Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Qupperneq 62
Hvaö eru Styrktar
samtök Þróttar?
Um áramótin ’73-’74 var skipuð
fjáröflunarnefnd fyrir húsbygging-
arsjóð félagsins. I ráði er að reisa
hús fyrir félagslega og iþróttalega
starfsemi félagsins. Þessu húsi
hefur frá upphafi verið ætlaður
staður á svæði félagsins við Sæ-
viðarsund. Þessum framtiðar-
áformum er nánar lýst I ágætri
grein eftir ritarg félagsins á öðrum
staðiblaðinu. Samtökin eru til þess
að afla fjár til þessara miklu fram-
kvæmda.
En hvernig hefur til tekist?
t upphafi árs 1974 voru send bréf
og giróseðlar til yfir tvöhundruð
Þróttara til að kynna málefnið og
kanna undirtektir. Þó ekki bærust
svör við fyrstu seðlunum voru
sendir aðrir og gekk á þessu fram á
mitt ár. Þá var útséð um að yfir
eitthundrað ætluðu ekki að svara.
Þrjátiu og fimm manns voru með
einu sinni til fjórum sinnum. Og
aðrir þrjátiu og fimm eru með
100% allt árið 1974. Gjald það sem
farið var fram á var kr. 250, tiu
sinnum á árinu. Ekki var leitað til
unglinga eða keppnismanna
félagsins.
Nú I byrjun árs erum við farnir á
stað aftur. Geta menn valið um,
hvort þeir vilja greiða 5x1000 kr eða
10x500 kr. á árinu.
Af þessum tölum má sjá að við
nefndarmenn höfum gert okkur of
háar hugmyndir um fjárhagslega
getu félaganna. En við litum á
þetta frá annari hlið. Illa hefur
gengið að fá fólk til starfa fyrir
félagið I stjórnir, nefndir og önnur
störf. Allir bera fyrir sig timaleysi
vegna mikillar vinnu. Þess vegna
héldum við, að Þróttur ætti 200
manns, sem væri aflögufært með
250 kr. tiu sinnum á siðasta ári. Ef
þú ert aflögufær á þessu ári eða
næsta þá fylltu út giróseðil eins og
hér er sýnt. Hann fæst i öllum
bönkum og pósthúsum, sem veita
greiðslu einnig móttöku. Einnig má
hafa samband við nefndarmenn en
þeír eru: Grétar Norðfjörð,
Eysteinn Guðmundsson og Sölvi
Óskarsson.
KVITTUN FYRÍR GREiÐStU
AÁ Nr. 377293
I
í
I
I
|
srAoamasLv má inna af hehdi
í 8ÖNXUM, PÓSTHÚSUM OG SMXiSJÓÐUM.
INNBOHGAÖ KS,
500,00
V'ióTWCA^Oi"”" ~ ------------------—-
Við byggjum félagsheimili.
Styrktarsamtök ÞRÓTTAR:
V;^!msfÖ?ÞS"’í(fíÍA!ÍANÍ>A.................KÍKii' NV
Otvb. L-105 G-159
XViUUN VIÖM<iS:.*S-C»PNUNAK fV#i» GSSÍÖSUJ
1
Drekkur
Ef svo er veist þú þá eftirfarandi
staðreyndir?
Það tekur vel þjálfaðan iþrótta-
mann tiu daga að ná fyrri styrk-
leika eftir að hafa drukkið hálfa
flösku af sterku vini 45% á einum
sólarhring. Ef drukkin er ein flaska
á tveim sólarhringum er útkoman
hin sama. Svo mjög gengur á
sykurbirgðir likamans við að
brjóta niður áfengið að full vöðva-
okra getur ekki myndast fyrr en
búið er að bæta tapið upp (lifrin
tæmist af glykogeni en hún er vara-
forðabúr vöðvanna.
En er ekki hægt að bæta þetta tap
upp á skemmri tima en tiu dögum?
Frægasta visindastofnun svia tók
að sér að svara þessari spurningu.
Þeir höfðs til tilrauna hjá sér menn
úr öllum greinum iþrótta, topp
Iþróttamenn með háar þrektölur,
menn á heimsmælikvarða á
skiðum, sundi, hlaupum, knatt-
spyrnu, lyftingum o.fl. o.fl. Þessir
iþróttamenn fengu þennan fyrr-
nefnda skammt af algengu áfengi,
hálfa flösku á sólarhring eða heila
flösku I tvo sólarhringa. Þrek
þeirre var mælt fyrir áfengisneyslu
á þrekhjóli og á margan annan hátt
og siðan daglega á eftir. Reynt var
að fækka dögunum sem það tók að
jafna sig niður fyrir tiu. Meðal
annars með þvi að þeir voru látnir
bæta við sig æfingum og æfinga-
áætlunum var breytt á ýmsa vegu.
Finnska saunan (gufubað) var
reynd. Margirhafa trú á að hægt sé
að gera kraftaverk með gufubaði
eftir slark. Reynt var aö gefa þeim
sykur-upplausn i ýmsu formi til að
bæta þeim upp sykurtapið en
likaminn hafnaði svo skjótri lausn,
hann vill fá tiu daga minnst. Ýmis
konar mataræði var einnig reynt
en alltaf var útkoman sú sama.
Þetta er visindaleg sönnun á þvi
sem menn hafa vitað lengi.
íþróttir og áfengi eiga ekki sam-
leið. Iþróttir byggja upp hraustan
likama, áfengi er skaðvaldur
hverjum þróttmiklum iþrótta-
manni. e ^