Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 1

Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 1
Í KVÖLD KL. 19:00Á MBL.IS/BINGO TAKTUÞÁTT VERTU MEÐ ÍBINGÓGLEÐINNI F I M M T U D A G U R 1 1. M A R S 2 0 2 1 Stofnað 1913  59. tölublað  109. árgangur  GIRNILEG TILBOÐ Í NETTÓ! Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 11.— 14. mars Grísasteik Fyllt með beikoni og döðlum 1.149KR/KG ÁÐUR: 2.298 KR/KG -50% Lambahryggur Fylltur 3.149KR/KG ÁÐUR: 4.499 KR/KG Bökunarkartöflur 125KR/KG ÁÐUR: 249 KR/KG -50% -30% VERÐUGUR MINNISVARÐI UM GUÐJÓN SAGAN UM MIX VERIÐ AFBÖKUÐ Á SEINNI ÁRUM GOSDRYKKURINN 30VIÐURKENNING HAGÞENKIS 67 Freyr Bjarnason Sigurður Bogi Sævarsson Kvikugangurinn sem nær frá Keili að Fagradals- fjalli heldur áfram að stækka og er mesta kviku- flæðið sem fyrr bundið við suðurenda hans sem liggur undir og nærri Fagradalsfjalli. Á meðan kvika heldur áfram að flæða inn ganginn þarf að reikna með að það geti gosið á svæðinu. Þetta var niðurstaða fundar vísindaráðs al- mannavarna sem haldinn var í gær. Ályktað var að eftir því sem núverandi ástand standi lengur yfir aukist líkur á gosi. Litlar líkur eru taldar á að slíkt gos myndi ná til byggða. Jarðvísindamenn tóku fram í gær að mikilvægt væri að fylgjast náið með virkninni í suðurhlíðum Fagradalsfjalls til að sjá hvort kvikugangurinn sé að stækka í suður. Ef gangurinn heldur áfram að stækka og valda spennu á svæðinu má áfram eiga von á skjálftum sem finnast í byggð, sambærilegum þeim sem orð- ið hafa síðustu sólarhringa. Grunnt er nú talið vera niður á kvikuna og þykir hún líklega vera á um eins kílómetra dýpi syðst í ganginum. Ratsjá sem greinir gosefni í lofti hefur verið sett upp á vegum Veðurstofu Íslands við Reykjanes- braut, á Strandarheiði rétt fyrir sunnan Kúagerði. Gögn sem með þessu móti er aflað nýtast til að spá fyrir um dreifingu ösku á helstu flugleiðum yfir Norður-Atlantshafinu, komi til eldgoss. Hve hátt gosmökkur nær er afgerandi áhrifaþáttur í því sambandi, en eigi að síður er þarft að fylgjast með hvernig aska og gas berast næst jörðu. Yfir 2.400 skjálftar höfðu mælst þegar Morgun- blaðið fór í prentun í gær, sem þykir í hærra lagi. Upp úr klukkan 19 í gærkvöldi jókst skjálftavirkni rétt eins og á sama tíma á þriðjudag. Riðu þá yfir fleiri skjálftar yfir þremur að stærð. Sá stærsti þeirra mældist 3,8 stig. Gera þarf ráð fyrir gosi  Vísindaráð almannavarna kom saman í gær  Kvikugangurinn heldur áfram að stækka  Ratsjá sem greinir gosefni í lofti hefur verið sett upp á Strandarheiði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Öskuspá Ratsjáin á að greina gosefni í lofti. MLíklega skammur fyrirvari goss »4 Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, segir að tekist hafi að snúa tapi í hagnað með hagræðingu. „Við gerum áætlanir fyrir árið og stýrum félaginu út frá hlutföllum; ef tekjurnar dragast saman leitum við allra leiða til að lækka kostnaðinn á móti. Þetta gerum við í hverjum ein- asta mánuði,“ segir Þórhildur Ólöf. „Allt inni í myndinni“ „Fram undan er enn frekari hag- ræðing. Þær aðgerðir verða erfiðar og sumpart er um að ræða aðgerðir sem við getum ekki farið í nema til komi aðstoð frá yfirvöldum.“ Spurð hvort til greina komi að út- burður bréfa að 50 g verði boðinn út, svo að þeir sem eru í fjölpósti, eða bera út dagblöð, geti sinnt þessari þjónustu, segir hún yfirvalda að ákveða það. „Það er allt inni í mynd- inni. Við værum ekkert á verri stað ef þessi þjónusta væri boðin út og við gætum boðið í hana líka.“ »38 Morgunblaðið/Hari Pósturinn Tekjur hafa minnkað. Útilokar ekki útboð á út- burði bréfa Hollenski dráttarbáturinn Phoenix stendur enn vaktina fyrir Faxaflóahafnir, en hann var feng- inn að láni frá hollensku skipasmíðastöðinni Damen í haust þegar sigla þurfti dráttarbátnum Magna til viðgerða í Rotterdam. Nýsmíðinni Magna hafði nýlega verið siglt í höfn til Reykja- víkur þegar í ljós kom að miklir gallar voru á smíðinni. Upphaflega átti Phoenix aðeins að gegna þessu hlutverki fram í sl. desember. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fönix stendur vaktina og siglir enn um sundin  Um 55% háskólamenntaðra starfsmanna telja að afköst þeirra séu meiri þegar þeir eru heima í fjarvinnu en á vinnu- staðnum en aðeins 13% eru ósam- mála því. Um 96% svarenda í nýrri könnun meðal félagsmanna í aðildarfélögum BHM segjast geta sinnt venjulegum verkefnum heima í fjarvinnu að einhverju leyti. Aðeins um 16% unnu heima áður en veirufaraldurinn hófst en hlutfallið er nú komið í 74%. Í ljós kemur að 46% vinna lengri vinnudaga heima en á vinnustað. Þá segja 60% að fjarvinnunni fylgi einmanaleiki. Svarendur vilja að réttur til fjarvinnu verði tryggður í kjarasamningum og mikið er rætt um að setja þurfi reglur um réttinn til að aftengj- ast, að sögn hagfræðings BHM. omfr@mbl.is »42 Einmana en afkasta miklu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.