Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kuldahretið sem nú gengur yfir
landið kann að vera orsök þess að
farfuglar koma nú seinna að landinu
en að jafnaði gerist. Þetta segir
Brynjúlfur Brynjólfsson, fugla-
áhugamaður á Höfn í Hornafirði.
Hann fylgist vel með náttúru lands-
ins og færir fyrirbæri hennar til bók-
ar. Segir algengt að fuglar frá fjar-
lægum löndum flykkist að
Íslandsströndum í síðustu viku mars;
áður hafi þeir í nokkrum mæli verið
komnir áður en minna nú. Aðal-
fartíminn er í apríl og fram í maí.
„Ég læt mér detta í hug að fugl-
arnir hafi greint að óveður væri í að-
sigi,“ segir Brynjúlfur sem lýsir því
að eystra hafi að undanförnu sést
álftir, gæsir, brandendur, rauðhöfða-
endur, skúmar, tjaldar og stelkar; en
bara mun færri fuglar en að jafnaði
gerist á þessum tíma. „Ég fór í Lón
fyrir nokkrum dögum og taldi þar
630 álftir. Á sama tíma í fyrra voru
þær um 2.500,“ segir Brynjúlfur.
Heiðlóan er í margra vitund hinn
eini sanni vorboði á Íslandi. Venju-
lega fara lóurnar að koma til landsins
viku af apríl, hvað sem verður nú.
„Ég taldi mig hafa heyrt í lóu í Lón-
inu fyrir nokkrum dögum og kunn-
ingi minn sem var þar líka hafði þetta
sama á orði. En eitt er að heyra og
annað að sjá, þetta er allt óstaðfest
og dirrindíið eitt dugar ekki,“ segir
Brynjúlfur. sbs@mbl.is
Farfuglar forðast kulda
- Seint á ferðinni - Álftir færri í Lóni - Heyrðist í lóunni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Álftir Færri komnar til landsins en oft hefur áður verið á þessum tíma vors.
STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN
LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is
KLETTARHEILSÁRSHÚS
Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu.
Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn.
Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta
semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður.
Uppsetninghúsannaerafarfljótleg.
Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti
(hæð2,1m) semeykurnotagildi
hússinsumtalsvert.
Klettar 65 –Grunnverð kr. 8.373.000,-
Klettar 80 –Grunnverð kr. 10.807.000,-
Ítarlegar upplýsingar og
afhendingarlýsingumá
finna á vefsíðu okkar.
Húsið ámyndinni er af
gerðinni Klettar 80 sem
reist var 2019 á Vesturlandi.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra
hefur ákveðið að framkvæmdasjóður ferðamála
leggi allt að tíu milljónir í að bæta aðgengi fyrir þá
sem vilja skoða jarðeldana á Reykjanesi.
Gerð hefur verið gróf áætlun í samvinnu við
Grindavíkurbæ sem fær styrkinn og mun halda
utan um framkvæmdirnar. Búið er að stika göngu-
leið en einnig á að setja upp salernisaðstöðu, bíla-
stæði, skilti og merkingar og ganga frá slóðum ut-
an Suðurstrandarvegar.
Fólk vill fá að sjá eldgosið
FETAR, landssamtök fyrirtækja sem eru í ferða-
þjónustu allt árið jafnt á hálendi og láglendi, hafa
látið svæðisstjórn á Reykjanesi vita að þau séu
reiðubúin til að sinna farþegaflutningum að og frá
Geldingadölum. Þá hefur FETAR óskað eftir sam-
tali við skipulagsyfirvöld, landeigendur og ferða-
þjónustuna á Reykjanesi til að geta veitt slíka þjón-
ustu með samþykki allra hlutaðeigandi. Einnig
hefur FETAR óskað eftir fundi með Reykjanes
UNESCO Global Geopark.
Jón Páll Baldvinsson, formaður FETAR, sagði að
gömul slóð lægi inn í Meradali og hægt væri að
komast nálægt eldgosinu þá leiðina.
„Björgunarsveitir eru þarna á ferðinni af eðlileg-
um ástæðum. En þær hafa líka verið fengnar til að
skutla fjölmiðlamönnum og öðrum nær eldstöðv-
unum. Það er nokkuð sem við getum létt af þeim,“
sagði Jón. „Það þarf vel útbúna bíla sem komast
svona leiðir án þess að skemma landið og reynda
ökumenn. Okkar starfsmenn eru margir í björg-
unarsveitum og kunna að ferðast um svona slóðir.“
Jón sagði að eldgosið væri farið að laða að
ferðamenn og gosstöðin myndi hafa mikið að-
dráttarafl, jafnvel þótt það hætti að gjósa á
morgun. „Fólk langar að sjá eldgosið þótt það sé
ekki allt fært um að ganga þessa leið. Eldgosið
mun styrkja Reykjanesskagann sem ferða-
mannastað.“
Jón sagði að fyrirtæki í FETAR hefðu skilað
um 14 milljörðum á ári í þjóðarbúið á meðan allt
lék í lyndi. „Við erum á ferðinni allan ársins
hring. Það líður ekki svo dagur að ekki sé farið í
Þórsmörk með farþega.“ Innan FETAR eru
meira en 50 fyrirtæki sem ráða yfir nærri 200
sérútbúnum bílum til aksturs með farþega á há-
lendinu, í snjó, á grófum slóðum og yfir straum-
vötn. Þjálfaðir starfsmenn annast bæði leiðsögn
og akstur og bílarnir eru tryggðir með tilliti til
farþegaflutninga.
Aðgengi að gosstöðv-
unum verður bætt
- Félagsmenn í FETAR eru reiðubúnir að aka með farþega á gosslóðirnar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Geldingadalir Eldgosið hefur vakið mikla athygli og margir fylgjast með því. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á gosstöðvarnar og marga langar þangað.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta stöðuga og jafna flæði kviku
kemur mest á óvart í þessu eld-
gosi,“ sagði Ármann Höskuldsson,
eldfjallafræðingur og rannsókna-
prófessor við Háskóla Íslands, um
eldgosið í Geldingadölum. Í gær-
kvöld var vika liðin frá því að eld-
gosið hófst. Hann rifjaði upp hvern-
ig orðræðan var fyrir gosið og eftir
að það hófst. Samkvæmt því hefði
gosið átt að standa stutt.
„Gosið hefur haldið áfram meira
og minna á sama róli frá því það
hófst. Kvikan er mjög heit og hún
er farin að bræða innan úr gosrás-
inni. Þá kemst upp meiri kvika en
þetta veldur því líka að gosrásin
verður stöðugri. Það er engin
spenna í jarðskorpunni sem ýtir á
að loka henni,“ sagði Ármann.
Hann sagði það koma mjög á
óvart hvað kvikan er heit. „Kvikan
sem kom upp í byrjun var 1.220-
1.240°C heit. Við höfum aldrei áður
séð jafn heitt efni koma upp í eld-
gosum á Íslandi,“ sagði Ármann.
Hann sagði að nú hefðu myndast
hrauntjarnir í gígunum og einnig í
hrauninu þar sem nýja kvikan
blandast eldri kviku. Sú blanda er
1.160-1.180°C heit. Það stefnir í að
dalurinn þar sem gýs muni fyllast
af hrauni. Það nær ekki að storkna
vegna kvikunnar sem streymir að
jafnt og þétt og þarna er hægt og
rólega að myndast risastór hraun-
tjörn.
Ármann telur að héðan af þurfi
að verða einhver breyting efst í
jarðskorpunni, t.d. vegna jarð-
skjálfta, til að loka gosrásinni.
Áætlað er að hún sé 1-2 metrar í
þvermál efst en víkki eftir því sem
neðar dregur.
„Það er ekkert að trufla gosrás-
ina eins og hún er núna. Kvikan
bara flæðir upp. Þess vegna getur
þetta endað eins og eldfjöllin
Stromboli á Ítalíu eða Villarica í
Síle. Það eru víðar svona göt á jarð-
skorpunni sem ná niður í möttul og
þau eiga það sameiginlegt að kvika
kemur þar stöðugt upp en hægt og
rólega,“ sagði Ármann.
Hann sagði þetta vera mjög frá-
brugðið eldfjöllum eins og t.d.
Heklu, þar sem kvika safnast í hólf
sem svo léttir á sér í eldgosi.
Aldrei
sést heit-
ari kvika
- Gosið gæti
orðið langætt