Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
opið
alla daga
kl. 10–21
25. febrúar - 14. mars
LOKAHELGIN
!
Skjálftar í
Grindavík
Jarðhræringar á Suðurnesjum halda áfram. Snarpur
skjálfti, 4,5 að stærð, reið yfir í gærmorgun. Einn af
mörg þúsund slíkum á nokkrum dögum. Nætur-
skjálftar þykja afar óþægilegir. Ég kvíði því að fara að
sofa á kvöldin, segir kona í Grindavík – einn bæjarbúa
sem Morgunblaðið ræddi við í gær. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Grindavík Elsti bæjarhlutinn, gamla kirkjan og bæjarfjallið Þorbjörn hér í bakgrunni á mynd sem tekin var í gær.
„Jarðskjálftarnir ganga hér yfir
eins og bylgjur. Kannski má lýsa
þeim sem öldum sem koma af hafi,
en brimrótið hér í fjörunni sem er
fyrir opnu hafi er ansi hressilegt
þessa stundina,“ segir Hörður Sig-
urðsson sem býr á Hrauni í Þór-
kötlustaðahverfi, skammt austan
við þéttbýlið í Grindavík. Frá
Hrauni eru um það bil fimm kíló-
metrar að Fagradalsfjalli, en um-
brotin að undanförnu hafa oft átt
upptök sín þar. Samkvæmt því er
ein sviðsmynd jarðvísindamanna
sú að í eldgosi gæti glóandi elfur
runnið í sjó fram nokkru fyrir
austan Festarfjall, sem er um tvo
kílómetra frá Hrauni.
„Þegar ekið er héðan til austurs
um Suðurstrandarveginn þarf að
fara yfir háan hrygg sem tengir
hásléttuna inn til landsins og Fe-
starfjall saman. Sá háls myndar
gott skjól fyrir byggðina í Grinda-
vík renni hraun, enda þótt enginn
geti nokkru sinni sagt hver at-
burðarásin verði í náttúruhamför-
um,“ segir Hörður sem minnist
jarðskjálfta við Grindavík haustið
1973. Þeir hafi þó verið fáir og at-
burðarásin ekki eins langvarandi
og nú gerist.
Sér til gamans búa Hörður og
Valgerður Söring Valmundsdóttir
kona hans á Hrauni með nokkrar
kindur og hross, sem ekki hafa
sýnt nein viðbrögð við jarðhrær-
ingunum. „Nei, en hins vegar eru
hundarnir alveg logandi hræddir.
Vilja sem mest vera í nálægð
mannfólksins og hjúfra sig að okk-
ur. Allt eru þetta mjög undarlegar
aðstæður sem seint venjast, eru
ónotalegar, hvað þá ef fer að
gjósa. En íbúðarhúsið hér á
Hrauni haggast ekki í jarð-
skjálftum. Það er sterkbyggt úr
timbri, reist á þykkum malarpúða
sem virðist sérstaklega góð und-
irstaða.“
Búa skammt frá Fagradalsfjalli
Jarðskjálftar sem haf-
öldur og hundar hræddir
Hraunsfólk Hörður og Valgerður hér með hundana sína, Gosa og Skottu.
„Öryggismenningin hér er sterk og
við gerum engar kröfur til starfs-
fólks um að vera ofurhetjur,“ segir
Björn Halldórsson, öryggisstjóri
hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þor-
birninum hf.
„Þegar snörpustu skjálftarnir
ganga yfir hafa starfsmenn af er-
lendum uppruna, sem ekki þekkja
svona náttúruhamfarir, sumir fyllst
ótta og farið heim úr vinnu sem er í
góðu lagi. Nokkrum sinnum höfum
við efnt til rýmingaræfinga í fisk-
vinnsluhúsunum okkar þar sem
gert er manntal á hverjum morgni.
Einnig getum við séð stafrænt hvar
fólk er statt í húsunum, þar sem við
höfum gengið vel frá öllum fest-
ingum og gert hlutina jafn örugga
og verða má. Stöðug fræðsla er
annars lykilatriði í öllu þessu starfi;
það er endursögn á þeim skila-
boðum og leiðbeiningum sem koma
frá almannavörnum og öðrum. Fyr-
irbyggjandi ráðstafanir vegna jarð-
skjálfta eru teknar mjög alvarlega
hér, rétt eins og smitvarnir vegna
kórónuveirunnar,“ segir Björn sem
hefur starfað hjá Þorbirninum í
fjögur ár. Áður var hann slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamaður og
starfaði m.a. um skeið við frið-
argæslu í Kabúl í Afganistan.
„Ég er logandi hræddur við jarð-
skjálfta; meira en flest annað í til-
verunni. Þegar ég var í Kabúl var
Hillary Clinton þar í heimsókn og
kröftug árás var á sama tíma gerð á
borgina. Eldflaug var skotið á loft,
hún sveif rétt yfir höfuð mitt og féll
til jarðar ekki langt frá og sprakk
með hvelli. Mér var óneitanlega
brugðið þá en jarðskjálftarnir núna
finnast mér verri.“
Fræðsla og fyrirbyggjandi ráðstafanir hjá Þorbirninum
Skjálftarnir verri en eldflaugar í Kabúl
„Hér titrar stöðugt og einn skjálftinn um helgina átti
upptök sín hér rétt við húsið. Jarðflekarnir eru greini-
lega á stöðugri hreyfingu og færast til. Við hér í
Grindavík og Suðurnesin öll erum á leiðinni til Am-
eríku með sama áframhaldi,“ segir Hildur Gunn-
arsdóttir sem býr með fjölskyldu sinni við götuna
Glæsivelli, efst og vestarlega í bænum.
Alla aðfaranótt síðasta sunnudags voru jarðskjálftar
í Grindavík og bæjarbúum því ekki svefnsamt. Margir
brugðu því á það ráð að fara í bíltúr um götur bæjarins,
enda rórra á rúntinum en heima fyrir.
„Ég náði að sofa í eina klukkustund þessa nótt og að
undanförnu hef ég bókstaflega kviðið því að fara að
sofa á kvöldin. Í sjálfu sér dugar ekkert í þessari stöðu
nema æðruleysi og að vona að kvikan í iðrum jarðar
storkni og ósköpin fjari út. Vonandi gerist það á næstu
vikunni. En auðvitað eru þessar hamfarir farnar að
taka á taugar og einhverjir hafa þurft róandi lyf. Fólk
býr sig undir hið versta,“ segir Hildur sem lofar starf
björgunarsveitarinnar Þorbjarnarins í Grindavík síð-
ustu sólarhringa. Upplýsingagjöf og andlegur stuðn-
ingur björgunarmanna við fólk á óvissutímum sé ómet-
anlegt.
Í gær var Hildur að taka kaktusa og ýmsa lausamuni
úr hillum í eldhúsinu á heimili sínu. Þar hafa myndir
fallið af veggjum og bækur dottið úr hillum, svo allur
er varinn góður. „Skjálftarnir síðustu vikur eru bók-
staflega óteljandi en venjast að nokkru leyti. Maður
finnur gjarnan úr hvaða átt þeir koma. Getur líka sagt
nánast strax hve sterkir þeir eru. 4,6 var styrkur þess
sem hér reið yfir í morgun, kom eins og brimskafl og
var lengi að ganga yfir. Mjög óþægilegur eins og þess-
ar hamfarir að undanförnu hafa allar verið,“ segir
Hildur Gunnarsdóttir.
Hildur Gunnarsdóttir tekur kaktusa úr eldhúshillunum
Suðurnes á leiðinni til Ameríku
„Jarðskjálftarnir eru auðvitað mjög óþægilegir, en fólk
hér tekur þessu af miklu æðruleysi,“ segir séra Elín-
borg Gísladóttir, sóknarprestur Grindvíkinga.
„Fólki finnst óneitanlega afar gott að vita af kirkj-
unni sinni þegar svona stendur á. Þess vegna hefur frá
því umbrotin hófust nokkrum sinnum verið opið hús í
kirkjunni. Slíkt hefur mælst vel fyrir, fólk hefur komið
og rabbað saman um stöðu mála yfir kaffibolla í rólegu
andrúmslofti. Flestir sem ég hef tal af hafa fundið sínar
eigin leiðir til að höndla ástandið,“ segir sr. Elínborg.
Hún var á leiðinni í Sandgerði með fermingarbörnum
sínum þegar Morgunblaðið hitti hana á förnum vegi í
Grindavík síðdegis í gær.
„Krakkarnir taka jarðskjálftunum alveg eins og
hetjur og minnast raunar ekki á þá við mig,“ segir sókn-
arpresturinn.
Í kvöld, föstudag, er ætlunin að vera með sam-
verustund í Grindavíkurkirkju fyrir þá fjölmörgu íbúa í
bænum sem eru pólskir að uppruna. Margir þeirra
vinna hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum í bænum og eru
uppistaðan í starfsliði þeirra. Prestur kaþólskra á Suð-
urnesjum, Mikolaj Kecik, mun, auk sr. Elínborgar, sinna
þeirri athöfn sem hefst kl. 20.
Opið hús í Grindavíkurkirkju og hlúð að pólskum íbúum í bænum
Fólki finnst gott að vita af kirkjunni
Skjálftahrinan á Reykjanesskaga