Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Síða 44

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Síða 44
Reykjavfkurmeistarar 5. flokks 1970. Standandi f.v. Guðmundur Gíslason þjálfari, Þor- valdur 1. Þorvaldsson, Eysteinn Sigurösson, Þór örn Jónsson, Stefán Halldórsson, Sigurgeir Sigmundsson, Már Jóhannsson, Sigurður K. Pálsson, Arsæll Kristjánsson og Helgi Þorvaldsson þjálfari. Krjúpandi f.v. Stefán Stefánsson, Einar Einarsson, ólafur Gröndal, Haukur Andrésson fyrirliði, Sverrir Einarsson og Magnús B. Magnússon. A myndina vantar Eirik Hauks- son, Sigurð Pétursson og Þóri Flosason. Bobby Charlton afhendir Herði Andréssyni fyrstu verðlaun I FORD-keppninni. mjög vel og var ákveðið að hann skyldi verða árviss viðburður. Þróttur fékk þýzka liðið Speldorf i heimsókn og lék það nokkra leiki i Reykjavik og á Akureyri og einnig lék það við Mývetninga. Stjórn deildarinnar naut aðstoð- ar Hermanns Hermannssonar, i sambandi við heimsókn þessa og eins við utanför meistaraflokkks- ins, en þar var hann aðalfarar- stjóri. 3., 4. og 5. flokkur dvöldust i nokkra daga að Laugarvatni i æf- ingabúðum og var þátttaka mjög mikil. Þjálfarar 4. og 5. flokks komu á bekkjarkeppni milli bekkja i Langholts-, Voga- og Breiðholts- skóla og tóku 27 lið þátt i keppninni. Helgi Þorvaldsson gaf 2 bikara til keppninnar en deildin keypti 2. 8 drengir úr Þrótti voru valdir til að leika með Reykjavikurúrvali á hátiðarmóti l.S.I. úr 3. flokki, Sigurður Jóhannsson, úr 4. flokki Guðmundur Ágústsson, Guðmund- ur Andrésson og Sveinn Baldursson og úr 5. flokki Haukur Andrésson, sem var fyrirliði liðsins, Magnús B. Magnússon, Sverrir Einarsson og Þorvaldur I. Þorvaldsson, sem varð markhæstur yfir alla flokkana með 6 mörk. Hlutu þeir allir leik- mannamerki K.R.R. fyrir. Stjórn deildarinnar skipuð: Jón Magnússon formaður, Sigurður Sigurðsson, Helgi Þorvaldsson, Jens Karlsson og Axel Axelsson. 1971 Árangur flokkanna var I meðal- lagi og enginn sigur vannst I mót- um sumarsins. Meistaraflokkur, undir stjórn Eysteins Guðmunds- sonar, æfði vel framan af en slak- aði á er leið á sumarið. Varð flokk- urinn i öðru sæti á Islandsmótinu innanhúss, en utanhúss gekk ekki eins vel. Aðeins 1 sigur vannst í Reykjavlkurmótinu og I 2. deildinni hlaut flokkurinn 16 stig af 28 mögu- legum. Hins vegar komst liðið I 5, umferð bikarkeppninnar. 1. flokkur stóð sig allvel og var nálægt sigri i miðsumarsmótinu og sigraði öll Reykjavikurfélögin á sumrinu, nema Víking. 2. flokkur stóð sig ekki sem skyldi en var oft óheppinn. Þjálfari var Sigurður Sigurðsson. 3. flokkur A, stóð sig sæmilega í Reykjavlkurmótinu en dalaði er á leið og má kenna áhugaleysi pilt- anna um. B-liðið varð að draga úr haustmótinu. Þjálfari var Guð- mundur Vigfússon. 4. flokkur A, var með beztu út- komuna eftir sumarið og sótti sig mjög er á leið og á haustmótinu var liðið mjög nálægt sigri, tapaði á markatölu. B-liðinu gekk ekki eins vel, þó sjaldan tapaði það illa. Þjálfarar voru: Helgi Þorvaldsson og Hallur Kristvinsson. 5. flokkur A, stóð sig einnig mjög vel og var nálægt sigri I slnum riðli I íslandsmótinu. B-liðið stóð sig nokkuð vel, sérstaklega I Reykja- víkurmótinu, en dalaði er á leið. C- liðinu gekk frekar illa vegna mann- fæðar. Þjálfarar voru: Ólafur Ólafsson og Óskar Magnússon. Einn Þróttari, GIsli Antonsson, var valinn til að leika með Faxa- flóaúrvalinu, sem sigraði I ung- lingamótinu I Skotlandi. Knattspyrnudagurinn var hald- inn og auk leikja I yngri fiokkunum léku giftir Þróttarar við ógifta og sigruðu þeir ógiftu, 1-0. Þá afhenti formaður K.S.Í. Alloert Guðmunds- son 16 drengjum úr félaginu silfur og bronsmerki K.S.I. fyrir knatt- þrautir. Meistaraflokkur fór til Vest- mannaeyja i boði l.B.V. og lék einn leik, sem gestgjafarnir unnu, 5-1. 2. flokkur fór til Sauðárkróks og Akureyrar og 4. og 5. flokkur fóru upp á Akranes. 4. flokkur fór I æf- ingabúðir að Leirá en 5. flokkur að Laugarvatni. Dvöldust flokkarnir I 44

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.