Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
✝
Garðar Jóns-
son fæddist 21.
janúar 1966 í
Reykjavík. Hann
lést 1. mars 2021 á
sjúkrahúsi Akra-
ness. Foreldrar
hans eru: Alma
Garðarsdóttir frá
Hrísey, f. 7.1. 1946,
og Jón Guðmunds-
son frá Barðastöð-
um á Snæfellsnesi,
f. 27.4. 1944, d. 18.7. 2016.
Systkini Garðars eru: Herdís, f.
4.4. 1969, maki Sigurgeir Ragn-
ar Sigurðsson. Þau eignuðust
fjögur börn; Ósk, f. 4.4. 1969,
maki Torfi Sigurjón Einarsson.
Þau eiga fjögur börn; Guð-
mundur Þór, f. 29.10. 1976.
Hann á þrjú börn.
Garðar kvæntist Ólínu Ingi-
björgu Gunnarsdóttur hinn 30.
maí 1998. Þau skildu 2012. Börn
þeirra eru: 1) Jón Gunnar, f. 7.
maí 1987. Kvæntur Lilju Guð-
ömmu sinni og afa í Hrísey og
hafði sterkar taugar þangað.
Hann hóf sinn starfsferil í Hrís-
ey, vann í frystihúsinu og var til
sjós. Einnig var hann til sjós frá
Akranesi. Auk sjómennsku
vann Garðar ýmis störf um æv-
ina, t.d. við málningarvinnu,
smíðar, beitningu, sölustörf og
fleira. Árið 1993 hóf hann störf
í Járnblendiverksmiðjunni og
vann ýmis störf þar til ársins
2012. Hann var rekstrarstjóri í
Þörungaverksmiðjunni á Reyk-
hólum. Síðustu ár starfaði hann
sem öryggisstjóri flugskýlis hjá
Icelandair í Keflavík.
Garðar vann við andleg mál-
efni í fjölda ára. Hann hélt fjöl-
mörg námskeið og fundi fyrir
sálarrannsóknarfélög víða um
land auk þess sem margir leit-
uðu til hans þar fyrir utan.
Útför Garðars fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 12. mars
2021, klukkan 13.
Streymt verður frá athöfn-
inni á vef Akraneskirkju:
https://www.akraneskirkja.is/
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat/
mundsdóttur. Börn
þeirra eru Ylfa
Nótt og Fannar
Kaprasíus. 2) Haf-
þór Ingi, f. 25.
október 1991. Í
sambúð með Me-
liku Sule. Sonur
hans er Davíð Leó.
Móðir Davíðs er
Heiðdís Júl-
íusdóttir. 3) Lilja
Bjarklind, f. 26.
september 1996. Í sambúð með
Oliver Darra Bergmann Jóns-
syni. Börn þeirra eru: Ólafur
Darri Bergmann, Viktor Leví
Bergmann og Steinar Theó
Bergmann. 4) Stefán Kaprasíus,
f. 18. nóvember 1998.
Garðar ólst upp í Garðabæ til
átta ára aldurs en þá flutti fjöl-
skyldan upp á Akranes. Þar bjó
Garðar til ársins 2016 en þá
flutti hann í Kópavog og þaðan
til Sandgerðis árið 2019. Garðar
dvaldi sem barn mikið hjá
Við bjuggum hvort í sinni göt-
unni á Akranesi en hittumst samt
fyrst í Atlavík árið 1984. Fyrir
framan sviðið þar sem Stuðmenn
sungu og spiluðu. Garðar var þá
18 ára svellkaldur sjómaður í
Hrísey og búinn að kaupa sér hús
þar, ég 16 ára skólastúlka af
Skaganum.
Um haustið kom hann frá
Hrísey til að fara í skólann. Hann
var hár og grannur með rauðbirk-
ið mikið hár og þvílíkur töffari. Á
busaballinu urðum við par og ást-
in tók völdin. Í október kom kenn-
araverkfall og Garðar stakk upp á
að við færum að vinna í Hrísey.
Mér fannst þetta jafngóð hug-
mynd og honum en pabbi sagði
nei. Til Hríseyjar færi ég ekki
heldur skyldi ég klára skólann.
Stuttu seinna vildi Garðar að við
myndum trúlofa okkur, ég var
ekki viss hvað pabbi segði nú við
því, en Garðar hikaði ekki, fór til
pabba og bað um hönd mína og
fékk. Á aðfangadag trúlofuðum
við okkur og hófum lífsgönguna
saman.
Garðar var mörgum hæfileik-
um gæddur. Allt lék í höndunum
á honum. Hann var listasmiður,
hvort sem það var að byggja hús,
palla, húsgögn eða renna fallega
muni í rennibekknum.
Hann málaði heimilið jafnt sem
falleg listaverk, hann skrifaði og
orti. Hann hafði ótrúlega andlega
hæfileika sem afskaplega fáum er
gefið. En stundum gengu hæfi-
leikarnir á orkuna hans og skildu
hann eftir úrvinda og örþreyttan.
Hann var fljóthuga og fram-
kvæmdaglaður, svo fljóthuga að
stundum náði hann ekki að segja
mér frá hugmyndum sínum áður
en hann framkvæmdi þær. Hann
var hamhleypa til vinnu og unni
sér engrar hvíldar meðan áhug-
inn var fyrir hendi.
Við ferðuðumst mikið bæði
innanlands og utan. Áttum marg-
ar stundir í Hrísey og árin liðu við
leik, störf og barnauppeldi.
Lengst af sigldum við með byr í
báðum seglum í gegnum lífið.
Seinna kom úfinn sjór og öldu-
gangur sem varð til þess að
hjónaband okkar sigldi í strand
fyrir nokkrum árum. Eftir standa
stærstu afrekin okkar í lífinu.
Börnin okkar fjögur. Jón Gunnar,
Hafþór Ingi, Lilja Bjarklind og
Stefán Kaprasíus. Þau eru það
sem við erum stoltust af. Um það
vorum við hjartanlega sammála.
Þau, tengdabörnin og barnabörn-
in eru það sem gefa lífinu gildi og
þar mun minningin um pabba og
afa lifa.
Elsku Alma mín, börnin mín og
systkini Garðars. Ykkur sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur og vona að Guð gefi ykkur
styrk til að takast á við sorgina.
Ólína Ingibjörg.
Elsku pabbi. Það er óraun-
verulegt að hugsa til þess að geta
ekki lengur leitað til þín þegar
eitthvað bjátar á. Eða komið til
þín með góðar fréttir þar sem ég
vonaðist til þess að gera þig stolt-
an.
Það er óraunverulegt að geta
ekki tekið upp símann og heyrt í
þér. Þú hafðir svo róandi áhrif á
mig alltaf. Þú baðst mig að stíga
niður fæti þegar ég var kominn
fram úr sjálfum mér, og hvattir
mig áfram þegar ég vanmat sjálf-
an mig. Það er óraunverulegt hve
oft ég hef þurft á þér að halda og
þú hefur stýrt mér í rétta átt í líf-
inu. Þú hjálpaðir mér með svo
margt. Eiginlega allt sem skipti
máli.
Ég vildi óska að ég hefði getað
aðstoðað þig jafnmikið og þú
gerðir fyrir mig. En eins og þú
kenndir mér einu sinni: „Leyfðu
mér að hjálpa þér, það hjálpar
mér.“ Ég lofa að reyna að halda
heiðri þínum á lofti og hjálpa
þeim sem eftir eru eins vel og ég
get. Ég skal segja sögur af þér
eins lengi og ég lifi.
Það er mjög raunverulegt hvað
það er gott að hugsa til þín og
hafa átt þig að.
Elsku pabbi loksins í friði.
Vaktu yfir okkur.
Þinn bóhem,
Hafþór.
Elsku pabbi.
Við sátum yfir ófáum fótbolta-
leikjunum saman. Eitt af því sem
við ræddum um var að það kæmi
maður í manns stað. Ég vildi óska
þess að það væri hægt í þessari
stöðu.
Ég man einu sinni, ég hafði
gert eitthvað af mér og var ekki
tilbúinn að takast á við afleiðing-
arnar. Ég fór beint til þín að ræða
málin því þar vissi ég að við mér
yrði tekið með ró og skilningi.
Ég vildi óska þess að þú gætir
komið til mín núna með réttu
svörin fyrir óréttlæti lífsins.
Þú kenndir mér mikið af góð-
um hlutum, hvernig takast eigi
við lífið og hvað sé best að gera í
erfiðum aðstæðum. En það allra
mikilvægasta sem þú sýndir mér í
tali og verkum var að allt er gert
til einskis sértu ekki góð mann-
eskja. Eftir því lifi ég og held fast
í að sama hversu mörg mistök ég
geri, þá sé það eina sem skiptir
máli að ég sé að vinna að því að
vera góð manneskja, eins og þú.
Ég vildi óska þess að ég gæti
horft á annan fótboltaleik með
þér. Ég vildi óska þess að ég gæti
komið til þín aftur þegar ég veit
ekki hvað er best að gera. Ég vildi
óska þess að ég ætti inni nýtt lífs-
ráð frá þér. En það bíður allt betri
tíma. Ég óska þess enn að næst
þegar við sjáumst, bjóðir þú mér
á rúntinn í nýjasta bílnum, að við
horfum á mynd í stærsta sjón-
varpinu, og knúsumst í bestu
gæðunum.
Mundu að vökva gullblómið
þitt.
Kaprinn þinn að eilífu.
Stefán.
Elsku pabbi minn.
Mikið er skrítið að þurfa að
kveðja þig, að geta ekki hringt ef
mig vantar ráðleggingar, að geta
ekki beðið þig um að hjálpa mér
við hin og þessi verkefni, að geta
ekki spjallað við þig um allt og
ekkert, að missa þig er að missa
svo mikið öryggi og ást.
Ef það þurfti að mála hús,
leggja parket eða setja upp inn-
réttingar þá varst þú alltaf mætt-
ur, eldsnemma og með allar græj-
ur.
Enginn var betri í að ræða mál-
in og tala fólk upp, hjálparhöndin
var sterk og viljug. List lék í
höndunum á þér hvort sem það
var myndlist, útskurður, smíði
eða ljóðlist, allt sem var skapandi
var þín megin í lífinu og við erum
svo þakklát fyrir öll listaverkin
sem þú skilur eftir þig.
Þú varst góður afi og barna-
börnin þín elska þig, enda erfitt
að finna barnbetri mann. Ylfa
Nótt hafði einmitt orð á því að afi
Garðar hefði verið svo góður og
hann hefði alltaf gefið henni
nammi.
Veikindi þín voru erfið en
æðruleysið skein úr augum þín-
um og þú varst okkar helsti
stuðningur og sálusorgari í gegn-
um þetta allt, brostir og gerðir
grín við hvert tækifæri og reyndir
að láta öllum líða vel í kringum
þig.
Takk fyrir allt, elsku pabbi, við
sjáumst síðar þar sem gullblómið
grær.
Jón Gunnar Garðarsson,
Lilja Guðmundsdóttir, Ylfa
Nótt Jónsdóttir og Fannar
Kaprasíus Jónsson.
Ekki grunaði mig fyrir ári að
ég stæði í þessum sáru sporum
sem ég stend í dag. Það var svo
margt sem við áttum eftir að
gera, elsku pabbi. Þú áttir að sjá
mig gifta mig, fá að vera afi
barnanna minna og allt hitt sem
mig langaði að hafa þig með mér í.
Þess í stað blasir við mér kaldur
veruleiki þar sem þú ert horfinn
úr þessum veraldlega heimi. En
eins og þú sagðir sjálfur þá fáum
við engu um þetta ráðið.
Ég vil byrja á því að þakka þér
fyrir lífið og allt það sem við geng-
um í gegnum saman, hvort sem
það var gott eða slæmt. Í dag eru
það dýrmætar minningar sem ég
geymi. Það væri ómögulegt að
lýsa pabba í einu orði. Hann átti
svo marga kosti og auðvitað galla
líka eins og við öll. Það sem stend-
ur upp úr er hjálpsemin, dugn-
aðurinn, æðruleysið og gjafmild-
in. Hann vildi allt fyrir alla gera
og var alltaf tilbúinn að leggja
fram hjálparhönd. Við sem stönd-
um honum næst höfum oft rætt
það hvað æðruleysið hans gagn-
vart veikindunum var aðdáunar-
vert. Hann bjó yfir einstakri ró,
yfirvegun og húmor, það var hann
sem hjálpaði okkur hvað mest í
gegnum þessa erfiðu tíma. Lífið
var pabba ekki alltaf auðvelt en
hann stóð svo sannarlega uppi
sem sigurvegari. Pabbi sá líka líf-
ið með öðrum hætti en við flest,
ég gat setið tímunum saman og
hlustað á hann tala um tilveruna.
Mikið á ég eftir að sakna þess.
Hann kom því frá sér á svo
skemmtilegan hátt.
Að lokum, elsku pabbi, vil ég
segja þér að ég er stolt af því að
vera dóttir þín og ég mun sakna
þín svo ólýsanlega mikið. Ég og
þú vitum þó bæði að við munum
hittast í sumarlandinu góða. Ég
elska þig alla leið til tunglsins og
til baka.
Þín dóttir,
Lilja Bjarklind.
Síminn hringir! „Blessuð
hvernig hefurðu það í dag?“ Þess-
ara símtala á ég eftir að sakna en
svona byrjaðir þú öll símtöl til
mín nánast á hverjum degi, því þú
passaðir vel upp á mig eftir að
pabbi þinn lést. Ég hef fyrir svo
margt að þakka, elsku drengur-
inn minn, ég veit ekki hvar ég á að
byrja. Þú framkvæmdir svo
margt á þessum 55 árum sem þér
var úthlutað hér á jörðu. Þú smíð-
aðir sumarhús fyrir okkur pabba
þinn og svo ótal-, ótalmargt ann-
að. Og ekki má gleyma vöggunum
sem þú smíðaðir fyrir barnabörn-
in þín, þær voru alger listasmíði.
Þú málaðir myndir, ortir ljóð og
miðlaðir á milli heima.
Þú komst með gimstein inn á
heimili okkar pabba þíns, hana
Ólínu Ingibjörgu Gunnarsdóttur,
og saman eignuðust þið fjögur
dásamleg börn og barnabörnin
orðin sex talsins. Því miður skildi
leiðir ykkar en þið voruð alltaf
vinir. Og sagt er að sönn ást rofni
aldrei. Þegar þú veiktist þá fylgdi
hún þér í gegnum þau allt til
enda. Elsku Ólína mín, takk fyrir
allt og ekki síst vináttu þína í
gegnum árin.
Veikindi þín voru áfall fyrir
alla stórfjölskylduna en ég held
að þau hafi ekki komið þér óvart.
Þú sagðir mér að þú værir sáttur
við ævistarfið og þakklátur fyrir
það sem lífið gaf þér, en þú varst
ekki sáttur við að þurfa að fara
frá börnunum þínum og barna-
börnum, fæddum og ófæddum,
þig langaði til að fylgjast með
þroska þeirra og framförum í líf-
inu.
Þú vannst á mörgum stöðum í
gegnum árin, bæði til sjós og
lands, en endaðir ævistarfið sem
öryggisstjóri í flugskýlinu hjá
Icelandair, þar kunnir þú vel við
þig og eignaðist góða vini.
Elsku drengurinn minn, það
var erfitt að horfa upp á veikindi
þín sem þú tókst á við með miklu
æðruleysi og aldrei heyrði ég þig
kvarta.
Þú endaðir ævi þína á Sjúkra-
húsi Akraness þann 1. mars, um-
vafinn ástvinum þínum öllum.
Starfsfólki lyflækningadeildar
þakka ég af öllu hjarta fyrir hlýju
og kærleik til þín og okkar allra
sem voru hjá þér allan sólarhring-
inn síðustu vikurnar. Guð blessi
ykkur og starf ykkar.
Elsku Jón Gunnar, Lilja, Haf-
þór Ingi, Melika, Lilja Bjarklind,
Oliver Darri og Stefán Kaprasíus,
ég bið um styrk fyrir ykkur í
sorginni, elsku börnin mín.
Amma elskar ykkur.
Elsku drengurinn minn, takk
fyrir allt og megir þú eiga góða
heimkomu í Sumarlandið. Ein-
hvers staðar einhvern tímann aft-
ur munum við hittast. Elsku
Garðar minn.
Því eru augun svo dökk?
Hefur sólin nú sokkið í ólgandi sæ.
Hver er ætlun með orðum ef ekki ég
næ,
að rækta minn garð og mitt fólk.
Því ég gleymi!
Tár eru líka umbun frá guði.
(Garðar Jónsson)
Ég elska þig.
Þín
mamma.
Elsku Garðar, ég er svo ótrú-
lega þakklát fyrir allar stundirn-
ar okkar saman. Þú varst alltaf
svo góður og tókst mér svo vel.
Ég var alltaf svo stolt þegar þú
kynntir mig sem aukadóttur þína
og ég elskaði að fá að vera hluti af
fallegu fjölskyldunni ykkar. Þú
varst fallegur og einstakur maður
með svo skemmtilega sýn á lífið.
Takk fyrir allt og við sjáumst í
sumarlandinu.
Þín
Guðný.
Það er sagt að gleði og sorg séu
systur tvær, og fyrsta mánuðinn
eftir að Garðar greindist héldum
við í vonina en því miður hrakaði
honum fljótt og misstum við bróð-
ur okkar og mág eftir stutt en erf-
ið veikindi. Þrátt fyrir að hann
hafi verið orðinn mjög veikur
undir lokin þá stóð hann sig eins
og hetja í hlutverki stóra bróður,
passaði upp á okkur systkinin,
huggaði okkur og styrkti og það
að fá að vera hjá honum þegar
hann skildi við var dýrmætt.
Garðar var elstur af okkur
systkinunum, svo komum við
tvíbbarnir og yngstur er Gummi
litli bró.
Garðar var mikill listamaður
og okkar hlýjustu minningar frá
sjúkrabeði hans voru þegar við
systur vorum hjá honum og töl-
uðum um lífið og tilveruna og
hvað væri framundan. Í þeirri
umræðu fengum við að velja mál-
verk eftir hann og var það falleg
og góð stund sem við áttum sam-
an. Við vitum að pabbi og Thelm-
urnar hafa tekið vel á móti honum
í sumarlandinu.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir okkur, elsku stóri brói
og mágur, við elskum þig.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinn hlýju lund.
gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þínar tvíburasystur og mágur,
Herdís, Ósk og Torfi.
Nú er Garðar frændi fallinn frá
langt um aldur fram. Hann háði
stutta en hetjulega baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Þegar ég hugsa til
Garðars þá minnist ég sumranna
okkar í Hrísey hjá afa og ömmu á
okkar yngri árum. Þegar við
komum til Hríseyjar á vorin kall-
aði afi okkur inn í borðstofu og lét
okkur setjast niður við annan
enda borðsins og lagði okkur lífs-
reglurnar fyrir sumarið en þeim
vorum við búnir að gleyma um
leið og við stóðum upp og roknir
út á vit ævintýranna sem eyjan
bauð upp á.
Þetta voru góð sumur sem við
áttum saman. Ég mun alltaf
geyma Garðar í hjarta mínu og
minnast hans sem góðhjartaðs
manns og vinar. Hvíl þú í friði,
elsku frændi, ég mun sakna þín.
Elsku Jón Gunnar, Hafþór
Ingi, Lilja Bjarklind, Stefán
Kaprasíus, Alma, Ólína og fjöl-
skyldur, megi góður guð styrkja
ykkur í sorginni.
Kveðja,
Jóhannes Garðar Erlingsson
og fjölskylda.
Garðar vinur minn er farinn.
Fluttur í Sumarlandið. Og þótt ég
viti að við munum hittast aftur og
ræða málin yfir kaffibolla, þá mun
ég sakna hans þangað til. Ég
kynntist Garðari fyrir rúmum 30
árum og við urðum fljótt vinir.
Það voru óteljandi kvöld sem fóru
í spjall og vangaveltur, bæði um
AA-mál og andleg mál og oft voru
kvöldin ekki nógu löng til að ræða
allt sem við þurftum að velta fyrir
okkur. Mikill tími fór líka í pæl-
ingar um tölvur og allt sem
tengdist þeim. Sálarrannsókna-
félag Akraness og Borgarfjarðar
var öflugt á þessum tíma og þegar
Garðar byrjaði að þjálfa sína
hæfileika í andlegum málum þar,
þá bauð hann mér og fleirum að
taka þátt í þeirri vegferð. Og þeg-
ar ég horfi til baka þá gerðust
þeir hlutir hratt og oft gekk mikið
á, því Garðar var aldrei að tvínóna
við hlutina og gerði miklar kröfur
til sjálfs sín.
Á þessum tíma sagði Garðar
Garðar Jónsson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN FREYSTEINSDÓTTIR,
Byggðarenda 12,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 10. mars.
Garðar Ingi Jónsson
Ólöf Garðarsdóttir
Sigríður Garðarsdóttir Romain Gales
Ingunn Garðarsdóttir
Rúna Björg Garðarsdóttir Sæmundur Oddsson
Steinunn Garðarsdóttir Ari Rafn Sigurðsson
Katla, Guðrún Heiður, Jón Pol, Pia María, Kári Rafn,
Styrkár og Dýrfinna