Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 1
Í KVÖLD KL. 19:00Á MBL.IS/BINGO TAKTUÞÁTT VERTU MEÐ ÍBINGÓGLEÐINNI F I M M T U D A G U R 1 1. M A R S 2 0 2 1 Stofnað 1913  59. tölublað  109. árgangur  GIRNILEG TILBOÐ Í NETTÓ! Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 11.— 14. mars Grísasteik Fyllt með beikoni og döðlum 1.149KR/KG ÁÐUR: 2.298 KR/KG -50% Lambahryggur Fylltur 3.149KR/KG ÁÐUR: 4.499 KR/KG Bökunarkartöflur 125KR/KG ÁÐUR: 249 KR/KG -50% -30% VERÐUGUR MINNISVARÐI UM GUÐJÓN SAGAN UM MIX VERIÐ AFBÖKUÐ Á SEINNI ÁRUM GOSDRYKKURINN 30VIÐURKENNING HAGÞENKIS 67 Freyr Bjarnason Sigurður Bogi Sævarsson Kvikugangurinn sem nær frá Keili að Fagradals- fjalli heldur áfram að stækka og er mesta kviku- flæðið sem fyrr bundið við suðurenda hans sem liggur undir og nærri Fagradalsfjalli. Á meðan kvika heldur áfram að flæða inn ganginn þarf að reikna með að það geti gosið á svæðinu. Þetta var niðurstaða fundar vísindaráðs al- mannavarna sem haldinn var í gær. Ályktað var að eftir því sem núverandi ástand standi lengur yfir aukist líkur á gosi. Litlar líkur eru taldar á að slíkt gos myndi ná til byggða. Jarðvísindamenn tóku fram í gær að mikilvægt væri að fylgjast náið með virkninni í suðurhlíðum Fagradalsfjalls til að sjá hvort kvikugangurinn sé að stækka í suður. Ef gangurinn heldur áfram að stækka og valda spennu á svæðinu má áfram eiga von á skjálftum sem finnast í byggð, sambærilegum þeim sem orð- ið hafa síðustu sólarhringa. Grunnt er nú talið vera niður á kvikuna og þykir hún líklega vera á um eins kílómetra dýpi syðst í ganginum. Ratsjá sem greinir gosefni í lofti hefur verið sett upp á vegum Veðurstofu Íslands við Reykjanes- braut, á Strandarheiði rétt fyrir sunnan Kúagerði. Gögn sem með þessu móti er aflað nýtast til að spá fyrir um dreifingu ösku á helstu flugleiðum yfir Norður-Atlantshafinu, komi til eldgoss. Hve hátt gosmökkur nær er afgerandi áhrifaþáttur í því sambandi, en eigi að síður er þarft að fylgjast með hvernig aska og gas berast næst jörðu. Yfir 2.400 skjálftar höfðu mælst þegar Morgun- blaðið fór í prentun í gær, sem þykir í hærra lagi. Upp úr klukkan 19 í gærkvöldi jókst skjálftavirkni rétt eins og á sama tíma á þriðjudag. Riðu þá yfir fleiri skjálftar yfir þremur að stærð. Sá stærsti þeirra mældist 3,8 stig. Gera þarf ráð fyrir gosi  Vísindaráð almannavarna kom saman í gær  Kvikugangurinn heldur áfram að stækka  Ratsjá sem greinir gosefni í lofti hefur verið sett upp á Strandarheiði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Öskuspá Ratsjáin á að greina gosefni í lofti. MLíklega skammur fyrirvari goss »4 Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, segir að tekist hafi að snúa tapi í hagnað með hagræðingu. „Við gerum áætlanir fyrir árið og stýrum félaginu út frá hlutföllum; ef tekjurnar dragast saman leitum við allra leiða til að lækka kostnaðinn á móti. Þetta gerum við í hverjum ein- asta mánuði,“ segir Þórhildur Ólöf. „Allt inni í myndinni“ „Fram undan er enn frekari hag- ræðing. Þær aðgerðir verða erfiðar og sumpart er um að ræða aðgerðir sem við getum ekki farið í nema til komi aðstoð frá yfirvöldum.“ Spurð hvort til greina komi að út- burður bréfa að 50 g verði boðinn út, svo að þeir sem eru í fjölpósti, eða bera út dagblöð, geti sinnt þessari þjónustu, segir hún yfirvalda að ákveða það. „Það er allt inni í mynd- inni. Við værum ekkert á verri stað ef þessi þjónusta væri boðin út og við gætum boðið í hana líka.“ »38 Morgunblaðið/Hari Pósturinn Tekjur hafa minnkað. Útilokar ekki útboð á út- burði bréfa Hollenski dráttarbáturinn Phoenix stendur enn vaktina fyrir Faxaflóahafnir, en hann var feng- inn að láni frá hollensku skipasmíðastöðinni Damen í haust þegar sigla þurfti dráttarbátnum Magna til viðgerða í Rotterdam. Nýsmíðinni Magna hafði nýlega verið siglt í höfn til Reykja- víkur þegar í ljós kom að miklir gallar voru á smíðinni. Upphaflega átti Phoenix aðeins að gegna þessu hlutverki fram í sl. desember. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fönix stendur vaktina og siglir enn um sundin  Um 55% háskólamenntaðra starfsmanna telja að afköst þeirra séu meiri þegar þeir eru heima í fjarvinnu en á vinnu- staðnum en aðeins 13% eru ósam- mála því. Um 96% svarenda í nýrri könnun meðal félagsmanna í aðildarfélögum BHM segjast geta sinnt venjulegum verkefnum heima í fjarvinnu að einhverju leyti. Aðeins um 16% unnu heima áður en veirufaraldurinn hófst en hlutfallið er nú komið í 74%. Í ljós kemur að 46% vinna lengri vinnudaga heima en á vinnustað. Þá segja 60% að fjarvinnunni fylgi einmanaleiki. Svarendur vilja að réttur til fjarvinnu verði tryggður í kjarasamningum og mikið er rætt um að setja þurfi reglur um réttinn til að aftengj- ast, að sögn hagfræðings BHM. omfr@mbl.is »42 Einmana en afkasta miklu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.