Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 28

Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 Dalsbraut 14 - 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Mjög nýleg og falleg 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýli í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Frábær staðsetning við nýjan gunn- og leikskóla. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 38.990.000 89,9 m2 O ft er ekki einungis fróðlegt heldur hreinlega skemmtilegt að hlýða á sérfræðinga um jarðvísindi og náttúruvá fjalla um sérsvið sitt í fjölmiðlum. Hér eru ekki aðeins vísindamenn í fremstu röð heldur virðist mörgum þeirra einkar lagið að fræða okkur hin um þau náttúruöfl sem við er að etja. Minnir þetta enn og aftur á mikilvægi þess að kennsla og miðlun rannsókna fari fram á íslensku í sem allra flestum sér- greinum og að haldið verði áfram að mynda og nota íslensk sérfræðiorð. Þannig þjálfast nemendur frá upphafi í að fjalla um vísindin á íslensku og vex síður í augum þegar fram í sækir að fræða almenning á lipru og skiljanlegu íslensku máli. Þessa dagana gæti verið að myndast dyngja við Fagradalsfjall. Ein þekkt- asta dyngjan á Íslandi er Skjaldbreiður. Náttúrufræðingurinn Jónas Hall- grímsson var heillaður af mikilfengleik þeirra krafta sem þar höfðu verið að verki þúsundum ára fyrir Ís- lands byggð. Um Skjald- breið orti hann eitt sitt þekktasta kvæði: „Fanna skautar faldi háum fjallið, allra hæða val, hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal.“ Myndir af eldgosinu á Reykjanesskaga kalla einnig fram í hugann ljóðlínurnar „Belja rauðar blossa móður, blágrár reykur yfir sveif“. Orðið hraun á sér fornar norrænar rætur og var þekkt í Skandinavíu (sbr. danska orðið røn um ,grjóthrúgu‘ eða klappir í sjó‘), í Færeyjum (sbr. orðið reyn klappir, grýtt land‘) og á eyjum norður af Skotlandi, sbr. á Hjaltlandi røni klöpp‘. Sett hefur verið fram sú tilgáta (óstaðfest) að heiti eyjunnar Rona undan Skotlandi sé komið úr norrænu Hrauney klettaey, grjótey‘. Eins og dæmin hér á undan benda til hefur orðið hraun verið notað í nor- rænu, um klappir, steina og grjót, áður en formæður okkar og forfeður kynntust landsháttum á Íslandi og eldvirkninni hérlendis. Raunar er enn þekkt í íslensku máli að orðið hraun sé haft um urð og grjót sem hrynur úr hömrum í fjallshlíð. En eftir landnám fær orðið hraun sem sé nýjar merking- ar í viðbót við hinar eldri. Nú er það haft um storknaða hraunkviku, eld- brunnið grjót, sem og um hraunkvikuna sem rennur í eldgosi. Hraunið í Geldingadölum er viðbót við landið okkar líkt og sjálft orðið hraun tók á sín- um tíma við nýrri merkingu þegar nýjar aðstæður blöstu við málnotend- unum. Orðið hraun er skemmtileg þraut fyrir nemendur sem læra íslensku sem erlent mál og má telja vel af sér vikið þegar þeim tekst að bera það fram eins og innfæddir. Bókstafatvenndin h+r táknar aðeins eitt hljóð, óraddað r, sem er býsna sjaldgæft í tungumálum. Ekki tekur betra við þegar nemendur þurfa að tileinka sér að tvenndin a+u táknar tvíhljóð sem líkist hvorki a né u en þess í stað eiginlega öí. Norðmaður nokkur sem lagt hafði stund á „gam- melnorsk“ sagði mér einu sinni í óspurðum fréttum á íslensku að hann væri ástmaður. Mig grunar að hann hafi meint Austmaður. Hraun Tungutak Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dyngja Þessa dagana gæti verið að myndast dyngja við Fagradalsfjall. A ð morgni laugardags 20. mars bárust frétt- ir um að Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, teldi gosið sem hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesi kvöldið áður „óttalegan ræfil“. Páll Einarsson jarð- eðlisfræðingur kallaði gosið „ræfilslegt“. Víðir Reynisson sem stóð vaktina á vegum Almannavarna sagði gosið „pínulítið“. Þegar leið á vikuna jókst virðingin fyrir gosinu. Það kynni að standa árum saman, yrði ef til vill dyngja á borð við Skjaldbreið, beintengd við möttul jarðar. Þarna gæfist einstakt tækifæri til jarðfræði- rannsókna, þetta gæti orðið dæmigert „túristagos“ á besta stað, skammt frá Keflavíkurflugvelli og Bláa lóninu. Þótt varað væri við eiturgufum, jarðeldahættum, vondu veðri og drjúgri gönguleið yfir torfært land í myrkri streymdu þúsundir manna á vettvang til að sjá náttúruundrið með eigin augum. Gönguleið var stikuð og skipuleggja átti sætaferðir sem næst gos- stað með rútum úr Grindavík ef veirufaraldurinn leyfði. Faraldurinn leyfði það hins vegar ekki því að fyrri hluta vikunnar bárust óþægilegar fréttir um smit í grunnskólum Reykjavíkur sem kölluðu miðvikudaginn 24. mars á hörðustu sóttvarnaaðgerðir hér til þessa. Frjálsræðið hér hafði verið litið öfundaraugum í öðrum löndum og draumar vöknuðu um að með nýjum reglum mætti blása til sóknar með fjölgun er- lendra ferðamanna. Þetta er rifjað upp hér til að minna á að við erum ekki herrar jarðarinnar heldur verðum að laga okkur að duttlungum náttúrunnar hvort sem þeir birtast sem hraunstraumar úr iðrum jarðar eða ósýnileg veira sem sækir á þá sem veita minnsta viðnám. Fyrst gamalmenni og nú skóla- börn. Jarðeldunum fylgja ósýnilegar, banvænar gufur, lúti göngumenn til jarðar til að huga að skó- þveng sínum geta þeir andað þeim að sér. Mælt er með gasmæli og -grímu í gönguferð að gosstað en tveggja metra reglu og grímu auk handþvottar vegna veirunnar. Allt kallar þetta á að menn tileinki sér nýja hætti að kröfu náttúrunnar. Það hefur einnig kallað á kröfur í orðavali. Þótt kórónuveiran eigi uppruna í Kína greip um sig sérkennileg sefjun um að ekki mætti nefna hana Kínaveiruna. Á hinn bóginn er talað frjálslega um breska, suðurafríska eða bras- ilíska afbrigði veirunnar. Feluleikur í þágu Kínverja í þessu efni ber vott um sérkennilega meðvirkni. Kínverjar láta ekki sitja við að krefjast hennar vegna nafnsins á veirunni heldur ýta undir hana með reglum um að útlendingar sprautaðir með kín- versku bóluefni njóti sérréttinda við komu til Kína. Þegar smit jukust hér á landi í byrjun vikunnar létu einhverjir í veðri vaka að þau mætti rekja til umræðna fyrir viku um að auðvelda bólusettum ein- staklingum að koma til landsins. Þetta er að sjálf- sögðu firra. Hér eru í gildi landamærareglur sem voru hertar 19. febrúar 2021 með því að taka upp þre- falda skimun, krefjast PCR-prófs, neikvæðs sýnatöku- prófs, auk tveggja skimana. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mótmælti í útvarpsviðtali 25. mars gagnrýni á landamæravörsl- una með þeim orðum að við hefðum haft eina skilvirk- ustu landamæraaðgerð sem finna mætti með tvöföldu skimuninni og síðan hefði PCR-prófið komið til sög- unnar, „þannig að í raun og veru hefur verið þreföld skimun á landamærum og sóttkví,“ sagði forsætisráð- herra og bætti við að það gætu komið upp tilvik þar sem þessum reglum væri ekki fylgt: „Það er ekki 100% mæting í seinni skimun.“ Kári Stefánsson orðaði það svo í Kastljósi 24. mars að um helgina hefði greinst veira sem ekki væri unnt að rekja til neinna. „Það bendir til þess að veiran hafi laumað sér inn í landið með einstaklingi sem við misstum einhvern veginn af,“ sagði Kári og bætti við: „Svo er annað í þessu sem má ekki ræða, sem er svolítið erfitt. Mjög stór hundraðshluti þeirra sem koma hingað sýktir kemur frá Austur-Evrópu. Býsna stór hundr- aðshluti þeirra hefur búsetu á Íslandi, en eru nú at- vinnulausir og koma hingað til þess að fá atvinnuleys- isbætur með reglulegu millibili, og fara síðan heim til sín. Ástæðan fyrir því að það er erfitt að tala um þetta er sú að það er svo stutt milli þess að segja þetta, og einhvers konar útlendingaandúðar, sem er óásættanleg. En þetta er bara staðreynd, svona líta tölurnar út, og við verðum að finna einhverja leið til að takast á við það.“ Að Kári Stefánsson taki jafnvirkan þátt í umræðum um aðgerðir vegna Covid-19-faraldursins og raun er stuðlar ekki aðeins að miðlun verðmætra upplýsinga og ábendinga um faraldurinn heldur minnir á mikil- vægi samstarfs opinberra aðila og einkaaðila þegar tekist er á við verkefni á sviði heilbrigðismála og mörgum öðrum sviðum. Til að jafnvægi skapist og rétt sýn fáist á mikilvæg viðfangsefni er óhjákvæmilegt að treysta ekki alfarið á opinbera kerfið sem lýtur eigin lögmálum. Öflugir aðilar utan þess verða að hafa þrek til að veita að- hald. Atvinnuleysisbótakerfið er eitt þessara kerfa. Nú leiðir smithættan vonandi til þess að litið sé til starfsreglna þar og hvernig skráningum og afskrán- ingum í það kerfi er háttað. Kári rauf þögnina og nú verða aðrir að tala og útskýra fyrir þeim sem borga brúsann. Af jarðeldum og veiru Gönguleið var stikuð og skipuleggja átti sætaferðir sem næst gosstað með rútum úr Grindavík ef veirufaraldurinn leyfði. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Fyrir nokkrum misserum vargerð könnun um fallegasta orðið á íslensku, og varð „ljós- móðir“ fyrir valinu. Það var eðli- legt. Hvort tveggja er, að orðið sjálft er fallegt og þjált og að mik- il birta hvílir yfir merkingarsviði þess: ný börn að koma í heiminn, mikil blessun fámennri þjóð. Hvernig ætti að þýða þetta orð? Hver tunga á sér einmitt orð, sem örðugt er að þýða, vegna þess að merkingarsvið þeirra vísa til sér- stakrar sögu og menningar, hugs- unarháttar og aðstæðna. Dæmi eru enska orðið „gentleman“ og danska orðið „hygge“. Hér bendi ég á tvö önnur sér- stök orð í íslensku. Annað er „vor- maður“. Það skírskotar til kyn- slóðarinnar, sem hóf að láta að sér kveða eftir aldamótin 1900 og var ráðin í að koma Íslandi, þá fátæk- asta landi Vestur-Evrópu, í fremstu röð. Þetta voru vormenn Íslands og auðvitað af báðum kynjum. Þetta voru verkfræð- ingar, sem lögðu vegi, hlóðu stífl- ur, smíðuðu brýr, reistu hús og bægðu frá óhreinindum, kulda og myrkri með vatns-, hita- og raf- magnsveitum, læknar, sem skáru burt mein og bólusettu gegn far- sóttum, kennarar, sem vöktu áhuga nemenda sinna á sögu Ís- lands og einstæðum menningararfi og brýndu fyrir þeim að vanda mál sitt, kveiktu í þeim metnað fyrir Íslands hönd, útgerðarmenn, sem ráku vélbáta og togara og öfl- uðu drjúgra gjaldeyristekna, iðn- rekendur, sem veittu fjölda manns atvinnu og nefndu fyrirtæki sín rammíslenskum nöfnum. Orðið „vormaður“ lýsir von íbúanna á norðurhjara veraldar um meiri birtu. Hitt orðið er „sálufélag“. Í ís- lenskum þjóðsögum er hermt, að Sæmundur prestur í Odda hafi heyrt í fornum spám, að honum væri ætlað sálufélag með fjósa- manni á Hólum. Eitt sérkenni Ís- lendinga er, að þeir eru miklu fastmótaðri heild en flestar aðrar þjóðir. Stéttamunur er hér minni og kjör jafnari en víðast annars staðar, eins og nýjustu alþjóðlegu mælingar staðfesta. Íslendingar tala ekki ótal mállýskur, og þeir geta hæglega lesið þá tungu, sem töluð hefur verið hér frá önd- verðu. Hver maður á því sálufélag við alla aðra Íslendinga, frá fyrstu landnámsmönnunum, Ingólfi Arn- arsyni og Hallveigu Fróðadóttur, til þeirra nýfæddu barna, sem ljósmæðurnar taka á móti þessa stundina. Mikill skaði væri að því að rjúfa þetta sálufélag eins og nú er reynt að gera í nafni fjölmenn- ingar. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Vormaður og sálufélag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.