Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
Lengjubikar karla
A-deild, 2. riðill:
KR – FH.................................................... 1:1
Staðan:
KR 5 3 2 0 17:5 11
Víkingur R. 4 3 1 0 15:4 10
FH 5 2 2 1 10:10 8
Fram 4 1 1 2 8:17 4
Kórdrengir 4 1 0 3 6:9 3
Þór 4 0 0 4 3:14 0
_ KR og Víkingur fara í 8-liða úrslit.
Evrópudeild karla
16-liða úrslit, fyrri leikir:
Granada – Molde...................................... 2:0
- Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrstu
74 mínúturnar með Molde.
Olympiacos – Arsenal ............................. 1:3
- Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
- Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahópi Arsenal.
Ajax – Young Boys ................................... 3:0
Dynamo Kiev – Villarreal ........................ 0:2
Manchester United – AC Milan.............. 1:1
Slavia Prag – Rangers ............................. 1:1
Roma – Shakhtar Donetsk ...................... 3:0
Tottenham – Dinamo Zagreb.................. 2:0
Danmörk
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, seinni leikir:
SönderjyskE – Fremad Amager............ 4:1
- Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmanna-
hópi SönderjyskE.
_ SönderjyskE áfram, 6:2 samanlagt.
B 93 – AGF................................................ 2:1
- Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 60
mínúturnar með AGF.
_ AGF áfram, 4:3 samanlagt.
_ Midtjylland og Randers eru hin tvö liðin í
undanúrslitum bikarsins.
Meistaradeild kvenna
16-liða úrslit, seinni leikur:
Fiorentina – Manchester City................. 0:5
_ Man. City áfram, 8:0 samanlagt.
50$99(/:+0$
Dominos-deild karla
Grindavík – Þór Þ............................. 105:101
ÍR – Höttur ........................................... 89:69
Keflavík – Haukar ................................ 86:74
KR – Valur ............................................ 77:87
Staðan:
Keflavík 14 12 2 1289:1119 24
Stjarnan 13 10 3 1234:1144 20
Þór Þ. 14 9 5 1380:1264 18
KR 14 9 5 1268:1276 18
ÍR 14 7 7 1240:1226 14
Grindavík 14 7 7 1263:1294 14
Valur 14 6 8 1165:1193 12
Njarðvík 13 5 8 1099:1126 10
Tindastóll 13 5 8 1183:1219 10
Höttur 14 4 10 1219:1306 8
Þór Ak. 12 4 8 1046:1134 8
Haukar 13 3 10 1089:1174 6
Dominos-deild kvenna
Haukar – KR....................................... 120:77
Valur – Keflavík.................................... 80:67
Fjölnir – Skallagrímur......................... 98:90
Breiðablik – Snæfell............................. 93:76
Staðan:
Valur 13 11 2 974:794 22
Keflavík 12 10 2 974:866 20
Haukar 13 9 4 930:856 18
Fjölnir 13 8 5 994:943 16
Skallagrímur 13 6 7 904:931 12
Breiðablik 13 4 9 801:851 8
Snæfell 12 2 10 851:942 4
KR 13 1 12 866:1111 2
NBA-deildin
Memphis – Washington ................... 127:112
Dallas – San Antonio ........................ 115:104
_ Efst í Austurdeild: Philadelphia 24/12,
Brooklyn 24/13, Milwaukee 22/14, Boston
19/17, New York 19/18, Miami 18/18.
_ Efst í Vesturdeild: Utah 27/9, Phoenix
24/11, LA Lakers 24/13, LA Clippers 24/14,
Portland 21/14, Denver 21/15.
57+36!)49,
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
MG-höllin: Stjarnan – Þór Ak ............. 18.15
Nj.gryfjan: Njarðvík – Tindastóll....... 20.15
1. deild karla:
Hveragerði: Hamar – Álftanes ........... 19.15
Dalhús: Fjölnir – Breiðablik................ 19.15
Vallaskóli: Selfoss – Skallagrímur ...... 19.15
1. deild kvenna:
Kennaraháskóli: Ármann – Grindavík .... 20
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Kórinn: HK – KA/Þór ............................... 18
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Domusnovav.: Leiknir R. – Þróttur R..... 19
Framvöllur: Fram – Kórdrengir ............. 19
Boginn: Þór – Víkingur R......................... 21
BLAK
Kjörísbikar kvenna, undanúrslit:
Digranes: KA – Völsungur ....................... 17
Digranes: HK – Afturelding..................... 20
Í KVÖLD!
KÖRFUBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Jordan Roland átti stórleik fyrir Val
þegar liðið heimsótti KR í úrvals-
deild karla í körfuknattleik, Dom-
inos-deildinni, í DHL-höllina í Vest-
urbæ í kvöld.
Roland skoraði 24 stig í fyrri hálf-
leik, bætti sextán stigum við í síðari
hálfleik og endaði með 40 stig.
Mikið jafnræði var með liðunum í
fyrri hálfleik og var staðan 43:42, KR
í vil, í hálfleik.
Liðin skiptust á að skora í upphafi
síðari hálfleiks en Valsmenn skoruðu
fyrstu tólf stigin í fjórða leikhluta,
náðu 78:64-forskoti, og fögnuðu
87:77-sigri í leikslok.
Jón Arnór Stefánsson skoraði 12
stig í liði Vals og Kristófer Acox
skoraði 10 stig og tók tíu fráköst.
Brandon Nazione og Matthías
Orri Sigurðarson voru stigahæstir í
liði KR með 15 stig hvor.
„Þegar allt kemur til alls var það
frábær varnarleikur Valsmanna sem
skilaði þeim sigrinum í kvöld.
Jón Arnór Stefánsson, Kristófer
Acox og Pavel Ermolinskij ætluðu
sér ekki að tapa á gamla heimavell-
inum og það skein úr augunum á
þeim allan leikinn en þetta var fyrsti
sigur Vals í Vesturbæ í 22 ár.
KR-ingar áttu engin svör við varn-
arleik Vals og þegar hlutirnir voru
ekki að falla með þeim í síðari hálf-
leik fóru þeir að pirra sig út í dóm-
arana sem kann ekki góðri lukku að
stýra.
Þá á góður þjálfari eins og Darri
Freyr Atlason ekki að láta reka sig
út úr húsi í svona mikilvægum leik á
ögurstundu og hann veit það best
sjálfur.
Valsmenn voru betur gíraðir í leik-
inn og náðu loksins að tengja saman
tvo sigurleiki. Vonandi fyrir þá eru
þeir komnir á skrið enda í harðri bar-
áttu um sæti í úrslitakeppninni,“
skrifaði undirritaður í umfjöllun
sinni um leikinn á mbl.is.
_ Keflavík styrkti stöðu sína á
toppi deildarinnar þegar liðið fékk
Hauka í heimsókn í Blue-höllina í
Keflavík.
Leiknum lauk með tólf stiga sigri
Keflvíkinga, 86:74, en leikurinn var í
járnum í fyrri hálfleik.
Haukar byrjuðu leikinn af krafti
og voru með yfirhöndina framan af.
Staðan í háflleik var 44:42, Haukum í
vil.
Keflavík skoraði hins vegar 24 stig
gegn 10 stigum Hauka í þriðja leik-
hluta og þar tapaðist leikurinn.
Haukar reyndu að koma til baka í
fjórða leikhluta en höfðu ekki erindi
sem erfiði.
Calvin Burks jr. var stigahæstur
Keflvíkinga með 19 stig og Hörður
Axel Vilhjálmsson skoraði 15 stig og
gaf 10 stoðsendingar.
Jalen Jackson var atkvæðamestur
Hauka með 17 stig og Pablo Bertone
skoraði 14 stig og gaf níu stoðsend-
ingar.
_ Everage Richardson var stiga-
hæstur ÍR-inga þegar liðið fékk Hött
í Seljaskóla í Breiðholti.
Richardson skoraði 23 stig og gaf
átta stoðsendingar en leiknum lauk
með tuttugu stiga sigri ÍR, 89:69.
Jafnræði var með liðunum í fyrri
hálfleik og var staðan 40:33, ÍR í vil, í
hálfleik.
ÍR-ingar juku forskot sitt um fjög-
ur stig í þriðja leikhluta og í fjórða
leikhluta skoraði ÍR 25 stig gegn 16
stigum Hattar.
Collin Pryor skoraði 19 stig fyrir
ÍR og Zvonko Bujlan skoraði 16 stig
og tók þrettán fráköst.
Hjá Hetti var Bryan Alberts stiga-
hæstur með 21 stig og Matej Karlo-
vic skoraði 14 stig.
_ Marshall Nelson skoraði 22 stig
fyrir Grindavík þegar liðið fékk Þór
frá Þorlákshöfn í heimsókn í HS
Orku-höllina í Grindavík.
Leiknum lauk með 105:101-sigri
Grindavíkur en Dagur Kár Jónsson
var frábær í liði Grindvíkinga, skor-
aði 20 stig og gaf tólf stoðsendingar.
Þórsarar byrjuðu leikinn betur en
Grindvíkingar, voru fljótir að ranka
við sér og var staðan 59:57, Grinda-
vík í vil, í hálfleik.
Mikið jafnræði var með liðunum í
síðari hálfleik og var munurinn á lið-
unum tvö stig, 103:101, þegar nokkr-
ar sekúndur voru til leiksloka en
Grindvíkingar náðu að halda út.
Callum Lawson var stigahæstur
Þórsara með 23 stig og níu fráköst.
Þá skoraði Styrmir Snær Þrastarson
22 stig fyrir Þórsara og tók tíu frá-
köst.
Loksins unnu
Valsmenn í
Vesturbæ
- Keflavík styrkti stöðu sína í efsta
sæti deildarinnar með sigri á Haukum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skot Jón Arnór Stefánsson átti mjög góðan leik fyrir Valsmenn á gamla
heimavellinum í Vesturbæ, skoraði 12 stig og var öflugur varnarlega.
Thomas Bach, forseti Alþjóðaól-
ympíunefndarinnar, skýrði frá því í
gær að nefndin hefði þegið boð kín-
versku ólympíunefndarinnar um að
sjá ólympíuförum fyrir auka-
skömmtum af bóluefni vegna kór-
ónuveirunnar. Boðið nær til Ólymp-
íuleikanna, Ólympíumóts fatlaðra
og sömuleiðis vetrarleika beggja
aðila. Bach sagði að nefndin myndi
greiða fyrir bóluefnin og þau yrðu
síðan gefin í samvinnu við al-
þjóðlega samstarfsaðila, eða til
landa þar sem samningar við Kína
um bóluefni væru þegar til staðar.
Fá bóluefni frá
Kínverjum
AFP
Staðfest Thomas Bach greindi frá
stuðningi Kínverja í gær.
Hannes Jón Jónsson hefur verið
ráðinn þjálfari karlaliðs Alpla Hard
í austurríska handboltanum frá og
með næsta keppnistímabili. Hann
lýkur þessu tímabili með Bietig-
heim í þýsku B-deildinni en þar hef-
ur hann þjálfað í tvö ár. Hannes,
sem er 41 árs gamall og lék 44
landsleiki á árum áður, var áður í
Austurríki á árunum 2015-2019
þegar hann var þjálfari West Wien,
og jafnframt leikmaður liðsins
fyrstu árin. Alpla er í þriðja sæti
þegar úrslitakeppni um austurríska
meistaratitilinn er að hefjast.
Hannes fer aftur
til Austurríkis
Ljósmynd/Marco Wolf
Alpla Hannes Jón Jónsson tekur við
þriðja besta liði Austurríkis.
Böðvar Böðvarsson gekk í gær til liðs við sænska knatt-
spyrnufélagið Helsingborg og skrifaði undir eins árs
samning við það. Hann kemur frá Jagiellonia Bialystok í
Póllandi þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú ár.
Böðvar er 25 ára gamall vinstri bakvörður og lék 43
úrvalsdeildarleiki með Jagiellonia en lék áður með FH
og spilaði 73 úrvalsdeildarleiki með Hafnarfjarðarlið-
inu. Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Helsingborg féll úr sænsku úrvalsdeildinni á síðasta
ári en félagið er eitt af þeim stærri í Svíþjóð og varð m.a.
tvöfaldur meistari árið 2011 og hefur leikið í riðlakeppni
bæði Meistaradeildar og Evrópudeildar á þessari öld.
Tíu Íslendingar hafa áður leikið með Helsingborg en Albert Guðmunds-
son úr Val var fyrstur í röðum þess árið 1983. Síðan hafa leikið með því
þeir Hilmar Björnsson og Jakob Már Jónharðsson árið 1998, Ólafur Ingi
Skúlason 2007-2009, Guðjón Pétur Lýðsson 2011, Alfreð Finnbogason
2012, Arnór Smárason 2013-2015, Guðlaugur Victor Pálsson 2014-2015,
Andri Rúnar Bjarnason 2018-2019 og Daníel Hafsteinsson 2019.
Böðvar kominn til Svíþjóðar
Böðvar
Böðvarsson
Diljá Ýr Zomers hefur bæst í hóp þeirra íslensku knatt-
spyrnukvenna sem leika í sænsku úrvalsdeildinni á kom-
andi keppnistímabili. Diljá, sem er aðeins 19 ára gömul,
fékk í gær félagaskipti til Häcken í Gautaborg en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins eiga Valur og Häck-
en eftir að ganga frá því hvort hún verði lánuð til
sænska félagsins eða hvort það greiði Hlíðarendafélag-
inu fyrir að fá hana lausa.
Diljá hefur þrátt fyrir aldurinn leikið 50 úrvalsdeild-
arleiki hér á landi og skorað í þeim þrjú mörk. Hún lék
með meistaraflokki FH í tvö ár og með Stjörnunni í eitt
ár en gekk til liðs við Val fyrir síðasta tímabil og lék ell-
efu af sextán leikjum liðsins í úrvalsdeildinni.
Häcken er nýtt lið í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð en félagið fékk keppn-
isleyfi Svíþjóðarmeistara Kopparbergs/Gautaborgar sem lögðu niður
starfsemi sína í lok ársins 2020. Unnusti Diljár, Valgeir Lunddal Frið-
riksson, kom til karlaliðs Häcken frá Val fyrr í vetur en það leikur einnig í
úrvalsdeild.
Diljá Ýr til liðs við Häcken
Diljá Ýr
Zomers