Morgunblaðið - 12.03.2021, Side 24

Morgunblaðið - 12.03.2021, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 ✝ Arnfríður Snorradóttir fæddist 26. febrúar 1925 í Reykjavík. Hún lést á Hrafn- istu Laugarási 3. mars 2021. For- eldrar Arnfríðar voru hjónin Snorri Sturluson, ættaður frá Sveinseyri í Dýrafirði, f. 6.6. 1895, d. 13.12. 1925, og Jakobína Soffía Gríms- dóttir, ættuð úr Svefneyjum á Breiðafirði, f. 10.9. 1893, d. 10.4. 1965. Fósturfaðir Arn- fríðar var Methúsalem Methú- salemsson, óðalsbóndi á Bu- starfelli, f. 27.4. 1889, d. 1.7. 1969. Hálfsystir Arnfríðar var Elín Methúsalemsdóttir, f. 10.7. 1933, d. 4.6. 2019. Arnfríður giftist 6. september 1945 Þóri Guðmundssyni, f. 9.5. 1919, d. 31.5. 2004. Foreldrar Þóris voru Lúðvík Guðmundsson frá Djúpavogi, f. 2.12. 1889, d. 25.4. 1968, og Oddný A. Methúsal- emsdóttir frá Bustarfelli í Vopnafirði, f. 28.2. 1891, d. 20.4. 1983. Arnfríður og Þórir eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Methúsalem, f. 17.8. 1946, d. 14.06. 2013, maki Elda Faure- dætur þeirra eru Andrea og Embla; 4) Soffía Jakobína, f. 9.12.1953, maki Baldur Dag- bjartsson, f. 1949. Dætur þeirra: a) Íris, f. 1976, maki Ólafur Magnússon, þeirra dæt- ur eru Emilía Þórný og Anna Soffía; b) Sonja, f. 1980, maki Kristján Guðjónsson, börn þeirra eru Silja Karen og Bald- ur Óskar. 5) Ragna Björg, f. 10.6. 1957, maki Gylfi G. Krist- insson, f. 1952. Dætur þeirra: a) Kamilla, f. 1989 og b) Malín, f. 1991. Arnfríður eða Fríða eins og hún var kölluð fæddist í Reykjavík og er þar og á Flat- eyri til 6 ára aldurs þegar móð- ir hennar Jakobína ræður sig sem ráðskonu í Vopnafjörð til Methúsalems Methúsal- emssonar á Bustarfelli sem síð- ar varð eiginmaður hennar og ólst Arnfríður þar upp. Arn- fríður stundaði nám við Hús- mæðraskóla Reykjavíkur vet- urinn 1943-44 og var það jafnframt lokaár Þóris í við- skiptafræði við Háskóla Íslands en þau voru þá trúlofuð. Eftir giftingu hófu Fríða og Þórir búskap í Reykjavík þar sem þau bjuggu alla sína tíð. Á hverju sumri meðan börnin voru ung heimsótti fjölskyldan æskuslóð- irnar. Arnfríður var húsmóðir en síðar starfaði hún um árabil á Hótel Sögu og í mötuneyti Arnarhvols. Útför Arnfríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 12. mars 2021, klukkan 15. lien, f. 1969, sonur hennar og fóst- ursonur Methúsal- ems er Þórir Guð- mundur; dætur Methúsalems eru: a) Fríða, f. 1966, sonur hennar er Jesse Þórir; b) Jó- hanna, f. 1970, maki Paul Weil, dóttir þeirra er Lola Salvör, barn Jóhönnu er Bobbi. 2) Oddný, f. 23.5. 1948, maki Ragnar Karls- son, f. 1946. Þeirra börn: a) Þóra, f. 1968, dóttir hennar er Kaja Bo; b) Karl, f. 1971, maki Þóra Einarsdóttir. Sonur Karls er Ragnar og börn Þóru eru Einar, Brynjar, Birgitta og Andri; c) Trausti, f. 1978, maki Gígja Erlingsdóttir, börn þeirra eru Birkir Smári, Lilja Björk og Árný Sara; 3) Snorri, f. 20.5. 1949, maki Erla Friðriksdóttir, f. 1951. Börn þeirra: a) Friðrik Þór, f. 1970, maki Guðrún Guð- björnsdóttir Wium, synir þeirra eru Baldvin Orri og Snorri Már; b) Lilja Ósk, f. 1977, maki Erlendur Blöndahl Cassata, börn þeirra eru Natalía Erla, Lárus og Ari; c) Björk, f. 1979, maki Magnús Örn Halldórsson, En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Hvíl í friði, elsku mamma. Oddný, Snorri, Ína og Ragna. „Arnfríður, ægifögur telpa með ljósgullið hár. Hún kann alla leiki borgarbarna en vill hvorki sjá horn eða leggi og gjörir okkur krakkana oft orð- lausa með meinfyndnum til- svörum.“ (Úr bókinni Bóndi er bústólpi, bls. 162) Þetta er lýs- ing á tengdamóður minni Fríðu, þá sex ára að aldri, ný- komin í Bustarfell í Vopnafirði með móður sinni. Lýsingin átti vel við um Fríðu, því hún var kankvís og þegar ég leiði hugann að því hefur hún sennilega verið meira borgarbarn þrátt fyrir að hafa alist upp í afskekktri sveit. Fríða var alltaf vel tilhöfð og snyrtilega til fara enda mjög smekkleg og fagurkeri. Heimili þeirra Þóris bar þess merki og var einstaklega hlýlegt og fal- legt. Ég minnist þess að allt frá því að ég fór að venja komur mínar á heimili verðandi tengdaforeldra minna lagði ilm- inn úr eldhúsinu og skipti ekki máli hvort Fríða var við mat- seld eða að baka. Bragðaðist allt einstaklega vel sem borið var fram. Mjög gestkvæmt var á heimilinu og allir velkomnir og þau hjón með afbrigðum gestrisin. Fríða var stolt kona, hún gat verið beinskeytt en líka hlý og umhyggjusöm. Hún var sterk og einstaklega dugleg við óvænt fráfall Þóris 2004 og einnig þegar elsta barnið, Methúsalem, Dúi, féll frá langt fyrir aldur fram 2013. Kom styrkur hennar svo berlega í ljós við þessi áföll. Fríðu var alla tíð mjög umhugað um hag barna sinna og fjölskyldna, sér- staklega barnabarnanna. Fríða hafði alltaf samband til að heyra hvernig fólkið hennar hefði það. Hún var dugleg að passa dætur okkar Soffíu þegar fæð- ingarorlof var ekki eins langt og í dag og börn ekki komin inn á leikskóla. Það var oft sem hún kallaði á fjölskylduna og hafði bæði kaffi og mat svo borðið svignaði. Fríða og Þórir ferðuðust bæði innanlands og til útlanda. Þau höfðu mikið yndi af ferða- lögum sínum, fóru víða og skoð- uðu. Í seinni tíð fóru þau helst til Spánar og þá á vorin til að fá mátulegan yl í sumarbyrjun. Fríða var alla tíð mjög sjálf- bjarga og var ekkert mál fyrir hana að ferðast með strætó um bæinn eftir að Þórir var fallinn frá. Hún flutti inn á Hrafnistu á 91. aldursári og líkaði vel og fylgdist áfram vel með öllu. Minni Fríðu var gott bæði á nöfn og viðburði. Síðustu eitt til tvö árin hrakaði henni smám saman og undir lokin var hún södd lífdaga og sátt við allt og alla. Ég þakka samfylgdina sem spannar hátt í hálfa öld. Bless- uð sé minning tengdamóður minnar Arnfríðar Snorradóttur. Baldur Dagbjartsson. Amma Fríða var glugginn okkar inn í gamla tíma, sam- félagið hér áður. Fædd árið 1925, sem krakki, táningur og síðar ung kona upp úr 1950, þá hafði hún frá ýmsu að segja um hvernig lífið var á fyrri hluta og um miðja síðustu öld. Hún þuldi ekki staðreyndir úr sögu- bókum heldur rifjaði einfald- lega upp ýmsar stundir úr sínu lífi sem juku skilning okkar á aðstæðum hér áður fyrr. Hún gæddi þannig umhverfi og sögubækur lífi þegar við vorum krakkar, langt umfram það sem skólabækurnar gerðu. var gaman að koma með henni og afa að Bustarfelli í Vopnafirði sem krakkar, skoða gamla torfbæinn og heyra hvernig sumur og vetur liðu í sveitinni, fyrst án rafmagns og hitaveitu og síðar hvaða áhrif tækniframfarir höfðu á daglegt líf og störf. Okkur þótti þetta merkilegt, en ekki síst skemmtilegt því amma minntist alltaf gleðistunda, og við ósk- uðum þess að hafa verið uppi á þessum tíma, þegar riðið var berbakt, kveðið að í baðstof- unni og spunnið úr ullinni, heyjað og mjólkað. Amma var einstaklega glað- lynd og laðaðist að því jákvæða, gjarnan gríni og glensi. Það var stutt í hláturinn og gleðina á öllum stundum lífsins og það var hennar aðdráttarafl. Hún hafði þannig jákvæð áhrif á alla sem kynntust henni, var vin- mörg og vinsæl. Þau afi voru bæði félagslynd, ræktuðu vin- áttuna og fjölskyldusambönd svo eftir var tekið. Létt og skemmtileg eru orð sem koma upp í hugann þegar við hugsum til ömmu og þannig var hún al- veg fram á það síðasta. Heimili ömmu og afa, og síð- ar ömmu, var alltaf sérstaklega heimilislegt og notalegt. Amma hafði auga fyrir fallegum hlut- um og náði þessu jafnvægi sem einkennir heimili þar sem gott er að vera. Árin sem við bjugg- um sem krakkar í Svíþjóð kom- um við heim í tvígang yfir há- tíðarnar og dvöldum þá hjá ömmu og afa á Grenimel. Þar áttum við ljúfar stundir, ferðir í Vesturbæjarlaugina og skemmtilegt spjall og skraf svo ekki sé minnst á jólaboð með frænkum og frændum og veisluborðið með kræsingum. Amma átti alltaf eitthvað gott að borða, dró fram tertu, steikti fisk, gerði heimsins besta hrísgrjónagraut sem barnabarnabörnin héldu líka upp á hin seinni ár. Amma var nýjungagjörn og flink í eldhús- inu, og prófaði gjarnan nýjar uppskriftir og hráefni, græn- metismat og krydd. Eitt sinn urðum við þó fyrir vonbrigðum með matinn henn- ar, þegar við fengum okkur væna sneið af því sem við töld- um vera dýrindis súkku- laðitertu, sem reyndist svo því miður vera gráfíkjuterta. Sumarfrí í Húsafelli með ömmu og afa og frændsystk- inum rifjast einnig upp. Þá lék- um við okkur í kjarrinu, fórum í sund með afa og komum svöng inn í bústað að gæða okkur á mat sem amma reiddi fram. Minnisstæð er rúg- brauðsrandalínan og grjóna- grauturinn, enda vorum við krakkar þá og amma vissi hvað okkur þótti gott. Það var gant- ast, sungin kvæði og leikrit sett upp í garðinum. Þetta voru sæl- ir sumardagar sem við eigum í minningabanka æskunnar og við erum innilega þakklátar fyrir. Á þessari kveðjustund minn- umst við elsku ömmu Fríðu með hlýju og þökkum fyrir allt. Blessuð sé minning hennar. Íris og Sonja Baldursdætur. Arnfríður Snorradóttir ✝ Örn Johnson fæddist í Reykjavík 28. sept- ember 1943. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 21. febrúar 2021. Foreldrar Arnar voru Örn Johnson, flugmaður og for- stjóri Flugfélags Ís- lands, f. 1915, d. 1984, og Margrét Þorbjörg, fædd Thors 1921, d. 2001. Örn var elstur fimm systkina, þeirra 1) Helgu, f. 1944, eiginmaður Othar Örn Petersen, 2) Sofíu Guðrúnar, f. 1947, eiginmaður Jón Ólafsson, 3) Ólafs Hauks, f. 1951, eig- inkona Borghildur Pétursdóttir og 4) Margrétar Þorbjargar, f. 1953. Örn kvæntist tvisvar. Fyrri eiginkona hans var Ásthildur Birna Kærnested, f. 6. júlí 1945, d. 21. maí 2007. Synir þeirra eru 1) Örn, f. 31. maí 1967, sam- býliskona Jóhanna Laufdal Að- alsteinsdóttir, en hann á dótt- urina Maríu, f. 31. júlí 1999, með fyrri sambýliskonu sinni, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, 2) Björn Hrannar, f. 2. febrúar sem sölumaður í matvörudeild. Síðan til Heimilistækja hf. sem sölumaður á ýmiss konar raf- tækjum og búnaði. Hann stofn- aði síðan fyrirtækið Skorra ehf. vorið 1978. Skorri selur raf- geyma og varð fyrsta fyrir- tækið hér á landi sem seldi sól- arrafhlöður sem skjótt náðu vinsældum á rafmagnslausum svæðum. Fyrirtækið óx og dafn- aði og seldi Örn það árið 2006. Örn ólst upp á Flókagötu, Miklubraut og Fjölnisvegi. Eftir giftingu bjó hann bæði í Reykja- vík og á Seltjarnarnesi. Hann flutti árið 2004 í Mosfellsbæ og undi hag sínum vel þar. Áhugamál Arnar voru margs konar. Hann var með einkaflug- mannsréttindi í 35 ár og átti hlut í nokkrum flugvélum, fyrst og fremst af Jodel-gerð. Hann gekk í Frímúrararegluna árið 1974 og starfaði þar ávallt síð- an. Hann var gjaldkeri Sjálf- stæðisfélags Mosfellinga í 12 ár og kynntist því mörgum þar í bæ. Hann var líka mjög virkur í Lionsklúbbi Seltjarnarness frá árinu 1993. Síðustu árin hefur Örn sótt mörg námskeið í forn- sögum okkar og ferðast víða með félögum með sama áhuga- mál. Útför Arnar verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 12. mars 2021, klukkan 15. 1976, sambýlis- maður Pétur Sig- urjónsson, 3) Frið- rik, f. 23. september 1979, en hann var áður í sambúð með Ingu Valdísi Heim- isdóttur og eiga þau soninn Heimi Örn, f. 5. október 1999, sem á soninn Ólíver Leó, f. 15. nóvember 2017, og 4) Haukur, f. 18. júní 1982, eiginmaður Lars Wallström. Seinni eiginkona Arnar var Elísabet Ottósdóttir, f. 23. nóvember 1945, en þau skildu. Saman eignuðust þau þá 5) Óttar Örn, f. 1. júní 1985, sambýliskona Tereza Kociánová en hann á dótturina Elínu, f. 23. nóvember 2014, með fyrri sam- býliskonu sinni, Önu Mariu Vaz- quez Mille, og 6) Ásgeir Thor, f. 10. desember 1988, sambýlis- kona Dagný Vala Einarsdóttir og saman eiga þau soninn Hug- in Kára, f. 1. mars 2020. Örn lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1964. Þaðan lá leiðin í lögfræði við HÍ. Hann lauk ekki námi. Eftir tvo vetur þar lá leið- in til Ó. Johnson og Kaaber hf. Nú er hann fallinn frá, okkar kæri frændi og vinur, það gerðist nokkuð snöggt svo sorgarhöggið varð mikið. Við komum til með að sakna hans en eigum margar góðar minningar sem ylja okkur. Samneyti fjölskyldna okkar var mikið gegnum árin eða frá því að kynni okkar hófust sem ungir menn í Junior Chamber Reykja- vik. Þar unnum við mikið saman bæði í stjórn og að sérstökum verkefnum. Leiðir okkar lágu líka saman í stjórn Eigendafélags Lágafellslands til margra ára. Í Félagi íslenskra stórkaup- manna, útbreiðslunefnd, unnum við einnig saman í nokkur ár. Vinna okkar fólst í að kynna ís- lenskum stjórnmálamönnum stöðu innflutningsverslunar og ná fram breytingum á viðskipta- háttum gagnvart erlendum birgj- um. Þeirri vinnu lauk með laga- breytingum um erlenda greiðslufresti og gjaldeyrismál. Fyrir utan þau fjölmörgu fé- lagastörf sem við unnum saman að í gegnum tíðina þá hefur vin- átta okkar alltaf verið mikil. Við hittumst reglulega annan fimmtudag hvers mánaðar til að snæða hádegismat, ræða og leysa öll heimsins mál. Við félagarnir vorum níu í byrjun en nú hafa þrír fallið frá á skömmum tíma, þeirra allra er saknað af okkur sem eftir eru. Samskipti okkar á félagslega sviðinu voru alltaf mikil en þau voru síst minni á fjölskyldusvið- inu. Farið var í margar ævintýra- ferðir í Hvamm í Skorradal. Afi hans hafði byggt þar hús af mikl- um rausnarskap og áttu fjöl- skyldur okkar þar góðar og skemmtilegar samverustundir. Svo gleymast seint allar aðventu- ferðinar okkar til London. Þær voru ekki ófáar þar sem innkaup voru afgreidd og svo var skemmt sér. Örn hafði mikla unun af sí- gildri tónlist, átti alltaf góðar Philips-græjur til að njóta tón- listarinnar. Við áttum margar kvöldstundir við að hlusta á klassíkina og þá helst með allt í botni!! Örn var vel greindur og fylginn sér, hafði sterkar skoðan- ir á mönnum og málefnum. Áhugi Arnar á flugi var mikill enda faðir hans og nafni forstjóri Flugfélags Íslands. Örn hafði einkaflug- mannspróf og átti flugvél sem hann naut í botn til að fljúga um landið og lenda á ótrúlegustu stöðum, jafnvel á vatni (eða næst- um því). Elsku frændi, við kveðjum þig með broti úr kvæði sem þú hélst mikið upp á eða Níundu sinfóníu Beethovens, lokaþætti Óðnum til gleðinnar í þýðingu Matthíasar Jochumssonar á kvæði Frieder- ichs Schillers. Fagra gleði, guða logi, Gimlis dóttir, heill sé þér! Í þinn hásal hrifnir eldi, heilög gyðja, komum vér. Þínir blíðu töfrar tengja tískan meðan sundur slær; allir bræður aftur verða yndis-vængjum þínum nær. Kæru bræður, Örn, Björn, Friðrik, Haukur, Ásgeir, Óttar og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Arnar Johnson. Inga, Sigríður, Hildur og Guðmundur Hallgrímsson. Kynni mín af Erni hófust fyrir rúmum 60 árum þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir Helgu systur hans, en ár var á milli þeirra. Sá andi sem sveif yfir vötnum á heimili foreldra Arnar og þeirra systkina einkenndist af virðingu fyrir mönnum og mál- efnum án tillits til virðingarstöðu í þjóðfélaginu. Glaðværð ríkti í fjölskyldunni og mikið um að vera í fimm barna hópnum. Örn fór í sveit á unga aldri eins og tíðkaðist á þeim tíma. Hann fór til sjós á sumrin þegar fram liðu stundir. Eftir stúdentspróf hóf Örn nám í lagadeild og gekk vel. En áhugi hans var á öðru sviði. Hann hafði alltaf sýnt færni í viðskiptum. Ekki leið á löngu þar til Örn stofnaði eigið fyrir- tæki, Skorra. Sýndi hann mikla þrautseigju við reksturinn. Mér er minnisstætt þegar hann fékk mig með sér til New York til þess að aðstoða sig á bátasýningu þar sem Skorri sýndi Tudor-raf- geyma. Það munaði ekkert um minna en að leggja New York undir sig. Allt sem Örn gerði í þessum efnum var gert af fullum krafti. Enda þótt Örn hafi ekki haft atvinnu af flugi fór það ekki á milli mála að áhugi hans var í fluginu. Hann tók flugmannspróf og stundaði flug sér til mikillar ánægju um langt skeið. Hann vildi hag Icelandair sem mestan og var fastagestur á hvers konar viðburðum sem tengdust fluginu. Það atvikaðist þannig að við áttum börn á svipuðum aldri og var mikil og sterk vinátta á milli fjölskyldnanna. Áttum við marg- ar ánægjulegar stundir saman og var stöðugur samgangur og sam- vera á þessum sokkabandsárum í búskapnum. Ég kom oft við í Skorra snemma morguns á leið í vinnu. Voru þá oft lögð á ráðin um ýmis mál – misjafnlega mik- ilvæg! Örn var vinur vina sinna og lét sitt ekki eftir liggja ef á bjátaði hjá einhverjum. Hann sagði skoðun sína umbúðalaust og var fastur fyrir. Hann var sjálfstæð- ismaður alla tíð og gaf ekkert eft- ir í þeim efnum. Hann var mjög ættrækinn. Örn var mikill félags- málamaður og var þátttakandi í ýmsum félögum sér til ánægju og ekki er að efa að aðrir nutu elju hans í þeim efnum. Ljóst er að það er söknuður og eftirsjá á mörgum bænum við fráfall Arnar mágs míns. Blessuð sé minning Arnar. Othar Örn Petersen. Hópur Junior Chamber-félaga hefur hist mánaðarlega í allmörg ár í hádegismat til að spjalla og minnast gamalla daga. Þar var fremstur í flokki Örn Johnson, sem er í dag kvaddur með sökn- uði. Hann var foringi hópsins, boðaði og skipulagði. Þó að nær 50 ár séu liðin frá kynnum okkar er vináttan enn til staðar og um nóg að tala, bæði gamalt og ekki síður dægurmál- in. Gildi vináttunnar er jafnvel enn meira eftir því sem árunum fjölgar. Sumir okkar sáu Örn fyrst þegar hann var formaður ferðanefndar á Evrópuþing í Turku í Finnlandi. Hann stóð upp á hverjum félagsfundi og hvatti menn til farar á þingið. Hann var öruggur í framkomu, skýr í fram- setningu og hreif menn með sér. Einkenni, sem fylgdu honum alla tíð. Örn tók þátt í sjónvarpsverk- efni, sem JC-hreyfingin samdi og útfærði með og fyrir Ríkissjón- varpið. Þátturinn var um hvernig ætti að halda húsfélagafund. Örn og nokkrir JC-félagar fóru í ferð til Hong Kong árið 1983 og var þessi ferð fróðleg og skemmtileg og innlegg í skilning manna á hinni stóru veröld, sem var svo fjarlæg á þessum tímum, þegar flestir létu sé nægja ferð til Kö- ben eða London. Örn sagði um sjálfan sig að hann væri þrasgjarnasti maður á Íslandi. Hann þoldi ekki órétt. Örn Johnson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.