Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 41

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 41
sigrar unnust og i heild var árang- ur betri. Meistaraflokkur vann báða mótssigrana, þ.e. i 2. deild og svonefnt Axelsmót Vikings i innan- hússknattspyrnu. Þá varð liðið númer 2 á afmælismóti Þróttar, innanhúss, sem K.R. vann. Flokk- urinn fékk aðeins 2 stig úr Reykja- vikurmótinu og féll úr bikarkeppni eftir 3 leiki. Flokknum var boðið til Akureyrar á kostnað Akureyringa og lék þar tvo leiki og töpuðust báð- ir 1-6 og 1-3. Þjálfari var Jón Magnússon. 1. flokkur hlaut aðeins 1 stig úr mótum sumarsins og skoraði 1 mark gegn 25 og var svo dreginn úr haustmóti. 2. flokkur varð hálfgerður vand- ræðaflokkur hvað þjálfun snerti. Ahugaleysi piltanna gerði það að verkum að Bjarni Pálmason, sem ráðinn var þjálfari gafst upp og hætti og fékkst enginn í hans stað. Flokkurinn fékk 6 stig um sumarið og skoraði 11 mörk gegn 46. 3. flokkur stóð sig bezt yngri flokkanna eins og árin á undan, undir stjórn Sölva Óskarssonar, og var hann eini flokkur félagsins sem lék I A-riðli á Islandsmótinu, en nokkurs konar deildaskipting hefur verið tekin upp i yngri flokkunum. Útkoman úr mótunum varð, 7 stig af 26 mögulegum og skoruð 15 mörk gegn 25. 4. flokkur var ekki til um vetur- inn, en um vorið var ákveðið að auglýsa æfingar á nýja svæðinu við Njörvasund. Þjálfari var Verner Jensen, en þar sem hann mætti illa var honum sagt upp starfi. Tók Axel Axelsson við þjálfun flokks- ins, sem og 5. flokks og náði ágæt- um árangri, þó ekki ynnust margir sigrar. Fékk flokkurinn 1 stig og skoraði 7 mörk gegn 63. 5. flokkur fékk heldur fleiri stig en 4. flokkur, eða 5 stig en skoraði aðeins 1 mark gegn 63. 5. flokki var boðið upp i Mosfellssveit til Ung- mennafélagsins Afturelding og þeir endurguldu heimsóknina. Leiknir voru 2 leikir og vann Þróttúr báða 4-0 og 2-0. Um 4. og 5. flokk er það að segja, að þetta voru allt drengir, sem ekki hafa notið neinnar til- sagnar fyrr og ekki leikið i mótum fyrr. 1966 Meistaraflokkur var sá flokkur, sem mestar vonir voru bundnar við og virtust þær vonir ætla að rætast, þvi flokkurinn sigraði glæsilega á Reykjavikurmótinu undir stjórn Arnar Steinsen, sem ráðinn var þjálfari og lék einnig með liöinu og Sigurselir I innanhiissmótum. F.v. ólafur Brynjólfsson, Jón M. Björgvinsson, Axel Axelsson, ómar Magnilsson fyrirliði, Jens Karlsson og Haukur Þorvaldsson. 3. flokkur 1967. A leið til Vestmannaeyja, talið frá vinstri: Sölvi Óskarsson þjálfari, Ilalldór Halldórsson, Grétar Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Kjartan Kjartansson, Sigurður Pálsson, Ingvi Guðjónsson, Guðmundur Gunnarsson, Halldór Helgason, Skiili Hansen, Reynir Sverrisson, ólafur Stephensen, Kjartann Steinbach, Reynir Kjartans- son, Skúli Guömundsson, óskar Pétursson, farastjóri Sigurður Pétursson. 3. flokkur 1965 f Danmörku. Aftari röð f.v. Guðjón Oddsson, Þorvarður Björnsson þjálfari, Jón H. Magnússon, Bjarni Asgeirsson, Helgi Gunnársson, Guöbjartur Bjarna- son, Stefán Jónsson, Reynir Kjartansson, Grfmur Antonsson, Júlfus óskarsson, Brynjólfur Magnússon, Sölvi óskarsson og Börge Jónsson. Fremriröö f.v.: Matthfas Einarsson, Sigurður Pétursson, Lárus óskarsson, óli Viðar Thorstensen, Kjartan Kjartansson, Ingvar Steinþórsson, og Bragi Guöjónsson. 41

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.