á okkar reki sem myndi fáanlegur að fara einn túr til Spánar á norsku skipi, og beint heim aftur. Vinur minn sem með mér var segir strax: Ekki ég. En ég fer að athuga málið. Spyr hvort eigi að fara með fisk til Spán- ar, ég hafi heyrt talað um Barcelonafisk, sem fluttur var beint þangað. Svo var.þeir voru með fisk héðan til Laenci á Spáni, og ætluðu að koma aftur hingað með salt. Þegar ég sagðist hafa á- huga á þessu sjálfur, snéri stýri- 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.