Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
Það tók enga stund að kynnast
Grétu, hún varð bara strax vinur
eftir nokkra daga - þannig var
Gréta, fagnaði fólki með opinn
faðminn og stóð sá faðmur alltaf
opinn.
Gréta var hreinskiptin og
hreinskilin (stundum einum of!),
hún kom hreint fram og lá aldrei á
skoðunum sínum. Hún var vel les-
in og rökföst, maður slapp aldrei
með einhverjar yfirlýsingar sem
henni fannst ekki ganga upp. Hún
bar einnig gott skynbragð á list og
listamenn enda fagurkeri í allri
sinni nálgun á lifinu.
Gréta var gjafmild og ekki síst
á andlega sviðinu, hún var ákaf-
lega næm á líðan fólks og átti mjög
auðvelt að fá fólk til að tala um sín
hjartans mál. Ráðleggingar henn-
ar voru gefnar af heilum hug og
fylgdi hún málum vel eftir. Hún
var líka mjög hvetjandi og sann-
færði mann um eigið ágæti.
Gréta var skemmtilegur vinnu-
félagi, alltaf til í stuð og fjör á litlu
auglýsingastofunni þar sem þau
Dóri kynntust og var hún hrókur
alls fagnaðar. Jafnvel til í gleði
fram á morgun. Á Íslensku aug-
lýsingastofunni, þar sem við hin
kynntumst henni, var það sama
uppi á teningnum. Í einni haust-
litaferðinni mætti hún sem Björk
og var í „karakter“ megnið af ferð-
inni. Gréta var góður hönnuður,
fljót að fá hugmyndir (hugmynda-
fundir enduðu reyndar oftar en
ekki í tómum fíflaskap og hlátra-
sköllum) og ekki síst var hún al-
gjör vinnuhestur. Hún gat setið
við dagana langa og alltaf kát,
hjálpsöm og úrræðagóð. Oft var
unnið langt fram á kvöld - jafnvel
nótt - með músíkina í botni! Fáa
höfum við þekkt um ævina sem
var jafn gaman að fá til að hlæja
og Gréta. Hún gat alveg tapað sér
og smitandi hláturinn hreif alla í
kringum hana.
Gréta var algjörlega vinur vina
sinna. Við vissum öll hvar við höfð-
um hana og hún hafði fölskvalaus-
an áhuga á okkur og okkar fólki.
Gréta var einnig ákaflega stolt af
henni Heiði sinni og sagði alltaf að
hún gæti gert allt sem hana lang-
aði. Ekki aðeins trúði Gréta því,
hún vissi það.
Við undirrituð erum nokkrir
vinnufélagar af Íslensku sem höf-
um haldið úti félagsskapnum
„Gráu könnunni“ í rúm 20 ár. Við
hittumst alltaf fyrsta föstudag í
mánuði og tökum stöðuna á hvert
öðru, gömlum félögum og svo líf-
inu og tilverunni. Gréta hefur ver-
ið með frá byrjun og verður sárt
saknað í þessum góða félagsskap.
Við þökkum henni samfylgdina öll
þessi ár, minningin um góða vin-
konu lifir.
Við sendum Heiði, Ellu systur,
Heiði mömmu og fjölskyldu okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Halldór, Gunnar, Hildur,
Hrund, Lóa og Margrét
Það var alltaf eins og það birti
þegar Gréta Ösp kom í heimsókn
því glaðværðin og lífsorkan sem
stafaði frá henni var beinlínis
smitandi. Við kynntumst á
menntaskólaárunum og hún varð
strax óaðskiljanlegur hluti af vina-
hópi okkar. Gréta var leiftrandi
skemmtileg, hæfileikarík, skap-
andi og mikil dugnaðarforkur sem
kláraði alltaf það sem hún tók sér
fyrir hendur.
Eftirminnilegt dæmi um kraft-
inn er hvað hún hamaðist stund-
um í hönnunarnáminu í París og
sneri sólarhringnum við þegar
hún þurfti að skila verkefnum því
hún var metnaðarfull og gaf aldrei
afslátt, skilaði alltaf fyrsta flokks
vinnu. Og þannig var það hjá
henni alla tíð, sama hvað hún tók
sér fyrir hendur.
Gréta unni fallegum hlutum,
hafði brennandi áhuga á menn-
ingu, góðum mat, öllu því góða
sem lífið hafði upp á að bjóða, öðru
fólki og mannlegum samskiptum.
Þó að við færum víða og byggjum í
sitt hvoru landinu hélst vináttan
alltaf óbreytt og dýrmætar sam-
verustundir margfölduðust með
árunum. Hvort sem við ösluðum í
slabbi um kalda Kvosina á dimmu
nóvemberkvöldi, sátum á torgi í
Barcelona í kæfandi hitabylgju
eða spjölluðum yfir kaffibolla við
borðstofuborðið heima höfðum við
alltaf um nóg að tala, bæði í gamni
og alvöru. Og alltaf var stutt í hlát-
urinn.
Örlögin hafa hagað því þannig
að hún er farin í langa könnunar-
ferð um ókunna heima. Okkur
sem eftir sitjum finnst veröldin öll
orðin tómlegri og myrkari en eftir
er þó allt sem Gréta gaf okkur af
sjálfri sér og deildi með okkur af
takmarkalausu örlæti. Vinkonu
eins og hana er ekki hægt að
kveðja því að hún verður alltaf
stærri hluti af lífi okkar en orð fá
lýst.
Efst í huga er okkur þakklætið
fyrir að hafa fengið að vera Grétu
samferða þessi ár og njóta enda-
lausrar vináttu, kærleika og glað-
værðar. Hlýjar minningarnar
munu fylgja okkur um ókomna tíð.
Við vottum hennar uppáhalds-
konum, dótturinni Heiði, sem hún
var svo stolt af, Ellu systur henn-
ar, Þrúði móðursystur og Heiði
mömmu hennar, innilega samúð.
Magnea J. Matthíasdóttir,
Hólmfríður Matthíasdóttir.
Í dag kveðjum við okkar kæru
vinkonu, Grétu Ösp.
Ung lagði Gréta land undir fót
og fluttist til Parísar til að mennta
sig í fatahönnun, rétt rúmlega tví-
tug. Dvölin þar hafði mikil áhrif á
hana þótt hún legði fatahönnunina
ekki fyrir sig til framtíðar. Gréta
hafði alla tíð mikinn áhuga á fal-
legri hönnun og var einstaklega
smekkvís, eins og heimili hennar
bar fagurt vitni um. Hún hafði líka
sinn eigin fatastíl, sem fór ekki
fram hjá neinum. Hún var iðulega
töff til fara, var stundum kölluð
Gréta græna, en stíllinn endur-
speglaði líka persónuleika hennar.
Hún var nefnilega töff kona,
stolt, hörkudugleg og ósérhlífin.
Hún lét aldrei sitt eftir liggja
sama hvort það var til vinnu eða
aðstoð við fjölskyldu og vini. Hún
var líka ein af þessum konum sem
allir taka eftir um leið og þær
mæta á svæðið. Hávær og glað-
beitt, alltaf til í að fíflast og óspör á
sitt fallega bros og smitandi hlát-
ur.
Sum okkar undirritaðra kynnt-
umst Grétu á Hvíta húsinu en önn-
ur fyrr, en það var á Hvíta sem við
stofnuðum matarklúbbinn okkar
sem fljótlega þróaðist í trúnaðar-
og hlátursklúbb. Í þessum matar-
klúbbi hefur ýmislegt verið brall-
að sem ekki allir myndu láta hafa
sig út í. Sem dæmi um það var að
hafa matarboð þar borðað var með
bundið fyrir augu og ekki upplýst
hvað væri í matinn fyrr en eftir á,
iðulega var farið í feluleik og
ósjaldan dansað langt fram á
morgun. Þar var Gréta líka fremst
í flokki því hún vissi hvernig átti
að ná því besta úr lífinu, hafa gam-
an og njóta. Hún var líka höfðingi
heim að sækja og örlát þegar hún
kom til annarra hvort sem það var
í mat, víni eða vinarþeli. Hún spar-
aði aldrei falleg orð og hrós til
handa öðrum, en hún leyfði sér
líka að segja manni til syndanna
þegar svo bar undir.
Þegar Gréta fékk fréttirnar um
krabbameinið fyrir rétt rúmum
þremur árum var það að sjálf-
sögðu áfall, en alltaf lét Gréta eins
og ekkert biti á hana. Hún sagðist
líta björtum augum til framtíðar
og ætlaði ekki að láta krabbann
hafa betur, við ættum ekki að hafa
áhyggjur af henni. Þessi orð lýstu
henni vel því hún vildi ekki vera
vera baggi á neinum, enginn átti
að hafa áhyggjur af henni. Hún
ætlaði að lifa vel og lengi, enda
töffari sem hafði nóg að lifa fyrir í
fjölskyldu, vinum og lífinu al-
mennt.
Það er því höggvið stórt skarð í
okkar hóp. Hennar Grétu okkar
verður sárt saknað.
Við vottum öllum aðstandend-
um hennar okkar innilegustu sam-
úð og sérstaklega Heiði, dóttur-
inni sem hún var endalaust stolt
af.
Bergdís, Davíð, Elísa,
Hildur og Lóa.
✝
Birna Guðjóns-
dóttir, f. á
Sauðárkróki 29.8.
1943. Hún lést á
HSN 24.2. 2021.
Foreldrar voru Ól-
ína I. Björnsdóttir,
f 23.5. 1903, d.
13.10. 1980, og
Guðjón Sigurðsson
bakarameistari, f.
3.11. 1908, d. 16.6
1986. Alsystkin:
Elma Björk, f. 28.5. 1935, d.
4.12. 1984, og Gunnar Þórir, f.
7.7. 1945, d. 3.10. 2020. Hálf-
systkini, börn Ólínu og f. m.
hennar Snæbjarnar Sigurgeirs-
sonar, f. 22.3. 1886, d. 3.9. 1932:
Ólöf S., f. 28.1. 1924, d. 1.6. 1947,
Guðrún S., f. 27.6. 1925, d. 26.6.
2015, Geirlaug, f. 1927, lést í
frumbernsku, Sigurgeir V., f.
14.6. 1928, d. 19.7. 2005, Eva M.,
f. 7.8. 1930, d. 5.4. 2010, og Snæ-
björg, f. 30.9. 1932, d. 16.2. 2017.
Eiginmaður Birnu er Björn
Björnsson frá S.-Laugalandi.
Foreldrar hans Emma Elías-
dóttir, f. 8.10. 1910, d. 11.3.
1994, og Björn Jóhannesson, f.
11.4. 1893, d. 23.4. 1980. Dætur
þeirra eru a) Ólína Inga, f. 13.5.
1966, hennar börn eru: 1. Fann-
ar Þeyr Guðmundsson, f. 4.11.
1985, faðir hans Guðmundur
unun af. Hún var mikill tónlist-
arunnandi og naut sín í starfinu.
Síðan lá leið norður þar sem hún
vann m.a. á skrifstofu Versl-
unarf. og hjá Sláturs. Skagfirð-
inga. Haustið 1963 fór hún í
Húsmæðraskólann á Laugalandi
en þar kynntist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum. Þau giftu sig
13.06. 1965, þá lá leiðin til
Reykjavíkur og þar hóf hún
störf við Ritfangaverslun Ísa-
foldar og vann þar uns þau
fluttu norður á Sauðárkrók vor-
ið 1968. Þar vann hún ýmis
störf, við afgreiðslu í bókasafn-
inu, kenndi ensku og dönsku við
Iðnskólann um tíma og var einn
stofnenda Ferðaþj. Áningar.
Birna hafði mikinn áhuga á fé-
lagsstörfum, var virkur félagi í
Sjálfstæðisf. Skagfirðinga og
Sjálfstæðiskvennafélagi Skr. og
átti m.a. sæti í miðstjórn flokks-
ins. Hún var formaður Neyt-
endasamtaka Skr. og sat í stjórn
Kvenr.fél. Ísl. Birna var virkur
félagi í Oddfellow-hreyfingunni
í Reb. st. nr. 2 Auði á Akureyri
og stofnfélagi Reb. st. nr. 13 Eir-
ar á Sauðárkróki. Birna var
heimavinnandi húsmóðir, tók á
móti börnum sínum eftir skóla,
ásamt öllum þeirra kunningjum
sem áttu þar alltaf hlýhug og
stuðningi að mæta.
Útför Birnu er gerð frá Sauð-
árkrókskirkju í dag, 12. mars
2021, klukkan 14.
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/c9ye2zz8
Hlekk á streymi má finna á
www.mbl.is/andlat/
Konráðsson. 2.
Tanja Þorsteins-
dóttir, f. 3.9. 1990,
faðir hennar Þor-
steinn Einarsson,
börn Tönju eru
Leó, f. 11.2. 2011,
Írena, f. 28.2. 2013,
faðir þeirra er Kári
Oddgeirsson og
Leila, f. 11.5. 2020,
faðir Sigurður Örn
Arnarson. 3. Ólöf
Birna, f. 19.12. 2000, 4. Andri
Björn, f. 16.9. 2002, 5. Ívar
Breki, f. 22.12. 2004, faðir
þeirra er Andri Már Jóhanns-
son.
b) Arna Dröfn, f. 19.8. 1975,
hennar börn 1. Haukur Sindri, f.
15.4. 1994, 2. Bjarkey Birta, f.
25.5. 1999. Faðir Gissur Árdal
Hauksson. Barn Bjarkeyjar er
Bergur Aron, f. 14.2. 2020, faðir
Bjartmar Snær Jónsson c)
Emma Sif, f. 2.7. 1977, hennar
börn eru 1. Björn Jökull, f. 3.6.
2006, 2. Árni Ísar, f. 15.4. 2010,
faðir Bjarki Már Árnason.
Birna lauk barna- og gagn-
fræðanámi á Sauðárkróki, fór
þá til Danmerkur þar sem hún
dvaldi á annað ár hjá Elmu syst-
ur sinni. Komin heim hóf hún
starf í Hljóðfærahúsi Rvk., vann
þar í nokkur ár og hafði mikla
Elsku mamma mín, nú ert þú
farin og við hér eftir tóm og sökn-
uðurinn er yfirþyrmandi.
Mamma mín sem var alltaf til
staðar, á Öldustígnum sem ég
sagðist stundum vera að fara á, í
hvíldarinnlögn, – þar var alltaf að-
eins hlýrra, meira notalegt, þar
var innilegt faðmlag, tíminn stóð
þar í stað og alltaf var þar góður
matur.
Mamma og pabbi, salt jarðar,
sem alltaf var hægt að leita til, í
hlýjan faðm, hlátur, ráðleggingar,
spjall, stuðning, spil og gleði.
Mamma mín var afar stolt
kona, hún var af Bakarísættinni
og nú er síðasta systkinið farið, nú
eru þau saman og ég veit að þau
taka vel á móti litlu systur sinni.
Það besta sem mamma vissi var
að dúlla sér úti í garði á sumrin,
þangað gat hún farið snemma
morguns og pabbi þurfti nánast að
draga hana inn að kvöldi. Þar sat
hún, nostraði við blómin og trén,
talaði við þau og naut sín og veð-
urblíðunnar. – Það var alltaf gott
veður í garðinum hjá mömmu í
minningunni.
Mamma var einnig mjög trú
sjálfri sér í skoðunum sínum, sat
alltaf við sinn keip, alveg fram í
það síðasta. Hún var svo þrjósk að
það var með ólíkindum.
Ég er stolt af því að vera dóttir
mömmu minnar og pabba, ég tel
mig hafa fengið gott veganesti
sem ég mun áfram nota til minna
barna og ég mun styðjast við það
út lífið.
Elsku mamma mín, elsku
mjúka mamma mín, ég sakna þín
alltaf.
Þín
Emma Sif.
Fallin er frá elskuleg móður-
systir mín, Birna S. Guðjónsdótt-
ir, Bidda frænka. Við fráfall henn-
ar eru öll systkinin í bakaríinu á
Sauðárkróki horfin á vit feðra
sinna og skrýtið að hugsa til þess
að heil kynslóð sé farin. Nú er það
hlutverk okkar sem eftir lifum af
bakarísfjölskyldunni að halda
minningu látinna í fjölskyldunni á
lífi. Við Bidda frænka höfum alltaf
verið mjög góðar vinkonur og
nánar og má segja að ég líti á þau
hjónin, Biddu og Björn, sem mína
aðra foreldra, því ég gat alltaf leit-
að til þeirra eftir ráðleggingum ef
svo bar undir.
Bidda var næstyngst systkin-
anna úr bakaríinu. Það gat verið
ansi skondið að vera með þeim
systrum, Gígju, Evu, Snæju
(mömmu) og Biddu, þegar þær
voru að rifja upp gamlar minningar
af Króknum. Engar þeirra mundu
hlutina alveg á sama hátt og oft
mátti Gunni, yngri bróðir þeirra,
skerast í leikinn til að leiðrétta þær
og gat þetta orðið ansi skemmtileg
stund fyrir okkur sem vorum við-
stödd.
Sem barn sótti ég mikið í það að
vera hjá Biddu og Birni á Öldu-
stígnum því þar var og er alltaf gott
að vera. Þar var alltaf nóg um að
vera og mikið um gestagang allan
liðlangan daginn og húsið opið öll-
um, bara eins og í bakaríinu hjá
ömmu og afa. Í heimsóknum mín-
um á Öldustíginn var alveg haldið í
við uppeldið á litlu frænkunni úr
Reykjavík, en ég man vel þegar
Bidda ýtti við bakinu á mér og sagði
„réttu nú úr þér stelpa“ og hvað þá
þegar hún setti eitthvað ógeðslegt á
neglurnar á mér svo ég myndi nú
hætta að naga þær.
Við Bidda gátum setið tímunum
saman og spjallað um allt milli him-
ins og jarðar, en oft vorum við líka
saman í garðinum að skoða blómin
og dytta að honum. Þegar við Dóri
minn eignuðumst húsið okkar flutti
Bidda nokkrar plöntur til okkar úr
garðinum sínum, sem áður voru
teknar úr garðinum við gamla bak-
aríið hjá ömmu og afa. Mér þykir
svo vænt um að þessar plöntur eru
enn þá á lífi hjá okkur og minna mig
alltaf á elsku Biddu frænku og
ömmu og afa.
Þegar við fjölskyldan höfum
komið á Öldustíginn hefur það ver-
ið fastur liður að setjast niður í eld-
húsinu og gæða sér á kruðeríi úr
bakaríinu, vínarbrauðum og snúð-
um, og spjalla saman svo tímunum
skiptir. Bidda var mjög pólitísk og
sjálfstæðismaður fram í fingur-
góma. Yfirleitt leiddust öll okkar
samtöl út í pólitíkina og það voru
oft mjög hressilegar samræður
sem ég á eftir að sakna mjög mikið
eins og að geta hringt þegar mig
langar.
Bidda var mikið með mömmu í
sumarhúsinu þeirra pabba í Eyr-
arskógi og oft fylgdu Emma og
Arna og krakkarnir þeirra með.
Þar áttu þær systur yndislegan
tíma saman sem gaf mömmu svo
mikið. Bidda og Björn voru líka
mjög mikið hjá mömmu og pabba í
Fellsó, þegar þau komu í bæinn.
Elsku Björn, Ólinga, Arna,
Emma, börn og barnabörn, missir
ykkar er mikill. Við Dóri og Hildur
Ása sendum ykkur öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Elsku Bidda frænka mín, nú er
komið að kveðjustundinni, þangað
til við hittumst næst. Ég bið góðan
guð að varðveita minningu þína og
kveð þig með þínum orðum:
„Bless heillin mín.“
Þín frænka,
Guðrún Birna Jörgensen
(Ditta).
Birna (Sigurbjörg) Guðjóns-
dóttir - Bidda - móðursystir mín
er fallin frá. Þar með hafa öll
systkinin úr Sauðárkróksbakaríi
kvatt. Fjörið, söngurinn og gleðin
úr bakaríinu halda áfram í sum-
arlandinu.
Bidda var lágvaxin, kvik í
hreyfingum og alltaf með bros á
vör. Hláturinn og lífsgleðin smit-
andi. Hjálpsemina fékk hún í
vöggugjöf með tónlistinni og húm-
ornum.
Í áratugi glímdi Bidda við
heilsubrest en aldrei var kvartað.
Það var ekki hennar eðli að bera
vandamál sín á torg – velferð og
heilsa annarra var henni ofar í
huga. Þegar hugsað er til baka
átta ég mig betur á því hversu
mikla þolinmæði Bidda sýndi ung-
um frænda, alltaf tilbúin til að að-
stoða og veita góð ráð. Á stundum
fannst frænku sem mér lægi of
mikið á, ekki síst þegar ég kom í
heiminn þremur dögum fyrir af-
mælisdaginn hennar. Ég byrjaði
lífshlaupið með því að gera að
engu drauminn um að við Bidda
gætum fagnað sama afmælisdegi.
Bidda var gæfukona í einkalíf-
inu. Árið 1965 giftist hún Birni
Björnssyni og eignuðust þau hjón
þrjár dætur; Ólingu (Ólínu Ingu),
Örnu Dröfn og Emmu Sif. Björn
var í áratugi skólastjóri á Sauð-
árkróki og síðar Hofsósi. Hann er
Eyfirðingur en þeir hafa reynst
bakarísfjölskyldunni vel.
Þau hjón voru samhent í öllu.
Yfir heimili þeirra var alltaf
ákveðinn léttleiki og stutt í hlátur
og gleði. Ungum fannst mér aldrei
leiðinlegt að koma í heimsókn
fyrst á Skógargötuna og síðar á
Öldustíginn. Óþvinguð og frjáls-
leg löðuðu Björn og Bidda að sér
þá yngri. Eftir því sem árin urðu
fleiri þróaðist órjúfanleg vinátta
og traust milli mín og Björns og
Biddu.
Bidda var alla tíð pólitísk, sann-
færð um að hag þjóðarinnar sé
best borgið með stefnu Sjálfstæð-
isflokksins. Hún var ekki gagn-
rýnislaus í garð flokksins eða kjör-
inna fulltrúa, en alltaf sanngjörn
og rökföst. Bidda þoldi ekki sýnd-
armennsku og fyrirleit undirferli í
pólitík sem og í lífinu öllu. Hún
fylgdist með straumum samtím-
ans, var ágætlega lesin og kunni
vel við sig innan um bókastafla.
Í eldhúskróknum við Öldustíg
áttum við Bidda og Björn ófá sam-
töl og krufum helstu mál yfir kaffi-
bolla og súkkulaðisnúðum úr bak-
aríinu. Við Björn höldum þeim
samtölum áfram og Bidda vakir
yfir enda fáir staðir betur til þess
fallnir að ræða þjóðmálin en eld-
húskrókurinn við Öldustíg. Þar
höfum við Gréta átt góðan griða-
stað.
Bidda og Björn voru stoð og
stytta móður minnar þegar faðir
minn lést langt fyrir aldur fram.
Hjálpsemi þeirra og umhyggja
gekk lengra en hægt er að ætlast
til. Hið sama átti við um dætur
þeirra, sem eru fremur líkt og
yngri systur mínar en frænkur.
Að leiðarlokum færi ég ein-
stakri móðursystur og traustum
vini þakkir fyrir allt. Fátækleg orð
gera ekki upp skuld mína. Það
uppgjör bíður betri tíma.
Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi mér
eftir
til fjærstu vega, gnæfði traust mér að
baki.
Horfið mitt skjól og hreinu, svalandi
skuggar.
(Hannes Pétursson)
Við Gréta og börnin færum
Birni, Ólingu, Örnu, Emmu og öll-
um frændum og frænkum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu heiðurskonu sem
á vísan stað í hjörtum okkar.
Óli Björn Kárason.
Það er stórt skarð sem Bidda
skilur eftir. Alltaf svo glöð, bros-
mild og tilbúin að hjálpa hverjum
þeim sem bankaði upp á. Ég er
svo heppin að hafa átt hana að í
mínu lífi, – „bónus-amma“ segi ég.
Amma Eva var lánsöm með syst-
ur!
Minningarnar eru óteljandi en
myndin er alltaf skýr af Biddu
brosandi. Þegar ég var lítil var svo
ótrúlega gaman að koma á Öldu-
stíginn að hitta hana, Björn og
Töru. Þau voru alltaf jafn hress og
tilbúin að gera eitthvað skemmti-
legt með Evu litlu.
Það var alltaf svo gaman að
vera í kringum systurnar úr bak-
aríinu, ekki síst þegar þær allar
komu saman. Þær kunnu að
skemmta sér, njóta lífsins. Hlát-
urinn hávær og smitandi. Oft var
ég hreinlega með verk í maganum
vegna hláturs. Ég get rétt ímynd-
að mér það partí hjá systrunum
sem nú eru sameinaðar að nýju og
hláturinn heyrist næstum hingað.
Elsku Björn, Ólinga, Arna,
Emma og fjölskyldur, ég sendi
ykkur mínar dýpstu samúðar-
kveðjur. Bidda brosir nú yfir okk-
ur með Töru sinni og systkinum
sínum og mikið er það góð tilhugs-
un.
Blessuð sé minning hennar.
Eva Björk Óladóttir.
Í dag er borin til grafar Birna
Guðjónsdóttir. Birna var formað-
ur Sjálfstæðiskvennafélags Sauð-
árkróks um árabil. Félagskonur
minnast Birnu sem skemmtilegr-
ar og framtakssamrar konu sem
alltaf var tilbúin að vinna fyrir fé-
lagið. Hún sat í nefndum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og var í kjör-
dæmisráði og fulltrúaráði sjálf-
stæðisfélaganna í Skagafirði. Hún
sótti Landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins og þing Landssambands
sjálfstæðiskvenna.
Hún kom að starfi í kringum
kosningar, fjáröflunum, skemmt-
unum og þess þáttar. Basararnir
sem við héldum voru líflegir og
eftirsóttir og skemmtum við okk-
ur vel.
Birna og Björn voru mjög sam-
hent hjón, sem hafa unnið vel fyrir
sveitarfélagið sitt og alltaf viljað
því allt hið besta.
Félagar í Sjálfstæðiskvennafé-
lagi Sauðárkróks þakka Birnu
fyrir óeigingjarnt starf fyrir félag-
ið og sveitarfélagið.
Margrét Steingrímsdóttir,
Sigrún Aadnegard,
Steinunn Hjartardóttir.
Birna S.
Guðjónsdóttir