Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 6

Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Aðalfundur Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 26. mars 2021 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: Stjórn Hampiðjunnar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur ásamt ársreikningi félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega eða með rafrænum hætti og þannig að dagsetning komi fram. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Slysum í umferðinni fækkaði um- talsvert á seinasta ári og á faraldur kórónuveirunnar og minni umferð vegna sóttvarnaaðgerða án vafa stóran þátt í þeirri þróun. Skráð slys og óhöpp í umferðinni í fyrra voru samtals 5.504 en voru 6.619 á árinu á undan. Hins vegar létu fleiri lífið í umferðarslysum í fyrra en ár- ið á undan eða átta einstaklingar í sjö slysum, sjö karlmenn og ein kona. Sá yngsti sem lést var 28 ára og sá elsti 92 ára. Í nýútkominni skýrslu Sam- göngustofu um umferðarslys á sein- asta ári er bent á að Ísland er í hópi þeirra þjóða þar sem fæstir láta lífið í umferðinni miðað við höfðatölu. Fram kemur að alvarlega slös- uðum fækkaði talsvert á milli ára eða úr 182 í 149 og er Ísland komið vel undir markmið um fækkun slysa sem sett voru í umferðar- öryggisáætlun eða um 9% og var þeim markmiðum náð í fyrra í fyrsta sinn síðan þau voru sett fram. „Lítið slösuðum fækkar einnig, úr 948 í 858, og lækkar þar með heildarfjöldi slasaðra og látinna úr 1.136 í 1.015 eða um 10,7%. Hafa aldrei færri slasast í umferðinni frá því núverandi skráningarfyrirkomu- lag var tekið upp árið 1992,“ segir í slysaskýrslunni. Þrátt fyrir fækkun slysa fækkaði þeim lítið milli ára sem slösuðust af völdum ölvunaraksturs eða úr 38 árið 2019 í 37 í fyrra. Alvarlega slösuðum og látnum vegna ölvunar undir stýri fjölgaði í fyrra úr sex í ellefu og þar af létust þrír að því er segir í skýrslunni. „Það sama er upp á teningnum þegar kemur að akstri undir áhrifum fíkniefna. Slösuðum vegna fíkniefnaaksturs fækkar á milli ára úr 36 í 31 en al- varlega slösuðum og látnum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar úr fjórum í átta og þar af lést einn.“ Færri ungir ökumenn slös- uðust alvarlega á seinasta ári Áberandi góður árangur náðist í fyrra með fækkun alvarlegra slysa fótgangandi vegfarenda og færri ungir ökumenn og ferðamenn lentu í alvarlegum slysum. Ef litið er á umferðarslys eftir mánuðum má sjá að flest alvarleg slys eða 19 áttu sér stað í ágúst. Slys þar sem meiðsli voru lítil áttu sér flest stað í janúar og júlí eða 56 í hvorum mánuði. Slysatíðnin minnkaði sérstaklega mikið í apríl en þá voru 294 slys og óhöpp skráð í umferðinni samanborið við 461 í mánuðinum á undan og 400 í maí. Tölur um staðsetningu slysa leiða í ljós að flest slys og óhöpp urðu á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar annars vegar og gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hins vegar. „Þar á eftir eru tvö hringtorg í Hafnarfirði; annars vegar þar sem mætast Flatahraun, Fjarðarhraun og Bæjarhraun og hins vegar þar sem mætast Reykjanesbraut, Hlíðarberg og Lækjargata. Þegar kemur að slysum með meiðslum eru gatnamót Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar með flest slys. Þar á eftir eru svo gatnamót Reykjanes- brautar og Bústaðavegar, gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar og gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar. Utanbæjar verða flest slysin á helstu stofnleiðum út frá höfuðborgarsvæðinu enda er umferðin mest þar,“ segir í skýrsl- unni. Í samantekt um slasaða í umferð- inni eftir búsetu þeirra kemur fram að fjöldi slasaðra miðað við íbúa- fjölda er nokkuð mismunandi eftir landshlutum eða allt frá 1,9 slös- uðum á hverja 1.000 íbúa á Vest- fjörðum til 4,3 á Austurlandi. Skýrsluhöfundar benda á að ef seinasta ár er borið saman við næstu fimm ár á undan megi sjá að færri íbúar í öllum landshlutum slösuðust á árinu 2020 en að jafnaði árin fimm á undan. „Íbúar Suður- lands, Vestfjarða og Suðurnesja slasast töluvert minna en síðustu ár,“ segir í skýrslunni. Færri slys meðal ferðamanna Fækkun erlendra ferðamanna birtist með skýrum hætti í umferð- arslysatölunum og fækkaði slysum erlendra ferðamanna í umferðinni um 77% í fyrra frá árinu á undan. Á seinasta ári slösuðust 45 erlendir ferðamenn í umferðinni hér landi en þeir voru 193 árið 2019 og 202 á árinu 2018 en á því ári komu ríflega 2,3 milljónir ferðamanna um Leifs- stöð. Í fyrra voru þeir um 479 þús- und. Slysatölur um farartæki og hópa vegfarenda í fyrra sýna að 60 slös- uðust alvarlega í fólksbílum, 18 slösuðust alvarlega á þungum bif- hjólum, 42 á reiðhjólum og rafhjól- um og tólf fótgangandi vegfarendur slösuðust alvarlega á seinasta ári. Tölur yfir öll slys á seinasta ári leiða í ljós að slysum á reiðhjólum og rafhjólum fjölgaði verulega í fyrra. Þá voru skráð 164 slys eða óhöpp á reiðhjólum og rafhjólum en voru 101 árið á undan og 120 á árinu 2018. Mun færri slösuðust í hópferða- bílum í fyrra en á árunum á undan eða ellefu samanborið við 45 á árinu 2019, 28 árið 2018 og 53 2017. Aldrei færri slasast frá 1992 - Slysum og óhöppum í umferðinni fækkaði umtalsvert á seinasta ári samkvæmt nýrri slysaskýrslu Samgöngustofu - Alvarlega slösuðum í umferðinni í fyrra fækkaði talsvert á milli ára eða úr 182 í 149 Í slysaskýrslu Samgöngustofu er lagt mat á áætlaðan heildarkostnað við öll umferð- arslys. Talið er að hann hafi numið 40,5 milljörðum á sein- asta ári, 43,2 milljörðum árið 2019 og 53,3 milljörðum á árinu 2018. Af tölum Samgöngustofu má ráða að á seinustu fimm árum nemi samanlagður kostnaður vegna umferðarslysa og óhappa í umferðinni rúmum 250 milljörðum króna. 250 milljarðar á fimm árum KOSTNAÐUR VIÐ SLYSIN Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alþjóðlegt teymi vísindamanna frá Austurríki, Þýskalandi og Banda- ríkjunum, með íslenska plöntustein- gervingafræðinginn Friðgeir Gríms- son í fararbroddi, er nýbúið að lýsa áður óþekktri tegund fornflugu af ættbálki tví- vængja. Friðgeir starf- ar við Háskólann í Vínarborg og það var á hans ábyrgð að kryfja steingerða flug- una, sem og greina og túlka maga- innihald eftir síðustu máltíðir henn- ar. Það sem gerir fundinn sérstaklega áhugaverðan er að magainnihaldið hefur einnig varð- veist, en það gefur sjaldgæfa innsýn í fæðuöflun og næringu flugna fyrir um 47 milljónum ára. Virkar í skordýrafrævun „Þetta var sannarlega skemmti- legt og skilaði miklum upplýsing- um,“ segir Friðgeir í samtali við Morgunblaðið. „Með þessum rann- sóknum komumst við að því að venjulegar litlar flugur, ekki býflug- ur, hafa flogið á milli blóma og náð sér í magafylli af frjókornum. Með niðurstöðunum sýnum við fram á að flugur hafa tekið þátt í að bera frjó- korn á milli og frjóvga blóm. Þegar magainnihaldið er skoðað verður þetta allt svo myndrænt og það er sjaldgæft að færi gefist á svona rannsóknun. Greinin var birt á miðvikudag í tímaritimu Current Biology og nú þegar hef ég fengið fyrirspurnir. Þetta þykir merkilegt í þessum bransa og ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til þess að kryfja tæplega 50 milljón ára gamla flugu.“ Steingerð fornflugan fannst í vatnasetlögum við Messel í Þýska- landi, en þau eru þekkt fyrir ein- staka steingervinga spendýra og eru á heimslista UNESCO. Þar er grafið tvisvar á ári undir ströngu eftirliti og hvert korn skráð niður, eins og Friðgeir orðar það. Það var þó ekki flugan sjálf sem vakti hvað mesta at- hygli rannsakenda heldur útþaninn kviðurinn sem var enn fullur af síð- ustu máltíðinni. Við greiningu kom á óvart að í ljós komu frjókorn fjölda mismunandi blómplantna. Fjölbreytileiki frjókornanna bendir til þess að flugan hafi átt þátt í frjódreifingu mismunandi plöntu- tegunda. Samkvæmt upplýsingum frá Friðgeiri undirstrikar þetta að flugur af ættbálki tvívængja hafi verið virkar í skordýrafrævun innan fornra hitabeltisvistkerfa og jafnvel varpað skugga á starf býflugunnar. Krufði steingerving 47 milljón ára fornflugu - Bar frjókorn - Síðasta máltíðin - Íslendingur í hópnum Ljósmynd/Senckenberg Steingerð Flugan sem fannst við Messel í Þýskalandi og var krufin. Friðgeir Grímsson Umferðarslys árið 2020 Fjöldi slysa eftir mánuðum Slasaðir og látnir eftir vegfarendahópum árið 2020 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Lítil meiðsli Alvarleg slys Banaslys Í fólksbílum 66% Í hópferðabílum 1% Í sendi- og vörubílum 6% Á léttum bifhjólum 1% Á þungum bifhjólum 4% Á reiðhjólum og rafhjólum 16% Fótgangandi 4% Aðrir 2% H ei m ild :S am gö ng us to fa jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. Slasaðir og látnir alls 1.015

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.