Morgunblaðið - 12.03.2021, Side 35

Morgunblaðið - 12.03.2021, Side 35
_ Kiril Lazarov, ein mesta skytta handboltans í seinni tíð, stýrði Norð- ur-Makedóníu til sigurs á heimsmeist- urum Dana í Skopje í gærkvöld, 33:29, í undankeppni Evrópumótsins. Þótt hinn fertugi Lazarov sé orðinn þjálfari spilar hann áfram með liðinu og skor- aði fjögur mörk sjálfur í leiknum. _ Norska knattspyrnusambandið ákvað í gær að fresta upphafi keppn- istímabilsins í efstu deildum karla og kvenna til 1. maí vegna útbreiðslu kór- ónuveirunnar á sumum svæðum í Nor- egi. Efstu kvennadeildirnar áttu að hefjast 20. mars og efstu karladeild- irnar 5. apríl en vegna stöðunnar þótti ekki fært að byrja á áætluðum tíma. _ Ísland verður í riðli með Serbíu, Sví- þjóð og Frakklandi í fyrri hluta und- ankeppni Evrópumóts kvenna 19 ára og yngri í fótbolta. Leikið verður í ein- hverju landanna fjögurra í september eða október. Einnig var dregið hjá U17 ára stúlkum og þar er Ísland í riðli með Norður-Írlandi, Serbíu og Spáni. Þar verður riðlakeppnin leikin einhvern tímann frá 1. ágúst til 14. nóvember. Nýtt keppnisfyrirkomulag hefur verið tekið upp í báðum aldursflokkum, leik- ið í A- og B-deildum eftir styrkleika, og bæði íslensku liðin hefja keppni í A- deild. _ Þrír af reyndustu landsliðsmönnum Þýskalands í knattspyrnu gætu klæðst landsliðstreyjunni á ný 25. mars þegar Þjóðverjar taka á móti Íslendingum í Duisburg í fyrsta leiknum í und- ankeppni heimsmeistaramóts karla. Joachim Löw landsliðsþjálf- ari sagði eftir afleitt gengi liðsins á HM 2018 að þeir Thomas Müller, Mats Hummels og Jeróme Boateng yrðu aldrei valdir aftur á meðan hann stýrði liðinu. Nú hefur Löw hins vegar sagt að vel komi til greina að velja Müll- er og Hummels á ný, og Kicker segir að Boateng komi líka til greina ef Löw þurfi á honum að halda. ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Eitt ogannað EVRÓPUDEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Erkifjendurnir í Norður-London, Tottenham og Arsenal, ættu að koma ágætlega stemmdir til leiks á sunnudaginn þegar þeir eigast við í nágrannaslag í ensku úrvalsdeild- inni í fótbolta. Í gærkvöld komu bæði liðin sér í góða stöðu í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar og eiga að geta fylgt því eftir í seinni leikjum sínum í þeirri keppni næsta fimmtudag. Tottenham tók á móti Dinamo Zagreb í London og lagði Króatana allörugglega að velli, 2:0. Fyrirlið- inn Harry Kane skoraði bæði mörk- in. Arsenal fór til Grikklands til leiks gegn Olympiacos, sem sló enska lið- ið út á sama stigi keppninnar fyrir nákvæmlega ári. Arsenal vann sannfærandi útisigur, 3:1, og ætti að hafa alla burði til að fylgja því eftir. Martin Ödegaard, Gabriel og Mohamed Elneny skoruðu mörkin. _ Staðan er ekki eins góð hjá þriðja enska liðinu í keppninni, Manchester United, sem fékk AC Milan í heimsókn á Old Trafford. Þar tryggði danski miðvörðurinn Simon Kjær gamla ítalska stórveld- inu jafntefli, 1:1, með fallegu skalla- marki í uppbótartímanum. Ítalirnir taka þar með gríðarlega dýrmætt mark á útivelli með sér í seinni við- ureignina á San Siro í Mílanóborg næsta fimmtudag. Allt stefndi í að hinn 18 ára gamli Amad Diallo yrði hetja leiksins á Old Trafford. Ole Gunnar Solskjær setti hann inn á í upphafi síðari hálfleiks og eftir aðeins fjórar mín- útur hafði strákurinn skorað gull- fallegt skallamark eftir að Bruno Fernandes lyfti boltanum inn fyrir miðja vörn Ítalanna. Diallo sneiddi boltann aftur fyrir sig með höfðinu, yfir hinn hávaxna Gianluigi Donn- arumma, og í netið. United keypti Diallo af Atalanta í janúar og mun greiða fyrir hann allt að 36 millj- ónum punda. Jafntefli var verðskuldað fyrir Ítalina sem léku án margra sterkra leikmanna, þar á meðal Zlatans Ibrahimovic, en komu boltanum tvisvar í mark United í fyrri hálf- leik án þess að mörkin væru talin gild. _ Nýkrýndu skosku meistararnir Rangers náðu jafntefli gegn Slavia Prag í Tékklandi þegar sænski mið- vörðurinn Filip Helander jafnaði metin, 1:1. _ Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrstu 74 mínúturnar með Molde frá Noregi sem tapaði 2:0 fyrir Granada á Spáni. Molde á því erfitt verkefni fyrir höndum en norska liðið sló í gegn í 32 liða úr- slitum með því að slá Hoffenheim frá Þýskalandi úr keppninni. Molde spilar heimaleikinn í Búdapest vegna sóttvarnaráðstafana í Noregi. Mæta brött í grannaslaginn - Góð úrslit hjá Arsenal og Tottenham en Kjær gerði United grikk á Old Trafford AFP Dramatík Simon Kjær fagnar ásamt Diogo Dalot eftir að hafa jafnað fyrir AC Milan á allra síðustu stundu gegn Manchester United á Old Trafford. Enski knattspyrnumaðurinn Gary Martin verður áfram í Vest- mannaeyjum en hann hefur samið á ný við ÍBV til þriggja ára. Martin skoraði 11 mörk í 19 leikjum Eyja- manna í 1. deildinni á síðasta ári og sjö að auki í bikarkeppninni. Martin hefur tvisvar orðið markakóngur úrvalsdeildarinnar, 2014 með KR og 2019 þegar hann lék með bæði Val og ÍBV. Hann hefur leikið hér á landi frá 2010 og skorað 87 deilda- mörk, þar af 57 í úrvalsdeildinni, en hann er þriðji markahæsti útlend- ingurinn í deildinni frá upphafi. Martin hreiðrar um sig í Eyjum Ljósmynd/Sigfús Gunnar Eyjar Gary Martin skrifaði undir nýjan samning til þriggja ára. Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi varð í gær annar á landsmóti í Mal- bun í Liechtenstein í svigi í stand- andi flokki karla. Frakkinn Arthur Bauchet bar sigur úr býtum en Hilmar bætti tíma sinn á milli ferða. Hann kom í mark á tímanum 44,69 sekúndur í fyrri ferð en í þeirri síðari náði hann að skafa tíma sinn örlítið niður og kom í mark á 44 sekúndum sléttum. Heildartími dagsins var því 1:28,69 mínútur. Hann lýkur keppni í Mal- bun í dag þegar svigkeppni Evr- ópubikars IPC fer þar fram. Hilmar krækti í silfur í Malbun Ljósmynd/ÍF/JBÓ Liechtenstein Hilmar Snær Örvarsson á verðlaunapallinum. Undankeppni EM karla 7. riðill: Finnland – Sviss ................................... 19:32 Norður-Makedónía – Danmörk .......... 33:29 _ Norður-Makedónía 6, Danmörk 4, Sviss 2, Finnland 0. Olísdeild kvenna HK – KA/Þór ..................................... frestað _ Leikurinn fer fram í kvöld kl. 18. Staðan: Fram 12 9 0 3 351:286 18 KA/Þór 11 7 3 1 277:241 17 Valur 12 6 3 3 325:268 15 ÍBV 12 6 2 4 292:271 14 Haukar 12 4 3 5 296:307 11 Stjarnan 12 5 0 7 307:316 10 HK 11 4 1 6 267:289 9 FH 12 0 0 12 230:367 0 Grill 66-deild kvenna Fram U – Valur U ................................ 26:24 Afturelding – ÍR ................................... 26:22 Staðan: Fram U 13 11 0 2 387:306 22 Afturelding 12 8 0 4 295:268 16 Valur U 12 8 0 4 343:299 16 ÍR 12 7 0 5 293:268 14 Grótta 12 6 0 6 289:291 12 HK U 11 6 0 5 291:288 12 Víkingur 13 3 0 10 302:343 6 Selfoss 12 3 0 9 274:340 6 Fjölnir-Fylkir 13 3 0 10 290:361 6 .$0-!)49,Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stundum er talað um „sex stiga leiki“ eða „fjögurra stiga leiki“, allt eftir því hvort stigakerfið er notað. Fjölniskonur unnu einmitt einn slík- an (fjögurra stiga) í gærkvöld þegar þær lögðu Skallagrím að velli, 98:90, í Grafarvogi í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, Dominos-deildinni. Allt stefnir í að þessi tvö lið berjist um fjórða sæti deildarinnar og sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins og Fjölnir náði fjögurra stiga forskoti á Borgnesinga, sem að öðrum kosti hefðu jafnað Grafarvogskonur að stigum. Ariel Hearn átti magnaðan leik fyrir Fjölni en hún skoraði 46 stig, hitti úr níu af fimmtán þriggja stiga skotum, og tók 13 fráköst. Segja má að hún hafi unnið einvígið við Keiru Robinson sem skoraði 39 stig fyrir Borgnesinga, þar af 29 í fyrri hálf- leik. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 25 stig fyrir Skallagrím. _ Þá var viðureign Breiðabliks og Snæfells í Smáranum ekki síður mikilvæg en þar mættust liðin í sjötta og sjöunda sæti. Breiðablik stakk þar af í fjórða leikhluta og vann góðan sigur, 93:76, sem fleytir liðinu ansi nálægt lygnum sjó í deild- inni. Snæfell situr eftir með fjögur stig og útlit er fyrir að Hólmarar heyi einvígi við KR um að halda sér í deildinni. Isabella Ósk Sigurðardóttir fyr- irliði Breiðabliks átti magnaðan leik en hún tók hvorki fleiri né færri en 28 fráköst og skoraði auk þess 21 stig. Hayden skoraði 22 stig fyrir Snæfell sem mætti með aðeins átta leikmenn í Smárann. Átta umferðum er ólokið í deild- inni en leikin er þreföld umferð í stað fjórfaldrar vegna þess hve langt hlé var á Íslandsmótinu fyrri hluta vetrar. _ Valskonur náðu undirtökum í toppbaráttu deildarinnar í fyrra- kvöld með því að vinna Keflavík á nokkuð sannfærandi hátt, 80:67, og Haukar sýndu aukinn styrk sinn með stórsigri á botnliði KR, 120:77. Eftir að Sara Rún Hinriksdóttir kom til liðs við Hauka er Hafn- arfjarðarliðið líklegt til að elta Val og Keflavík í baráttunni um tvö efstu sætin í deildinni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Magnaðar Ariel Hearn gnæfir yfir Keiru Robinson í leiknum í Grafarvogi. Hearn skoraði 46 stig fyrir Fjölni en Robinson skoraði 39 fyrir Skallagrím. Lykilsigur hjá Fjölniskonum - Isabella tók 28 fráköst fyrir Breiðablik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.