Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Síða 60

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Síða 60
»erkues« bílkranar Getum útvegað með stuttum fyrirvara hina vönduðu norsku bílkrana í fjórum stærðum: Lyf tigeta 1700 kg — 3000 kg — 3500 kg og 5000 kg. Stuðningsfætur og stjórntæki á báðum hliðum. Mesta lengd á útréttum armi er 6 metrar. Kynnið yður verðog gæði hinna frábæru norsku bílkrana. Leitið upplýsinga hjá umboðsaðila. Oskum Þrótturum til hamingju með af mælið. Þ. Skaftason h/f Grandagarði 9 Reykjavík Símar: 15750 — 14575 íslandsheimsókn Danmerkurmeistaranna Dagana 4.-11. april 1974 dvöldu hér á landi Danmerkurmeistararnir Arhus KFUM I boði handknatt- ieiksdeildar Þróttar. Samningar um heimsókn þess stóðu lengi yfir, en þeir tókust loksins og var okkar helzti milliliður Bjarni Jónsson leikmaður með Arhus KFUM og kunnum við honum okkar beztu þakkir fyrir. Danmerkurmeistararnir komu hingað upp að öllu leyti á ekkar kostnað, flugferðir og uppihald var greitt af okkur fyrir utan 5 dani, sem fengu að fljóta með, sem tryggir aðdáendur. Nokkrir dan- anna komu hingað með eiginkonur sinar og alls samanstóð hópurinn af 25 manns. Hópurinn lék alls 5 leiki hér á landi, þar af 3 i Laugardalshöll gegn F.H., Fram og landsliðinu og unnu F.H. og Fram leiki sina gegn dönunum, en landsliðið beið ósig- ur. Einnig léku danirnir i Hafnar- firði gegn Haukum og unnu danskir þann leik. Þá flugu þeir norður til Akureyrar i boði K.A. og léku þar einn leik sem þeir unnu. Farið var með danina austur fyrir fjall og þrátt fyrir óhagstætt veður höfðu þeir mikið gaman af þeirri ferð og dáðust mikið'af hinni hrikalegu náttúru og sumir höfðu orð á þvi, að þeir hefðu aldrei litið foss berum augum, er við stöldruð- um við Gullfoss. Akureyrartúrinn var einnig ógleymanlegur fyrir þá, þvi áöur en þeir snæddu hádegis- verð á Hótelinu i Hliðarfjalli, þá brugðu sumir dananna sér á skiði og var það kostulegt mjög. Flogið var aftur samdægurs til Reykja- vikur I fallegri miðnætursól. Heimsókn þessi var að mörgu leyti vel heppnuð, en prentaraverk- fall gerði okkur töluvert erfitt fyrir I sambandi við auglýsingar á leikj- unum og má vist telja að fjárhags- leg útkoma hefði verið betri, ef dagblaðanna hefði notið við. Eitt er vist, að heimsóknir er- 60 lendra liða hingað eru orðnar mikið fjárhagslegt happdrætti og fáir eru þeir aðilar, sem hafa undanfarið tekið heim erlend lið, sem hafa haft þyngri pyngju að þeim loknum. Danirnir voru gifuriega ánægðir með móttökurnar hér á landi og eignuðust sumir góða vini hér og allir flugu þeir glaðir heim til Dan- merkur á föstudaginn langa eftir veglegt kveðjuhóf, sem handknatt- leiksdeild Þróttar hélt þeim á skir- dagskvöld. Einnig sýndi Guðjón Oddsson formaður Þróttar þá höfðingslund að bjóða fararstjórum Arhus KFUM og þjálfara heim til sin og hélt þar veglega veizlu. Viðstaddir voru einnig fuiltrúar úr aðalstjórn og deildum. Óli K. Sigurðsson.

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.