Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Page 59

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Page 59
— Ég er aö mörgu leyti mjög ánægður i Þrótti, en það er hér eins og i flestum hinna félaganna, að of litil rækt er lögð i yngri flokkana, þ.e.a.s. með vel menntuðum þjálfurum og of litið stuðlað að félagslegri uppbyggingu meðal hópaftna. En allt er þetta dýrt og útheimtir mikinn tima og fátækt félag eins og Þróttur hefur slst af ÖIlu efní á þessu né aðstöðu eifts og eldri félögin. Við i Þrótti sættum okkur við þetta að mörguleytiog að minu álitiþrengir þetta okkur bet- ur saman og gerir okkur að góðum Þrótturum og þá er miklu náð. — Hver er hinn stærsti sigur og hvað hefur veitt þér mesta ánægju gegnum árin i Þrótti? — Við urðum Reykjavikur- meistarar i handbolta árið 1972 og auðvitað er alltaf gaman að vinna titla. Góður félagsandi hefur alltaf rikt innan okkar hóps hvort heldur sem er I handboltanum eða fót- boltanum enda mikið af sömu strákunum sem eru i báðum Iþróttunum. — Hvað finnst þér betur mega fara I Þpótti, Haddl? - Samband stjórnar við yngri flokka mætti vera meira og einnig vildi ég mega koma á framfæri einni ósk og hún er sú, að meðan við höfum yfir að ráða slikum meistara, sem Bjarni Jónsson er, þessum frábæra handboltamanni, væri það mjög uppbyggjandi og móralskt sterkt að hann aðstoðaði einnig við æfingar hjá yngri flokkunum þó ekki væru nema fá- einar æfingar. Það mundi hleypa nýju blóði i okkur strákana og kæmi örugglega mikið út úr þvi. — Hver er stærsta ósk þin i sam- bandi við Þrótt á komandi árum? — Auðvitað að við vinnum sem flesta titla. Annað er svo, að meistaraflokkar hvers félags eru i raun og veru andlit félagsins og það er min heitasta ósk að þeim takist að vinna aðra deildina bæði hand- bolta og fótbolta. Það mundi virka óskaplega hrekjaandi á alla flokka félagsins og reyndar allt starf inn- an Þróttar, ef þessir tveir flokkar spiluðu I 1. deild násta ár. Og þar með var Haddi hlaupinn inn á æfingu hjá meistaraflokki og auðvitað var tekið á á fullu. Fulltrúaráð knattspyrnufélagsins Þróttar. Það mun hafa verið á árinu 1957, að þvi var hreyft að stofna full- trúaráð fyrir félagið. Og I fram- haldi af þvi var gerð tilraun með slikt ráð, gátu allir sem orðnir voru 26 ára orðið meðlimir. Kjörin var stjórn, sem tók til starfa og virtist hafa mikið starfs- þrek, en þvi miður, samstarf milli fulltrúaráðs og aðalstjórnar féll ekki saman, þar sem fulltrúaráðs- stjórn áleit sig æðstu stjórn fél- lagsins og vildi segja aðalstjórn fyrir verkum. Var það til þess að ráðið var lagt niður. En 1968 kemur inn i lög félagsins 16. gr., sem er svo: „Fulltrúaráðið skal vera starf- andi innan félagsins samkvæmt sérstakri reglugerð, sem staðfest er af aðalfundi”. 1 október 1971 er svo haldinn undirbúningsfundur að stofnun fulltrúaráðs, voru þar mættir allir þáverandi stjórnarmenn félagsins, allir fyrrverandi formenn K.Þ. Ennfremur var mættur Frimann Helgason, sem boðið var á fundinn og skýrði hann frá fulltrúaráði Vals, sem mun vera mjög vel skipulagt. Allir fundarmenn voru sammála um stofnun fulltrúaráðs. í október 1972, var haldinn stofn- fundur og undirbúin lög, sem sam- þykkt voru á aðalfundi 25. október 1972. Nú er 16. gr. orðin 22. gr. i lögum félagsins og starfsreglur fulltrúa- ráðsins eru I 8 greinum. 1. gr. er þannig: „Meðlimir i fulltrúaráðinu geta þeir Þróttarar orðið, sem starfað hafa vel um langan tima fyrir fé- lagið, eru orðnir 30 ára og hlotið samþykki 2/3 hluta félagsstjórnar. 2. gr. „Fyrrverandi formenn félagsins eru sjálfkjörnir I fulltrúaráðið. Ráðið getur gert tillögur til aðal- stjórnar um menn I ráðið og gilda þá 2/3 um samþykkt”. Litið hefur komið til kasta ráðs- ins enn, en vonandi fær það næg verkefni áður en langt um liður. Núverandi formaður ráðsins er Haraldur Snorrason. Með þessum fáu orðum um Full- trúaráð Knattspyrnufélagsins Þróttar, óska ég ráðinu allra heilla og vona að það verði félaginu og aðalstjórn styrkur I öllu starfi og framkvæmdum. ó.P. ÞRÓTTARI kaupir Þú getraunamiða af félagi þínu? Nokkrar staðreyndir um getraunamiðasölu. Hagnaður nokkurra félaga 1973-’74: K.R. Ármann Fram Valur Vikingur l.B.K. ÞRÓTTUR 1.260.000, 960.000, 850.000, 600.000, 500.000, 500.000, 235.000, Þróttarar, tökum höndum saman og gerum okkur sambærilega við önnum félög. Stuðlum að útbreiðslu íslenskra getrauna, eflum jafnframt eigin hag. 59

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.