Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 19

Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 VINNINGASKRÁ 377 11838 24079 34702 42214 51773 61568 71186 626 12337 24406 34733 42431 51795 61598 71453 810 12726 25178 34794 42663 51800 62396 71528 882 12867 25364 34859 43032 51827 62770 72101 1117 13042 25379 35023 44027 51828 63130 72602 1482 13254 25769 35157 44154 51848 63350 73011 1586 13799 25887 35182 44290 52524 63682 73202 1867 14009 26075 35967 44635 52638 63689 73327 1918 14315 26392 36023 45206 53235 63846 73450 2594 14691 26987 36352 45329 53375 63870 73520 2659 15217 27157 36395 45808 53936 64039 73587 2764 15445 27579 36791 46086 53940 64168 73894 2839 15801 27687 36995 46167 53953 64169 74225 3460 15855 28177 36997 46319 54896 64220 75062 4052 16110 28442 37198 46524 55264 64234 75530 4090 16914 28576 37276 46776 55449 64406 75533 4322 17169 28646 37324 47326 55472 64919 75751 4341 17305 28773 37474 47746 55493 64957 75977 4799 18447 28822 37587 47894 56022 65605 76104 5089 18520 29080 37725 47911 56122 65769 76704 5376 18986 29748 37741 48005 56490 66157 76879 5671 19247 30180 37779 48443 56617 66285 76931 6546 19288 30264 38653 49041 57324 66374 77170 6894 19556 30267 38677 49443 57327 66975 77662 7332 19678 30642 38827 49607 57451 67232 78254 7417 19972 31577 39446 50147 57560 67271 78263 7643 20193 32304 39706 50204 57604 67749 78348 7846 20489 32666 39861 50483 57927 67849 79106 8322 20526 32779 40238 50680 58472 68238 79310 8910 20596 32900 40495 50693 58474 69245 79795 9413 21453 33204 40614 50887 58702 69515 79934 9435 21896 33594 40690 50960 59612 69704 10337 22553 33985 40706 51011 60120 69844 10522 22629 34006 41184 51146 60240 70057 10859 22830 34172 41355 51335 60629 70500 10930 22949 34242 42099 51423 61058 70729 11834 23454 34457 42189 51563 61256 71127 778 11411 18675 27412 40139 45506 54172 72685 1074 11655 18965 27873 41394 46217 54295 73750 1378 12420 19101 28131 41475 46624 55422 74271 1854 12616 19998 31156 42355 46698 55945 74454 2097 12998 20657 32217 42630 46763 57408 76059 2635 13299 22375 34967 43218 47128 58983 76617 4881 13433 22809 35460 44100 47551 60972 79207 7232 13932 23149 36179 44238 48936 61216 79448 7462 15283 23650 39161 44601 48963 62992 79465 7946 16625 24850 39280 44693 49140 67502 10233 16648 24964 39524 44966 49520 70032 10808 17608 25097 39552 45002 52374 70247 11349 17705 26260 39639 45483 54161 72272 Næstu útdrættir fara fram 18., 25. & 31. mars 2021 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 3584 9342 64764 66755 79410 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1469 7671 19877 30893 39998 60043 3797 8321 22785 32385 44397 66152 6315 11727 23382 38468 47136 66400 7491 17730 25581 39968 59061 77759 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 8 4 0 6 45. útdráttur 11. mars 2021 Sundhöllin við Bar- ónsstíg hefur verið borgarbúum mikil heilsulind síðan hún var tekin í notkun árið 1937. Hún var líka börnum og unglingum mikil afþreying á þeim tímum þegar fátt var við að vera í Reykjavík og fjárhagur foreldra var knappur. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni, sem var afar snjall arkitekt. Hann hagaði húsaskipan að þörfum notenda ekki síður en að þörfum smekkvísinnar. Búnings- klefar og sturturými kvenna var einkar vel hannað og þægilegt. Kon- ur taka gjarnan smábörnin með sér í sund og í sturtuklefunum eða sturtu- básunum höfðu þær góða yfirsýn yfir umsvif þeirra. Fyrir nokkrum árum var ráðist í viðbyggingu og breytingar á Sund- höllinni við lítinn fögnuð kvenna, því þær voru sviptar sínu hefðbundna búnings- og sturturými. Karlarnir fengu að halda sínum búningsklefum. Enn einu sinni í Íslandssögunni er hallað á konur. Þeim er gert að nota nýja búnings- og sturtuaðstöðu, sem er öllu nöturlegri en búningsklefar Guðjóns Samúelssonar. Sturturýmið er of lítið og sturtur alltof fáar. Hins vegar er þarna alrými, sem lítið er notað. Miklir ranghalar valda því að barnakonur missa sjónar á litlu krökkunum þegar þau eru að rann- saka þessa baðheima og dæmi til að þær þurfi fáklæddar að elta þá uppi fram að hliði – eða jafnvel lengra – og geta sundlaugargestir fylgst með þeim eltingaleik gegnum gluggarúð- ur, sem ná niður á gólf. Hefði ekki verið ráð að hafa þarna veggi til hálfs? Þá er komið að aðalmálinu. Til þess að komast í gömlu heitu pott- ana, sem veita skjól, og innilaugina verða konur að ganga hálfa þing- mannaleið til þess að komast í stiga- húsið. Í vetrarhörkum geta þær hæg- lega orðið úti á leiðinni. Nú er það svo að sundleikfimi, sem eldri borgarar sækja, fer einmitt fram í innilauginni. Ef eldri frúr ætla að taka þátt í henni verða þær að leggja út í þennan lífs- háska þegar illa viðrar. Barnakonum er ókleift að komast með ung börn sín í litlu laugina að vetrarlagi. Þess vegna er lífsnauðsyn fyrir konur að þær fái aftur sturtuklefa sína í kjall- aranum – og ætli það sé þeim of gott! Svo er annar ókostur á þessari ný- byggingu, sem reyndar er ekki lífshættulegur heldur bara leiðinlegur. Sundhallargestum þyk- ir mörgum hverjum gott að fá sér kaffisopa eftir sundið, líta í blöðin og spjalla við náung- ann. Í hinu glerjaða al- rými fyrir framan af- greiðslubúrið er komið fyrir borðum og stólum og til þess ætlast að fólk setjist þar og fái sér kaffi. Það gerir fólk varla, því þarna er álíka óvistlegt að drekka kaffi og lesa blöð og að sitja í uppljómuðum búðar- glugga. Það vill enginn maður. Hins vegar er í Sundhöll Reykjavíkur mik- ið ágætisrými, sem Guðjón Samúels- son hannaði, og er það fordyrið að byggingu hans – veggir þykkir og gluggar hæfilegir. Þarna er hlýtt og þarna er notalegt að sitja og drekka kaffi og spjalla við kunningjana. En þetta dásamlega rými er búið að fylla af klunnalegum svörtum geymslu- skápum og sjálfsölum fyrir gos og sætindi. Það er unnendum Sundhall- arinnar mikið hjartans mál að losna við þessi skápaferlíki úr þessu hús- verndaða rými og setja þar inn borð og stóla fyrir sundgesti. Þá fengi Sundhöllin aftur sitt félagslega hlut- verk, sem nú um stundir á erfitt upp- dráttar. Skápana mætti setja fram í hið óvistlega glerrými. Það myndi ekki trufla neinn nema kannski hönn- uðina, sem kynni að finnast skápa- ferlíkin skyggja á hönnunarsnilld sína. Þótt skömm sé frá að segja er þessi viðbygging ekkert snilldarverk, hvorki á mælikvarða fagurfræðinnar né nytsemdarinnar. Og seint verður sú vísa of oft kveðin að íslenskum arkitektum ber að líta til veðurs. Og gott væri að þeir ættu samtal við not- endur húsa sinna. Með því mætti losna við margt klúðrið. Ég skora á borgarstjórn að gera gangskör að nauðsynlegum breytingum á við- byggingu Sundhallarinnar svo að sundhallargestir – einnig konur – megi vel við una. Þetta er jafnrétt- ismál. Nokkur orð um Sundhöllina Eftir Vilborgu Auði Ísleifsdóttur » Þótt skömm sé frá að segja, þá er þessi viðbygging ekkert snilldarverk, hvorki á mælikvarða fagurfræð- innar né nytsemd- arinnar. Vilborg Auður Ísleifsdóttir Höfundur er sagnfræðingur og sund- hallargestur. Hann er líka kona. Það vekur sífellt undrun mína hve margir Reykvíkingar aka á nagladekkjum. Það er skiljanlegt að þeir sem erindi eiga út fyrir borgarmörkin að vetri til vilji tryggja sig sem best gegn hálku á vegum. En mér segir svo hug- ur að þeir séu mun fleiri sem aka á nagladekkjum að óþörfu. Mörg ár eru síðan ég hætti sjálfur að nota slík dekk og hef ekki saknað þeirra. Nú vita allir að nagladekkin slíta yfirborði gatna miklu meira en ónegld dekk og valda jafnframt umtalsverðri meng- un. Stjórnendur umferðarmála virð- ast ekki hafa séð leið til að mæta þessum vanda. Hvernig væri að leggja skatt á þá sem nota nagla- dekk? Skatturinn þyrfti að vera nægilega hár til þess að menn notuðu ekki nagladekk að óþörfu. Slík skattlagning væri réttlætanleg, því að þeir sem aka á nagla- dekkjum valda kostn- aði sem samborgarar þeirra þurfa að greiða, hvort sem þeir sem nota nagladekk eða ekki. Vonandi taka rétt yfirvöld þetta sem fyrst til athugunar. Skatt- lagning hefur yfirleitt ekki vafist fyrir ráðamönnum þótt rökin séu stundum vafasamari en í þessu til- viki. Nagladekkin Eftir Þorstein Sæmundsson Þorsteinn Sæmundsson »Ætti ekki að leggja skatt á þá sem nota nagladekk? Höfundur er stjörnufræðingur. halo@hi.is Allt um sjávarútveg Fyrir löngu er kominn tími til að tryggja betur land og þjóð. Ég pláganna hættum varna vil og varast þeirra ógnarslóð. Andvaraleysi í ástkærri borg illt er að vitna um og heyra. Þar stjórnvöld vilja að stræti og torg stíflist og öngþveitið verði meira. (ÓFM 27. janúar 2020) Ofanskráð ljóð mitt var samið í byrjun skjálftahrinu við Grindavík og á Reykjanesskaga á liðnu ári. Þá var aðeins mánuður í að kórónuveiruplágan næði til landsins og hefur hún valdið þungum búsifjum fyrir efnahag landsmanna. Jarðskjálftahrinan hefur síðan tekið sig upp eftir nokkurt hlé á Reykja- nesskaga og kvikumælingar sýna að lítið gos gæti hæglega orðið þar á næstu misserum. En mitt í þessum ólgusjó beini ég nú athyglinni að borgarstjórnar- meirihlutanum í Reykjavík, sem hag- ar sér eins og ribbaldar og hamast gegn flugvellinum í Vatnsmýri, sem víst skal fluttur út í Hvassahraun, milli Hafnar- fjarðar og Keilis. Síðast rann hraun yfir ætlað flug- vallarstæði í Hvassahrauni og niður í Hafn- arfjörð fyrir 800 árum. Og margt bendir nú til þess að aftur sé að kvikna á jarð- eldum á Reykjanesi eftir 800 ára hlé. Í miðri þessari átakahrinu þurfum við enn og aftur að horfa upp á aðfarir Dags Eggertssonar og félaga hans í borgarstjórnarmeirihlutanum í garð flugreksturs og flugöryggis í Vatns- mýrinni, þó að það hafi lengi mátt vera „Dagljóst“ að flugvöllur í Hvassahrauni er enginn valkostur í samgöngumálum. Verandi bæði í veðravíti og í kjaftinum á væntanlegu eldgosi! Dagur borgarstjóri hefur líka gert allt sem hann hefur mátt til að tefja lagningu Sundabrautar og hindra umferð víða í borginni, sem myndi tefja rýmingu hennar í neyð. Ég segi því: Tryggjum nú Reykja- víkurflugvöll og alla aðstöðu þar í sessi og hættum öllu hjali um að flytja hann á brott. Flýtum Sunda- braut og nauðsynlegum samgöngu- bótum í Reykjavík. Reynum frekar að tefja hina ónauðsynlegu og rán- dýru „borgarlínu“ og önnur gælu- verkefni Dagsmeirihlutans. Það væri mikil gæfa fyrir Reykvík- inga og aðra landsmenn ef ribbalda- hætti og skemmdarverkum vinstri- manna í Reykjavík myndi ljúka eftir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Andvaraleysi og ribbaldahátt- ur borgarstjórnarmeirihlutans Eftir Ólaf F. Magnússon » Tryggjum nú Reykjavíkurflugvöll og alla aðstöðu þar í sessi og hættum öllu hjali um að flytja hann á brott. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.