Morgunblaðið - 12.03.2021, Síða 36

Morgunblaðið - 12.03.2021, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ísland: bíóland nefnist ný þáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda sem hefur göngu sína á RÚV á sunnu- daginn kemur. Þættirnir eru tíu og fjalla um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma og er í hverjum þætti tekið fyr- ir ákveðið tímabil, fjallað um kvik- myndir þess tíma og valdir kaflar sýndir úr þeim. Farið er yfir inntak þeirra, áherslur, nálgun og aðstæð- urnar sem þær voru gerðar í, svo vitnað sé í tilkynningu. Ásgrímur Sverrisson leikstýrir þáttaröðinni, skrifar handrit og er jafnframt þul- ur. Þættirnir eru framleiddir af Kvikmyndasögum ehf. og RÚV er meðframleiðandi. Þeir eru gerðir í samvinnu við Kvikmyndasafn Ís- lands og Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkir verkefnið sem og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. Fimm ára fæðing Ásgrímur segist hafa kynnt hug- myndina að þáttunum fyrir Skarp- héðni Guðmundssyni, dagskrár- stjóra RÚV, í ársbyrjun 2016. „Það ár fór í undirbúning og svo hófst ég handa við að skrifa og við rannsókn- arvinnu seinni hluta ársins. Síðan hefur þetta meira eða minna staðið allar götur síðan. Tökurnar hófust í byrjun árs 2018 og stóðu yfir með hléum í tvö ár. Þá var ég að klippa á meðan. Á síðasta ári fór ég í loka- vinnslu og að útvega eintök af kvik- myndunum því ástand þeirra var mjög mismunandi. Sem betur fer gátum við fengið Kvikmyndasafnið með okkur í að endurskanna margar af þessum eldri myndum. Það var ómetanlegt að fá nýjar útgáfur af þessum eldri myndum sem hafa sennilega ekki sést í þessu ásig- komulagi síðan þær voru sýndar fyrst,“ segir Ásgrímur um ferlið. Ásgrímur segir að í sumum til- vikum hafi ekki verið til almennileg eintök af myndum en fundist að lok- um eftir mikla leit. „Margar af þess- um eldri myndum voru til í gömlum skönnunum þegar sjónvarpið var í 3:4 formati og orðnar kannski 20 eða 30 ára gamlar,“ segir hann og að Kvikmyndasafnið eigi sýningarein- tök af þessum myndum sem hafi verið hægt að skanna og útbúa nýjar útgáfur. „Það er himinn og haf á milli þessara nýju og gömlu skannana.“ Gæti verið tilvalið kennsluefni Hver þáttur er klukkustund að lengd og segist Ásgrímur taka kvik- myndasöguna fyrir nokkurn veginn í tímaröð. Í fyrsta þætti er fjallað um þær kvikmyndir sem gerðar voru frá fyrri hluta 20. aldar fram undir lok sjötta áratugarins ásamt helstu heimildamyndum þess tíma. Í seinni þáttum eru styttri tímabil tekin fyrir þar sem kvikmyndaframleiðsla hef- ur aukist jafnt og þétt með árunum, allt niður í þriggja til fjögurra ára tímabil. Síðustu tveir þættirnir fjalla svo um síðustu tíu ár eða þar um bil. Ásgrímur er spurður að því hvort þættirnir séu líka hugsaðir sem mögulegt kennsluefni í íslenskri kvikmyndasögu. „Við vonum það. Eitt af því sem maður vonar er að þegar þetta er lagt svona fram í heildstæðri línu- legri sögu fái almenningur tilfinn- ingu fyrir því hversu mikil, marg- vísleg og fjölbreytt þessi saga er. Þannig að já, það er vissulega von okkar að þetta geti verið tilvalið kennsluefni en við erum ekkert farn- ir að huga að því,“ svarar Ásgrímur en framleiðendur þáttanna eru Guð- bergur Davíðsson, Örn Marinó Arn- arson og Þorkell Harðarson. Margir angar Ásgrímur þekkti vel til íslenskrar kvikmyndasögu fyrir gerð þáttanna og er spurður að því hvort hann hafi lært eitthvað nýtt í þáttagerðinni. „Það rennur upp fyrir manni hversu stór og fjölbreytt saga þetta er, í hversu marga anga hún teygir sig og að það er komin saga. Maður er kannski of mikið á kafi í þessu frá degi til dags til að átta sig á því hversu löng og mikil saga er þegar komin. Það var áhugaverðast fyrir mig en ég er búinn að fylgjast með þessu frá því ég var polli,“ segir Ás- grímur. Hann segir þættina ætlaða al- menningi, hinum almenna áhorfanda sé gefinn kostur á að upplifa stærð og breidd þessarar sögu. „Ég held að almenningur hafi kannski ekki heildarsýn almennt yfir þetta allt saman og það er markmiðið með þessum þáttum, að gefa áhorfendum heildarsýn og sýna þeim hversu stórt framlag þetta er orðið til ís- lenskrar menningar.“ Gríðarmikil breidd Vel á annað hundrað viðmælendur koma við sögu í þáttunum og úr ýmsum greinum kvikmyndalistar- innar: leikstjórar, framleiðendur, handritshöfundar, leikarar og aðrir kvikmyndagerðarmenn auk margra innlendra og erlendra kvikmynda- sérfræðinga. „Þarna er verið að ræða beint við fólkið sem gerði myndirnar plús helling af öðru fólki sem eru gagnrýnendur, sérfræð- ingar, hátíðarstjórar og bæði inn- lendir og erlendir aðilar. Það er gríð- armikil breidd þarna,“ segir Ásgrímur. Fyrsti þáttur verður sýndur kl. 20.20 á RÚV á sunnudag og er yfir- skrift hans „Löng fæðing“. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundur Ásgrímur Sverrisson skrifaði handrit þáttanna og leikstýrði. Stórt framlag til íslenskrar menningar - Saga íslenskra kvikmynda rakin í nýrri þáttaröð á RÚV Litla Kompaníið frumsýnir ein- leikinn Óvænt uppákoma í Hlíð- arbæ í Hörg- ársveit í kvöld kl. 20 og er hann eft- ir Sögu Jóns- dóttur og í flutn- ingi hennar. Sunna Borg flyt- ur svo ljóðabálkinn Bergljót eftir Björnstjerne Björnsson við píanó- leik Alexanders Edelstein. Tónlistin er eftir Edward Grieg og höfundur þýðingar er Þórarinn Eldjárn. „Í einleiknum er fullorðin kona að undirbúa komu gesta sem hún hefur boðið til sín í nokkru hasti. Hún rifjar upp og talar um ýmislegt sem á dagana hefur drifið og ástæð- una fyrir boðinu!“ segir á vef Menn- ingarfélags Akureyrar og um Berg- ljótu segir að ljóðabálkurinn fjalli um valdabaráttu, mikil örlög og svik. Tónlistin sé mögnuð og styðji vel við flutninginn. Litla Kompaníið hefur staðið fyrir ýmsum atburðum á undan- förnum árum, m.a. sett upp leikritið Borgarinnan sem fjallaði um Vil- helmínu Lever, fyrstu konuna sem kaus til sveitarstjórnar á Íslandi. Næstu sýningar verða 13., 19. og 20. mars og hefjast allar kl. 20. Óvænt uppákoma og Bergljót Saga Jónsdóttir Sýning um nýjar kvenhetjur teikni- myndasagna hefur verið opnuð í húsnæði Alliance Francaise, Tryggvagötu 8. Ísland er fyrsta landið sem sýningin er sett upp í en hún verður sýnd í fleiri löndum. Á henni má sjá verk eftir mynda- sagnahöfunda þar sem kvenhetjur eru í forgrunni, stundum í fortíð, stundum nútíð og stundum framtíð, eins og segir í tilkynningu. Sögu- svið bókanna er ýmis lönd, m.a. Frakkland, Indland og Bandaríkin, en einnig ímyndaðir heimar. Allar eru sögurnar nýlegar og sýna að kvenhetjum fer fjölgandi í heimi teiknimyndasagna og sífellt fleiri konur sem gerast myndasöguhöf- undar. Kvenhetja Hetja á veggspjaldi sýningar- innar Nýjar kvenhetjur teiknimyndasagna. Nýjar kvenhetjur teiknimyndasagna Fish & print er heiti sýningar Guð- mundar Atla Ásgeirssonar á gyo- taku-prentverkum sem verður opn- uð í Litla Gallery að Strandgötu 19 í Hafnarfirði í dag, 12. mars, og stendur sýningin út helgina. Prent- in eru gerð eftir fiskum sem hann hefur oftast veitt sjálfur. Guðmundur Atli er fæddur í Hafnarfirði árið 1975. Hann er menntaður prentari og ferðamála- fræðingur og hefur unnið sem veiðileiðsögumaður í helstu veiði- ám á Íslandi undanfarna tvo ára- tugi. Guðmundur er mikill náttúru- og veiðiunandi. Guðmundur kynntist gyotaku- prentlistinni í gegnum veiðina, þar sem franskur veiðimaður var að stunda þessa iðju við árbakkann. Nokkrum árum seinna kviknaði áhugi hans á þessari japönsku að- ferð og hefur Guðmundur prófað sig áfram með mismunandi gerðum af fiskum, pappír og bleki. Aðallega eru myndirnar prentaðar eftir ferskvatnsfiskum úr veiðiám þar sem Guðmundur stundar flugu- veiði, annaðhvort sem hann hefur veitt sjálfur eða aðrir veiðimenn. Prentverk Guðmundar hafa farið víða um lönd. Stórlax Eitt af gyotaku-prentunum sem Guðmundur Atli sýnir og hann hefur gert eftir fiskum sem hann sjálfur eða aðrir veiðimenn sem hann er með við árnar hafa veitt. Prent eftir fiskum veiddum á flugu Tónleikar í röðinni 15:15 verða haldnir kl. 15.15 í Breiðholtskirkju á morgun, laugardag, og að þessu sinni er það Eyrnakonfekt sem kemur fram. Eyrnakonfekt er samstarfsverk- efni fjögurra söngvara og píanista um frumflutning á söngverkum eftir Þórunni Guðmundsdóttur sem hef- ur getið sér gott orð fyrir leikrita- og óperuskrif á undanförnum árum. Lögin eru fyrir einn til fjóra söngv- ara og píanó og eru flokkuð eftir umfjöllunarefni en á þessum tón- leikum er áhersla á matarlög og sumarlög, að því er fram kemur í til- kynningu. Þórunn semur alla tón- listina og megnið af ljóðunum en Hannes Hafstein og Sævar Sigur- geirsson eiga ljóðin í þremur lögum. Flest verkin eru á léttum nótum en nokkur sem fjalla um dekkri hliðar tilverunnar. Flytjendur eru Björk Níelsdóttir sópran, Erla Dóra Vogler mezzó- sópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hafsteinn Þórólfsson baritón og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleik- ari. Miðasala fer fram á Tix.is og við innganginn í kirkjunni. Miðaverð er 2.000 kr. en 1.000 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. Tónleikar Konfekthópurinn sem kemur fram í Breiðholtskirkju á morgun. Eyrnakonfekt í Breiðholtskirkju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.