Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 23

Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Þau hjón Kristmann og Hólm- fríður fluttu í Kópavoginn í des- ember síðastliðnum og þótti okk- ur félögunum ekki verra að vera aftur komnir í sama sveitarfélag og hlökkuðum til fleiri samveru- stunda á næstunni, vorum bara að bíða eftir bólusetningunni svo við gætum farið að hittast. Þegar ég hringdi í hann rúmum sólar- hring áður en hann kvaddi, vor- um við að plana að mæta á fund í reglunni okkar í vor eða haust því reglan okkar var okkur báðum mikils virði. Kristmann var dug- legur að fræða bræður um boð- skap reglunnar og þar eignaðist hann marga góða vini. Okkur tókst ekki að eiga sam- an allar þær góðu stundir sem við höfðum planað á komandi vor- dögum en minningarnar um góð- an dreng á ég og geymi. Ég kveð vin minn með söknuði og við Sjöfn sendum Hollu og fjölskyld- unni okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Óli M. Lúðvíksson. Fallinn er frá góður vinur minn Kristmann Kristmannsson frá Ísafirði. Ég kynntist Krist- manni fyrst í aðdraganda alþing- iskosninganna 1999, þegar faðir minn Guðjón Arnar fór í framboð fyrir Frjálslynda flokkinn og Kristmann var þá í bakvarða- sveitinni ásamt fleira góðu fólki. Það hafði lengi verið góð vinátta milli föður míns og Kristmanns, meðal annars vegna þess að Kristmann var lengi póstmeistari á Ísafirði, móðir mín Björg vann lengi hjá póstinum meðan for- eldrar mínir bjuggu á Ísafirði. Móðir mín lét vel af því að vinna hjá Kristmanni enda alltaf stutt í kímnina og húmorinn hjá honum. Það að fylgjast með Kristmanni í kosningabaráttu og afla atkvæða var mjög lærdómsríkt fyrir mig og nýttist mér vel seinna. Að sjá Kristmann snúa að ég hélt von- lausu atkvæði til okkar var hrein unun að sjá og heyra, hæverska hans og glettni gat nánast snúið hverjum sem var. Eitt sinn kom inn á kosningaskrifstofuna hjá okkur Kristmanni er við sátum þar tveir að spjalli mjög reiður maður sem hafði allt á hornum sér og fór mikinn. Kristmann reyndi allt til að tala um fyrir manninum en ekkert gekk og fór þessi maður með hurðarskelli. Þá sagði Kristmann í hægðum sín- um: „Jæja Kristján, þessari sál verður ekki haggað.“ Í alþingiskosningunum 2003 fékk Frjálslyndi flokkurinn tvo menn kjörna í Norðvesturkjör- dæmi og vann ég með Krist- manni á kosningaskrifstofunni í þeirri kosningabaráttu. Það kom fyrir að Kristmann segði við mig: „Heyrðu vinur, ég þarf aðeins að skreppa út í bæ.“ Ég spurði Kristmann einu sinni hvert hann væri að fara, hann kímdi og sagði: „Þú sérð það þegar atkvæði verða talin!“ Ég spurði ekki oftar. Eftir að ég var kosinn bæjarfulltrúi á Ísa- firði leitaði ég oft til Kristmanns með ýmis vandamál og þáði oft hjá honum góð ráð sem nýttust vel enda Kristmann maður sem hægt var að treysta. Eftir andlát föður míns fór ég oft í heimsókn til Kristmanns og Hólmfríðar konu hans og oft var boðið í mat. Ég færði þeim hjónum oft soðningu, sem var oft launað með gómsætum kleinum. Ég er sann- færður um að Kristmann og faðir minn sitja nú og leggja á ráðin í sumarlandinu og eflaust verður kjötsúpa á borðum og góð hress- ing líka. Við bræðurnir höfum oft rætt um hversu dýrmæt og inni- leg vinátta Kristmanns og föður okkar ávallt var. Þakka þér Kristmann, minn góði vinur, fyrir góð kynni, þau gleymast aldrei. Ég færi Hólm- fríði, börnum, Jens og öllum öðr- um aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Kristján Andri Guðjónsson, Ísafirði. ✝ Tómas Lár- usson verk- stjóri fæddist á Varmá í Mosfells- sveit 23. sept- ember 1929. Hann lést 3. mars 2021. Foreldrar Tóm- asar voru skóla- stjórahjónin á Brú- arlandi, Kristín Magnúsdóttir og Lárus B. Hall- dórsson. Börn þeirra eru: Mar- grét, f. 1924, d. 2011; Magnús, f. 1925, d. 1999; Valborg, f. 1928; Fríða, f. 1931; Gerður, f. 1934; og Ragnar, f. 1935, d. 2007. Sigurður B. Egilsson, f. 1921, d. 1923, var sonur Krist- ínar. Eiginkona Tómasar var Hrafnhildur Ágústsdóttir, f. 19. janúar 1931, d. 8. október 2019. Börn þeirra eru: 1) Ágúst, f. 12. júlí 1956, kennari. Eiginkona hans er Elísabet Valgerður Agnes Ágústsdóttir innkaupa- fulltrúi, f. 1979. Synir: Dagur og Sindri. Bylgja markaðs- stjóri, f. 1984, eiginmaður Sæ- mundur Örn Kjærnested eld- smiður, f. 1980. Börn: Lilja Marín, Óðinn Örn og Aníta Ósk. Tómas starfaði mestalla ævi sína á Vinnuheimilinu á Reykjalundi að starfsendurhæf- ingu vistmanna. Á yngri árum var Tómas flestum mönnum fótfrárri og vann ófáa Íslands- meistaratitla í hlaupagreinum og fjölþrautum. Landsmótsmet í langstökki átti hann í ald- arfjórðung. Hann keppti einnig í boltagreinum og var einn af Dvergunum sjö, sögufrægu handboltaliði Aftureldingar á sjötta áratugnum. Tómas hafði mjög gaman af söng og söng- ferillinn stóð í rúm 60 ár með Karlakór Reykjavíkur, Fíl- harmóníukórnum en lengst söng hann með karlakórnum Stefni. Útför Tómasar verður gerð frá Guðríðarkirkju í dag, 12. mars 2021, klukkan 15. Ingvarsdóttir, f. 23.10. 1956, hönn- unarsagnfræðingur og kennari. Synir þeirra eru Tómas Hrafn læknir, f. 1991, unnusta Katrín Birna Vikt- orsdóttir læknir, f. 1993, dóttir þeirra er Júlía Rán, og Magnús Ingvar hönnuður, f. 1991, unnusta Paisley Fried hönn- uður, f. 1993. Sonur Ágústs og Bergljótar Kristínar Ingvadótt- ur, f. 1956: Ingvi tölvunarfræð- ingur, f. 1978, kvæntur Þórhildi Sif Þórmundsdóttur kennara, f. 1978, synir: Ágúst Örn, Þór Trausti, Ingvi Sigurður og Bergþór Hrafn. 2) Katrín, f. 23. júlí 1958, d. 2015, kennari. Eig- inmaður Páll Kristjánsson verslunarmaður, f. 7. apríl 1958. Börn: Fannar inn- kaupastjóri, f. 1977, eiginkona Kær tengdafaðir minn, Tómas Lárusson eða Tommi Lár, hefur kvatt. Lifandi rödd hans horfin, góðlátleg stríðnin, sögurnar, söngurinn, hlýjan, áhuginn og greiðviknin. Samleið okkar spannar rúma þrjá áratugi. Allt frá fyrstu kynnum klingdi eitt- hvað á milli okkar sem varði alla tíð. Við þurftum þó ekkert að vera sammála, það var aukaat- riði. Tommi og tengdamamma, Hadda, bjuggu lengst af í Eik, Mosfellssveit í dásemdarum- hverfi mótuðu af þeim. Síðustu árin dvöldu þau saman á hjúkr- unarheimili uns Hadda kvaddi fyrir rúmu ári og þar bjó Tommi áfram. Samrýndari hjón finnast vart og árin þeirra voru mörg og góð. Þegar Hadda greindist með alzheimer rétt eftir sjötugt tók lífið breytta stefnu en saman fet- uðu þau nýjar leiðir. Heimilið þeirra í Eik stóð öllum opið og dvöldu barnabörnin þar lengri eða skemmri tíma. Seint gleymi ég hversu ræktarsöm þau voru við föður minn, hann nýorðinn ekkill þegar ég kom í fjölskyld- una. Alltaf vilji til að deila svo að aðrir nytu og áhugi á því sem nánustu voru að sýsla jafnt í framkvæmdum, námi sem starfi. Sjaldan féll þeim verk úr hendi og ófá eru handtök Tomma fyrir vini og vandamenn allt frá hjólavið- gerðum til pípulagna. Þau kunnu þó að njóta lífsins, mikið fyrir úti- vist og ferðalög og þekkti Tommi hverja þúfu og hól. Eftir að ég fór að venja komur mínar í Eik upp- götvaði Tommi löngun Ágústs til að koma mér á hálendið. Tommi hætti ekki fyrr en við samþykkt- um að fá gamla bronkóinn hans í ferð á Fjallabak, ferð sem ég aldrei gleymi. Sú ferð var ef til vill kveikjan að fjölmörgum ferð- um sem við fjölskyldan fórum saman og nú í seinni tíð við Ágúst. Tommi starfaði, ásamt Höddu, mestalla ævina á Reykjalundi og vann að starfsendurhæfingu vist- manna. Hann var farsæll í starfi og vinnustaðurinn honum kær. Hann hafði einstakt lag á fólki og stríðnin aldrei langt undan – allt- af góðlátleg, aldrei meiðandi og oft notuð okkar á milli. Gjarnan kom hann sjálfboðinn í aðstoð við framkvæmdir og sýndi ótrúlega þolinmæði þegar honum þótti hugmyndir mínar nær ófram- kvæmanlegar – tilbúinn að skoða og pæla og manna kátastur þegar lukkaðist. Fleira minnisstætt lét hann sig hafa, t.d. þegar hann bauð mér aðstoð við innkaup á Þorláksmessu, en ferð í matvöru- verslun með þriggja ára tvíbura daginn fyrir jól var æði langt frá hans hugmyndum um skipulag. Tommi var fróður, sagði sögur og þótti gaman að segja frá, þótt margar hafi verið sagðar aftur og aftur, einkum í seinni tíð. Karakt- er sínum hélt Tommi fram til þess síðasta þrátt fyrir minnisglöp sem komu þó undir lokin niður á frásagnargáfunni. „Vondur er Tommi þegar hann talar en verri þegar hann þegir“ er þekktur frasi úr einni sögunni hans um skemmtileg samskipti Tomma við vin sinn á Reykjalundi sem mislíkaði að honum tækist orð- laus stríðni. Já, þögnin fór Tomma ekki vel og rödd hans hljómar ekki lengur nema í minn- ingunni en þar er hún ljóslifandi – Tommi að syngja eða að gantast á sinn góða hátt og pottþétt að segja eina söguna enn. Farðu vel kæri Tommi, minning þín og Höddu verður vel varðveitt. Elísabet V. Ingvarsdóttir. „Hvernig gengur í barátt- unni?“ var fastur frasi afa Tomma þegar maður kom í heim- sókn en afi hafði alltaf áhuga á öllu sem við gerðum og hvernig okkur gengi í lífinu. Við eigum urmul góðra minninga um hann og ömmu Höddu og þá sérstak- lega frá Eik, sem er stór hluti af okkar æsku og æskuminningum allra barnabarnanna. Eik var hreint ævintýraland, þar voru byggð snjóhús, spilaður fótbolti, farið í feluleik og fylgst með önd- unum á læknum. Okkar bestu minningar eru að vera sóttir í pössun til afa og ömmu og fá landafræðikennslu í bílnum, stoppa og kaupa bland í poka, opna beddann og búa um þegar komið var í Eik og sækja síðan pizzu í Pizzabæ. Daginn eftir þeg- ar við vöknuðum var farið í bíltúr, gengið um garðinn, kíkt á afa við rennibekkinn í bílskúrnum, eða hlustað á hann syngja inni í stofu á meðan maður borðaði ópal og horfði á teiknimyndir. Eins kunni hann ótal sögur sem hann sagði okkur, sögur af Reykjalundi, Brúarlandi, af vinum og frænd- fólki eða af góða dátanum Svejk (sem afi hafði lesið óteljandi sinn- um og kunni trúlega utan að) og þótt maður heyrði þessar sögur í annað eða þriðja skiptið þá var maður alltaf til í að heyra meira. Afi var einstakur karakter sem við lærðum mikið af og var margt í hans fari sem við höfum tileink- að okkur. Hann var sérstalega skemmtilegur og góðhjartaður og snillingur í góðlátlegri stríðni. Hann hafði einstakt lag á að koma öllum í gott skap í kringum sig og gerði aldrei upp á milli manna. Það birti til þegar hann kom í heimsókn og var alltaf hlát- ur og gleði í kringum hann, hvort sem hann var bara með okkur eða í stórum hópi, þá hafði hann þessi áhrif á umhverfið. Þannig erum það ekki bara við sem syrgjum hann heldur einnig vinir okkar. Elsku afi Tommi hefur nú kvatt okkur en minning hans mun lifa sterkt áfram sem hluti af okkur. Sögurnar lifa áfram og baráttan mun gera það líka. Magnús Ingvar og Tómas Hrafn. Það gat verið snúið að stinga inn orðum þegar Tommi móður- bróðir komst á flug. Lýsingar á íþróttaviðburðum hvort heldur var í frjálsum íþróttum eða bolta- íþróttum voru gerðar með mikl- um áherslum og tilþrifum. Ótrú- legt hve vel hann mundi einstaka viðburði og gaman að heyra hann segja sögur frá gamalli tíð. Hadda var oftar en ekki á hlið- arlínunni og brosti á sinn hæv- erska hátt. Móttökurnar heima hjá þeim í Eik voru alltaf eins og best var á kosið. Ærsl, fjör og oft og tíðum hávaði í kringum Tomma og svo voru það notaleg- heitin og yfirvegunin hennar Höddu. Samband mitt við systk- inin Ágúst og Katrínu var alltaf einstakt og einkenndist af mikilli vináttu. Tommi og Hadda voru ótrú- lega dugleg við að koma í heim- sókn þó að um langan veg væri að fara. Ekki gerðu þau boð á undan sér þegar þau komu í heimsókn og var alltaf sérstaklega gaman þegar þau komu. Alltaf spurðu þau frétta af börnunum mínum og þótti mér vænt um það. Samúðarkveðjur kæru ætt- ingjar frá mér, Guðríði og börn- unum okkar. Í hjarta mínu mun ég alltaf geyma minningu um einstaka hlýju og væntumþykju sem mað- ur fann í návist Höddu og Tomma frænda. Steinar Tómasson. Fyrstu minningarnar um Tomma frænda eru frá þeim ár- um þegar hann bjó á Tröllagili. Þá voru þeir bræður kannski að fara á íþróttaæfingar uppi á Tungubökkum með Skúla á Minna, Herði Ingólfs, Janusi í Óskoti og slíkum köppum. Svo heyrði maður líka af íþróttaafrek- um hans í útvarpinu, kannski í landskeppni í frjálsum. Og hann átti reiðhjól með gírum áður en svoleiðis tæki urðu þekkt í Mý- vatnssveit. „Má ég prófa hjólið þitt?“ „Já, ef þú getur opnað lás- inn.“ Þetta var svona Stuðmanna- lás, inn-út-inn-inn-út. Það fóru nokkrir dagar í að reyna að opna hann en það var spennandi verk- efni – líka fyrir hann, sem alltaf hafði gaman af góðlátlegu gríni og smástríðni. Svo var það Tommi á Reykja- lundi sem bjó til legókubbana og gaf Steinari jólaseríuna sem var framleidd þar. Hann þekkti allt og alla á stofnuninni og það var ekki ónýtt fyrir starfsmann sem var að byrja að vinna á staðnum. Og ekki var verra að hafa Höddu þar líka og geta kannski komið við í kaffi í Eik á leiðinni úr vinnu. Síð- an var það hjálpsami Tommi sem kom ásamt Ágústi syni sínum til að hjálpa okkur í byggingafram- kvæmdum á sínum tíma. Leiðir lágu líka saman í kór- um, fyrst í Fílharmóníu en seinna og lengst í Karlakórnum Stefni. Það er til mynd af þeim kór frá 1946 og þar er Tommi í miðjum hópi, kannski nýorðinn 17 ára. Hann söng með kórnum fram yfir áttrætt sem leiðandi maður í fyrsta tenór, samviskusamur, ná- kvæmur og lagviss, með bjarta tenórrödd. Kórinn þakkaði hon- um langt og farsælt starf með því að gera hann að heiðursfélaga. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir þetta allt og margt fleira. Börnin okkar minnast líka þessa ljúfa og káta frænda með þakklæti og hlýju. Höskuldur og Sigríður (Sigga). Fallinn er frá vinur minn og söngfélagi Tómas Lárusson. Ég á margar skemmtilegar minningar frá þeim tíma enda stóðum við saman í 30 ár í Karlakórnum Stefni. Tómas var bjartur tenór og hjálpaði mér oft með smá hnippi þegar ég fór ekki alveg rétt að. Ég er honum þakklátur fyrir þá hjálp og einnig hvað hann var jákvæður og hjálpsamur. Ég held að Tómas sé með bestu tenórum sem Stefnir hefur átt. Ég votta aðstandendum og vinum Tómasar samúð og vona að minningin um góðan dreng verði þeim huggun harmi gegn. Vinakveðja Theódór Óskarsson. Tómas Lárusson Systir mín, mágkona og föðursystir, KRISTÍN VILBORG HARALDSDÓTTIR geislafræðingur, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 1. mars. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýndan hlýhug og samúð. Eyjólfur Þ. Haraldsson Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Eggert Eyjólfsson Hólmfríður Morgan Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTBJÖRG STEFANÍA GUNNARSDÓTTIR íþróttakennari, Brúnavegi 9, Reykjavík, sem lést 3. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. mars klukkan 13. Aðstandendur og vinir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir (hámark 200 manns). Athöfninni verður streymt á slóðinni www.promynd.is/astbjorg Virkan hlekk er hægt að nálgast á mbl.is/andlat Margrét Jóhannsdóttir Hálfdán Helgason Ingi Gunnar Jóhannsson Kristín G. Hákonardóttir Sigurður Sveinn Jónsson Svanhvít Helga Rúnarsdóttir Ástbjörg Rut Jónsdóttir Jóhanna Sveina Hálfdánard. Helgi Elí Hálfdánarson Snædís Anna Þórhallsdóttir Valdís Brynja Hálfdánard. Rúnar Þór Númason Eyrún Ingadóttir Telma Kristín Bjarnadóttir Tryggvi Ingólfsson Björg Rún Óskardóttir Ísabella Ronja, Yngvi Steinn, Valgerður Rakel, Þorvaldur Helgi, Vanda María og Óskar Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR MAGNÚSSON verktaki, Vestmannaeyjum, Þórður á Skansinum, lést á Heilbrigðisstofun Suðurlands Vestmannaeyjum þriðjudaginn 9. mars. Útförin fer fram frá Landakirkju fimmtudaginn 18. mars klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verður streymt frá útförinni á vef Landakirkju, www.landakirkja.is. Hrönn Vilborg Hannesdóttir Hanna Margrét Þórðardóttir Óskar Valtýsson Ósk Þórðardóttir Kristinn Leifsson Guðbjörg Þórðardóttir Páll Elísson Elín Þórðardóttir afabörn og langafabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓNA FINNBOGADÓTTIR, Barðastöðum 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum 28. mars. Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 16. mars klukkan 13. Guðbjörg Runólfsdóttir Magnús Rúnar Runólfsson Margrét Runólfsdóttir Sigurður Heimir Runólfsson Gerður Helga Ásgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.