Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
SÉRBLAÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 22. mars
Páskablað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn
26. mars
Girnilegar uppskriftir af veislumat
og öðrumgómsætum réttum
ásamt páskaskreytingum,
páskaeggjum, ferðalögum
og fleira.
60 ára Jón fæddist á
Steinsstöðum II í Öxna-
dal en fluttist sem ung-
lingur til Akureyrar og
býr þar. Hann er húsa-
smíðameistari að
mennt og er húsvörður
á Hótel KEA.
Maki: Íris Halla Sigurðardóttir, f. 1966,
vinnur í fyrirtækjaþjónustu hjá Íslands-
pósti.
Börn: Hlynur, f. 1987, Silja, f. 1989, og
Pálmi, f. 1992. Barnabörnin eru Sygin
Halla Pálmadóttir, Aron Böðvar Hlynsson
og Haukur Logi Oddsson, sonur Silju.
Foreldrar: Bára Magnúsdóttir, f. 1934,
búsett á Akureyri, og Árni Brynjólfsson,
f. 1932, d. 2005. Þau voru bændur á
Steinsstöðum II.
Jón Eggert Árnason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú átt það alltaf á hættu að vera
misskilinn, nema þú talir tæpitungulaust
þannig að allir skilji. Þú hefur einstaka getu
til þess að komast að sannleikanum.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú ættir að kaupa eitthvað til heim-
ilisins eða jafnvel fasteign í dag. Styrktu
sjálfsmyndina með ráðstöfunum sem ekki
tengjast efnishyggjunni.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það eru margir lausir endar sem
þú þarft að hnýta, áður en þú getur haldið
áfram. Gættu þess að hugsa ekki svo um
sjálfan þig að þú gangir á rétt annarra.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Uppbyggilegar viðræður við vini
geta leitt til ánægjulegrar samvinnu. Ef
markmið þín eru skýr í huga þér mun það
hafa áhrif á gerðir þínar og færa þig nær
takmarki þínu.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú hefur góðan byr í seglin en þarft að
gæta þess að fara ekki fram úr sjálfum/
sjálfri þér. Notaðu tækifærið á meðan kraft-
urinn er til staðar og komdu eins miklu í
verk og þú mögulega getur.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Tækifærin bíða þín á næsta leiti.
Reyndu að sýna þolinmæði í samskiptum
við aðra og vertu lítillátur.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú þarft að leggja þig sérstaklega fram
til þess að ná tilskildum árangri. Þér kann
að þykja framkoma einhverra vinnufélaga
skrýtin.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Eitthvað er að angra þig og þú
losnar ekki við þá tilfinningu fyrr en þú gerir
eitthvað. Sönn hamingja felst í því að halda
áfram á þeirri leið sem þú hefur valið þér.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Nú er lag að söðla um og taka
upp nýja háttu. Samband þitt við vini þína á
eftir að batna mikið á næstu vikum.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þín bíður gáskafullur og róm-
antískur tími. Haltu fast við áform þín og
láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú ert í skapi til þess að berjast
fyrir málstað annarra á vinnustað. Þú þarft
að gæta þín ef þú vilt ekki að aðrir sjái í
gegnum þig.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú átt erfitt með að sannfæra aðra
um ágæti málstaðar þíns. Þótt þú hafir ekki
mikið fé handbært þessa stundina, má allt-
af gera sér glaðan dag.
P
áll Magnússon fæddist
12. mars 1971 í Reykja-
vík en ólst upp í Kópa-
vogi. „Sem drengur
dvaldi ég fimm sumur í
sveit í Breiðafirði. Fyrsta sumarið
var í Hvallátrum en síðan í Flatey.
Ég var hjá Hlyni syni Aðalheiðar
Bjarnfreðsdóttur, föðursystur minn-
ar, og þáverandi sambýliskonu hans,
Hrönn Hafsteinsdóttur, í Hval-
látrum. Það var ofboðslega fallegt
þar og öðruvísi sveitalíf, sem tengd-
ist mikið sjósókn, fuglum og eggja-
tínslu, en þar var líka hefðbundinn
búskapur. Þau voru með beljur og
það var heyjað en féð var uppi á landi
yfir sumartímann. Svo eiginlega að
meginstofni þá borðaði maður mat
sem var dreginn í bú, fuglakjöt og
allt sjávarfang í rauninni. Í Flatey
bjó ég í símstöðvarhúsinu.“ Páll æfði
ýmsar íþróttir á yngri árum og var í
skólahljómsveit og Hornaflokki
Kópavogs. Hann var duglegur í
félagsmálum og var í nemenda-
félögum og tók þátt í ræðukeppnum
með góðum árangri.
Páll gekk í Snælandsskóla og varð
stúdent frá Menntaskólanum í Kópa-
vogi 1991. Hann lauk guðfræðiprófi
(BA) frá Háskóla Íslands 2001 og
síðan meistaragráðu í opinberri
stjórnsýslu frá sama skóla 2006. Árið
2019 lauk Páll meistaragráðu í lög-
fræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Með háskólanámi starfaði Páll
sem lögreglumaður og fréttamaður
hjá fréttastofu ríkissjónvarpsins.
„Ég starfaði líka í sumarbúðum á Ír-
landi sem Paul Newman stofnsetti
fyrir langveik börn, en þær eru í
Barretstown-kastala sem er frá 12.
öld. Ég var þar eitt sumar og fór síð-
an tvisvar þangað eftir það. Það var
mjög skemmtilegt og gefandi.“
Páll hóf snemma afskipti af stjórn-
málum og var varabæjarfulltrúi í
Kópavogi fyrir Framsóknarflokkinn
1990-1998 og varaþingmaður 1999-
2007. Hann var framkvæmdastjóri
auglýsingastofu 1998-1999 og síðan
aðstoðarmaður iðnaðar- og við-
skiptaráðherra 1999-2006. Páll var
sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Kópa-
vogsbæjar 2006-2019. „Ég fer úr
pólitíkinni og í að stjórna stjórnsýsl-
unni í Kópavogi og er líka bæjarrit-
ari. Í því starfi er maður að vinna
með fulltrúum úr öllum flokkum og
þarf að njóta trausts þeirra. Það fór
því ekki saman að vera í stjórnmálum
á sama tíma og ég hætti afskiptum af
þeim.“
Frá desember 2019 hefur Páll ver-
ið ráðuneytisstjóri í mennta- og
menningarmálaráðuneytinu. „Ég
náði rétt að koma mér fyrir áður en
Covid byrjaði. Þetta er búinn að vera
alveg rosalega krefjandi tími og mik-
ið álag verið á öllu menntakerfinu og
stjórnkerfinu í heild. En við erum eitt
af fáum ríkjum sem geta státað af því
að hafa haldið skólastarfinu gangandi
á þessum tíma. Svo hefur Covid haft
mikil áhrif á allt menningarlíf og allt
viðburðahald legið niðri. Með stuðn-
ingsaðgerðum stjórnvalda hefur ver-
ið reynt að koma til móts við þann
hóp svo að fólk komist í gegnum
þetta.“
Páll sat í stjórn Landsvirkjunar
2007-2011, þar af sem formaður 2007-
Páll Magnússon ráðuneytisstjóri – 50 ára
Hjónin Páll og Hulda við Sólbakka, gamla Símstöðvarhúsið í Flatey, þar sem Páll var í sveit fjögur sumur.
Erilsamt ár í ráðuneytinu
Á rjúpnaveiðum Páll ásamt Kríu fyrir ofan Höfðavatn á Höfðaströnd.
30 ára Arnar er Kópa-
vogsbúi og hefur alltaf
búið þar. Hann er með
BA í hagfræði og er með
þrjár meistaragráður: í
reikningsskilum og end-
urskoðun, í fjármálum
fyrirtækja og kennslu-
réttindum fyrir framhaldsskóla, allt frá HÍ.
Arnar er hlaupari, hlaupaþjálfari og vinnur
hjá Driftline Analytics. Arnar hefur 36 sinn-
um orðið Íslandsmeistari í hlaupagreinum,
frá 1.500 metrum og upp í maraþon. Arn-
ar er íþróttamaður Kópavogs 2020.
Foreldrar: Pétur H. Sigurðsson, f. 1961,
deildarstjóri hjá Íslenskri getspá, og Sigrún
Jónsdóttir, f. 1960, framkvæmdastýra hjá
Tryggingastofnun. Þau eru búsett í Kópa-
vogi.
Arnar Pétursson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is